Fram


Fram - 18.09.1920, Síða 2

Fram - 18.09.1920, Síða 2
146 FRAM Nr. 38 Erl. sínifregnir. —oo— Jarðskjálftar miklir hafa orðið í Flórenz og Písa á Ítalíu og um 5 þús. manns farist í þeim. D’Annunzio hefir lýst yfir full- komnu sjálfstæði Fíúmeborgar og borgarlýðurinn kosið hann til ríkis- stjóra, Vopnahlé er samið milli Pólverja og Litháa. Frá Finnlandi er símað að Trot- sky undirbúi vetrarherför gegn Pól- verjum. Hersveitir Bolsjevikka hafa ráðist inn í Bukhara(?) og sækja fram til Afghanistan. Litvinoff, erindreki Bolsjevikka, hefir gefið fyrirheit um að kaupa allan fisk, sem fiskimannasamband Norður-Noregs veiðir á komandi vertíð gegn peningagreiðslu þegar í stað ef viðskiftasamningar takist með Rússum og Norðmönnum. Norðmenn hafa tekið 9 miljóna gjaldeyrislán á Englandi og greiði 9% vexti. Auðmaðurinn Morgan hefir lánað Frökkum 100 milj. dollara til 25 ára með 8% vöxtum. »Echo de Paris« segir að Dech- anel forseti hafi þegar sagt af sér og er Connart, fyrver. landsstjóri í Alzír forseta-efni Millerand flokksins, er Pére(?) forseti neðri deildar for- seta-efni stjórnarandstæðinga. { Berlín er gremja mikil út af fregn fra París, er hermir, að Þjóð- verjum muni ekki ætlað að taka þátt í skaðabótaráðstefnunni í Oenf. Næstu fundur Aiþjóðabandalags- ins er ákveðinn í Barcelóna í jan- úarmánuði n. k. Brezka stjórnin hefir mikinn við- búnað til að bæla niður kolaverk- fallið. Innl. símfregnir. Rvík 18. sept. Valtýr Guðmunds- son er orðinn prófessor við Kaup- manuahafnarháskóla í íslenzkri sögu og bókmentasögu. Stjórnarráð og bæjarstjórn hafa samþykt að skipa nýja verðlags- nefnd fyrir Reykjavík. Lagarfoss fór til Ameriku á mánu- daginn og Gullfoss til Khafnar í gær. Botm'a er væntanl. á morgun. Píslarvottar. —oo— I Eystrasaltslöndunum hafa all- margir lútherskir prestar orðið kristni- hatri Bolsjevikka að bráð. Bernewitz biskup getur þess í »Memeler Kirch- enblatt« að óefað hafi 24 lútherskir prestar verið ráðnir af dögum og hafa þeir dáið reglulegum píslar- vættisdauða vegna trúar sinnar. Hafa margir þeirra verið píndir grimmi- lega, en sýnt óbifanlega staðfestu þrátt fyrir pyntingarnar. Á Eistlandi hafa 2 prestar verið myrtir, 15 á Líflandi og 7 eða 8 á Kúrlandi. Einn af prestunum á Eistl., Hesse að nafni, er mælt að eggjaður hafi verið á að undirrita afneitunarskjal, en það skjal reií hann og tætti i sundur. Pá voru bæði augun stung- in úr höfði hans og hann síðan skotinn. Annar, er Paucker hét, söng sálm einn hástöfum í návist böð- ulsins og alt þangað til að byssu- kúlurnar dundu á honum. Prestur einn á Líflandi, Eckhardt að nafni, sat lengi í fangelsi og lét þar líf sitt. Eftir dauða hans fanst pappírsmiði í vasa hans og hafði hann skrifað á hann, að hann teldi sig sælan að deyja slíkum dauða. Ungur prestur, er hét Grúner söng sálm á leiðinni til aftökustaðarins. Hahn, prófessor í guðfræði, leit aldrei upp úr Nýja-testamentinu seinustu dagana, sem hann lifði, en var annars fáorður mjög og píslarnautar hans kölluðu hann »dýrðlinginn«. Einn af píslarvottun- um á Kúrlandi var skotinn af þrem- ur drengjum innan við fermingu. Bolsjevikkar bönnuðu að hylja lík hans moldu, en eftir þrjá mánuði kom einkasonur hans á vettvang og flutti lík föður síns til hinnar hinstu hvílu. Lík Moltrechts prests fanst með sundurmolaða höfuðskel og hafði hann verið skotinn liggj- andi flatur á jörðinni. Pó fara enn hroðalegri sögur af presta-ofsóknum Bolsjevikka á Rúss- landi. Enskur prestur, sem kom frá Rússlandi síðastl. vor, skýrir frá því í »Times« hvað fyrir sig hafi borið þar eystra. Skrifar hann langa grein um afstöðu Boisjevikka við krisfnina og kemst að þeirri niður- stöðu, að eitt aðalmálefni Bolsjevikka sé það, að afnema kristnina og láta í hennar stað koma alheimsguðleysi. Til sönnunar þessari staðhæfingu sinni segir hann frá ýmsum viðburð- um, sem hann þekti vel til og skulu hér taldir þessir: Ungum Rússa, sem hann kyntist fórust þannig orð: Vér höfum koll- varpað einveldinu og innan skamms munum vér einnig gera Guð út- lægan úr Rússlandi. Vitsmunamenn meðal Bolsjevikka róa að þessu öll- um árum svo hundruðum skiftir og postular þessarar kenningar koma í hvert einasta þorp, aldrei færri en tveir saman og reyna að uppræta hinar gömlu trúarkenningar með rót- um úr hugskotum lýðsins. Sem dæmi kristni-ofsókna Bolsje- vikka nefnir hinn enski prestur m. a. þessar hroðalegu aðfarir: í Kot- lassklaustri var klausturhaldarinn skotinn ásamt öllum munkunum. í Perm var Andronik biskup grafinn lifandi. Petta voðaverk ofbauð svo almenningi, að Wassili erkibiskup af- réð að fara sjálfur til Moskva og hefja þar kröftug mótmæli gegn því, að slík þrælmenska væri látin viðgang- ast, en hann fékk enga áheyrn hjá yfirmanni og forsprakka allra þessara grimdarverka. Pvert á móti varð hann sjálfur að láta líf sitt fyrir tiltækið. Feófan erkibiskup varð einnig að líða píslarvættisdauðann. Honum var drekt í vök, sem broíin var á ísinn á ánni Kama og sama dauð- daga fengu 50 prestar aðrir. Og meðan þessum óhæfuverkum fór fram og prestar voru myrtirhópum saman, voru kirkjurnar gerðar að drykkjukrám og kvikmyndahúsum. Enski presturinn Cortier Foster, sem birt hefir þessar frásagnir, kveðst ábyrgjast að rétt sé frá skýrt og varar hann allan kristinn lýð við yfirgangi og ofstæki Bolsjevikka. Rafljósin og Próarþakið. —oo— Pað eru ýmsir að spyrjast fyrir um það, hvað valdi því, að rafljósa- nefndin hafi hækkað Ijósagjöldin. Peirri spurningu er reyndar fljót- svarað: Pað er vegna þess kostn- aðar, sem viðgerð vatns-þrórinnar hefir í för með sér. En þá er enn spurt: Hvað gengur með viðgerðina? Miðar henni nokkuð áfram? Já, það mun vera búið að steypa í stærstu lekastaði þrórinnar, og timbur hefir verið keypt til þaks yfir hana, að eigi fenni hún full í fyrstu snjóum. En þar með er líka búið. Nú er allra veðra von héðan af, og miklu líklegra en hitt að snjóa sé skamt að bíða. Og þá er til lítils barisí fyrir almenning, að greiða þriðjungi hærra gjald fyrir viðgerð, sem ekki verður nema kák eitt, er eigi kemur að notum; en það er flestra mál að mest ríði á að fá þakið á þróna, því ella fyllist hún af krapa sem svo botnfrýs er grimdir koma. Hér neðan af Eyrinni blasir við álitleg breiða aftimbri uppiíbrekku- hallinu norður af kirkjugarðinum; Par er það búið að liggja á annan mánuð við litla — eða enga — hirðu; því hefir ekki einu sinni verið raðað upp í búlka, heldur liggur, sem fyr er sagt, á tjá og tundri um grundirn- ar, alveg eins og það hefði rekið af hafi. Petta timbur er nú eign bæj- arins, og á að sögn að fara í þró- arþakið. En hvers vegna er það ekki geymt betur en þetta? Getur ekki verið hugsanlegt, að borð og borð hverfi þarna úr hrúgunni svo lítið beri á, því ekki mun eftirlitið vera mjög strangt. Væri nú ekki ráð íyrir bæjarstjórnina að fara að komá þessu uppeftir meðan tíðin leyfir? Nú mun þó talsvert vera íarið að hægjast um vinnu við síldina, svo ókleift væri tæplega, að fá menn til þess, og hesta ef með þyrfti Sum trén þarna eru tæplega mannameð- færi í slíku brattgengi og leiðin er upp í Hvanneyrarskál. Að minsta kosti hefir viður sá, er þarna liggur, sjálfsagt verið of dýru verði keyptur til þess, að láta hann liggja þarna eftirlitslausan og í óhirðu. Ljósnotendur hafa fullan rétt til að krefjast þessa. Peireiga að borga brúsann, að sainþykki fulltrúa sinna, væri þá eigi nenia sanngjarnt að séð verði um af þeim hinum sömu, að viðaukagjaldið verði ekki greitt fyrir gýg- Pjófnaðarmálin í Rvík. —oo- Pess hefir áður verið getíð í skeyti til blaðsins, að 20 unglingar í Rvík hafi orðið uppvísirað stórkostlegum þjófnaði, er nema mundi tugum þús. króna. Eftir þvi sem Rvíkurblöðin herma, eru nú próf haldin dags dag- lega í máli þessu og það orðið svo yfirgripsmikið, að það er talið vafa- laust umfangsmesta þjófnaðarmálið, sem upp hafi komið á landi hér og er þar bæði um að fjalla innbrots- þjófnað og einfaldan þjófnað. Upphaf þessa máls er það talið, að síðastl. vetur og vor var þjófn- aður framinn víðsvegar íbænumog bárust lögreglunni kærur um hann. Póttust menn skynja, að hér væru fleiri en einn að verki og handsam- aði lögreglan nokkra unglinga, er játuðu stuld á sig. Vonaði hún þá, að nú mundi verða nokkurt hlé á þessu athæfi, en sú von brást herfi- lega, því að síðan hefir verið stolið í hverri viku og oft á viku og það mjög bíræfnisiega. Meðal annars var brotist inn í Hagstofu fslands í sumar og stolið þaðan ónotuðum frímerkjum ásamt öðru, en þessi þjófnaður varð til þess að hrinda málinu af stað. Maður einn, sem nokkru síðar var að lesa um innbrotsþjófnað þenn- an í Morgunblaðinu, mintist þess þá, að hann hafði keypt fyrir skömmu ónotuð frímerki af unglingspilti nokkr um, sem hann mundi hver var. Hann var ekki. búinn að farga frímerkjun- um, fór nú að athuga þau, sá að það voru þjónustufrímerki og fór með þau til lögreglustjóra. Daginn eftir var pilturinn, seni selt hafði frímerkin, tekinn fastur. Ját- aði hann á sig bæði þennan þjófn- að og marga aðra, 7 —8 innbrots- þjófnaði að sögn. jafnóðum og prófin leiddu það í Ijós, hverjir verið höfðu í vitorði nieð honum, voru þeir einnig teknir fastir. Könnuðust joeir við að hafa stolið á mörgum stöðum eink- um ýmis konar vörum, svo sem léreftsstraungum, skófatnaði, flaueli, fataefni og tilbúnum fatnaði, er þeir svo hafa selt aftur. Eru ýmsir menn grunaðir um að hafa keypt varn- ing þennan og hylmað yfir með þjófunum, þar á meðal ein kona, og hefir einn þessara manna verið yfir heyrður og játaði á sig að hafa keypt eitthvað af vörum af piltum þessum. í sama skeytinu, sem minst er á hér að ofan, var einnig drepið á það, að tvær vændiskonur hefðu verið handsamaðar og settar í »steininn«. Þær höfðu verið um borð í skipi einu útlendu og setið þar að sunibli með skipstjóra. En þá kemur mað- ur úr landi, gerir boð fyrir skip- stjóra og skaut hann þá »dömun- um« inn í baðherbergi sitt og fór að finna manninn. Úr baðherbergi þessu var innangengt í eins konar skrifstofu skipstjóra, og notuðu nú kvensurnar tímann vel. Pær gengu inn í »skrifstofuna«, fóru að svip- ast þar um og stálu 60 dollurum úr kofforti, sem þar var inni. Skip- stjóri kærði, þegar hann saknaði

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.