Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 158

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 158
156 HJALTI HUGASON ANDVARI grunn að nútímatónlist í landinu. Þá ávann hann sér sæmdarheitið conditor urbis — höfundur Siglufjarðar, en hann skipulagði bæinn í upphafi og var helsti forystumaður í sveitarstjórnarmálum á því skeiði er byggðin í Siglufirði þróaðist úr sveit í þéttbýli. Víst orkar tvímælis að bera saman svo ólíkar sögur. Störf sögupersónanna ráða þó ekki úrslitum um hvernig ævisaga er rituð um hvern og einn. Þar býr líka að baki val höfundar um hvers konar sögu hann vill skrá. Um alla þrjá hefði verið við hæfi að rita sagnfræðilega œvi- sögu. Þeir tóku allir þátt í innreið nútímans í íslenskt samfélag og þjóðbygg- ingunni. Engin ævisagnanna þriggja verður þó talin til þessa flokks. Viðar Hreinsson ritar starfssögu, Pétur Pétursson hugmyndafrœðilega œvisögu en Oskar Guðmundsson bók sem kallast getur „æruminning“ en slík verk veg- sama sögupersónuna og upphefja hana. Hinir höfundarnir tveir halda meiri fjarlægð við sögupersónu sína og rekja bæði styrk hennar og breyskleika. Það sem hér hefur verið sagt minnir á að góð ævisaga er ekki gefin stærð sem lesandi geti gengið að með sama hugarfari frá einu verki til annars. Ævisögur þarf að lesa af alúð og íhygli. Spyrja þarf hvers konar saga sé á ferð. Hæfir hún sögupersónunni og sögutímanum? Hvað getur hún sagt og hvað getur hún ekki sagt? Hefur höfundurinn valið frásagnarflokk og frásagnarað- ferð við hæfi? Umfram allt ber þó að spyrja hvort styrkleiki sögunnar liggi á sviði fræðanna eða fagurbókmenntanna. Þar einhvers staðar mitt á milli er góða ævisögu að finna. Mögulegt þarf að vera að ná sambandi við sögu- persónuna, finna til samúðar með henni eða hugsanlega andúðar á henni, læra af henni og jafnvel skoða eigin ævi með lífshlaup sögupersónunnar í huga. Við lesum ekki ævisögu til þess eins að afla okkur upplýsinga. Við viljum kynnast karli eða konu sem við áttum ekki kost á að mæta augliti til auglitis. Hér á eftir verður leitast við að setja ævisögurnar þrjár sem hér hafa verið kynntar til leiks í sögulegt samhengi, einnig verður leitast við að varpa ljósi á nokkur atriði varðandi sögupersónurnar sem tæpast koma nægilega skýrt fram í ævisögunum að mati undirritaðs. Um ritin verður fjallað með tilliti til dánarárs sögupersónunnar. Þórhallur var þeirra elstur og kvaddi þennan heim fyrstur. Bjarni náði hins vegar að lifa þeirra lengst inn í „nútímann“ eða fram yfir miðjan fjórða áratug liðinnar aldar. Kirkja í einangrunarhættu Það er hefðbundið mat að staða íslensku þjóðkirkjunnar hafi verið sterk við upphaf tuttugustu aldar og að hún hafi átt nána samleið með þjóðinni.3 Full ástæða er til að endurskoða þá mynd í ljósi nýrra rannsókna en á grundvelli þeirra má færa rök að því að staða þjóðkirkjunnar sem trúarstofnunar hafi að mörgu leyti verið orðin veik á þeim tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.