Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Síða 3

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Síða 3
Sjónarhorn 3 HlV-jákvœðir Sameinumst gegn alnæmi! eftir Björgvin Gíslason félaga íjákvœða hópnum og Samtökum áhugafólks um alnœmisvandann Jákvæði hópurinn er sjálfstyrking- arhópur þeirra sem mælst hafa með HlV-smit í blóði sínu. Hópur- inn var stofnaður 7. mars 1990. Stofnun hópsins átti sér nokkurn aðdraganda. Nokkrir karlmenn, sem mælst hðfðu HIV- jákvæðir, höfðu hist reglulega um eins árs skeið til að bera saman bækur sínar og reynslu, tilfinning- ar og félagslegar aðstæður, nú þeg- ar þeir stóðu skyndilega ffammi fyrir þeirri staðreynd að hafa smit- ast af banvænum og nær óþekkt- um sjúkdómi. Sjúkdómi sem ekki virtist vera hægt að ræða um opin- skátt, í sumum tilfellum jafnvel ekki við aðra fjölskyldumeðlimi - hvað þá vinnufélaga. Það reyndist því ómetanlegur stuðningur að hitta og ræða við aðra sem stóðu frammi fyrir sama áfallinu og glímdu við þær fjölmörgu spurn- ingar og þá óvissu sem kemur upp í hugann við slík tímamót í lífi hvers og eins sem hefur fengið þá vitneskju að hann er smitaður af veiru sem leiða mun til ólæknandi sjúkdóms. Eigið húsnæði - glæsi- leg ráðstefna Nafn Jákvæða hópsins á að vera hvatning til hópfélaga um að vera jafnan jákvæðir þó svo að erfið- leikarnir séu miklir og að þeir hafi greinst „jákvæðir“. Starfsemin hefur aukist jafnt og þétt þann tíma sem hópurinn hefur starfað og hann heldur nú fundi einu sinni í viku í mjög vistlegu húsnæði sem Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann hefur látið honum í té undir starfsemi sína. Hópurinn heldur góðu sambandi við aðra sambærilega hópa á öllum hinum Norðurlöndunum og skiptist á upplýsingum og gögnum við hinar Norðurlandaþjóðimar um málefni og aðstæður HlV-jákvæðra. Jákvæði hópurinn á Islandi stóð nú í haust fyrir norrænni ráðstefnu HlV-jákvæðra, NORD-ALL ’91, í Reykjavík. Mikið og óeigingjarnt starf var unnið af meðlimum hóps- ins og aðstandendum þeirra. Ein- nig studdu Samtök áhugafólks um alnæmisvandann, Landsnefnd um alnæmisvarnir og Rauði kross Is- lands dyggilega við bakið á hópn- um og gerðu honum kleift að að standa svo vel að þessari ráðstefnu að hróður Jákvæða hópsins í Reykjavík hefur borist um gjörvöll Norðurlönd. Hingað til lands komu 38 gestir, flestir frá höfuðborgum hinna Norðurland- anna, en einnig fólk úr dreifbýlinu. Það hefur trúlega ekki farið framhjá mörgum að Hörður Torfa er fluttur heim. Fyrir jól- in, nánar tiltekið í september síðastliðnum, kom út átta laga plata hans, Kveðja. Platan markar viss þáttaskil í lífi Harð- ar, hann gefur tónlist sína í fyrsta sinn út á geisladiski og í fyrsta sinn er gert myndband eftir lagi hans, en það gerði Lára Marteinsdóttir við lagið Krútt og kroppar. Að sögn Harðarhefurplatan að geyma undirliggjandi boðskap án útskýringar: „Öll Ijóðin eru ólík innbyrðis en mynda þó í heild þríund sem tjallar um einstaklinginn, hópinn og dóm almennings og velta upp þeirri sígildu spumingu hvort ást geti verið glæpur.“ Það sem einnig markar þátta- skil hjá Herði er sú ákvörðun hans að flytjast heim eftir svo langan tíma erlendis. „Það voru utanaðkomandi öfl sem hröktu mig úr landi á sínum tíma, en það er annað sem liggur að baki þessari ákvörðun núna. Það vantar stuðning við alnæmis- smitaða á íslandi og auk þess er margt spennandi að gerast í málum samkynhneigðra, nú veit samfé- lagið að við erum til og sér að við pössum ekki inn í „stereótýpuna", Sérstaklega var ánægjulegt að nokkrir Islendingar, sem búsettir eru í Dannrörku og Svíþjóð, sátu ráðstefnuna og fengu til þess ferðastyrk. Það var bæði skemmti- legt og fróðlegt að hitta þetta fólk og fá að kynnast því persónulega og fá innsýn í aðstæður þeirra og kjör heimafyrir. Gætum þess að einangrast ekki! Til þess að Jákvæði hópurinn á Islandi geti orðið það sterka afl sem til þarf í baráttunni gegn al- næmi, eins og hóparnir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru, þurfa þeir Islendingar sem hafa smitast að sameina krafta sína rækilega, koma saman, í stað þess að ein- angrast með sinn sjúkdóm. Við sem nú þegar höfum gengið í gegnum þessa reynslu, getum sameinast í baráttunni og látið gott af þeirri reynslu leiða fyrir þá sem á eftir koma. Markmið Jákvæða hópsins eru: — að gefa HlV-jákæðu fólki tækifæri til að hittast á eigin for- sendum í öruggu umhverfi, og þá þurfum við að skoða okkur sjálf. Hommar og lesbíur eru það fólk sem er hvað verst haldið af hómófóbíu og þessi sjálfsfyrirlitn- ing er það sem viðheldur kúgun- inni. Við erum sundurtætt, heimtum virðingu en virðum okk- ur ekki sjálf. Manneskja sem er örugg á sínu þarf ekki að berjast fyrir virðingu, hún fær hana sjálf- krafa. I stuttu máli finnst mér vera meiri þörf fyrir mig héma en er- lendis. Eg er svoddan hugsjóna- maður að það fer næstum í taugarnar á mér. En auðvitað veitir það lífsfyllingu að vera stór fiskur — að gefa félögunum tæki- færi til að taka afstöðu til eigin aðstæðna með félagslegu sam- neyti og þátttöku í ýmsum vinnu- hópum, — að taka þátt í að bæta að- stæður HlV-jákvæðra almennt - jafnt félagslega, heilsufarslega og pólitískt, — að taka þátt í að breiða út raunhæfar upplýsingar og fræðslu um HlV-smit og alnæmi og hagi HlV-jákvæðra. Rétt er að taka fram að í Já- kvæða hópnum er ekki haldin fé- lagaskrá og að fyllsta trúnaðar er gætt. Ymsar hugmyndir hafa að und- anförnu komið upp um aukna starfsemi innan hópsins. Eitt er víst að verkefnin eru óþrjótandi. Þörf er fyrir stuðning til handa að- standendum sem oft vita ekki al- mennilega hvemig þeir eiga að bregðast við, einnig hafa komið fram hugmyndir um stofnun minni sjálfstyrkingarhópa fyrir HlV-já- kvæða undir handleiðslu sállfæð- inga eða geðlækna. Allt forvamarstarf þarf að skipuleggja vel og á þeim vettvangi eru næg verkefni og beinlínis æskilegt að HlV-jákvæðir taki virkan þátt í því. Eins og fyrr segir em verkefnin óþrjótandi og við megum ekki sofna á verðinum. Alnæmi er kom- ið til að vera - það er staðreynd, og hver sem er getur smitast af því - það er líka staðreynd. Samein- umst því gegn alnæmi, það er lífs- spursmál fyrir okkur öll. Jákvæði hópurinn Pósthólf 9300 129 Reykjavík sími 91-28586 í lítilli tjöm.“ Er auðveldara fyrir þig sem ís- lenskan listamann að vera hommi í dag en fyrir tólf árum? „Eins og ég sagði er sú ster- eótýpa sem samfélagið ýtir að okkur óðum að hverfa, hin al- menna þögn um málefni okkar hefur verið rofin og að því leyti er allt auðveldara í dag. En í þessu karlveldi, þar sem það hlálegasta er að sjá karlmann í kjól - sem sagt karl sem ekki er sterkur - kemur það sem ég syng um vissulega við kvikuna. Þó að ég syngi ekki enda- laust um það að vera hommi, þá skiptir það öllu máli að ég kem fram sem slíkur. Ég er leikari, hvert Ijóð er lítil saga og ég túlka karakterinn í sögunni, og allirmín- ir karakterar eru mennirnir sem sigra - ekki þeir sem tapa. Hver smásigur er mikilvægur. Fólk má ekki láta erfiðleikana buga sig eða flýja þá, því þá misvirðir það sjálft sig. Það er fátt svo með öllu illt að því fylgi ekki eitthvað jákvætt. Einmanaleikinn þarf meira að segja ekki að vera svo slæmur, mínar bestu stundir um ævina hafa verið þær þegar ég er einn úti að ganga og tala við tunglið eins og tunglsjúkur úlfur. Maðurinn er fæddur einn, lifir einn og deyr einn. Því ekki að njóta sjálfs sín?“ L. 1. desember Alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi Slagorð dagsins 1991 er: Sameinumst gegn alnœmi! Ýmsir aðilar, sem tengjast baráttunni við alnæmi, tóku sig saman og skrifuðu greinar um málefnið í Morgunblaðið síðustu vikuna í nóvember og á „alnæmisdaginn“ birtist í blaðinu opnuviðtal við nokkra HIV-jákvæða einstak- linga og tvo hjúkmnarfræð- inga sem sinnt hafa HlV-jákvæðum. Á Rás 2 ríkisútvarpsins var alnæmi aðalumræðuefnið í „Þjóðar- sálinni“, þar mættu þau Sig- urður Guðmundsson læknir og Sigga, HlV-jákvæð kona, og sátu fyrir svömm, og í „Helgarútgáfunni“ á Rás 2 sunnudaginn 1. desember var stutt spjall við HlV-jákvæðan karlmann. Sama sunnudag, sjálfan „alnæmisdaginn", stóð Já- kvæði hópurinn fyrir opnu húsi í húsnæði sínu og Sam- taka áhugafólks um alnæmis- vandann - „Flekanum“. Húsakynnin voru færð í há- tíðabúning í tilefni dagsins og jólanna, og borð svignuðu undan risavöxnum hnallþór- um og öðrum kræsingum sem gestum var boðið að gæða sér á. Fjöldi fólks kom í heim- sókn, HlV-jákvæðir, aðstand- endur þeirra, vinir og vandamenn. Á staðnum ríkti mikill samhugur og baráttu- vilji og sérstaklega var ánægjulegt að sjá landlækni mættan með fyrstu gestum sem og aðra þá sem lagt hafa málefninu lið á opinberum vettvangi, en leitt var að ýms- ir úr forystu Samtaka áhuga- fólks um alnæmisvandann sáu sér ekki fært að koma. Fé- laginu bættist góður liðsauki þennan dag, því ekki færri en 35 nýir félagar bættust í hóp- inn og skrifuðu sig á félaga- skrá sem lá frammi. Um kvöldið birti Stöð 2 ít- arlega frétt af þessum við- burði og þar var rætt við Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, Einar Þór Jónsson og Olaf Olafsson landlækni. Morgunblaðið var eina dagblaðið sem fjallaði um al- þjóðlega baráttudaginn gegn alnæmi þessa helgi, en auk viðtala og greina birtist þar al- næmisauglýsing frá Samtök- unum 78. Ríkissjónvarpið birti einungis erlendar fréttir af málinu. Þegar dagur var að kvöldi kominn var það mál manna að jákvæð umræða, samhugur og styrkur hefðu sett sitt mark á daginn. Björgvin Gíslason. „Því ekki að njóta sjálfs sín?“ Þáttaskil í lífi Harðar Torfa

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.