Ský - 01.12.2001, Qupperneq 44

Ský - 01.12.2001, Qupperneq 44
„Brottflutningar Reykvíkinga er stórt þjóöhagslegt vandamál. Því spurningin er: Hvernig geta aðrar byggöir í landinu tekið við og þjónustað 178 þúsund manns? Það hafa verið settar niður áætlan- ir um að fjölga megi íbúum annarra byggða um helming í algjörri neyð, en bara það að 30 þúsund manns flýðu til Akureyrar gæti skapað stærra vandamál en gosið sjálft. Því verður reynt að sporna gegn fólksflótta með öllum tiltækum ráðum. Löggæsla og eftirlit með akstursleiðum frá borginni yrói eflt. Engum yrði hleypt úr borg- inni nema hann gæti gefið upp öruggan dvalarstað. Það er enda skylda yfirvalda að sporna gegn og ná stjórn á óskipulögðum flótta við slíkar kringumstæður og tryggja sem best öryggi fólks og byggðar. Við skulum svo ekki gleyma því að allan tímann sem gos- ið í Heimaey stóð yfir störfuðu þar nokkur hundruð manns í algjöru návígi við gosið og enginn björgunarmanna hlaut skaða af." KULDI OG SVARTIR DAGAR í nánu sambýli við eldstöðvar ofan borgarinnar liggja lífæðar byggðarlagsins. Neysluvatn, rafmagn og hiti gegna það miklu hlut- verki í samfélaginu að röskun á framleiðslu eða skaði á veitulögn- um getur leitt til almannavarnarástands. Ef hraunrennsli færi niöur Elliðaárdalinn gætu hitaveitustokkar brotnað mélinu smærra og rafstöðin sömuleiðis. Skammt frá Bláfjöllum liggja líka aðalvatns- ból Reykvíkinga, Gvendarbrunnarnir. I gosum á þessu svæði hefur hraun áður eytt hluta Elliðavatns, þar sem nú standa Rauðhólar. Gvendarbrunnarnir, Elliðavatnið og Elliðaárnar gætu því öli þurrkast upp næði hraun af renna ofan í vatnið. Ekki þarf að dvelja lengi við þá hugsun að ef borgin yrði rafmagnslaus eða vatnslaus um hávetur væri ástand íbúanna nöturlegt. Kalt vatn er algjörlega ómissandi í daglegu lífi, hvort sem það ertil drykkju, matargerðar, kælingar baðvatns eða til að sturta niður úr klósettkössum borgar- búa. Því þyrftu íbúarnir að safna sér vatni í baðkör og önnur ílát. Án heita vatnsins er svo óbúandi í flestum húsum og ógjörningur að fara í bað, þvo þvotta eða redda sér í sundlaugunum. Þá er fátt eitt talið. Þorgeir Einarsson, formaður neyðarstjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir fýrirtækið æfa viðbrögð við öllum mögulegum hamförum, bæði náttúruhamförum og skemmdar- og hryðjuverkum. Þannig hefur viðbúnaður verið æfður miðað við að stór jarðskjálfti verði í Bláfjöllum, eldgos hefjist í Heiðmörk og flugvél með sýkla og hættuleg efni myndi hrapa í Bláfjöllum. Á stærstum hluta vatnsöfl- unarsvæðisins í Heiðmörk liggur grunnvatnsstraumurinn svo djúpt að þótt hraun myndi skaða mannvirki er hæpið að það hefði áhrif á vatnsbirgðir borgarbúa. Yrði samt veruleg truflun á vatnsöflun í „EfVesturlandsvegur og vegurinn austur um Mosfellsheiði væru einu útgönguleiðirnar og borgarbúar þyrftu nauðsynlega að yfirgefa borgina, væru miklir erfiðleikar samfara því. Því þarf að meta stöðuna með tilliti til þess hvort fólki sé betur borgið með því að flýja. Hugsanlega yrði umferðin stöðvuð með valdi og það er tiltölulega einfalt mál að stjórna bílaumferð þannig.” Helgi Hallgrímsson, vegamálstjóri I Reykjavík Heiðmörk hefur verið ræddur sá möguleiki að hugsanlega mætti tímabundið nýta flutningskerfið frá Nesjavöllum og fá þannig kalt neysluvatn úr Grámel við Þingvallavatn um Nesjavailaæð til höfuð- borgarsvæðisins. Það gæti þó aðeins gengið væri ekki þörf fyrir heitt vatn frá Nesjavöllum á sama tíma. Ef stórt gos yrði í Hengli væri Nesjavallavirkjun í mikilli hættu af hraunrennsli. Sama á við um nær allar meginháspennulínur Lands- virkjunar til höfuðborgarsvæðisins. Frá orkuverum á Þjórsár- og Tungnaársvæðum liggja meðal annars þrjár öflugar háspennulínur um Suðurlandsundirlendið og Hellisheiði, og sumar samhliða á köflum. Fjórða línan frá Þjórsársvæði liggur norðar, fer í gegnum Hvalfjörðinn og tengist þar byggðalínuhringnum. Frá Hvalfirði ligg- ur svo lína til Reykjavíkur, en hún fer einnig um Hellisheiöi að hluta. „Það er að fara í gang könnun á líkum og afleiðingum vegna eldgosa og hamfara á Hellisheiði," segir Örn Arason, öryggisstjóri hjá Landsvirkjun. „Við höfum hingað til ekki æft nein sérstök við- brögð vegna eldgoss á Hellisheiði, en höfum aftur á móti æft við- brögö við Suðurlandsskjálfta, hamfaraflóði vegna eldgoss í Vatna- jökli og við hraunrennsli í Kapelluhrauni í framhaldi af eldgosi sunn- an Hafnarfjarðar. í vinnslu er nú viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Heklu. Sökum óróleika á Hellisheiðinni ætlum við að láta meta líkurnar á eldgosi þar. Séu þær umtalsverðar munum við taka afstöðu til þess hvort rétt sé að gera viðbragðsáætlanir þess efnis á undan öðru." Rafmagn til borgarinnar frá Landsvirkjun kemur úr hringtengingu 220 kV og 132 kV lína umhverfis landið. Megnið af orkunni kem- ur frá aflstöðvum á suðvesturhorninu, það er Þjórsársvæði, Tungnaársvæði og Soginu, en getur einnig komið að hluta til frá aflstöðvum á Norður- og Norðausturlandi, svo sem Blönduvirkjun, Laxárvirkun og Kröfluvirkjun. Rafmagninu er svo dreift um þrjár að- veitustöðvar á Stór-Reykjavíkursvæðinu, úr Elliðaárdalnum, Korpu og Hamranesi við Straumsvík. Orkuveita Reykjavíkur útvegar raf- magn til Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Garðabæjar, Mos- fellsbæjar, Kjalarness og Akraness. Þótt raforkuflutningur um ein- staka línur rofnaði eða skertist hefði það ekki endilega í för með sér skerðingu fyrir borgina, en undir ákveðnum kringumstæðum er ekki hægt að flytja nóg rafmagn. Örn segir að í æfingu á viðbrögð- um við stórfelldum jarðskjálfta á Suðurlandi, hafi þau áhrif verið sviðsett að ein aflstöð skemmdist og gat ekki framleitt raforku. Raforkuflutningur um tvær línur stöóvaðist strax og síðar einnig um þá þriöju. „Samt gátum við annað álagi til alls höfuðborgar- svæðisins, nema hvað skerða þurfti orkuafhendingu til stóriðju. Skemmist eöa falli háspennumöstur á Hellisheiði eigum við vara- möstur sem fljótlegt er að reisa til að koma raforkuflutningi í samt lag aftur. Þó er Ijóst að renni hraun yfir línusvæði getum við vita- skuld ekki reist möstur á sama stað og þau voru áður. Þá réðist uppbyggingarhraði af því hvort nægilegt varaefni væri til svo hægt væri að leggja línur framhjá hraunrennslissvæðum.” AÐ BÚA MEÐ ÓFRESKJUM Við óheppilegar veðuraðstæður getur öskufall einnig haft slæm á- hrif. Gjóska getur sest á einangrara lína og truflað eöa hindrað raf- orkufluting um þær línur. „Fremur ólíklegt virðist þó í fljótu bragði að þetta allt dynji yfir okkur í einu, án þess að við fáum einhverj- um vörnum við komið, en slíkt gæti orðið mjög erfitt viðureignar ef veður eru óheppileg. Ef gjóska á einangrurum lína og tengivirkja veldur truflun á raforkuframleiðslu eða flutningi, gæti komið til þess að þvo þyrfti einangrarana með vatni, t.d. frá slökkvibifreið- 42 SKÝ HAMFARIR i HÖFUÐBORGINNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.