Fram


Fram - 28.08.1920, Blaðsíða 2

Fram - 28.08.1920, Blaðsíða 2
136 FRAM Nr 35 Spánarsalt, fyrirliggjandi hér á staðnum. Kr. 180,00 smálestin. Versl. Sn. Jónssonar Siglufirði. Edik, Pickles, Soya, Marmelade, Syltetau, Pipar, Capers, Asparges, Allrahanda, Muskat, Hus- blas, Vanille- Möndlu- Kardemommu- og Citrondropar, Eggja & Gerduft (ágætar teg.), Döðlur, Gráfíkjur, Sveskjur, Rúsínur, Sago, Haframjöl venju- legt og sömuleiðis hreinsað í pökkum, Rúgmjöl, heil & hálf Baunir, þurk. Apricots, Epli, Perur, Bláber, niðurs. Ferskjur og Perur hvergi ódýrari, Grænsápa, Hustler & Octagon þvottasápur, sem hver húsmóðir ætti að nota, Sætsaft 2 góðar teg., Kakao ágætis tegundir, brent Kaffi hvergi ódýrara, Kartöflumjöl. Verslun Stefáns Kristjánssonar. og við því verði, er yrði að minsta kosti 25% lægra en núverandi rekst- urskostnaður okkar. Við höfnuðum þessu tilboði. — Fyrir ári síðan var japanskur matsveinn á fiskistöð okkar við Pi- rate Cove. Pað kom nú upp úr kaf- inu, að þetta var einn mesti auð- maðurinn í Japan og hann veitir nú forstöðu öllum þeim japanska fiski- flota, sem stundar þorskveiðar við Síberíustrendur. — Samkvæmt því, sem nú er komið á daginn, þá vonast Japanar til að geta flutt fullfermi frá Síber- íu yfir Kyrrahafið, eftir Panamaskuró- inum og þaðan til Boston og Gloucester þar sem aðalþorskmark- aðirnir eru. Peir ætla sér að koma fiskveiðunum við Nýja England fyrir kattarnef. — Ekkert fær bjargað fiskiútgerð- inni annað en verndarákvæði og verndartollar. Við vonum að íbúun- um í Gloucester skiljist, hver alvara hér er á ferðum og leggi okkur lið og sömuleiðis að Kongressinn (Bandaríkjaþingið) taki rösklega í taumana. Að öðrum kosti munu Bandaríkjamenn innan fárra áraekki lcggja sér annan fisk til munns en japanskan þorsk. — Stefna japönsku stjórnarinnar er sú að styðja og styrkja þorskveið- arnar á allan hátt, en hér á landi (í Ameríku) er útgerðinni gert alt til örðugleika og reksturskostnaðurinn fer síhækkandi vegna hinna háu skatta, sem á hana eru lagðir í hvert skifti, sem eitthvað græðist, en hins vegar aldrei tekin til greina þau mörgu ár, sem útgerðirnar verða fyrir hnekki eða berjast í bökkum þegar bezt lætur. Vikan. —oo— Bryggja brotnar. í fyrradag lið- aðist í sundur bryggja Thorsteinsens í Bakka og féll niður, að undanteknum bryggjuhausnum, sem stóð eftir. Stórt gufuskip »Dollart« lá við bryggjuna og var verið að flytja út í það síld, dálítill sjógangur var, skipið riðamikið en bryggj- an ótraust. Bryggjan var alsett síldartunn- um og margt fóik á henni við vinnu, og var lán mikið að ekki skyidi slys af hljót- ast, ðn svo vildi vel til að bryggjan féll beint niður og flaut alt á bryggjudekkinu, bæði fólk og tunnur, aðeins örfáartunnur sem runnu út af, en hefði bryggjan farið á hliðina, eru mikil líkindi til þess að stórt slys hefði orðið. Þetta er fjórða bryggj- an sem Thoisteinsen, eða H.f. Bræðingur missir í Bakka. island'í kom til Reykjavíkur í dag. Sterling er væntanleg hingað í kvöld. Heyrst hefir að Sterling eigi að snúa aft,- ur á Húnaflóa, koma hingað til Siglufjarð- ar og fara héðan til útlanda. Lagarfoss er væntanlegur hingað um miðja næstu viku, á leið vestur um land og suður. Kirkjan Messað á morgun kl. 5. Eftir tilmælum biskups verður Jóns bisk- ups Vídalíns minst af prédikunarstól. Eftir prédikun verður Lítanian sungin, útflutt s/ld. Síðustu daga hafa þessi skip farið með farma áleiðis: M.s. »Sella« 780 tunnur, M.s. »Fjeldvik« 1147 tn., M.s. »Adolf« 665. Þorskfiski er hér afbragðsgott, en fáir bátar sem það stunda. Hafa bátar fengið 6 og 7 þúsund pund í róðri undan- farna daga. Erlend mynt. Oengi erlendrar myntar í bönkum og á pósthúsum er í dag: Pósthús. Bankar. Sænskar krónur (100) 152 142 Norskar » » 106 102 Dollar 7.50 6.75 Pund sterling 26.00 25.00 Þýsk mörk 0.20 Fágæt skemtun var það, sem loftskeytamönnunum í loftskeytastöðinni hérna á Melun- um gafst kostur á, í gær um miðj- an daginn. — Pað voru hljómleik- ar, sem haldnir voru suður í Lund- únum! — Einn þeirra, loftskeyta- mannanna, ætlaði í mesta granda- leysi að fara að hlusta eftir ein- hverjum algengum loftskeytum, en um leið og hann lætur tólið við eyrað, heyrir hann undur fagran söng einhverrar heimsfrægrar söng- konu, sem var þá að syngja á loft- skeytastöð í Lundúnum, en raf- magnsbylgjurnar báru sönginn út um víða veröld. — Peir fóru nú fleiri að hlusta á loftskeytastöðinni og heyrðu ekki að eins til þessarar söngkonu, heldur líka til karlmanns, sem einnig söng einsöng og loks lék hljóðfæraflokkur mörg lög. — Og þeir búast við að skemtunin verði endurtekin dag eftir dag. — Menn geta farið að öfunda þá á loftskeytastöðinni! í útlendum blöðum er sagt frá því, að í Ameríku sé farið að nota svona loftskeyta-*músik« til að dansa eftir á baðstöðunum þar með ströndum fram. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, 'að loft- skeytastöðin hérna fái þau tæki, seiTi til þess þarf, að þessir hljóm- leikar heyrist »berum eyrum« á Melunum umhverfis stöðina! »Vísir« 24. júlí. Til sölu með tækifærisverði: Ferðakisfa úr \ strái, olíuofn og þreföld Harmonika. Jónas Jónasson. Lóðarréttindi til sölu með tækifærisverði. Semjið við Vilhjálm VHhjálmsson Siglufirði. Til sölu er húseign mfn nú þegar ásamt lóð. Laus til íbúð- ar 1. okt. n. k. Talið sem fyrst við Sumarl. Guðmundsson. Ný reknet standsett til sölu. Afgr. v. á. Cylinderolía og Lagerolía ódýrust í heilum tunnum hjá O. Tynes. Reform & Central Maltextrakt eru heilsusamlegir drykkir hverjum manni. Fást hjá Stefáni. Blásteirm, Blámi, Sódi, Tannburstar, Tannpasta, allsk. Burstar og Skrubbar, Höfuð- kambar, Hárgreiður í miklu úrvali, Peningjapyngjur, Vekjaraklukkur, Cigarettuveski, Höfuðvötn hvergi betri né ódýrari. Stefán Kristjánsson. Vinnujakkar og Buxur kven & karlmanna Sokkar, Fataefni, Kjólatau, enskar Húfur, Silkiháls- klútar, Milliskyrtur drengja, Man- chetskyrtur, Flibbar, Bindislifsi. Versl. Stefáns Kristjánss. Ritstj. og afgreiðslum. Sophus A. Blöndal. Siglufjarðarprentsmiðja. 108 eftir tvær mínútur og enginn grunur fellur á yður fyr en þá eft- ir líkskurðinn, ef þér farið ekki að eins og klaufi. Pér verðið að muna eftir að yður er boðið sem heiðursgesti, er bjargaði lífi frú Múríel fyrir þr&mur dögum með því að leggja sjálfan yður í lífshættu.« »Pað sýnist vera vandalaust,« sagði eg og reyndi að láta ekki bera á þeirri óbeit, sem eg hafði á þessu, en lét sem mér þætti mjög mikið í þetta hylki varið, »Pað er vandalaust og eg hefi hagað því svo af ásettu ráði, því að eg skal segja yður nokkuð, herra Rivington. Mér finst ýður skorta tilfinnanlega einn hæfileika, sem eg bjóst við, að þér hefðuð í ríku mæli eftir þeim orðrómi, sem af yður fer — og sá hæfileiki er ráðsnild.« »Pað var einstök umhyggjusemi, en eg held nú samt að þér megið vera óhræddur um, að mér takist engan veginn klaufalega að koma þessu ofan í Hans Hágöfgi. En hvað verður svo um mig?« spurði eg enn fremur. »Hvaða ráðstafanir hafið þér gert til að skjóta mér undan — eg það er þó aðalatriðið í samningi okkár þegar til alls kemur.« »Eg hefi gert þær ráðstafanir,« sagði hann, »að við förum heim til okkar þegar við höíum látið samhrygð okkar í Ijós eins og vera ber, morgunin eftir farið þér til Cowes með járnbrautar- lest, þaðan sjóveg til Southampton og þar stigið þér á skip með tvö hundruð pund í vasanum — konunglegt póstskip, sem legg- ur af stað til Suður-Ameríku sama daginn.« Eg svaraði ekki öðru en því að loka öskjunni og stinga henni í vestisvasann, settist síðan undir árar og reri til fands í hægðum mínum. Eg ætlaði Herzog að skilja það svo sem mér væri þetta mikið áhugamál og eg hélt að hann hefði gert það, því að hann kinkaði kolli ánægjulega og lét mig halda öskjunni. Hún var kyr í vasa mínum þegar við fórum að heiman nokkr- um tímum seinna og gengum út til að sækja heimboðið. Pað var

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.