Bjarki


Bjarki - 22.04.1897, Blaðsíða 2

Bjarki - 22.04.1897, Blaðsíða 2
62 gæðíng's verði’ hann aldreí án uns hann hnígur dauður. Að einu leiti’ eg eilíf verð, er því hvergi hnuggin, jeg hlýt að fylgja’ á hverri ferð honum eins og skugginn. Skjótt þá bregða skal á leik, skifta fáum orðum, en reyna sig við Brún og Bleik sem bestir þóttu forðum. Gott er að skilja’ á góðri stund, glöð jeg legg á veginn; veit mjer gefur gull í mund glíman hinum megin. Eg er viss um að jeg kemst upp á hímna salinn, og þar verð í flokki fremst fegurst stjarna talin. Stjarna. * * Jfí þessí Ijóð um »Stjörnu<« sem var alkunnur kosta gripur og uppáhalds reiðskjótí skáldsins, eru svo til orðin, að Páll var hey- tæpur og Ieítaði tíl Ólafs með fyrri vísunum undir nafni Stjörnu en fjekk hryggbrot. f*á bauð Asgrímur, sem þetta seinna kvæði er til, að taka hana, og er þetta þakklæti fyrir veturvistina. ÚTLEND TIÐINDI, ná til 9. Apríl. Ofriðurinn milli Tyrkja og Grikkja er aðalumtalsefni allra útlendra blaða. Um hann er skrifað og teligrafferað fram og aftur, vitlaust og botnlaust, en efni og inntak úr öllu þvi' þvaðri er, að þar eystra geri hvorki að reka nje gánga. Grikkir hjeldu flota sínum heim frá Krít, en mót- mæltu um leið harðlega öllum atförum stórveldanna á eynni. Krítvcrjar hafa og þverneitað tilboði stórveldanna um sjer- stök landsrjettindi undir yfirstjórn Tyrkja, og heimta ann- aðhvort samband við Grikki eða ekki neitt. Grikkir búast nú um heima, og senda hverja hersveit- ina á fætur annari, bæði norður til J’essalíu að austan og Epírus að vestan. Þjóðin er hin æfasta, og nú nýlega þegar crfðaprins Grikkja fór með hersveit sína frá Aþenu á Icið til landamæra, fylgdi honum endalaust fagnaðaróp. Bæði hann og Georg konúngur faðir hans sýnast nú ætla að halda svo fram stefnunni þángað til annað hvort verð- ur að Krít er feingin eða kórónan farin. Fjárián og gjaf- ir streyma nú til Grikkja víðsvegar af löndum og drjúg- um af sjálfboðaliði. Tyrkir búa sig líka sem bcst þeir geta og senda lið suður í land, eins og fyr hefur vcrið skýrt frá, en sagt er að sumt það lið sje fátæklega til fara, riddarar hest- lausir, og gaunguliðið skólítið. teir munu og fremur linir í sóknum, því þeir voru á dögunum byrjaðir á virkja- hleðslu syðst í Epírus við Ambrasíuvog, en Grikkir hót- uðu að láta skotin ríða á þeim þegar í stað ef þeir hættu ekki, og hurfu þá Tyrkir frá því. Hvað gera stórveldin, og hvcrn endir ætla þau að Játa verða á þessu? spyr nú allur hinn siðaði heimur. Hvað þau ætla sjer er víst lítið vafarrál, cn hvað þau iTiegtia er dálítið annað. I’að dylst aungum manni að þau eru öll saman einhuga í því, að kúga hverja frjálsa þjóðar- hrcyfíngu miskunarlaust, bæði þessa og allar aðrar. Af Rússum, Pjóðverjum, Austurríkismönnum og Itölum höfðu menn ekki búist við öðru en hatri og kúgun vjð alt það, sem kallast frelsi og rjettindi smáþjóða. En — afþvíTyrkir höfðu báðar hendur blóðugar eftir morð Armenínga, og höfðu svikið loforð sín um rjettarbætur á Krítey — og af því gríska þjóðin var hjer hinum mcgin, sem var móð- urþjóð hinnar vestrænu mcnningar og átti þá forfeður, sem hvað cftir annað hættu lífi sínu til að verja frclsi og mentun vesturþjóðanna, unnu á Maraþonsvöllum, í Laugaskarði og við Salamisey þau frægðarverk sem aldrei gleymast, hversu gömul sem veröldin verður, og stöðvuðu þar óþjóðalýð og þrælafans Asíu — af því svona stóð á, þá gleymdu mcnn því snöggvast að kramvörusálirnar ensku ætluðu nýlega að taka hinar auðugur námulendur Bænda- Iýðveldisins í Afriku með svikum og ráni, og að þær drottna yfir fiskunum í sjónum og fuglunum í loftinu á Irlandi með sama rjetti eins og Þjóðverjar í Rínlöndunum og Rússar á Póllandi og Finnlandi, og eins gleymdu memi þá snöggvast hvernig Frakkar höfðu leikið níunda og tí- unda boðorðið austur í Síam og á Madagaskar. Alt þetta glcymdist um tíma á dögunum, en núna síðustu vikurn- ar er menn farið að ránka við sjer, og þjóðirnar farnar að minnast þcss, að Bretar og Frakkar vita ekki síður en aðrir hve þægileg Biblían er til að ryðja braut brenni- víninu og kramvörunni, þegar henni er laglega stjórnað, og hve skikkanlega má láta hana lúra út i í horni meðan verið er að smokka hcfðum Kríteyínga inn í heingíngar- ólar Tyrkjans. Er það nú ekki merkilegt að stjórnir altra stórþjóðanna skuli heldur kjósa alsherjarstyrjöld en að leyfa þessum litla þjóðflokki að brjótast úr böðla höndum? Sjá þær ekki að lítil öreiga þjóð, eins og Grikkir, geta nú óhultir staðið uppi í hárinu á þeim .og gcrt þær aflvana, af því öll þeirra pólitík er orðin svo svívirðileg og samvisku- laus að allir menn, sem auðvaldið er ckki búið að stínga augun úr, sjá, að þær eru orðnar viðbjóður allra góðra og rjettsýnna manna í sínum eigin löndum. l’að er þó allra vest að eingin stjórn Evrópu trúir nágranna sínum fyrir túski-Sdíng, svo hvað sem þær gera, þá heldur hver um aðra að cinhver svik og sjerplægni búi undir. Núna t. d. halda Bretar að Rússar ætli sjer cina af tyrk- nesku eyunum fyrir kolabúr, og Rússar halda að Bretar ætli sjer verndunarvald yfir Krít, og telegrömmín sýnast benda á,, að ætlun Breta um Rússa sje að minsta kosti rjett. Af allri þessari samviskuleysis og svikapólitík Ieiðir, að þó stórveldin sje sammála í dag, þá veit ckkert þeirra hvort þau geti orðið sámmála á morgun. Því gat Stam- búlóv sálugi Bolgararáðherra vafið öllum þeirra samníng- um og boðum um fíngur sjer, og sarna gera Grikkir nú. Það var búið að hóta þeim, ef þeir færu að, herja á Tyrki, að höfnum þeirra skyldi lokað og þeir að hálfu leiti svelt- ir inni cn þeir ljetu það ekkert á sig bíta og hjeldu norður í ákafa, og var því þá samstundis hvíslað að þeim að það væri enn ekki afráðið að loka þá inni. I þessu spígspori stóð þcgar síðast frjettist. Nú er að vita hvort hatur Evrópu stjórnanna á frelsi og sanngirni er sterkara en hatur þeirra og öfund hverar á annari; á því leika

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.