Fram


Fram - 13.04.1918, Page 3

Fram - 13.04.1918, Page 3
Nr. 11 FRAM 41 Fréttir frá Rvík. Vestur-Skaftafellssýsla er veitt yfirdóms- lögmanni Qísla Sveinssyni. Bátur með 9 mönnum fórst úr Ólafsvík, er ætlað að stórfiskur hafi grandað honum. Nýlega var gerð tilraun til að kveykja í Álafossverkstniðjunni, var próf haldið í málinu, og maður settur í gæsluvarðhald. Konan sem varð fyrir gaseitrinu, er á batavegi. Hlutafélagið »Kol og Salt,« hefir gefið 1000 kr. til Landsspítalans. Afli er góður, en gæftir litlar vegna stór- viðris á austan. Síðastliðinn sunnudag fórust 2 bátarfrá Akranesi, 5 menn druknuðu. Breiðafjarðarbáturinn »Svanur« strandaði við Krossnessbjarg hjá Grundarfirði, menn björguðust. Björgnnarskipið »Geir« er far- inn á stað til þess að reyna að ná bátn- um út. Alþingi var sett kl. 2 í fyrradag, 6 þing- menn ókomnir, fyrir lieigi byrja engin þingstörf. Botnía á að fara frá Khöfn 14. þ. m. Gullfoss væntanlegur um helgina. Kuldinn og skaplyndið. Eg veit ekki með vissu hvort það hefir verið svo með aðra menn hér, en eg man ekki eftir að eg hafi ver- ið jafn skapvondur og í vetur. Veit eg ekki hvernig í fjáranum getur á þvi staðið, nema ef kenna skyldi kuld- anum um. Þarnahefirekki máttorðinu halla, svo hefi eg rokið upp og orð- ið ösku vondur, útaf eintómum smá- munum, og er mér það þó ekkr gjarnt. Ekki svo, að nokkur skap- aður hlutur hafi gengið að mér, eða eg verið í nokkrum vandræðum, nei öðru nær, við búum ekki við ill kjör hér Siglfirðingar, fyrir því er séð af okkur sjálfum hverjum fyrir sig, og — já — af öllum öðrum sem fyrir okkur eiga að sjá. En svona var nú skapið hjá mér, og mér er nær að halda, þó eg viti það ekki með vissu, eins og eg sagði áðan, að það hafi verið svo hjá íleirum, og það mestu stillingarmönnum, ræð eg það af ýmsu sem eg heíi frétt — með símanum skulum við segja — og svo hafa hér verið með mesta móti ósamlyndi í vetur útaf litlu, og hót-, anir um málaferli hjá þeim sem fljót- ir hafa orðið til stóryrða framar venju, en svo séð að sér eins og góðu fólki sæmir, þegar reiðin hefirverið runnin. þetta er svo óvanalegt hér, því sveitarvenja er, að taka með jafn- aðar geði því sem að höndum ber, nema helst þegar sannleikurinn hef- ir verið sagður, því hann á ekki upp á pallborðið hér framar en ann- arstaðar í heiminum. Má vera að kuldinn hafi orsakað meiri noktun sannleikans í veturen vant er. Já, þetta með sannleikann. Fólk þekkir hann ekki. Eg til dæmis rauk upp á nef mér þegar eg frétti um daginn að einn hreppsnefndar mað- ur hefði sagt, að þeir, hreppsnefnd- armenn, hefðu leyfi til að fara með hreppsfé eftir eigin geðþótta, og þegar þeirri spurningu varbeint að honum hvort þeir mættu gefa af hreppsfé til Péturs og Páls, þá svar- aði hann: Já. Þetta gat eg í fyrstu ekki álitið satt, og svo var um fleiri, og hélt að maðurinn hefði fengið brjálsemiskast, eitt af þeirri tegund, sem á dönsku er kallað >íHöjheds- vanvid,«' en svo fékk eg að vita síðar að þetta var mantisins hjart- ans samfæring og hann var tal- inn »normal« af meðnefndarmönn- um sínum, og eg er ekki svo Iög- lesinn, að eg þori að bera á móti þessum ummælum manns í þeirri stöðu, það geta aðrir gert. En svona er það, og það kenni eg kuidanum, að eg fokreiddist, þegar eg heyrði þessa — sem eg þá áleit —- blábera flónsku úr manninum. Já, kuldinn er slæmur. Eg er hræddur um að hann raski öllu jaínvægi sálarinnar hjá mörgum, og það jafnvel hjá þeim, sem hafa reynst bjargfastir \ skoðunum sínum áður. Um eitthvert los á rökréttri hugsun bera vott þau ummæli eins Leyningsnefndar- mannnsins, sem hafa frést, að hann skuli svo lengi sem hann er í nefnd- inni berjast á móti því eftir mætti, að nokkur maður fái leyfi til að rista torf í Leyningi, en hann skuli jafn- framt sjálfur rista það af torfi þar er hann þarfnist, en auðvitað borga fyrir það. Jæja, nú fer líklega bráðum að hlýna, og þá kemst í samt lag alt, sem raskast hefir í vetur í sálum manna, er það gleðilegt að hugsa til þess, því hér hefir ekki verið áð- ur að venjast öðru en eining, friði og kærleika, jafnt í orðum sein í breytni, en í vetur hefir skotist úr réttu horfi í stöku stað. En hvernig fer nú ef sami kuldi verður næsta vetur, og lítið um elds- neyti? Ætli að þeSsi skapvonsku sjúkdómur taki sig þá ekki upp aft- ur og verði enn verri? Eg kvíði fyrir því. Pá verður bágt að lifa. Hvað á að gera til varnar gegn eldsneytisleysinu og kuldanum og skapvonskunni? s. m. Pegar Sterling fór frá Khöfn, var svo mikill skortur á saumgarni þar,að tvinni var seldur í álnatölu. Eng- lendingar takmarka innflutning á saufngarni til Danmerkur, og er það mikið bygt á því, að í Danmörku hafa verið saumaðir einkennisbún- ingar handa þýskum ’nermönnum, en það mun Englendingum hafa virst óþarfi, Blóð og gull. —o— »Manchester Ouardian« hefirgert tilraun til að reikna saman það blóð og gull sem farist hefir i stríðinu, og hefir komist að eftirfylgjandi niðurstöðu. Fallnir eru úr Englandi og nýlend- um þess 400 þús. manns. Frakk- landi 1 milj. 300 þús. Rússlandi T1/^ milj. Pýskalandi 2a/2 milj. Austur- ríki í3/4 milj. Tyrklandi 3/4 milj. ít- alíu 200 þús. Belgíu, Bulgaríu, Ser- bíu, Rúmeníu og Portúgal til sam- ans 600 þús. í alt 93/4 milj. manna. Tal þeirra sem særðir eru álíst vera 21/, sinnum meira, eða um 23þ/a milj. Par af er ekki búist við að 12 milj. verði hæfar til herþjónustu framar. " Herteknir hermenn eru reiknaðir 4 milj. og af borgaralýð "1/i milj. Beinn herkostnaður reiknast í mil- jónum sterlingspunda þannig: Eng- land 5500, Frakkl. 3000, Pýskaland milli 4 og 5000, Austurríki 2500, Rússl. 3050, Ítalía 1000, önnur lönd sem taka þátt í stríðinu til samans minst 1000. Petta verður til samans 21,500 milj. steriingspd., eða yfir 400,000 milj. kr. Blaðið dregur útreikninga sína saman á þennan hátt: Vígbúnir menn 49^2 niilj., drepnir 93/4 milj., særðir 23^2 niilj., þar af 12 milj. örkumla- menn alla æfi, herteknir 4x/4 milj. Beinn herkostnaður 400,000 milj. króna, slit. og eyðileggingar yfir 21,600,000 milj. kr., sökt 9l/a milj. tonna í skipurn. Grein þessi er tekin eftir »Roms- dalsposten« í sept. 1917, geta menn gert sér í hugarlund, að mörg manns- líf hafa farist síðan, og mikið gull eyðst. I sama þlaði stendur: Fréttaritari sem dvelur á ítölsku vígstöðvunnm skýrir frá því, að frá herlínu ítala 72 eg fái mér far með rafmagns sporvagninum sem þarna kemur.« Hann stökk uppá fram pall vagnins, og nokkrum mín- útum síðar sté hann af honum á horninu á Brandonstræti. »Klukkuna vantar 8 mínútur í 6, og vagn baronsins getur ekki verið hér fyr en eftir 5 mínútur,« hugsaði hann. Síðan gekk hann inn í veitingarhús beint á móti klæða- verksmiðjunni, þar settist hann við glugga er vissi út að götunni, og kveykti í vindlingsstubbnum og bað um whisky. Litlu síðar sá hann baroninn ganga aftur á bak og á- fram á götunni. Mr. Pemberton sat kyr við gluggann. Hann vissi að hann var óþekkjanlegur. Whiskyinu hvolfdi hann í sig, þó vont væri, í því var blásið í verksmiðjunni og fólkið streymdi út. Strax á eftir sá hann baroninn hraða sér fyrir gluggann; hann flýtti sér að borga whiskyið og fór út. Alt fór eins og kvöldið áður, þeir Mr. Pemberton og baroninn eltu karlmanninn og kvenmanninn að húsdyrunum í Furlongstræti, baroninn elti þau að götudyrunum eins og hann ætlaði inn, en snéri þar við, og gekk eins og hálf- hikandi fram á götuna aftur, tók síðan vagn, en Mr. Pem- berton hélt heimleiðis. Mr. Pemberton hugsaði margt á leiðinni heim. Hver var meiningin með þessu ferðalagi baronsins? Var það karl- maðurinn eða kvenmaðurinn sem hann vildi ná í? Skyldi baroninn hafa séð stúlkuna einhversstaðar og langa til að ná ástum hennar, en þyrði ekkert fyrir karlmanninum ? Hvernig sem það væri hugsaði hann sér að gefast ekki upp, þó hann þyrfti að elta baroninn á hverju kvöldi í heilt ár, skyldi hann 69 kominn roskinn herramaður með gullgleraugu og linan flókahatt. »Nú er eg tilbúinn,« sagði Mr. Pemberton og brosti. Hann leit út um vagngluggann. »Við erum þá á St. Páls- vegi, og það lítur út fyrir að við séum bráðum komnir alla leið, því eg sé að vagn baronsins hægir á sér.« Petta var rétt hjá Mr. Pemberton. Vagn baronsins stað- næmdist þar sem mætast St. Pálsvegur og Yorkgata, baron- inn steig út úr vagninum og skundaði inn í Brandonstræti, það er mjótt stræti, standa þar ýmsar verksmiðjur. Mr. Pemberton stökk útúr vagninum og snéri sér að ökumanninum, sem hrökk saman af undrun, þegar hann í staðinn fyrir kerlingarbjáifa, sem hafði stígið inn í vagninn, sá roskinn karlmann koma út. Mr. Pemberton gat ekki annað en brosað að undrun mannsins, en tíminn var naumur, hann flýtti sér að segja honum að mæta í Harthstræti morguninn eftir, og taka með sér fataböggul þann er væri í vagninum, og áður en öku- maðurinn hafði svarað þaut Mr. Pemberton á eftir baronin- um inn í Brandonstræti. Hann náði brátt sjónar á baron- inum, gekk nú baroninn í hægðum sínum. »Nú erum við víst komnir á ákvörðunarstaðinn,« taut- aði Mr. Pemberton. »En hvaða erindi á baroninn hér í sót- ugu verksmiðju hverfinu?« Pegar baroninn var kominn á enda strætisins, snéri hann við og kom nú á móti Mr. Pemberton, sem hélt áfram, gengu þeir hvor fram hjá öðrum. í því gáfu verksmiðjuflauturnar til kynna að klukkan væri sex, og vinnutíminn væri úti; fljótlega streymdu karlar,

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.