Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Page 8

Smárit Handíðaskólans - 01.08.1943, Page 8
6 starfs sem vera skal, hvort sem það eru störf verkamanns- ins, sjómannsins, bóndans, iðnaðarmannsins, húsfreyj- unnar, eða störf kaupsýslumannsins, kennarans, vísinda- mannsins, læknisins, dómarans, prestsins eða þjóðhöfð- ingjans. Þessir eru þeir hornsteinar, sem allt starf mannanna á að hvíla á. En þar eð það er hlutverk skólans að búa börnin undir þessi störf, er honum með þessu sett mark og mið. Undirbúningsmenntun kennarans, skipun barnaskólans, val starfsmanna hans, val námsgreina, tilhögun kennsl- unnar og öll starfsemi skólans verður því, ef vel á að vera, að þjóna þessu marki. Þetta er hinn mikilvægasti þáttur uppeldisstarfsins, — þáttur hjartans og skapgerðarinnar. En vissulega verður skólinn þó einnig að rækja vel hinn vitræna þátt uppeldisins, en hann er einkum fólginn í miðl- un þekkingar og tækni. Á síðustu tímum, einkum síðustu tvær aldirnar, hefir sá þátturinn vaxið hinum yfir höfuð og ósamræmi það, sem er milli þroska þessara tveggja þátta, er efalaust ein helzta orsök þeirra meinsemda, sem nú þjaka mannkynið mest og ógna menningu nútímans. Vit- og tækniþróunin hefir borið hinn siðræna starfsþroska eða manngildisþroskann ofurliði. Skal nú aftur vikið að Pestalozzi. Samkvæmt reynslu hans er lítils um vert, að barnaskólinn þenji sig yfir mikið, mestu varðar, að það, sem barnið lærir, læri það og skilji sem bezt. Sveitadrengurinn, sem frá blautu barnsbeini hefir af alúð og natni unnið með föður sínum að heyskapnum, hirðingu búpeningsins o. s. frv., hefir í þessu starfi tamið sér hlutlægt starfsviðhorf og ábyrgðartilfinn- ingu hins fullorðna og tileinkað sér í ríkum mæli siðrænan starfsþroska. Sama má segja um son sjómannsins, sem frá bemskuárum lifir með í starfi og baráttu föður síns, stokk- ar og beitir með honum lóðina, fer með honum á sjóinn,

x

Smárit Handíðaskólans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Smárit Handíðaskólans
https://timarit.is/publication/1881

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.