Fram

Tölublað

Fram - 17.02.1917, Blaðsíða 4

Fram - 17.02.1917, Blaðsíða 4
48 FRAM Nr. 14 M iðnæturklukkan. Saga. Fyrir mörgum árum síðan lifði prestur nokkur gamaii, sem hét Por- björn Haukur. Hann var í miklu á- liti, voldugasti maðurinn í sveitinni og veiiáuðugur. Peir voru margir, sem voru hrifnir af ræðurn hans, viturleik og guðhræðslu, en þó voru þeir fleiri er beygðu sig djúpt fyrir auðlegð hans. Prestsetrið og kirkjan stóðu sitt á hverri hæð, og var djúpur leyning- ur á milli. Niðri í þessum leyningi hafði prestsetrið verið áður. í auð- mýkt hafði það verið bygt þar, ef svo mætti segja, við fætur kirkjunn- ar. En Porbjörn Haukur hirti ekki um slíkt auðmýktar merki — þvert á móti; að vísu var hann drottins þjónn, en þrátt fyrir það þurfti það ekki að vera guði velþóknanlegt, að hann tærðist upp í hinum gamla hjalli, þar sem alt var sí og æ fult af raka og myglu. Prátt fyrir tals- verða mótspyrnu safnaðarins, sem hélt trygð við húsin í leyningnum, lét hann rífa þau niður til grunna, og bygði bæinn fyrir eigið fé uppi á hæðinni, stærri og betur hýstan, en þar þektist nærlendis. Bygging þessi fékk brátt orð á sig, margir komu til að sjá prestsetrið nýbygða og dást að því, en margir af þeim eldri hristu höfuðið og sögðu að þetta væri að hæðast að guði. Porbjörn Haukurvar ekki ánægður með þetta; honum fanst að þar sem hann hafði varið svo miklu fé til síns eigin húss, yrði hann einnig að byggja stærra og fegurra guðs- hús, og smátt og smátt jókst löng- unin, og hvötin til að byggja nýja kirkju, stórbyggingu, guði til dýrð- ar, úr dýrasta efni, skreytta gulli og marmara. Eitt kvöld var barið á dyrnar hjá prestinum. Hann hrökk við, hafði verið að dreyma um nýju kirkju- bygginguna. Dyrnar opnuðust, og inn kom gamall maður, einkenni- Iegur að sjá, í víðri yfirhöfn, með stóran linan hatt, og sítt hvítt skegg. Presturinn stóð undrandi á fætur. »Hver ert þú og hvert er erindi þitt?« Oamli maðurinn kom nær. »Nafn mitt, pres'tur, er eitt í dag og annað á morgun, eg er kominn yfir Ianga vegu til þess að upp- fylla ósk þína.« Porbjörn Haukur horfði á gamla manninn og skildi ekki neitt. »Taktu þér sæti gamli maður, og seg mér hvað þú meinar eg skil þig ekki.« Oamli maðurinn settist í hæginda- stól er stóð við stórt borð í miðri stofunni. Á borðinu loguðu tvö kerti í silfur Ijósastjökum, köstuðu þau kvikulum bjarma á loft og veggi, og á mennina tvo, er sátu um hríð hreifingariausir. U T B O Ð . Þar eð við eigum fljótlega von á letri og fleiru dóti til viðbótar á prentsmiðjuna, leyfum við okkur, samkvæmt 5. gr. félagslaganna, að bjóða út alt að 500 krónum í nýjum hlutabréfum. — Hvert hluta- bréf er 10 krónur, og hefir sömu réttindi sem hin fyrri hlutabréf. Jafnframt leyfum við okkur að áminna þá, sem Iofað hafa hlutafé en ekki greitt það, að greiða það hið allra fyrsta. H.f. Prentsmiðjufélag Sig'/ufjarðar. Stjórnin. Hérmeð leyfi eg undirritaður mér vin- samlegast að áminna alla sem skulda við verzl- un mína, að borga skuldir sínar eða semja um þær fyrir I5. marz næstkomandi. Verði menn ekki við ofanritaðri beiðni minni, verða skuldirn- ar innheimtar tafarlaust með lögsókn. Virðingarfylst. Helgi Hafliðason. Tryggið líf yðar í lífsábyrgðarfélaginu „CARENTI A“ Umboðsmaður á Siglufirði Sig'm. Jóhannsson. »Pað er þá ósk þín Porbjörn Haukur,« tók gamli maðurinn til máls, »að láta rífa niður guðshús, og byggja það upp með nýrri við- höfn og skrauti!« Presturinn teygði sig fram yfir borðið og horfði rannsóknar aug- um á öldunginn, er sat á móti honum. »Hvernig veist þú það, sem eg hefi aldrei talað um?« Öldungurinn hélt áfram. »Og þú heldur líklega, að þér fyrir kraft gulls þíns auðnist að byggja svo dýrðlegt skrauthýsi að annað slíkt þekkist ekki?« Presturinn beygði höf- uðið til samþykkis. »íhugaðu vel prestur. Manstu eft- ir musteri Salomons, og kirkjum suðurlanda? Heldur þú að gull þitt nægi til þess að byggja guðshús sem jafnist á við þau sem eg nefndi, og er það ekki einmitt hið stærsta og fullkomnasta sem hugur þinn girnist að byggja?« Aftur hneigði presturinn höfði til samþykkis. »Hlustaðu á hvað eg segi þér Porbjörn Haukur: láttu kirkjuna standa, og eg lofa þér því, að dýrð hennar skal verða meiri en nokkur- ar annarar kirkju,-og frá fjarlægum stöðum skulu menn koma til þess að sjá og heyra það sem-henni fylg- ir guði til vegsemdar.« Presturinn þagði. Öldungurinn stóð á fætur, og hélt áfram: »Porir þú svo að trúa mér fyrir kirkjunni dálitla stund. Áður en sandurinn er runnin niður, — hann benti á stunda- glas á borðinu — skal eg vera hér aftur.«Porbjörn Haukurhneigðihöfði í þriðja skifti. — Presturinn sat hreifingarlaus í stólnum. Hann horfði án afláts á rauðbrúna sandinn, er stöðugt rann úr efra glasinu í það neðra. Alt í einu hrökk hann við. Hann snéri sér skyndilega við í stólnum, og sá óljóst gamla manninn standa í hálf- rökkrinu fram við dyrnar. Prestur- inn stóð á fætur og ætlaði að segja eitthvað, en um leið sá hann að öldungurinn benti á stundaglasið. Altaf rann sandurinn stanslaust,augu prestins voru sem töfrum bundin við sandkornin, nú voru sárfáeftir, nú féllu þau síðustu niður í stunda- glasið. — þá kom miðnæturstundin — í sama augnabliki heyrðist hreinn skær tónn, svo annar, síðan fleiri, og brátt titraði loftið af þúsund- um tóna sem með mjúkum yfirnátt- úrlega fögrum samhljóm rufu þögn næturinnar. Stígandi hnígandi vagg- andi bárust þeir með reglubundnum hreifingum og liðu síðan út í geim- inn, síðast einn veikur kveðjandi titrandi tónn.----- Porbjörn Haukur stóð grafkyr og hlustaði, dróg naumast andann. Hon- um fanst hann hafa séð himnana opnast og heyrt söng englanna, loks snéri hann sér að gamla mannin- um og mælti: »Eg beygi mig djúpt fyrir þér gamli maður, aldrei hefir nokkuð þessu líkt heyrst áður. Segðu til hver laun þú kýst þér, og þó þú krefjist allra eigna minna, þá er það ekki ofmikið fyrir þessa himnesku tóna.« öldungurinn brosti. »Pú talar um laun, Porbjörn Hauk- ur, en eg hefi ekki gjört þetta fy- ir gjafir eða gull. En taktu nú vel eftir því sem eg segi: Porir þú að halda þessari gjöf minni?« Presturinn ætlaði að rjúka upp, en öldungurinn beygði sig að hon- um og hélt áfram: »Pú skalt vita prestur, að tónar miðnæturklukkunnar eiga einnig að vera rödd þinnar eigin samvisku; látir þú hana deyja þá munu tónar klukkunnar heldur ekki láta til sín heyra. En í næsta skifti sem þú hlýðir boðum guðs, þá mun hinn fagri samhljómur aftur heyrast, í gegnum kyrð næturinnar. Máske þú viljir hugsa þig um?« »Nei, nei, hrópaði presturinn. Pess- ir tónar skulu vera mér trygging fyrir himnaríkissælu, ogennþáeinu- sinni þakka eg þér ókunni maður.« Hann rétti út hendina, en þá var hann einn í stofunni, öldung- urinn var farinn. Framh. Sigluf jaröarprentsmiðja

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.