Fram


Fram - 02.11.1918, Blaðsíða 4

Fram - 02.11.1918, Blaðsíða 4
172 FRAM Nr. 43 Verzlun Stefáns Kristjánssonar selur meðal annars fjölbreytía og vandaða Vefnaðarvöru með sanngjörnu verði. Pettaættuferðamenn,semkomatil Siglufjarðar aðaíhuga. Bæjarfré ttir. —0— Afmæli: 5. nóv. S. A. Blöndal, kaupm. 5. — Sigríður Pálsdóttir, ekkja. 7 8. — Halldór Jónasson, kaupmaður. 8. — Björn Jónsson, Siglunesi. Kirkjan. Hádegismessa á morgun. r • Fyrsti fundur á þessum vetri, í Kaupmanna og versl- unarmanna félagi Siglufjarðar verður haid- inn í kvöld kl. 8,30 hjá Þorsteini Pétur- syni. x> Valkyrien i þrímastrað seglskip, fór héðan á mið- vikudaginn með síld til Svíþjóðar. Öskufal! mikið var hér í fyrrinótt. Snjór til fjalla varð grár af ryki. Kol. þau er afgangs urðu við síldarbræðslu- verksmiðju S. Qoos, hefir Landsverslunin tekið undir sínar hendur. Aður höfðu nokkrir menn keypt lítið eitt, einnig hrepps- nefndin tii skólans 2 og hálft tonn. Heyrst hefir að hreppsnefndin ætli sér að kaupa meira af kolum eftir nýár, til skólans. Sarntíningur. Svo er sagt að í Póllandi haíi fólkinu fækkað úr 14 miljónum nið- ur í KP/a miljón síðan ófriðurinn byrjaði. Bæði er það, að fjöldi manna hefir flutt þaðan til Rússlands og svo hefir manndauði verið með meira móti og fæðingar með fæsta móti síðustu árin. Rjóðverjar eru um þessar mund- ir að láta reisa stórt og veglegt minnismerki í Kiel, sem vera á æ- varandi vottur þess hve vel og drengilega þýsku kafbátarnir hafa tekið þátt í þessum ófriði. Voru margir listamenn látnir keppa um minnismerkið, sem verður eitthvert hið stærsta sem tii er í Pýskalandi. Á fundi, sem nýlega var haldínn í ríkis-flotafélaginu, í Bretlandi, lýsti formaðurinn, Sír Spencer Mangon Wilson, yíir því, að félagið hafði gengist fyrir að breskir sjómenn krefðust þess við friðarsamningana að eitt skilyrðanna yrði það, að Pjóðverjar yrðu látnir lafa af hendi jafnmörg skip og jafn stór og þau, sem þeir hefðu sökt fyrir Banda- mönnum. — Pessi krafa væri nú fast ákveðin, því að stjórnin hefði lýst því yfir að hún myndi verða eitt friðarskilyrðanna. Tala svína í Danmörku var fyrir stríðið í febrúar 1914. 2496706. En í júlí 1917 vou þau 1980727, í des. sama ár 789000 og 10 apríl í vor 433000 als. Fækkunin frá því í des. 1917 og fram í apríl í vor nemur 356000. Nú er þeim aftur farið að fjölga. Vísir hefir skýrt frá því, að lík- legt sé, að nýjar kosningar verði á Bretlandi í haust. Af síðustu ensk- um blöðum er svo að sjá sem þetta sé þó ekki alveg fastákveðið en ef til I<emur á annað borð, verður kos- ið í nóvembermánuði. Peir sem einkum eru með nýjum kosningum eru Northcliff lávarður og fylgismenn hans. En í öllum öðrurn flokkum eru margir menn andvígir þeim. Frá Bukarest hefir nýlega verið símað að Caroi ríkiserfingi hafi af- salað sér ríkiserfðum í Rúmeníu sökum þess að hann hafði kvænst ótíginni konu. Skaðabætur Rússa til Pjóðverja. Nýr samningur milli Rússa og Pjóðverja var nýlega birtur hér í blaðinu.Samkvæmt honumáttu Rúss- ar að greiða Pjóðverjum 6 miljarða marka í skaðabætur. Nú hafa Rússar þegar greitt % miljarð af fé þessu og var það 40,000 kíló af gullsandi og 90,900,000 rúbl- ur í seðlum. Fé þetta var sent frá Moskva í fjórum járnbrautarvögnum og flutt með sérstakri lest og sterkur vörð- ur haldinn um það á leiðinni. FulltrúarPýsku stjórnarinnar veittu fénu móttöku við landamærin. Gullið í sjónum. Af hinum föstu efnum, sem eru í sjóvatni, eru um 80% salt (klornat- rium), þess utan einnig kalium, kísel, joð, járn, kopar, alumininum, silfur og gull. Af gulli er svo lítið, að úr hverjum 1000 lítrum af sjó fást um 6 milli grömm af gulli. Pó — ef alt gull, sem í hafinu er, væri komið á einn stað og því væri skift jafnt niður milli allra manna, sem á jörðinhi búa. þá mundi koma til jafn- aðar 9 miljónir á hvert nef. En væri öllu því, sem nú er til í heiminum af hreinsuðu gulli, skift jafnt milli allra, mundi koma aðeins 8 kr. á nef. (Heimilisbl.) Kensla. Tiisögn í gagnfræða- og kennaraskólanámsgreinum geta nokkrir unglingarfeng- ið hjá Bergi Sigurðssyni. Til kaups óskast sófi (Divan) borð og drag- kista. Finnið Berg Sigurðsson. Nýr ofn til sölu Ritstjóri vísar á. 190 Nú heyrði hann að komið var að múrnum, hann lagði sig þá flatan í vatnsleðjuna á gólfinu, var hann þar í hálf- gerðu kafi, og var ekki laust við að kuldahrollur færi um um hann. Rétt þegar hann hafði komið sér fyrir skein mikil birta fram í kjallarann. Hann áræddi að lyfta höfðinu lítið eitt, og sá nú að dyrnar á múrveggnum höfðu opnast, og þar næst sá hann hvar höfuðið á Neck kom í Ijós. Mr. Pemberton sárlangaði að lyfta skambyssunni og senda kúlu gegnum höfuðið á Neck, en hann stilti sig. Pegar Neck var kominn út rétti hann barón von Sahl- mann hendina til þess að hjálpa honum út úr kjallaranum. »Eftir klukkutíma,« heyrði Mr. Pemberton baróninn segja. »Já herra!« svaraði Neck. »Eftir klukkutíma skal alt vera tilbúið. Við látum þá litlu í pokann, berum hana nið- ur að Temsá, gefum henni eina hnífstungu og látum hana svo hverfa.« »Pað er ágætt,« svaraði baróninn, og Mr. Pernberton sá að sigurbrosi brá fyrir á andliti hans. »Pví heldur þú að þessi Mr. Pemberton hafi haft hönd í bagga með?« hélt baróninn áfram um leið og hann gekk fram hjá með Neck. »Pað er svo að skilja á stelpunni,« s?.gði Neck. »Og þú ert viss um að Mr. Pemberton hefir ekki hug- mynd um hvar Kate er.« Neck hló ruddalega. »Enginn sporhundur í allri Lundúnaborg hefir rninstu hugmynd um kjallarann hjá móðir Trundel, eða ti! hvers hann er notaður, og þar að auki er ekki nema einn klukku- tími þangað til Kate býr á botni Temsár, ogþangað hugsa 191 eg að Mr. Pemberton geti ekki séð með tóuglyrnum sín- um.« »Pú hefir rétt fyrir þér, sjáðu nú um að alt gangi vel,« sagði baróninn og kinkaði kolli ánægjulega. »Eg skal sjá um að erfi hennar verði myndariegt,« sagði Neck. »Við Nancy, Amy-Boy og móðirTrundel fáum okkur eitt glas áður en við förum á stað með hana, sem verður um kiukkan þrjú.« »Eg treysti loforðum þínuni,« sagði baróninn. Á morg- un getur þú svo koniið til Willesden, þar færðu hjá mér á- vísun á Lundúnabanka stílaða á þitt nafn, þúsund pund sterling.« »Púsund pund!« tók Neck upp eftir honum. »í raun og veru er ódýrt að fá þrjár miljónir fyrir þúsund pund.« Baróninn hló uppgerðarhlátri, »Stelpan er ekki nenia hálfrar miljónar virði, hitt er tómur uppspuni, og þar að auki hefir þú fengið hundrað pund til þess að halda veislu fyr- ir þig og félaga þína.« Neck svaraði ekki, en Mr. Pemberton sá að undirferlis- bros lék um hinar dýrslegu varir hans. Baróninn og Neck sem höfðu staðnæinst meðan þeir töluðu saman, héldu nú áfram, og eftir augnablik voru þeir horfnir og Mr. Pemberton var einn eftir í myrkrinu. »Eftir klukkutíma;« tautaði Mr. Pemberton. »£ftir klukkuiíma er öll von úti, þá er Kate Ferring liðið lík á botni Temsárl* »Eg verð að frelsa hana hvað sem það kostar,« sagði hann við sjálfan sig og beit á jaxlinn. »Annað hvort skal hún verða frelsuð innan klukkutíma, eða við fylgjumstaðí ána.« I

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.