Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 22

Bókasafnið - 01.01.2001, Blaðsíða 22
Áhersla var lögö á að skipuleggja heimsóknir þannig að nefndinni gæfist kostur á að skoða kerfin í almenningsbókasafni, háskólabókasafni og sérfræði- safni væri þess nokkur kostur, auk þess að afla upplýs- inga um virkni þeirra í samlagsumhverfi (consortium). Eftir því sem leið á ferðina var áhersla lögð á að skoða þá kosti sem nefndin taldi koma að mestu gagni við endanlegt val. Þar af leiðandi færðist áhersl- an mikið yfir á samlagsumhverfið (consortium). Aleph Áður en ferðin var farin lá fyrir að ekki væri unnt að skoða Aleph kerfið nema í háskólabókasafnsum- hverfi á því svæði í USA sem nefndin áætlaði að fara um. Því var ákveðið að fá varamann úr nefndinni, Dögg Hringsdóttur, ásamt Sigurði Vigfússyni deildar- stjóra á Borgarbókasafni til að skoða kerfið í almenn- ingsbókasafni í Roskilde í Danmörku. Þá skoðaði Auður Gests- dóttir kerfið í Biblioteksen- tralen í Oslo í Noregi, auk þess sem nefndin skoðaði kerfið í háskólabókasafn- inu í Notre Dame háskól- anum í South Bend í Ind- iana. Horizon Horizon kerfið var skoðað í almennings- og skólaum- hverfi í Marion County Public and School Library í Indinanapolis, Indiana. Þá var kerfið skoðað í háskóla- og samlagsum- hverfi hjá Dalnet Under- graduate Library í Detroit, Michigan. Millennium Til að skoða Millennium urðu fyrir valinu, Jefferson County Public Library í Denver, Colorado, þar sem kerfið var skoðað í almenningsbókasafns- og samlagsumhverfi. í Chicago var kerfið skoðað hjá Suburban Library System sem er samlagskerfi með þátttöku bæði skóla- og almenningsbókasafna. Þá var kerfið skoðað á háskólasafninu í Unversity of Michigan, East Lansing, Michigan. Unicorn Unicorn kerfið var skoðað í umhverfi almennings- bókasafna á Enoch Pratt Free Library í Baltimore, Maryland. í heimsókn í College of William & Mary í Char- lottesville í Virginia var Unicorn skoðað í háskóla- safni. Þá var heimsótt lagabókasafn bandaríska viðskipta- ráðuneytisins (Dept. of Commerce Law Library) í Was- hington D.C. til að skoða uppsetningu í sérfræðisafni. Voyager Voyager kerfið var skoðað á tveim stöðum. Annars vegar í samlagsumhverfi almenningsbókasafna hjá Baldwin Township Libraries í Detroit, Michigan. Hins vegar var skoðað Keystone Library System sem er samlag háskólabókasafna í Harrisburg, Pennsylvania. Að ferðinni lokinni voru gögn um öll kerfin yfir- farin að nýju í ljósi fenginna upplýsinga auk þess sem farið var yfir verðupplýsingar vegna allra kerfanna. Niðurstaða þeirrar vinnu var að velja 3 kerfi til skoðunar rýnihópa og endanlegs vals nefnd- arinnar. Kerfin sem kom- ust áfram í þessari umferð voru Aleph, Horizon og Unicorn en Millennium og Voyager féllu út. Millennium er að mörgu leyti þróaðasta kerf- ið þegar litið er til vinnu- lags en hinsvegar uppfyllti það ekki kröfur nefndar- innar um lausn á samskrá og sjálfstæði safna í sam- eiginlegu kerfi. Voyager ræður vel við bókasöfn í samlagsumhverfi og var nokkuð ljóst að kerfið réði við landskerfi íslenskra bókasafna. Hins vegar var kerfinu hafnað á þeirri for- sendu að það er næstum einvörðungu notað í háskóla- og sérfræðisöfnum og áherslur seljenda þess eru ekki á þróun vegna notkunar í smáum al- mennings- og skólasöfnum. Mat nefndarinnar var einnig að verðmunur þessara kerfa og hinna sem eftir stóðu væri ekki réttlætanlegur. 4.5 Rýnihópar Strax og hugmynd um landskerfi bókasafna var mót- uð var ljóst að nauðsynlegt yrði að virkja bókasafns- fræðinga úr sem fjölbreyttustu bókasafnsumhverfi við valið. Þeir sem unnu við þarfagreininguna voru kjarninn í þeim hópi sem valdist í rýnihópa en auk Kennslustund. Smámyndfrá 13. öld. 20 BÓKASAFNIÐ 25. ÁRG. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.