Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.09.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Símfc 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísii Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Hjörtur J. Hortarson 864 3229 hjortur@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartorson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Anna S. Einarsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir gudrun@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur aualýsinga er kl. 14:00 ú þriðjudögum. Auglýsendum er bent ú að panta auglýsingaplúss tímamega. asL.v. greitt með greiðslukorti. Verð 431 5040 Ber gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifenda oa í lausasölu arverð er 850 krónur með vsk. ú múnuði en krónur 750 sé greitl í lausasölu er 250 kr. Hæverska Hógværð er í nútímasamfélagi afskaplega ofmetin dyggð og í raim álíka útdauð og Geirfuglinn. I samfélagi þar sem enginn á sér viðreisnar von án þess að olnboga sig í gegnum mannþröngina með ofbeldi og látum er frekja og yfrrgangur þeir mannkostir sem mest eru metnir. Hvemig sem á því stendur hafa Vestlendingar ekki náð að til- einka sér þessar dyggðabreytingar fullkomlega. Nánast hvar sem að er gáð hér á Vesturlandi sér þess glöggt merki að hógværð og auðmýkt em okkur fjötur um fót. Ekki ætla ég að dæma um það hvort við eram seinni til en fólk í öðram landshlutum. Hugsanlega eram við þetta langt á undan okkar samtíð því á söguöld var frekja og ófyrirleitni hverskonar til á nánast hverjum bæ hér vestanlands. Þá önnur hérað hinsvegar við skort á slíkum dyggðum líkt og frægt varð með hina mjúku menn á Suðurlandi, þá Gunnar Há- mundarson og félaga hans í saumaklúbbnum Fögur er hlíðin. I þá daga fóra Vestlendingar sínu fram um leið og þeir vora skriðnir úr vöggu og skirrðust ekki við að ýta hverskyns hindrunum úr vegi með vopnavaldi ef nauðsyn bar tdl. I dag látum við hinsvegar allt yfrr okkur ganga, bjóðum hinn vangann og brosum kurteislega framan í heiminn, samt ekki of breitt til að forðast að það sé túlkað sem yfirlæti. Við látum lítdð á okkur bera og drögum okkur í hlé ef aðrir vilja komast að. Um síðustu helgi héldu Reyknesingar mikla teiti og fögnuðu því að þeir væra búnir að koma höndum yfir víkingadallinn Islending og ætla að byggja utan um hann víkingaþorp eitt mikið og gera sér þannig mat úr sögunni sem að mestu leyti hefur orðið til einhvers staðar allt annars staðar. Reykjanesið væri náttúralega afskekktasti úmári landsins ef ekki væri fyrir þá sök að menn neyðast til að fara þar um ef þeir ætla að bregða sér út fyrir landsteinana og aftur til baka. Þar á sagan sér engar rætur því þar hefur yfirhöfuð ekkert markvert gerst svo mig reki minni tdl. Umrædd fleyta hefði hinsvegar hvergi átt betur heima en á Vesturlandi og þarf ekki að orðlengja það frekar. Best hefði dallurinn verið geymdur á Haukadalsvami en þar í sveit hef- ur þegar átt sér stað gífurleg uppbygging þar sem sögunni er gert hátt undir höfði. Reyknesingar höfðu hinsvegar það sem þurfti, þeir era lausir við þá hógværð sem þvælist hvað mest fýrir okkur Vestlendingum. Annað gott dæmi er samgönguminjasafh sem lengi höfðu verið hugmyndir uppi um að koma á fót í Borgarnesi. A meðan menn hvísluðust á um þessa hugmynd hér og veigruðu sér við að trana sér fram með hana þá var henni nappað fyrir fram- an nefið á okkur og slíku safni fundinn staður á Skógum undir Eyjafjöllum. Loksins ætluðu Vestlendingar að bíta frá sér og næla í hvalspik úr Vestmannaeyjum og slá svolítið um sig með því. Þá synti Keikó til Noregs og kvefaðist og kemur ekki til Stykkishólms úr þessu nema í mesta lagi sem sjúklingur á St. Fransiskusspítalann. Mörg fleiri dæmi mætti nefna þar sem skortur á ósvífni hefur ráðið úr- slitum. Af meðfæddri hógværð og lítillætd vil ég svo sem ekki vera að leggja til neinar breytingar. Þó mætti jafhvel íhuga stórfelldan irm- flutning á ffekjudöllum. Gísli Einarsson, hóguær og lítillátur. Belinda er Sportstúlka Akraness Úrslitakvöldið í keppninni um titilinn Sportstúlka Akraness fór fram síðastliðið laugardagskvöld á Café Mörk. Níu stúlkur kepptu og komu þær ffarn fjórum sinnum um kvöldið; í fimess fatnaði ffá Oroblu, í tískusýningum ffá verslununum Ozone og Bjargi og loks í sérstöku lokaatriði. I dómnefhd sám þær Iris Björk Arnadóttir, tmgffú Skandinavía og Queen of the world árið 2002 og Elín Gestsdóttir ffamkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Islands en at- kvæði úr sal giltu einn þriðja hluta. Mikil spenna ríkti þegar kunn- gert var hver hefði sigrað í keppn- inni en þann heiður hlaut Belinda Eir Engilbertsdóttir, 19 ára Akra- nesmær. I öðra sæti hafnaði Iris Osk Einarsdóttir en Aldís Bima Róbertsdóttir í því þriðja. Þær fengu allar myndarleg verðlaun, til að mynda gjafabréf frá Ozone og Bjargi, flugtíma frá Flugskóla Islands, rauðvín frá heildversl- uninni Lind, hár- snyrtivörar frá hár- greiðslustofunni Mozart og vinninga ffá Oroblu auk raft- ingferðar með Ævin- týraferðum sem stúlk- unum níu var öllum boðið í fyrir keppn- ina. Keppnin þótti í alla staði mjög vel heppn- uð og fróðlegt verður að sjá hvort hún verð- ur gerð að árlegum viðburði á Akranesi. —?---------------------------------------------- Islenska sjávarútvegssýningin Nokkur fyrirtæki af Vesmrlandi tóku þátt í Islensku sjávarútvegs- sýningunni í Smáran- um í Kópavogi þann 4. til 7. september 2002. Þar á meðal vora sex fyrirtæki úr Grandar- firði sem stóðu saman að sinni kynningu en það vora: Mareind, Netaverkstæði Guð- mundar Runólfssonar, Vélsmiðjan Berg, Ragnar og Asgeir, Djúpiklettur - löndunarþjónusta og Borgamesi kynnti sína framleiðslu ísverksmiðjan Snæís. Einnig vora og síðast en ekki síst ffumsýndi Akraneshöfn og Grundartangahöfh Skaginn hf nýja aðferð í landvinnslu með sameiginlegan bás, Vímet í eins og sagt var ffá í síðasta blaði. Löggæsla á sunnanverðu Vesturlandi Getum stækkað okkar eftirlitssvæði segir Sýslumaðurinn á Akranesi Eins og fram hefur komið í Skessuhomi era skiptar skoðanir um hvort breyta eigi fyrirkomulagi löggæslu á sunnanverðu Vesmr- landi. I síðasta tölublaði Skessu- homs lýsti Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akranesi því yfir að eðlilegt væri að afnema svæðaskiptingu milli lög- regluumdæmanna á Akranesi og í Borgamesi. Þá hafa af og til komið upp hugmyndir um að stækka svæði Akraneslögreglu þannig að það næði yfir hluta af hreppunum sunn- an Skarðsheiðar og Grundartanga- svæðið þar með. Ólafur Hauksson sýslumaður á Akranesi segir að ekki sé um neina útþenslustefnu af hálfu embættis Akraneslögreglu að ræða. „Við lýst- um því yfir með bréfi til dómsmála- ráðuneytisins árið 1999 að við vær- um tilbúnir dl að taka að okkur auk- in verkefhi án þess að það þyrfti að fela í sér aukinn kostnað. Það kom ekki til þá og við sinnum bara þeim verkefnum sem við höfum hér eftir sem hingað til af bestu getu og tök- um þátt í samstarfi sem er í gangi milli lögregluembættanna. Sam- starfið hefur verið að aukast á milli lögreglunnar hér, í Reykjavík og í Borgamesi og það er af hinu góða. Því samstarfi er stýrt héðan af Akra- nesi samkvæmt bréfi frá Ríkislög- reglustjóra. Við eram hinsvegar ennþá tilbúnir að stækka okkar eftir- htssvæði ef þess er óskað enda eram við með ákveðið úthald og það væri viðurhlutalítið fyrir okkur að teygja okkur aðeins útfyrir bæjarmörkin,“ segir Ólafur. Hann áréttaði hinsvegar að það væri pólitísk Olafur Hauksson ákvörðun að breyta umdæma- mörkunum Öryggið framar öðru Árið 1999 var leitað eftir umsögn- um hjá hreppsnefndum Hvalfjarð- arstrandarhrepps, Innri Akranes- hrepps og Skilmannahrepps varð- andi breytingar á lögregluumdæm- unum. Þá kom fram að sveitar- stjómarmenn þar æskm ekki breyt- inga. Skessuhom innti Ásu Helga- dóttur oddvita Innri Akraneshrepps eftir því hvort sú skoðun væri enn við líði. „Við höfum rætt um toll- gæsluna á Grundartanga og ég held ég megi segja að það séu allir odd- vitamir héma sunnan Skarðsheiðar á einu máli um að það þurfi að stór- efla hana í samræmi við aukin um- svif hafharinnar. Við eram tilbúin að skoða alla möguleika í því sambandi hvort sem um er að ræða breytingar á umdæmamörkum eða aukna sam- vinnu á milli embætta. Það er ekki aðalmálið í mínum huga heldur að öryggi fólksins sé sem best tryggt,“ segir Ása. GE Grundarfjarðarbásinn á Sjávarútvegssýningunni. Framtíð- arhlutverk Egilshúss Á síðasta fundi bæjarráðs Stykkishólmsbæjar var sam- þykkt að skipa vinnuhóp til að vínna að framtíðamotkun Eg- ilshúss í gamla bænum í Stykk- ishólmi. Egilshús er eitt af hinum gömlu og vel við höldnu húsum í miðbænum en það er frá 1858. Stykkishólms- bær keypti húsið fyrir nokkra og leigir það út sem íbúðarhús í dag. Ymsar hugmyndir hafa hinsvegar komið upp um framtíðamotkun þess og verð- ur það hlutverk vinnuhópsins að fara yfir þær og koma með nýjar. GE Húskarlar á lausu Nemendur í öðrum bekk bændadeildar Landbúnað- arháskólans á Hvanneyri hyggjast fara í útskriftarferð til framandi landa í vor. Til að fjármagna þá ferð hefur verið ákveðið að gera eins og síðastliðin ár að bjóða bændum sem og öðram að vinna hin ýmsu verk gegn gjaldi. Þessi verk geta verið af ýmsu tagi s.s. smalamennsk- ur, fjárrag, rúningur, smíðar (trésmíðar/járnsmíðar), tað- mokstur, afleysingar(t.d. við mjaltir), o.s.frv. Ábyrgðar- menn fyrir þessu starfi era Atli s: 8671262 og Steinn s: 8960314 og veita þeir allar nánari upplýsingar. (Fréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.