Öreigaæska - 01.05.1934, Blaðsíða 2

Öreigaæska - 01.05.1934, Blaðsíða 2
2 ÖREIGAÆSKA. hættu vex byltingaraldan og skil- yrðin fyrir byltingakendri kreppu vaxa með degi hverjum. Nýtt tímabil stríða þýðir þvi jafnframt nýtt tímabil byltinga. En það væri alrangt að byltingahreyfingin biði eftir stríðí. Þess þegna bendir 13. útvíkkaði fundur framkvæmda- nefndar Alþj.samb. Kommunista sérstaklega á. „Hið mikla sögulega hlutverk hins alþjóðiega kommunisma er falið i því, að bjóða út svo miklum flölda, sem mögulegt er, á móti stríðinu, áður en að það brýst út, til þess að flýta á þann hátt fyrir faili auðvaldsþjóðskipuiagsins. Það er aðeins þessi bolsévistiska barátta á undan striðinu fyrir sigri byltingarinnar, sem gefur tryggingu fyrir sigri byitingarinnar í sam- bandi við strfðið.“ Fasisminn — veikleikamerki borgarastéttarinnar. „Fasisminnn er ógrímuklædd ógnarstjórn afturhaldssamasta, þjóðhrokafyllsta og landvinninga- þyrstasta hluta fjáimálaauðvalds- ins.“ (13. útv.fundur F. N. Kom- intem). Lýðræðisgríma borgarastjéttar- innar er orðin slitin. Hún getur ekki lengur hulið að gagni alræði þess og því er hætta búin. Hið borgaralega lýðræði og fasisminn eru þvl engar andstæður, heldur fasisminn vaxinnupp úr skautihins borgaralega lýðræðis. Lýðræðiö er orðið þröskuldur I vegi auðvaldsins til þess að við- halda alræði sínu og grípur þvi stöðugt meir og meir til grimdar alræðis fasismans. Þróun fasismans hér á íslandi er augijós. Fasistiskar ofsóknir borgarastéttarinnar á hendur verk- lýðsæskunni vaxa stöðugt, nem- endur eru reknir burt úr skólum landsins fyrir að taka þátt í stétta- baráttu verkiýðsins, gengdarlausri þjóðernisofstæki er hleypt af stokk- unum, fasistiskum æskulýðsfélags- skap er komið á fót umvörpum, borgaraleg íþróttafélög og æsku- lýðsfélög fasiserast. í gegn um blöðin, skólana og kvikmyndir er reynt að ala æskuna upp í þjóð- ernisofstæki en hatri til baráttu verkalýðsins. Borgarastéttin hefir komið sér upp vopnaðri lögreglu og fasistiskum óaldarflokkum, sem miskunariaust hefir verið sigað á verkalýðinn og verkalýðsæskuna og úthellt verkamannablóði. Sosialdemokratiið og S. U. J. ryðja fasismanum brautina. Það hjálpaði borgarastéttinni til þess koma á ríkislögreglu, Kratarnir sátu hjá við atkvæðagreiðslu um afnám bæjarlögreglunnar i Reykja- vik, þeir hrópuðu á lögreglu til þess að berja á verkalýðnum í Novu-deilunni á Akureyri og stóðn við hlið fasistanna i Díönu- slagnum i Reykjavík gegn verka- mönnum. Alþ.fl. og S. U. J. höfnuðu sam- fylkingartilb. K. F. í. og S. U. K. um sameiginlega baráttu gegn fas- isma og striði og fjandsköpnðust gegn antifasistiskri baráttu verka- lýðsæskunnar. Á samatíma og fasistaflokkarn- ir taia opið um að banna verka- lýðsfélögin, K. F. í. og S. U.K. reka kratarnir úr verkal.fél. stéttvísustu verkamennina og kljúfa samtök verkalýðsins. Það að efling fasismans er möguleg er þannig fyrst og fremst að þakka sosialdemokratíinu og S. U. J. En fasisminn er ekki styrkleika- merki auðvaldsins, heldur veik- leikamerki. Þessi grimdarharðstjórn auðvaldsins drifin verkamanna- blóði getur haldið þvi í valda- sessi skamma stund, en hún er fjörbrot auðvaldsþjóðskipulagsins. Sigursæl uppbygging sosialism- ans. — Rotnun auðvaldsþjóð- skipulagsins. Eftir því sem verkalýður Sovét- lýðveldanna vinnur stöðugt stór- kostlegri sigra í uppbygging sosial- ismans en auðvaldsþjóðskipulag- inu hrakar og stendur á barmi glötunnar sinnar, vaxa mótsetn- ingarnar milli þessara tveggja andstæðu þjóðskipulaga. Auðvaldið skilur mæta vel að vöxtur sosialismans í Sovétlýð- veldunum er styrkasta lyftistöng hinnar byltingarsinnuðu hreyfingar verkalýðsins i auðvaldsiöndunum. Þess vegna eykur borgarastéttin stöðugt árásir sínar á Sovétlýð- veldin og Sovét-Kína. Japanar sýna Rússum ágang í austri, stór- veldin útbúa að vopnum og kosta árásir á Sovéthéruðin í Kína, Hitler prédikar strið á hendur Rússlandi og lygaherferðum borg- arablaðana, ekki síst sosialdemo- kratanna, linnir aldrei. Sosialdemo- kratiið afhjúpar betur og betur hatur sitttil rússneska verkalýðsins og hvernig það vill ekki að verka- iýðurinn hér fái rétta hugmynd um það sem er að gerast þar. Barátta verkalýðsins og verkalýðsæskunnar á íslandi. Með hverjum degi sem líður vaxa árásir auðvaldsins á verka- iýðinn og verkalýðsæskuna. At- vinnuleysið eykst. Hér á ísafirði er nú ástandið þannig að fjöldi verkamanna og kvenna gengur atvinnulaus, atvinnubótavinna bæj- arins er lögð niður, vinna á fisk- verkunarstöðvunum er minni en nokkru sinni fyr og verkalýðurinn horfir fram á algert atvinnuleysi og neyð. Með hlutaráðningunni, sem kratabroddarnir verja og við- halda, tekst útgerðarauðvaldinu að velta birðum kreppunnar yfir á herðar sjómannastéttarinnar,eftir margra mánaða strit og vökur ganga sjómenn slippir og snauðir úr skiprúmum eða verða jafnvel að borga með sér. Laun verka- fólks í landi lækka bæði beint og óbeint. Vinnuhraðinn eykst. Að- búnaður og öryggi við vinnuna versnar. Hér á ísafirði eru engin skýli á neinni vinnustöð til að drekka kaffi í, annað hvort ekkert eða eitrað drykkjarvatn og vinnu- tækin svo léleg að slys verða við vinnuna. + Til þess að viðhalda þessart kúgun og styrkja árásirnar á lifs- kjör verkalýðsins beitir auðvaldið fasistiskum kúgunaraðferðum f gegnum ríkisvald sitt. Þúsundum króna er varið í ríkis- og bæjar- lögreglu sem hefir það eitt hlut- verk að berja niður með vopnum allar tilraunir verkalýðsins til varnar árásum auðvaldsins. Verkamenn eru dæmdir af stéttardómstól auð- valdsins fyrir þátttöku í baráttu stéttar sinnar. Ríkis- og bæjar- auðvaldið hefir forustuna í kaup- kúguninni. Skattar og tollar á ai- þýðunni verða stöðugt óbærilegri og eru miskunarlaust innheimtir með lögtökum og nauðungarupp- boðum. Á sama tíma og starfs- menn bankanna stela húndruðum þúsunda króna, setja innleysta

x

Öreigaæska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öreigaæska
https://timarit.is/publication/1559

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.