Fram


Fram - 19.03.1921, Blaðsíða 2

Fram - 19.03.1921, Blaðsíða 2
u Nr. 11 FRAM Erl. símfregnir. Rússneska byltingin breiðist um Suður-Rússland og Kerensky talinn frömuður hennar. Bolsjevikkar hafa kínverskar hersveitir reiðubúnar til að ráðast á Krónstadt.—Bretar og Rússar hafa gert viðskiftasamning og að viðsjár hætti þeirra á milli, en óvíst er að Rússar viðurkenni skuldir Zarstjórnarinnar. — Rýzka stjórnin hefír fengið traustyfirlýsingu og er alt þar með kyrrum kjörum. — Talaat Pasha fyrv. vezír hefir verið myrtur í Berlín. — Nikulás stórfursti er látinn á Ítalíu. Innl. símfregnir. Umræðum um vantraustsyfirlýs- inguna lauk á fimtudag kl. 3Va um nöttina. Tvær rökstuddar dagskrár komu fram, önnur frá Gunnari á Selalæk og var traustsyfirlýsing, en hin hlutlaus frá Jóni Porlákssyni. Móti tiilögu Gunnars voru greidd 12 atkv. en aðrir neituðu aðgreiða atkv. og töldu tillöguna marklausa. Bjarni frá Vogi taldi traustsyfirlýs- inguna fallna og tók sína yfirlýsíngu afrur. Viðskiftanefndir beggja deilda leggja til að viðskiftahöft á nauðsynjavörum verði afnumin og innflutningsnefnd hætti störfum, en stjórninni sé falið að sjá um tak- mörkun á óþarfavörum. Botn- vörpungarnir liggja hér enn aðgerða- lausir. þá, sem fossinn einhvern tíma kann að áenda frá sér eftir ein 50—100 ár, eða e. t. v. aldrei. Annars vil eg ekki spá neinu um það, hve langt verður þangað til Siglufj. getur lagt í að virkja foss þennan, er mun kosta miljónir króna; en það verð- ur þó að minsta kosti að fara bet- ur með fé bæjarins hér eftir en ef til vill hefi verið gert nú á síðustu tímum, til þess að það geti orðið í náinni framtíð. Ábyggilegar heimildir hefi eg einn- ig fyrir því, að Rafljósanefndin hafi á síðasta fundi sínum samþ. með 4 atkv. gegn 1 (Bæjarfóg.) að fá hing- að upp sérfræðing, strax á næsta vori, til að athuga möguleika fyrir virkjun Skeiðsfossins og gera áætl- un um hvað sú virkjun myndi kosta. —- Eftir þessu að dæma, vita þeir háu herrar, og Frúin með, ekki enn þá hvað þeir hafa keypt og eru að kaupa. — Eg vil því leyfa mér að spyrja þá háu herra, hvort ekki hefði verið réttara og hyggilegra, að þess- ar mælingar og áætlun hefði verið gerð áður en fossinn var keyptur? Sú aðferð, fyrst að kaupa hlutinn og síðan að athuga hvort hann er hæfur til þess sem hann er ætlaður, getur verið hættuleg og getur kom- ið hlutaðeiganda á kaldan klaka áður en varir. Ætli þeir góðu herrar hafi þessa aðferð þegar þeir eru að versfa fyr- ir sjálfa sig? (Eg álít ekki.) Hvað snertir kaup á helmingi Fr. B. Arngr.s. & Co. vil eg ekki segja neitt um, eg geri ráð fyrir að með fossréttindunum fylgi nauðsynl. land meðfram ánni til að grafa niðurrör og eins undir væntanlega aflstöð o. s. frv., svo að ekki þurfi að borga önnur 5000 kr. fyrir landræmu með- fram ánni undir þetta. Pað mun öllum bæjarbúum finn- ast ótrúlegt, en samt er það satt, að rafljósanefndin er hér, ofan á alt annað, að gera tilraun til þess að bæta ennþá einum steini í hina þungu gjaldabyrði Siglufjarðar; En vonandi mótmæla allir gjald- endur bæjarms þessarí ráðstöfun, undir núverandi kringumstæðum og útliti. Eg get ekki skilið hvaða gullnámu þeir góðu Skeiðsfossspekúlantar hafa fundið, eða hvort það að eins er af því, að þeir treysta svo mjög gjaldþoli gjaldendanna hér, að það viriðst sem þeirhafi svo mikla ástríðu til að fást við stórar upphæðir og að vissu leyti hafa »keypt köttinn í sekknutm. Ef þeir treysta svo mjög á gjaldþol manna, þá ætti það að vera þeim, frekar en öðrum, Ijóst að hvað það snertir, er boginn svo hátt spentur að hann þolir ekki meira. Hvað það muni kosta að fá hing- að verkfræðing til að annast mæl- ingarnar er ekki gott að segja rneð vissu. Akureyrarbær hafði síðastliðið sumar (1920) verkfræðing til að fram- kvæma svipaðar mælingar, og kost- aði það Akureyrarbæ á milli 15 og 20 þús. krónur, þegar alt var reikn- að með; svo að fyrir minna en 10 til 15 þúsund krónur myndum við ekki fá verkið (mælingarnar) framkv. ef það ætti að gerast í ár. Eg þekki ekki þá brýnu nauðsyn á því að gera þessar mælingar ein- mitt á þessu ári, þar sem ekki get- ur komið til mála að fossinn verði beislaður fyr en eftir marga áratugi. Öðru máli væri að gegna ef útlit væri fyrir að fossinn yrði notaður eftir ein 2-3 ár, eða ætti að ransaka hann vegna væntanlegra kaupa. En þar sem nú fossinn er þegar keyptur, þá er nógur tíminn til að vitahvað virkjunin mundi kosta þegar þeir tímar nálgast, er bærinn sér sér fært að ráðast í virkjunina. Annað sem bendir á, að best sé að bíða með mælingarnar er verðfallið sem nú á sér stað, og búast má við að ekki nái lágmarki sínu fyr en eftir 2—3 ár. Við höfum nú í bráðina fengið nóg af Skeiðs-braski, .og hefir þegar verið seilst nógu djúpt í vasa gjald- endanna vegna þess og skyldu næstu ár færa bæjarbúum hér svo mikið upp í hendurnar að þeir hefðu meira en það allra nauðsynlegasta, þá eru það aðrir hlutir í Srglufirði sem bíða framkvæmda. Eftir útlitinu sem nú er, þá er það ekkert sem örvar fólk til að fara gá- lauslega með peninga, hvort sem eru manns eigin eða annara. H a f þ ó r. Strausykur kemur næstu daga Litla búðin. Vikan. Tíðin. Meinlaus og hæg veðrátta hér og nærlendis, en dimmviðri urn miðja vik- una. Skíðamót verður háð á Akureyri á morgun að tilhlutun úngmennaíjelagsins þar. Verður kept í kappgöngu og langri brekku og verðlaun veitt. Úr flestum sveit- um Eyjafjarðarsýslu munu skíðamenn sækja mót þetta og keppa þar. Skíðafélag Siglu- fjarðar sendi á mótið 4 félaga sína, þá Jóhann Þorfinnsson, Svein Hjartarson, Vilhjálm Hjartarson og Jón Ágústsson og fóru áleiðis í morgun. Treista Sigl- firðingar þessum ungu og efnilegu skíða- mönnum til þess að halda uppi heiðri Siglufjarðar á mótinu. Barnaveiki. hefir á ný stungið sér niður hér, er hún í tveim húsum og hafa bæði verið sett í sóttkví. »VilIemoes«: kom hingað beina leið frá Rvík í gærkvöld, tekur síldarfarm, fer héðan um miðja næstuviku beinaleið til útlanda. Hrognkelsaveiði er byrjuð hér, hefur töluvet aflast þessa viku, og er það með fyrsta móti. Klukkunni flýtt. í kvöld kl. 11 á að flýta öllum klukkum á landinu um klukku- tíma. Kirkjan . Messað á morgun og Skírda kl. 5 síðd. en Föstudag innlanga kl. 1. Skeiðsfossinn. Hálf fossréttindin, þeirra sem fossinn eiga móti Siglufjarðarkaupstað, boðin bænum á 5 þúsund krónur Rafmagnsnefnd bæjarstjórnar legg- ur til að þegar á komandi sumri verði eytt tugum þúsunda til mælinga og undirbúnings rafvirkjunar á Skeiðsfossi. Pað er nú öllum almenningi kunn- ugt, að eigendur Skeiðsfoss hálfs hafa nú boðið bæjarstjórn Siglu- fjarðarkaupstaðar réttindi sín til foss- ins á 5 þ ú s u n d k r ó n u r og áreiðanlegar heimildir hefur maður fyrir því, að rafleiðslunefnd okkar leggur til að réttindi þessi verði keypt. Ekki skal rafljósanefnd eða bæjar- stjórn hallrnælt fyrir það þótt helm- ingur fossins verði nú keypturfyrir þfetta verð ef — bæjarstjórn sér sér útvegi til að geta greitt andvirðið án þess enn á ný að seilast niður í vasa marg-þyngdra gjaldenda þessa kaupstaðar eftir þessari upp- hæð, þótt ekki sé nema 5 þús- und krónur í viðbót við alla aðra óumflýjanlega gjalda-liði sem koma til með að »punta« næstu fjárhags- áætlun kaupstaðarins. Pað hefur þá verið lítið vií í því að kaupa helming fossréttindanna af Sigurjóni á Skeiði fyrir 20 þ ú s- undir króna fyrir rúmum 2 mánuðum, þótt jarðarskækill fylgdi kaupunum, sé ekki sjálfsagt að reyna að kaupa hinn helminginn fyrir 5 þúsund krónur nú, ef möguleikar eru fyrir hendi. Pótt opinberar pen- ingastofnanir inegi heita lokaðar sem stendur, er ekki loku fyrir skotið að bæjarstjórnin, ef hún leggur sig í framkróka, geti útvegað bænum 1 á n hjá prívat efnamönnum — til þessara kaupa, annaðhvort hér inn- sveitis, eða þá annarstaðar. Og þá leíð á hún að fara. Hijiu vill maður ekki trúa, en sem gengur þó staf- laust um bæinn, að bæjarstjórn hafi auk inneignar kaupstaðarins sjálfs við sparisjóðinn, heimtað svo og svo mikið af kirkju- eða sjúkrahússsjóði, sem inni standa þar, til þess að nota við jarða-brask sitt; og þar af leiðandi sé mönnum hér sögð upp lán í hrífu, og verði slfku framfylgt, ekki útlit fyrir annað en við það bíði margur stórhnekki. Við þessu verður að slá vamagla þegar í stað, Enginn mótmælir því að sjálfgefið sé að kaupstaðurinn á heimtng á innieign sinni. við sjóðinn um leið og hann þarf til þess að grípa, en undrun veldur það manni, að bær- inn skuli hafa haft ráð á því gegn- um dýrtíð og vandræði síðustu ára, að eiga þessar 4 þúsund krónur liggjandi með sparisjóðsvöxtum, til þessa tíma. En hinu verður maður að mótmæla þegar í stað, að fastir sjóðir bæjarins verði heimtaðir til þess að leggja í slík fyrirtæki, þar sem líka að peningar þeir eru þeg- ar lánaðir einstaklingum hér, sem fé sparisjóðsins, og ógjörningur er að innheimta á þessum tíma nema þá að ganga að lántakendum en út í þá sálma fara aðrar peninga- stofnanir varlega eins og sakir standa. Ábyggilegar heimildir hefur niaður fyrir því að á sama fundi sem raf- leiðslunefnd leggur til að nefnd rétt- indi séu keypt, leggur hún ennfremur til, með 4 atkv. gfegn 1 (bæjarfóg.) að þegar á komandi sumri verði hingað fenginn sérfræðingur í vatna- virkjun til þess að mæla orku Skeiðs- foss og til þess jafnframt að gera áætlun um raforkuvirkjun nefnds foss, og kemur tillaga þessi undir atkvæði næsta bæjarstjórnarfundar. En gjörir nefnd þessi sér Ijósa grein fyrir því hvað þetia »sport« kostar bæjarsjóð? Petta er hér kallað »sport« sökum þess að fyrirsjáanlegt er að næstu ár kemur ekki til greina að ráðist verði í þetta virkjunarfyrir- tæki sem kosta mun miljónir. E>u menn þessir að gjöra sér leik að því að ofbjóða gjaldþoli bæjarbúa? En það kallar maður að ofbjóða gjaldþoli voru á þessum vandræða- tímum, þar sem meiri fjöldi íbú- anna, en dæmi til þekkjast áður hér, mega nauðugir viljugir leita á náðir fátækranefndar til þess að geta fram- fleytt lifi sínu og sinna, að stofna til útgjalda svo tugum þúsunda skiltir í algjörðu þarfleysi, og með fullu skeytingaleysi um hag og kröf- ur almennings. Vitanlegt er að slík áætlun með öllu og öllu, enda yfirlýst á opinberum borgarafundi af formælenduin þessa máls, kost ar tæpast innan við 20 þúsund kr., en máske töluvert mikið þar fram- yfir. Til allrar gælu er vitanlegt að

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.