Fram


Fram - 21.05.1921, Blaðsíða 4

Fram - 21.05.1921, Blaðsíða 4
74 WM Nr. 20 Eftir kröfu Rögnvalds Snorrasonar og að undangengnu fjárnámi 12. apr. s.l. verður haldið opinbert uppboð á ýmsu lausafé tilheyrandi Hans Söbstad Siglufirði, og selt svo sem: Hrærivél, vigt með lóðum, seglsaumavél, 1 snyrpinót ný- leg, 1 snyrpinót gömul, 11 rúllur kaðali, pen- ingaskápur, skrifborð, eirþráður 100 mtr. ca., 16 blýsökkur, 2 járnkallar og boltatöng, matborð, 6 stólar, 5 hurðir lausar, 1 mótorvél, 2 snyrpi- nótabátar. Uppboðið fer fram á lóð H. Söbstads Siglu- firði þar sem munirnir eru föstudaginn 1. júlí n. k. kl. 1 e. h. - Uppboðsskilmálar til sýnis á skrifstofunni degi fyrir uppboðið. Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 19. niaí 192! G. Hannesson. i Konungskoman 1521. Pað er nú ráðgert að konungur og drotning komi hingað til Reykja- víkur sunnud. 26. júní að morgni. í för með konungshjónum verða synir þeirra báðir, Friðrik ríktsarf* og Knud prins, ennfremur fröken Schested hirðdama drotningar, oberstieutenant Appeldorn, málar- inn prófessor Tuxen, kommandör Carstensen, Ojernals ofursti, Juel kammerherra, Jón Sveinbjörnsson konungsritari, ennfremur tveir adju- tantar, Sander kapteinn og Gotfred Hansen kapteinn og ioks nokkuð af þjónustufólki, um 11 manns. Konungur og fylgdariið mun koma hingað tii iands á herskipinu Valkyrien, nema prinsarnir, sem báðir koma á herskipinu Heimdalli er verður með í förinni. Sama dag og stígið er á iand verður konungsfjölskyldunni fagn- að við móttökuhátíð í Alþingishús- inu. Verður þar meðal annars sung- in kantata, sem Porsteinn Oísiason hefir ort, en lagið hefir Sigfús Ein- arsson samið. Að kvöldi sama dags hefir Alþingi boð inni í Iðnó. Næsta dag verður haldið kyrru fyr- ir í Reykjavík. Að morgni þ. 28. verður lagt upp í 4 daga ferðalag austur í svedir. Fyrsta daginn verður haid- ið til Ringvalla í bifreiðum og kom- ið þangað um hádegi. Verður þar sýnd glíma, ennfremur verða ræðu- höid og annar fagnaður. — 2. dag- inn snemma að morgni verður far- ið til Geysis ríðandi. A leiðinni verður morgunverður snæddur á flötunum austan við Laugarvatn. 3. daginn um hádegi verður far- ið að Gullfossi og aftur að Geysi um kvöldið. 4. daginn að morgni verður lagt af stað frá Geysi ríðandi um Hv: :á á Brúarhlöðum suður Hreppa, u ri Skipholt, og þar snæddur morgu í- verður, suður yfir Stóru Laxá ;.ð Ósabakka eða Húsatóftum. Paðun verður ferðinni haldið áfr3m á b f- reiðum að Ölfusá og- riáttað þar. 5. daginn verður farið á bifreið- um austur fyrir Sogs'orú, en síð;.n ríðandi að Sogsfossum. Par verður snæddur morgunverður og dvalið um stund. Um eftirmiðdaginn verð- ur haldið til Reykjavíkur eða til Ölfusár aftur, og þá þaðan næsta morgun til Reykjavíkur. Síðan verð- ur dvalið í Reykjavík 3. og 4. júlí, en þriðjudag 5. júlí verður hald.ð á brott áleiðis til Grænlands. I Reykjavík dvelur konungsfjöl- skyldan með fylgdarliði í Menta- skólanum. Á Pingvöllum og vð Geysi býr konungsfjölskyldan í konungshúsunum, sem reist vom 1907, en fylgdarlið og aðrir gestir á Þingvöllum sumpart í Valhöll og sumpart í tjöldum, en við Geysi sumir í skála, sem reistur var síð- astliðið sumar, en sumir í tjöldurn. Við Ölfusá verður búið í útibús- húsi Landsbankans og í Tryggva- skála. Komið geta þau atvik fyrir, að breytt verði að einhverju frá því, sem hér hefir verið skýrt frá. Stjórnin og alþingisforsetar hafa falið þeim Geir G. Zoéga vega- málastjóra, Guðjóni Samúelssyni húsameistara og Haraldi Árnasy ii kaupmanni að hafa á hendi allan undirbúning og framkværndir vegna konungskomunnar. Til þess að standa fyrir veiting- um í Reykjavík og á ferðinni hafa verið fengnir þeir veitingamennirn- ir Hákansson og Rosenberg. Söng- inn anÉÉ|t 2 flokkar, blandaður kór undir stjórn Páls ísólfssonar og karlakór undir síjórn Jóns Halldórs- sonar ríkisféhirðis. Ennfremur mun lúðrafélagið Harpa skemta með hljóðfæraslætti. Undir stjórn formanns íþrótta- sambandsins, Axel Tulinius, sem einnig verður fararstjóri oglögreglu- stjóri i landferðinni, mun verða höfð Yfirlýsing. Get ekki tekið til greina áskorun Ólafsfirðingsins í 16. tölubl. ,Frams‘, þar sem hann ekki vill geta nafns síns. Steinþór Þorsteinsson. íþróttasýning einhvern daginn á í* þróttavellinum. (Mbl.) inn sýnum. Mér fanst hljóta að vera eitthvað bogið við þetta, án þess eg gæti gert mér nokkra grein fyrir því, enda var ekki orð- ið svo ýkja framorðið. Eg hefi aldrei verið hjátrúarfullur, en samt var eins og mig óraði fyrir, að eg mundi verða sjónarvottur að einhverjum viðburði í þessu húsi, ef eg biði — og það brást heldur ekki. Eg var búinn að standa þarna eitthvað fimm mín- útur og ætlaði að fara að hypja mig burtu, en þá sá eg að glLgg- inn var opnaður og litlu síðar stakk einhver maður höfði og herðum út um hann og skimaði í allar áttir, en hann varð einskis var og sté hanti þá út á veggsvalir fyrir neðan gluggann og hlustaði. Eg sá hann greinilega, þótt ekki sæi hann mig og hann var eitt- hvað svo flóttaiegur á svipinn, að auðséð var, að hér var ekki alt með feldu. Hann var náíölur í framan og augnaráðið hálfæð- islegt. Hann var rnjög vel búinn, en flibbinn fráhneptur og skyrtu- brjóstið rifið og flakandi. Þarna stóð hann og hlustaði stundar- korn, en gekk svo aftur inn í iierbergið og skildi gluggann eftir opinn. Eg beið kyr og lét ekkert á mér kræla og litlu síðar kom hann út aítur og annar maður með honum. Þennan mann sá eg ekki eins greinilega og hinn, því að lampinn hafði verið skrúfaður niður, en samt tók eg eftir því, að þeir voru mjög svipaðir á hæð og annan vóxt. Þeir hvísluðust eitthvað á, en síðan klifraði annar þeirra yfir veggsvalirnar og og stökk ot'an í blómreitinn, sem þar var fyrir neðan. Það var ekki sérlega hátt fall og jarðvegurinn mjúkur, svo að hættan var litjl. Hinn maðurinn kom svo á eftir að vörmu spori. Síðan opn- uðu þeir hliðið og flýttu sér út á götuna og sá eg þá greiniiega þegar þeir fóru'fram hjá götuluktinni, sern var beint á móti mér. Það voru ósköp að sjá, hvernig þeir litu út, báðir náfölir og atin- ar þeirra svo óstyrkur, að hann gat naumlega gengið. Þeir voru nijög líkir ásýndum, báðir háir vexti og dökkir yfirlitum. Sá þeirra. sem virtist styrkari, þreif í handleggirm á hinum og dró . 7 hann með sér fyrir götuhornið og hurfu þeir svo von bráðar sýnurn. Eg var að hugsa um, hvort eg ætti að veita þeim eftirför, en þá tók eg eftir því, að þeir höfðu skilið eftir gluggann opinn og að það mundi vera hægðarleikur að klilrast upp á veggsval- irnar. Afréð eg strax að reyna það og það fókst líka vel, en mér brá heldur en ekki í brún við það, sem eg sá inni í herberg- inu og hafði eg þó hálfbúist við einhverju því íku. Úti í einu horninu lá maður og hélt eg að hann væri steindauður, því að hann bærði ekki á sér og annað gagnaugað blóðugr og hánð sömu- leiðis. Eg liefi nú raunar séð iriörg iík um æf eri i þetta skifti féllust mér hendur og var helzt í huga að lau nast út ;ftur. Samt sem áður þótti mér réttara að næla mér í eittnvað u u ieið og stakk þvi í vasann nokkrum silfurmunum, sem eg sá á arinhyll- unni. Herbergið var mjög ríkniannlega búið og með því að alt var kyrf og hljótt í húsinu, opnaði eg skáp einn og Tarin* þar vindlakassa úr silfri og fleira sinávegis. Þegar eg þótlist vera búinn að fá nægju mína eða svo mikið, sem eg gæti komist burt rneð slindru laust, sneri eg mér við og ætlaði að fara, en í sama bili heyrði eg eitthvert þrusk fyrir aftan mig og þegar eg leit við, þá var maðurinn, sem eg hélt að væri dauður, staðinn á fætur og starði á mig hræddur og ringlaður. Mér brá allmjög við þetta og starði á hann aftur í stað þess að flýta mér burtu sein skjótast. »Hvaða erindi eigið þér hingað?« spurði hann. Þá rankaði eg við mér og hljóp útað glugganum, en hann var nær honum en eg, þreif í mig og svo tókumst við á dálitla stund. Eg var hálfslitttulegur um þessar mundir því að eg var nýstað- inn upp úr legu, en hann var stór maður og sterkur og fékk brátt yfirhöndina, svo að eg varð að grípa til bareflis, sem eg hafði á mér. Mér tókst líka að ná góðum tökum á því og þegar hann ætlaði að þríía það af mér, vék eg undan og sló hann svo

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.