Þjálfi - 01.05.1932, Side 3

Þjálfi - 01.05.1932, Side 3
ÞJAlfi 3 um langt í land til slíkra afreka. Ætti þessi samanburður að verða til þess að örva íþrótta- mennina okkar upp. — þó það sé að vísu gaman að einstaká garpur nái ágætum árangrum, finnst oss þó miklu gagnlegra, að sem flestir — helst allir — iðki íþrót'ir, hvað sem árangrlnum líður. Stefnuskré „þjálfa“ er sú, að fá alla Vestmanna- eyinga til þess að iðka íþróttir — án tillits tú af- reka einstakra íþróttamanna. ný hafa þeir unnið oss frægð með hinni ágætu framgöngu sinni — og þeir e!ga eftir að gera það enn rþreifanlegar. Vestmeyingar vaknið ! Vaknið til meðvitundar um,að hér blunda bundnir Kraftar, sem eiga eftir að gera eyjuna okkar fræga. Sýnið þeim alúð og nærgætni og styðjið hag þeirra eftir mætti, Á. G. Víðavangshlaupið fyrsta sumardag. Á sumardaginn fyrsta s. 1. fór fram 17. víða- vangshlaup I. R. Eins og kuunugt er, tóku 6 Vestmannaeyingar þátt í því. 42 keppendur gáfu sig fram, og er það mesti keppendafjöldi við þetta h!aup. Einhverra crsaka vegna hlupu þó ekki nema 39 og 32 komust að marki. Fyrstur varð Gísli Finnsson úr K. V. Vann hann þar glæsilegt afrek, sem lengi mun í minnum haft. Tók Gísli strax að sér forystuna og »Ieiddi« hlaupið alia leið að marki. Tíminn var ágætur, 13 mín. 36 sek. (vegalengdin er ca. 4000 st) Tíminn hjá 2 manni var 13 mín. 47 sek., svo þar er auðvelt að sjá, hve glæsilegan sigur Gísli vann. -- 2. og 3. maður í hlaupinu voru báðir úr U. M. F. Visi á Hvalfjarðarströnd, 4. 5. og 6. úr K. R. 7. Geir Jónsson K. V. Én frægi hlaup- arinn okkar Karl Sigurhansson varð aðeins 11. Eigum vér bágt með að sætta oss við svo lélega frammistöðu af Karll, enda erum vér þess full- vissir, að hann aflar sér rækilegrar uppreisnar á komandi sumri. 7 sveitir frá 5 félögum tóku þátt í hlaupinu og var önnur sveit K R. fyrst. 2. varð sveit U. M. F. Vísis og 3. sveit K. V. Má árangur far- arinnar því teljast góður, þar eð Vestmeyingar eiga 3. sveit af 7 og fremsta mann af 39. Suðurfararnir hafa beðið oss að geta þess, að í. R. hafi tekið ágætlega á móti þeim og sýnt þeim hina mestu alúð í hvívetna. Færum vér í. R. bestu þakkir íyrir viðtökurnar. Vestmeyingar! Enn á ný hafa fþróttamenn ykkar borið hróður ykkar út um landið. Enn á Sumar Olympiu-leikarnir til Noregs? Oslo 1. apríl 1932. Amerikumenn hafa afsalað sér Olympiu-Ieikun- um, sam halda átti í Los Angeles i sumar, og hefur Norðmönnum verið gefinn kostur á að halda þá í Oslo. Ástæðan til þessa er sú, að hinn alkunni glæpamannaforingi, A1 Capone hefur slopp'ð úr fangelsi og gengur nú laus. Hefur hann mynd- að samband við alla alræmdustu áfengis-smygl- ara og glæpamenn í borgunum Chicago og Los Angeles, í þeim tilgangi, að hafa Olympiu-ieikana að féþúfu. En til þess að sporna v/ð þessu, sá Hoover íorseti sér ekki annað færr, en afsala Bandaríkjunum leikana. — Vitanlegt er, að tjón það er Bandaríkin hafa af þessu, nemur miljón- um króna. Hefur þegar venð iagt fram stórfé til þess að gera alla leikvanga o. þ. h. eins vel og ríkmannlega úr garði og kostur er. Öllum þeim peningum er í rauninni kastað á glæ. Norðmönnum hefur verið boðið að halda leik- ana sökum þess, hve ágætlega þeir stóðu sig á vetrar- Olympiuleikunum í Lake Piacid. Olympiuleikarnir eru haldnir fjórða hvert ár, í sínu land'nu hvert árið. Eru þeir eins ogna n- ið bendir til, haldnir til minningar um leiki þá er Foru-Grikkir héidu 4. hvert ár á Olymps- völlum vestan til á Pelopsskaga. Olympsíeik- arnir eru Iang markverðustu íþróttamót, sem ha’d- in eru. Áhorfendur skifta oft hundruðum þús- unda. f

x

Þjálfi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjálfi
https://timarit.is/publication/1591

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.