Fram


Fram - 12.01.1918, Blaðsíða 2

Fram - 12.01.1918, Blaðsíða 2
6 FRAM Nr. 2 FRAM kemur út einusinni í viku. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Jgg Útgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Fridb. Níe/sson °g Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1918. Finnland. —o— Eins og kunnugt er, notaði Finn- land tækifærið, þegar stjórnarbylt- ingin í Rússlandi skall yfir, til þess að losa sig úr Öllu sambandi við Rússland, og hefir lýst sig frjálst og óháð ríki. Hafa þeir í þessari sjálfstæðisbaráttu sinni átt við margs- konar örðugleika að stríða, en Finn- ar eru þrautseig þjóð sem harðnar við hverja þraut. En ofan á þessa stjórnmála örð- ugleika þeirra, bætist svo tilfinnan- legur matvælaskortur, sem stafar bæði af uppskerubresti og svo því að nú fá þeir engan mat frá Rússum. í haust sendi stjórn Finna mann til Ameriku til að reyna að fá vörur þar. Kom hann við í Stockholmi og sagði blaðamönnum þannig frá á- standinu þar: »í mörgum héruðum verða menn nú að lifa á brauði, sem er bland- að trjáberki til helminga. Hver mað- ur fær eigi nema einn fjórða punds af mjöli á dag, og til þess að geta viðhaldið þeim skamti, verðum vér að fá vörur frá Ameriku. f meðalári er kornuppskeran í Finnlandi 350 þús. smál., en auk þess eru innfluttar 420 þús. smál. Árið sem leið fengum vér 1 þús. smál. frá útlöndum, og uppskeran í haust varð eigi nema 300 þús. smál., svo að mikill skortur er í landinu. Frá Rússum fáum vérekk- ert. Eina von vor er því nú, að vér fáum matvæli frá Ameriku, en ef hún bregst, þá erum vér ekki betur staddir en Pólverjar og Belgar.« Hvernig gengið hefir að fá mat- vörur í Ameriku, hefir ekki frést, en svo er að sjá sem það hafi ekki gengið sem greiðlegast, því nokkru síðar er útsendur erindreki þeirra staddur í Khöfn, og sendi þaðan þeim Wilson Bandríkjaforseta, Lloyd Oeorge og Asquith svohljóðandi símskeyti: »Vegna hins ítrasta neyðarástands sem ríkir nú í föðurlandi rnínu, á- ræði eg að leita beint til yðar og vekja athygli yðar á því, að vér þörfnumst hjálpar tafarlaust. Neyð- arástandið í Finnlandi er átakanlegra en dæmi eru til. Uppskeran brást svo algerlega, að slíks eru ekki dæmi áður, og matvælaiausir og ör- væntingarfullir bíðum vér komu vetrarins í voru kalda landi, og hungursneyð blasir við oss, er vér nú hrópum á hjálp yðar. Ef vér fáum ekki matvæli frá Bandaríkjun- um eða öðrum Íöndum, er sultur- inn yfirvofandi. Guð gefi að hjálp yðar komi ekki of seint.« Af þessu sést að ástæður manna þar hafa ekki verið góðar, og svo mun víðar vera. Hér á landi hafa menn kvartað og kveinað um skort og vöntun, ef ekki hefir verið nóg af öllu. Sannleikurinn mun þó lík- lega vera sá, að íslendingar munu hafa staðið einna best að vígi með matvæli í haust, af hlutlausu lönd- unum. Lag'asmíði a/þingis. —o— 39. Lög um aðflutningsbann á áfengi. Pessi lög eru mjög lík hinum eldri aðflutningsbannslögum að öðru leyti en því, að sektarákvæði öll hafa ver- ið hækkuð. — Sá, sem ólöglega flytur vín inn í landið skal nú sæta sektum um 200 til 1000 kr. fyrir fyrsta brot, 500 til 2000 kr. fyrir annað brot,. og auk sektanna skal nú beyta fangelsisrefsingu, ef áfengi hefir verið ætlað til veitinga í atvinnu- skyni eða sölu. — Sá sem veitir, gefur, selur eða á annan hátt lætur af hendi áfengi við annan mann, skal nú sæta sekíum um 200 til 2000 kr. fyrir fyrsta brot, en 500 til 5000 kr. fyrir annað brot. Fyrir þriðja brot er fangelsi, ekki vægara en eins mán- aðar einfalt fangelsi, auk sektanna. — Hver sem aflar sér áfengi undir því yfirskyni, að hann þurfi að nota það til iðnaðar, lækninga eða í öðr- um lögleyfðum tilgangi, en notar það svo til drykkjar, skal sæta sekt- um um 50 til 1000 kr., nema þyngri hegning liggi við að lögum. Ef læknir verður sannur að sök um að hafa látið af hendi áfengi eða læknisseðil um áfengi í þeim tilgangi, að það verði notað öðru- vísi en sem læknislyf, skal hann þá í fyrsta sinn sekur um 200 til 2000 kr., og skal sektin tvöfaldast, sé brotið endurtekið. Verði læknir sann- ur að sök um slíkt oftar en tvisvar má svifta hann læknisleyfi um stund- arsakir, eða að öllu, ef miklar sekt- ir eru. 21. gr. laga þessara hljóðar svo: Sveitarstjórnum og lögreglustjórum er sérstaklega skylt að sjá um að lögum þessum sé hlýtt. 40. Lög um stofnun húsmæð- raskóia á Norðurlandi. 1. gr. Húsmæðraskóla skal stofna í grend við Akureyri. Skal hann veita konum þá kunnáttu, sem nauð- synleg er hverri húsmóður og ger- ir hana færa um að gegna vel stöðu sinni. Skal búskapur rekinn í sam- bandi við skólann. 2. gr. Skólinn skal rúma 40 heima- vistir og kenslustofur fyrir alt að 50 nemendur, auk íbúðar forstöðukonu og þjónustufólks, svo og geymslu Erlendar símfréttir. Khöfn 4. jan. Rússar hafa hætt friðarsamningagerð sinni við Þjóðverja í Brest-Litovsk, og vilja halda þeim áfram í Khöfn eða Stokkhólmi. Khöfn 7. jan. Bandamenn hafa sent miðveldunum friðarskilmála þannig: Öll hertekin lönd skulu endurreist og skaða- bætnr greiddar. Pjóðernisréttur ráði forlögum þeirra landa sem áður voru undirokuð. Hellusund verði alþjóða eign. Frakkar fái Elsass. Pólland verði sjálfstætt. Alþjóðasambandið geri ákvarðanir til að fyriroyggja ófrið síðar. Frakkar, Pjóðverjar og Rússar hafa viðurkent sjálf- stæði Finnlands. Pýsk sprengiefni hafa fundist í Kirk- junesi í Noregi. Khöfn 8. jan. Þjóðverjar hafa neitað friðarskilmálum bandamanna Bandaríkin hafa tekið járnbrautir lansins til eigin nota. Bráðabyrgða útflutningsbann frá Bandaríkjunum. Khöfn. 9. jan. Friðarsamningarnir halda áfram í Brest-Litovsk. Eftir skeytum til Rvík. fyrir matvæli, eldsneyti o. fl. Hann skal bygður úr, steinsteypu eftir uppdrætti, er stjórnarráðið samþykk- ir, og útbúinn með nýtísku tækjum til matreiðslu, hitunar, lýsingar og ræstunar 3. gr. Skólanum stýrir forstöðu- kona, er tekið hefir próf í þeim kenslugreinum er 4. gr. ákveður. Hún ræður kennara með samþykki skólanefndar,er stjórnarráðið skipar. 4. gr. Námsgreinar eru: Verkleg- ar: Matreiðsla alskonar, og sé sér- stök áhersla lögð á matreiðslu úr innlendum efnum og að hagsýni og nýtni sé ávalt gætt. Framreiðsla mat- ar og drykkjar. Ræstun og þvottur. Saumur og hirðing fatnaðar. Bók- legar: Efnafræði, sérstaklega efna- sambönd fæðunnar. Heilsufræði, einkum hjúkrunarfræði. Meginatriði uppeldisfræðinnar. Búreikningar. — Nánari ákvæði um námsgreinar skulu sett með reglugerð. 5. gr. Landssjóður leggar fram tvo þriðju af stofnkostnaði, gegn einum þriðja annarsstaðar að. Hann skal rekin fyrir landsfé og stendur undir umsjón stjórnarráðsins, erset- ur reglugerð um nánari tilhögun hans. 6. gr. Lög þessi koma til fram- kvæmda þegar efni og annað, sem með þarf til skólans, verður fáan- legt með viðunandi kjörum. 41. Lög um breyting á tilskip- un 30. apríi 1824 ogfátækra- lögum nr. 44, 10. nóv. 1905. 10. tölul. 3. gr. í tilsk. 30. apríl 1824, um hjónabönd, og 62. gr. fátækralaga nr. 44, 10. nóv. 1905, skulu úr lögum numin. — ■ Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1918. (Á- kvæði þau, sem hér eru úr gildi numin voru um að þeir sem stæðu í skuld um þeginn sveitarstyrk, mættu ekki giftast. Nú er það því ekki lengur í veginum.) 42. Lög um breyting á og viðauka við lög nr. 23, 14. des. 1877, um tekjuskatt. Breytingar þær á tekjuskattslög- unurn frá 1877, sem hér hafa verið gerðar, eru aðallega þessar: Skatt- ur af tekjum af eign var áður 4 prc. hvort heldur tekjurnar voru miklar eða litlar, en nú skal liann vera 4 prc. af tekjum sem nema 1000 kr. en eykst síðan um 1 prc. á hverju þúsundi, uns hann er orðinn 15 prc., sem greiðist af því, sem eign- artekjur nema yfir 11 þús. kr. — Tekjuskattur af atvinnu var þannig, að fyrstu þús. kr. voru skattlausar, en 1 prc. af öðru þúsundinu og hækkaði svo um hálft prc. af hverju þúsundi uns komið var uppí4prc., en nú á skatturinn að halda áfram að hækka á sama hátt, uns hann er orðinn 15 prc., sem greiðist af því, sem tekjurnar nema yfir 29þús. kr. — Þá eru stjórnendur banka og sparisjóða nú skyldir að gefa skatta- nefndum upplýsingar um innieignir manna o. fl. — Tekjuskatt samkv. lögum þessum skal innheimta í fyrsta sinn á manntalsþingi 1919. 43. Lög um almenna hjálp vegna dýrtíðarinnar. Fessi lög voru byrt hér í blaðinu 13. okt. í haust. 44. Lög um breyting á lögum nr. 21, 2. nóv. 1914, um notk- un bifreiða, og viðauka við sömu lög. Þessi lög sjáum vér ekki ástæðu til að byrta hér. 45. Lög um stefnufrest til ís- lenskra dómstóla. Verða heldur ekki byrt hér.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.