Fram


Fram - 11.01.1919, Blaðsíða 4

Fram - 11.01.1919, Blaðsíða 4
8 FRAM Þráðlaus firðritun. Nú er brátt mannsaldur liðinn síðan hið fyrsta radio-tæki firðritun- ar, —alment kallað hið »þráðlausa« — sá dagsins Ijós. Arið 1895 kom Guglielmo Marconi í Ítalíu (fædd- ur 25. apríl 1874) fram með hið fyrsta þráðlausa firóritunartæki, árið eftir voru tækin sýnd í Englandi og hið fyrsta Marconifélag stofnað. Eftir það gekk hratt með útbreiðslu og eridurbætur. Arið 1897 kom fram í þýskalandi hið svonefnda Slaby- Arco radiokerfi, og 1898 var mynd- að Braun-Siemens kerfið. Ressum tveim kerfum var slegið saman 1903 og myndað hið svonefnda »Tele- funken« félag sem gengur næst Marconifélaginu að stærð. Árið 1901 náði Marconi þráðlausu sambandi á milli Englands og New Foundlands, og 1904komst á sam- band milli »Cape Cod« Mass í Ameriku, og »Poldhu« Cornvall í Englandi. Frá 1905 — 1907 voru bygðar hinar risavöxsnu stöðvar í »Clifden,« í írlandi og »Glace Bay« í Nova Scotia, ogfrál907 varhægt að hafa stöðugt samband yfir At- landshaf milli þessara stóru Marc- onistöðva. Á árinu 1913 var byrjað að setja á fót margar risavaxnar stöðvar hér og þar í heiminum, þar á meðal í Noregi. Flestar þessar stöðvar hefir Marconifélagið bygt. Á hinum síðustu stríðsárum hefir þessum stóru stöðvum fjölgað mjög mikið, sérstaklega í löndum Banda- manna, og sú reynsla er fengist hef- ir mun koma í Ijós opinberlega þeg- ar friður kemst á. Auk þess, að stöðvum þessum hefir fjölgað á landi, hefir einnig aukist mjög mik- ið not þeirra í skipum, ekki einung- is á herskipum heldur og á flutn- ingaskipum af öllum stærðum og tegundum. Á þessu svæði hefir ó- friðurinn haft mikil hvetjandi áhrif, og það eru mikil líkindi til, að áð- ur en á löngu líður komi fram nýtt fyrirkomulag á útbúnaði skipanna í þessum efnum, er afnemi hina nú- verandi aðferð. Pað er als ekki ó- mögulegt að hægt verði að taka til hægra og auðveldra afnota í skip- um hinn þráðlausa telefón. Pegar fyrir nokkrum árum síðan setti Mar- conifélagið handhæga, þráðlausa telefona á vanaleg flutningaskip, og komu þeir til nota á 100 km. fjar- lægð. Nú eru til í heiminum samtals um 6800 þráðlausar stöðvar, hér eru þó teknar undan einkaherstöð- var o. þ. h. Af þessum stöðvum tilheyra 60 pct. Marconikerfinu 25 pct. Telefunkens, 15 tilheyra öðr- um kerfum. Marconistöðvarnar eru mest út- breiddar bæði til sjós og lands, og hefir félagið útbú í flestum hinna stærri hafna, er þar haft eftirlit og endurbætur, hefir þetta mikla þýð- ingu fyrir skip þau er þráðlaus tæki hafa. Munið eftir að greiða sóknargjöldin. Steinolíuofn 60 lína lítið brúkaður er til sölu. Ritsjóri vísar á. Vilhjálmur Stefánsson kominn heim. Landi vor Vilhjálmur Stefánsson, sem frægur er orðinn fyrir ransókn- ir sínar í heimskautalöndum og höf- um, er nú kominn heirn úr 5 ára ferð sinni og flutti nýlega íyrirlest- ur í Carnegie Hall í New-York um þessa för sína. Svæði það, sem hann hefir farið yfir er 250 þús. enskar fer. mílur að stærð og var áður alveg óran- sakað. Hann hefir fundið 5 eyjar, sem menn vissu ekki um áður, og fært sönnur á, að eyja sú, sem köll- uð hefir verið ,Eya Kristj'áns kon- ungs‘ sé ekki til. Bók verður gefin út um þessa för hans og ransókn- ir á kostnað Canadastjórnarinnar. í för með Vilhjálmi var maður að nafni Storkersen. Hann er enn ókom- inn úr ieiðangrinum, og þegar þeir Vilhjálmur skildu, var hann við fimta mann að leggja af stað þvert yfir íshafið frá norðanverðu Alaska til Norður-Síberíu á ísspöng. En á þann hátt hafa menn aldrei ferðast áður af frjálsum vilja eða langar leiðir. Vilhjálmur gerir ráð fyrir því, að hann komist á land í Síberíu í apríl eða maí í vor. ísspöngin, sem Storkersen er á, er ein ensk fer. míla að stærð og 30 feta þykk. Fyrst ætluðu þeir fé- lagar að láta skip sín Jeanette,* ,Karluh‘ og ,Fram‘ reka yfir íshafið, en þau hrakti úr leið. Var síðan á- kveðið að nota ísspöng í þeirra stað. Sforkersen bjó vel um sig á spöng- inni með nægan forða af matvæl- um og eldivið til vetrarins. Nr. -2 Vilhjálmur kveður það alveg ó- þarft að flytja með sér matvæli í heimskautaferðir. Pað væri líkast því, að flytja með sér kol til Newcastie. í heimskautalöndunum eru úlfar, selir og birnir á hverju strái og betri mat en úlfasteik segir V. að sé ekki til; það sé nóg að hafa með sér byssu í slíkar ferðir. Til eldsneytis höfðu þeir félagar spik af sel og bjarn- dýrum. Kjötið þurkuðu þeir en skinn- in notuðu þeir í poka. Gerið Vil- hjálmur ráð fyrir að Storkersen hafi meðferðis margar smálestir af kjöti og eldiviði á ísspönginni. Sjálfur gat hann ekki farið för þessa, sök- um veikinda, og lá hann lengi í Alaska allþungt haldinn af tauga- veiki og lungnabólgu og verður nú að dvelja um hríð í suðurlöndum sér til heilsubótar. Stærsta mótorskip, sem bygt hef- ir verið í ^Noregi, hljóp nýlega af stokkunum. Pað heitir Borgland, er 7500 smálestir og hefir tvo Diesel- mótora með samtals 2100 hest- öflum. sem tókst langsjalið í mis- gripum á barnaballinu 6. þ.m. ert' beðin að skila því í hús Jóns Brands- sonar. Glerþvottabretti. nýkomin versl. Aalesund. 246 hvort heldur hann ætti að fela Stewenson og Dickson að handsama fantinn, eða hann ættiað fela lögreglunni í Ber- lín að vermda Kate, og fara sjálfur heim, til þess að ná Mikkel Fox áður en hann kæmist burt úr landinu. Eftir nokkra umhugsun tók hann síðara ráðið. Hér gat hann heldur ekkert gert fyr en Schnell hafði útbúið hin fölsuðu skjöl fyrir baróninn. »Mikilsvarðandi mál neyðir mig til að fara til Lundúna,« sagði hann og sneri sér að Kate, „en eftir fáa daga kem eg aftur. Eg fer ekki fyr en eg er búinn að búa svo um hnútana, að þér séuð óhultar fyrir baróninum. Eg ætla að snúa mér til yfirmanns lögreglunnar í Berlín og biðja hann að vernda yður, og gefa barónshjónunum auga þangað til eg kem aftur frá Lundúnum.» Kate skalf við hugsunina um að missa verndara sinn »Verið óhræddar ungfrú. Eg skal ábyrgjast að þérer- uð óhultar meðan eg er í burtu, og eg skal gleðja yður með því að leita uppi Tom Reinald í Lundúnum, ogefhann er svo frískur, fá hann til að koma með mér hingað.« »Hvenær farið þér?« spurði Kate. Hún gladdist við von- ina um að fá að sjá Tom. »Eftir hálftíma fer hraðlest norður á bóginn. Pann hálf- tíma nota eg til að skýra málið fyrir lögreglustjóranum. Mr. Pemberton kvaddi Kate innilega, fór síðan til lög- reglustjórans, sem lofaði að halda vörð um Kate, og fylgja barónshjónunum eftir fet fyrir fet, sté síðan inn í járnbraut- arvagn og lestin brunaði af stað. 245 »Gjörið mér þann greiða að líta betur eftir,« sagðí Mr. Pembertori, »eg sé að þér hafið allmikið af bréfum þarna.« »Eg skal gjarnan gjöra það,« svaraði þjónninn, »en eg get fullvissað yður um, að þér eigið ekkert bréf.“ Hann skoðaði bréfin, en Mr. Pemberton gægðist yfir öxl honum, og las utanáskriftina. »Jæja, þakka yður fyrir ómakið, eg sé að þér þafið rétt fyrir yður,« sagði Mr, Pemberton og rétti þjóninum pening »Það ætlar að líða lengi þangað til eg fæ þetta bréf.« Pjónninn þakkaði gjöfina og fór. »Áttuð þér von á áríðandi bréfi?« spurði Kate þegar þjónninn var farinn. »Nei, ungfrú,« svaraði Mr. Pemberton, og opnaði sím- skeytið. »Eg þurfti að vita hvort nokkurt bréf væri til bar- ónsins. Hefði það verið var mér bráðnauðsynlegt að fá að lesa það, þó eg hefði orðið að stela því frá þjóninum.« Hann leit á símskeytið og las: »Mikkel Fox er sloppinn úr fangelsinu! Komið strax til Lundúna! Dickson.« Pessi fáu orð voru eins og reiðarslag fyrir Mr. Pem- berton. Mikkel Fox var vitnið sem mest á reið í miljónamálinu. Baróninn hafði greitt honum fé til þess að lífláta Kate og framburður hans hlaut að ríða baróninum að fullu. Pað var líka auðvitað, að ef Mikkel Fox fengi að vera frjáls og óhindraður, myndi hann gera alt er hann gat til þess, að frelsa félaga sína, meðlimi óaldarflokksins: »Hinir lifandi dauðu.« Mr. Pemberton var í vafa um hvað hann ætti að gera,

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.