Fram


Fram - 11.10.1919, Side 4

Fram - 11.10.1919, Side 4
174 FRAM Nr. 42 Se her! M.k. „Brödrene“ tilsalgs. Med fartöiet fölger 35 sildgarn, hvorav 20 400 masker dyp 14 favne lang, 7 drivgarnskabler, skjerter, kagslag, blaaser, alt brukt 14 dage. — En, saa godt som ny snerpenot med baater og spil. Linebruk til havkallfiske. Faptöiet forlænget og ombygget ivaar, ny kjöl og stilk, hækbygget, ny overvandsbygning, kahyt og Iugar for 25 mand, nyt. Fortöiet rummer og laster 800 tdr. fersksild under og over dæk. Ny seil, kun storseil- et litt brukt. Fartöiet saa godt som nyt. 1 handelen kan ogsaa, medfölge 2000 tdr. hvorav 300 pakket med salt, om önskes. Alt billig hvis handel sker snart. Henvendelse Söbstad, Siglufjord. Kaffi &■ Laukur lcom með »Suðurland.« Ka.ffið verður selt á aðeins 2,25 hvert hálft kíló og laukurinn á 1,25 hvert hálft kíló. — Petta verð gildir aðe/ns til mánaðarloka; eftir þann tíma hækkar verðið. Verslunin „Bergen.“ Viðskiftafélagið Reykjavík. Símnefni: Póstsveinsson. Talsími: 701. Útvegar verslunum út um land vörur úr Rvík með lægsta heildsöluverði, ÚTVEGAR tilboð í fslenskar afurðir. GEFUR upplýsingar um vöruverð og fleira. ANNAST ýmiskonar erindi kaupmanna. Fyrirspurnum svarað símleiðis eða hréflega, V átry ggi n gargj ö 1 d * til Brunabótafé/ag's Islands greiðist undir- rituðum 15. október n. k. Þormóður Eyólfsson. Tjörneskol. Pau Tjörneskol sem Siglufjarðarkaupstaður á óseld, verða seld næstu daga á 50 krónur smáiestin gegn borgun um leið. — Menn snúi sér til Gunníaugs Porfinns- sonar sem afhendir kolin. Karimannskápa hefir verið skilin eftir í Baldri. Réttur eig- andi vitji hennar til Porvaldar Atlasonar. Java-The 3,00 pr. Vi kg. versl. „Fjallkonan“ 72 og lögregluþjóninum. Haun leit ransóknaraugum eftir götunni, sem virtist vera mannlaus, og gekk svo án þess að hugsa sig inn um breitt lilið beint á móti þar sem vagninn hafði stað- næmst. Húsið var stórt og Ijótt. Hægra megin var íbúð dyravarð- arins rétt við breiða steintröppu er lá upp að húsinu. Hópur af kvenfólki með ógreitt hár og óhreinar svuntur hættu skrafi sínu og hniptu þær hver í aðra þegar þær sáu lögreglueinkennisbún- inginn. Hér og þar sást andlit í gluggunum, þegar fótatak Mey- ers og féiaga hans heyrðist í steinlögðum garðinum. Pegar þeir komu að mjóum stiga er lá fil efri hæða húss- ins, sneri Meyer sér að Valenski. — Eg sé engan af okkar fólki hér, svo eg álít að kvenmað- urinn hafi farið út. — Því betra, svaraði Valenski, — þá verðuin við ekki ó- náðaðir, Eg get hugsað mér að kvenfólkið hér sé vant við ran sóknir, það leit ekki út fyrir að það gæfi neinn sérstakan gaum að einkennisbúningi yðar eða að okkur. Undirforinginn ypti öxlum, og kvaðst ekki vera hræddur um að hann yrði ónáðaður. Svo bætti hann við. — Húsið er eitt af þeim allra vest ræmdu í þessum hluta borgarinnar. í því búa nær eingöngu kvenmenn af sama flokki og Greta Ættlinger. Lögregluransókn er alvanaleg, og eg get hugsað mér að hver einasti af þeim sem hér búa hafi einhvern- tíma verið í fangelsi eða á sjúkrahúsi. Prímenningamir gengu nú gætilega upp stigann, héldu þeir sér í handriðið því myrkt var í stiganum. Meyer, sem gekk á und- an, virtist vera kunnugur, því hann staðnæmdist á fjórðu hæð. gekk þar eftir dimmum gangi þar til hann greip í hurðarlás einn. Hurðin var læst, og eftir að hafa barið árangurslaust að dyrum, rak Meyer öxlina í hurðina, sem brotnaði um leið. Herbergið sem þeir komu inn í var myrkt, aðeins lítil Ijós- skíma frá glugganum, sem sneri út að garðinum. Meyer kveikti á Ijóskeri sínu, og sást nú alt herbergið og óþrifnaður sá er inni var. Járnrúm með bættri, mislitri ábreiðu stóð við vegginn; á móti dyrum hægra megin við það var múruð eldstó, og var 73 hrunin að nokkru. Illa máluð dragkista var þar; stóðu flestar skúffurnar opnar og lafði út úr þeim hrærigrautur af böndum og blúndum. Tveir eða þrír stólaræflar stóðu upp við veggina, ásamt borði með sprungnum þvottaáhöldum. Gólfið var slitið og óhreint, í gluggakistunni stóð spegill og nokkrar krukkur með hársalla og túllitum og á dragkistunni lá blaðarusl og nokkr- ar upplitaðar myndir. Ivan litaðist um agndofa. Hann hafði aldrei séð eða hugs- að sér annað eins volæði og óþrifnað og þetta herbergi bar vott um. Var þetta »fólkið« sem hann og félagar hans töluðu svo mikið um, »fólkið,« sem í framtíðinni átti að semja lög og ráða löndum og ríkjum? Fólkið, sem menn töluðu svo mikið um og þektu svo lítið, og sem bjó í svona húsakynnum! Með mikilli áreynslu tókst honum að átta sig og litast um, Hann gat engan stað séð, sem Ijósastikur keisarans gætu verið faldar á, nema ef ske kynni í hinum hálftómu skúffum dragkist- unnar. Kaldur sviti spratt út á enni hans, hann sneri sér að Meyer og spurði hvað hann ætlaði að gera. Undirforinginn ypti öxlum, benti á rúmið, og sagði félaga sírium að hann skyldi snúa við hálmdýnunni. — Viljið þér ransaka dragkistuna þarna? spurði liann Val- enski og brosti háðslega. — Eg gæti best trúað að fuglinn væri floginn og hefði tek- ið þýfið með sér. Ivan rauk aó skúffunum og fleygði innihaldi þeirra á gólfið ~ Von hans smádofnaði. Uppátæki hans, sem hann hafði álitið svo ágætt reyndist að vera als ónýtt. Hefðu stikurnar aðeins verið þarna hefði verið auðvelt að ná skjölunum úr þeim í hálf myrku herberginu. Honum lá við yfirliði af óloftinu er var í herberginu. Hann þorði ekki að láta undirforingjann sjá framan í sig af ótta við að hann gæti lesið geðshræringuna og vonbrygðin út úr andliti hans, dregið af því ályktanir og skýrt yfirmanni sínum frá þeim. — Við eyðum tímanum til ónýtis hér, sagði Meyer, — Kven- maðurinn hefir auðsjáanlega tekið þýfið með sér, annaðhvort

x

Fram

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.