Fram


Fram - 11.02.1922, Blaðsíða 4

Fram - 11.02.1922, Blaðsíða 4
14 Nr. 4 FRAM ' » Símfregnir. Rvík. í dag. Látinn er fyrir nokkru Kristina Nilsson, sænska söngkonan heints- fræga. í erfðaskrá sinni hetir hún stofnað sjóð, að upphæð 3000 sterl,- pnnd og skal rentum hans varið til styrkveitinga handa nemendum við sönglistaskóla Svíþjóðar. Ákafir hríðarbyljir liafa gengið um Norður- og Mið-Ítalíu og valdið stórskemdum á símalíntim. Sundið milli Kalmar og Öland alt íslagt og þar keyrt á sleðum. Tundurdufl hefir sézt þar í ísnum. Allar siglingar frá Þýzkalandi um Eystrasalt eru teplar vegna ísalaga. í Danmörku eru allar siglingar sömuleiðis teptar, nema aðalsjóleið- inni til Kaupm.haínar haldið opinni rneð ísbrjótum. ísalögin ná alla leið norður að Skagerak og vitaskipið við Jótlandsskaga verið dregið tii lands um stundarsakir vegna ísreks. Póstflutningar til Jótlands og Svíþjóðar fluttir með flugvélum. ítalskur kardínáli. Rattí að nafni, hefir veriö kjörinn páfi og nefnist Píus 11. Inn/ent: Inflúensan het'ur kom- ið upp í Reykjavík, en hús þati sem veikin hefur komið upp í hafa ver- ið einangruð, og er veikin mjög væg. Sjónienn hafa nokkrir komið lasnir ineð togurunurn frá Englandi en jafnóðum verið sóttkvíaðir. Togararnir selja tui allvel afla sinn í Englandi; hefur sá hæsti nýlega selt fyrir rúrn 2700 pund. Gísli Sveinsson alþingistuaður Vestur-Skafíafellssýslu hefur sagt af sér þingmensku sökttin lasleika. Verður kosið þar tnjög bráðlega. Ólafsmálin í Reykjavík. Um miðjan janúar síðastl. var mái- sókn hafin gegn 6 af mönnum þeim, sem teknir voru fastir út af Ólafsmálunum frægu. Voru það þessir: Ólafur Friðriksson, Hinrik Ottóson, Markús jónsson, Reinar Eyólfsson, Jónas Magnússon, og Ásgeir M. Guðjónsson. Ernúdóm- ur fallinn í málum þeirra, og var Ólaíur dæmdur í 5 x 6 daga, upp á vatn og brauð, Hinrik 4x5 daga, Reinar, Markús og Jónas 3x5, en Ásgeir var sýknaður. Málunum er áfrýjað til Hæstaréttar. \ Hingað og þangað. Vetrarhörkur voru svo miklar í Danmörku um þessi síðustu mánaðamót, að sund- in hefur lagt, og heft siglingar. Innsiglinpunni til Kaupmannahafn- ar var haldið opinni með ísbrjótum, en ferjuferðir um Stórabelli og Eystrasalt lögðust tiiður í bili. Góður löðrungur. Maður einn í sjchermim enska, John Mitchell að riafni, inisti bæði mál og lykt í ófriðnum mikla. Hann átti nýlega í hnefaleik við annan mann og fékk slíkan löðrung, að hann féll til jarðar meðvitundariaus. Hann lá tíu mínútur í öngviú, en þegar hann raknaði viö, kallaði hanu upp: »Hver viunur? Hver löðrung- aði mig svona?« Hariri var boiimi heim til sín og hefir síðan haldið bæði máli og lykt. Hræddur við kvlksetningu. var malari nokkur auðugur, sem dó fyrir skömmu. Hann gerði þá ráð- stöfum meðal annars fyrir dauða sinn, að hann vildi láía brenna lík sitt, en áður en brenslan færi'íram, skyldi læknirinn reka nál eða hníf í hjarta hans eða skera sundur háls- æðiná til trýggingar því, að hann yrði ekki kviksettur. A Iþj ó ðabandalagið. Pau tíðkast nú hin breiðu spjótin. Allir eru að fara á liausinn eða þá í hengjandi skuldum, þeir sem ekki eru oltnir um koll og þar á meðal Alþj.bandalagið, Skuldir þess voru seint í janúar s.l. orðnar 250 þús- und pund og veldur því ýmis kon- ar óreiða, meðal annars það, að þjóðir þær, sem í Bandalaginu eru, svíkjast um að borga tillög sín, smnar hverjar. Átián ríki liafa ekk- ert tiilag greití s.l ár; eru flest þeirra í Suður-Ameríku og svo ýms smá- ríki Norðurálfunnar. Mörg af þess- um ögreiddu tillögum eru siðan 1920 og tvö ríki -• Argentína og Salvador — hafa aldrei greitt neitt. Tóbakseinkasalan. Reglugerð um hana er nú komin út í Lögbirtingablaðinu. Samkvæmt henni kaupir Landsverslunin þær heiidsölubirgðir, sem hér voru til um um nýár og selur þær smásölum eftir sömu reglu sem aðrar birgðir sínar, en takist ekki samningar um verð við heildsalana, verða þeir að greiða gjald er nemur 20% a> verði þeirra tií ríkissjóðs. Sm salar f leyfi til að selja birgðir þær, er þeir hö:ðu flutt in i fyrir áramót til 30. júní n.k. án þess að greiða gjald af þeim, en síður verður ákveðið hvernig farið verði með‘birgðir þær, er þeir kuntia að hafa óseldar þá. Landsversluniu á að leggia 25—75% gja'd áalttó- bak, og er þá miðað við verð þess komið í hús hér ótollað. En eigi kveður reglugerðin á um, hvaða tegundir skuli sæta hæsta afgjaldinu og hverjar því lægsta. Öngla No. 7, Kolanetagarn Friðb. Níelsson. 78 eigin sjó og héðan í írá eigum við ekkert saman að sælda — alls ekkert, því að þú heftir látið þér þau orð um munn fara, sem eg aidrei get gleymt, ekki eingöngu mfn vegna, heldur miklu íremur vegna hennar, sem þú hefir reynt að svívirða í gröf sinni. Pú segist hafa ttnnað henni hugástum og jafnframt segistu aldrei hafa gengið að eiga hana það er alt saman lygi og þú veizt það vel. En nú skaltu heyra, hvað eg liefi að segja og það skulu vera mín seinustu orð vtð þig ef eg má ráða: Eg fer nú alfarinn úr þessu húsi með það eina markmið fyrir augum að reyna að færa sönnttr á það, að þú hafir borið rangar sakargiftir á móð- ur mína og að halda uppi heiðri hennar og mannorði. Pegar því er lokið — og það skal mér takast — þá kemurað því að fletta ofan af óknyttum þímtm og þá gerum við upp reikninginn. Áður en Haraldtir Mornington gæti svarað einu orði, var Gottfreð allur á burf, en uin leið og hann kont fram í forstof- una heyrði hann, að vagni var ekið að dyrtmum. Hann var ekki í þvf skapi, að hann kærði sig uin að hitta neinn og skauzt því inn i hliðarheibergí. í sömu andránni gengu þær Maud Langton og systir hans inri um forstofudyrnar. Gotifreð mundi hafaverið það mjög ógeðfelt að hitta Maud eins Og nú stóð á og samt hefði hann viljað mikið til vinna að sjá henni bregða allra snöggv- ast fyrir og vita, hvort hún hefði breyzt nokkuð og livort lienn virtist líða vel. Hann héit sér væri óhætt með það, að enginn mundi rekasi á sig þarna inni. Pað var hálfdimt í lierberginu og það sjaidan notað að kvöldiagi. Hann settist í hægindastól og hélt höndum fyrir andlit sér til þess að íhnga vandlega þessa hræðilegu sögu sem faðir hans hefði sagt honum. Horuim datt ekki í hug að trúa því eitt einasta augnablik, að hún væri sönn, en hitt var víst, að þetta mundi gerbreyta allri framtíð hans. Hann var fast- ákveðinn í því að eiga engiu mök við föður siun fyr en hann gæti sannað, að sagan væri ósönn. En ef svo væri —. hvað gal 79 þá föður hans gengið til þess að blekkja hann þannig og draga undir sig eigur lians og hvernig'átti hann að klekkja á honum? Honuin duldist það ekki, þegar hann fór að verða rólegri, að hann var í miklum vanda staddur. Honum varð fyrst hugsað ti Maud og hann fann sárt til þess, að nú var alveg vonlaust um, að hann gæti fengið hennar. Hann hafði aldrei gert sér Ijóst, hve minningin um hana var honum dýrmæt í utanför hans og hversti allar framtíðarvonir hans voru einskorðaðar við hana. Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir og svo var uni Gotífreð, að hann hafði aldrei gert sér grein fyrir því, hvað ást hans áJVlaud var honum mikils virði fyr en hann sá, að hann mundi aldrei verða hennar aðnjótandi. Meðan hann var í þessum hugleiðingum, var hurðin opnuð og þegar hann leit upp sá hann að sú, sein hann var að hugsa um, stóð frammi fyrir hontim. »Eruð það þér, Maud!« Bæði orðin og augna tillitið sýndu henni Ijóslega, að ást hans var ekki útkulnuð, heldur var jafninnileg og áður og það uladdi hana — því að kvenneðlið segir jafnan til sín, enda þótt hún hefði áður vísað honuin á bug og sagt honum, að húri U kaði hann ekki. Peim varð báðum orðfall, cn loksins sagði hún: »Eg átti enga von á því, að þér væruð hérinni, herra Morn ington. Mér var sagt, að þér hefðtið gengið út, en nú skal eg kalla á Evu.« »Nei, verið þér ekki að því.« »Vegna hvers? Honum vard svai s vant. Hvað átti hann að segja og hvernig átti hann að gera grein fyrir burtför sinni? En riú greip hann einhver óviðráðanleg löngun til að segja henni alt, hversu farið hefði með þeim feðgum og öðlast þannig meðauinkvun hennar, þó ekki væri annað. Og áður en hann hafði áttað sig og næstum ósjálfrátt sagði hanp henni upp alla sögu

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.