Fram


Fram - 17.06.1922, Blaðsíða 4

Fram - 17.06.1922, Blaðsíða 4
/ 82 FftAM t Nr. 22 Nýlenduvörur ýmiskoiiar hefi eg fengíð með síðustu skipum, svo sem: Kaffi, Kaffibætir, Súkkuladi, Cacao, Sykur, grænar baunir, Flesk, reykt og saltað, Spege- pylsur, Cervelatpylsur, Mysuost og ágæta mjólkurosta, Gerduft í pökkum og margskon- ar krydd, Lauk og Blóðrófur, Rúsínur, Sveskj- ur, Gráfíkjur, Kartöflur o. m. fl. af matvöru. Með næstu skipum á eg voi^ á vefnaðarvörum sem alþektar eru hér að gæðum og allar vörur sel eg sanngjörnu verði eins og undanfarið. Sophus A. Blöndal. Ennþá geta nokkrar stúlkur fengið atvinnu í sumar við síldarsöltun hjá Sören Goos. Verða að hafa gefið sig fram fyrir þ. 21. þ. m. Safnaðarfundur verður haldinn í kirkjunni hér, laugard. 24. þ.m. kl. 5 s.d. - Reikningar kirkjunnar lagðir fram og önnur safnaðarmál fyrirtekin. Sóknarnefndin. Auglýsing. Óska eftir að fá leigða tvo reknetabáta, stærð ca. 9 tonn, frá 1. október til desemberloka. Sveinn Guðmundsson (til viðtals í Islandsfélagshúsinu Sigluf.) Ymsar nýjar vörur, svo sem: heil rís stór, hálfbaunir, kartöflumjöl, rúsínur, sveskjur, export, ekta Ludvig David, mjólk, dósin kr. 1.15, suðu- og át- súkkulaði, margarine, ljónið, kr. 2.90 kg., isenkram emalerað, kastarholur, könnur, smellur, stórar svartar, tvinni sv. og hv., axlabönd handa fullorðnum og krökkum, álnavara, nankin, léreft, flónel og fleira. Verðið er lágt, vörurnar góðar. Sig. J. S. Fanndal. Um næstu mánaðamót tekur brauðgerðarhús mitt hér á staðnum til starfa. Pangað til fæst öðru hvoru hjá Sig. Fanndal, Rúgbrauð, Sigti- brauð, Vínarbrauð, Tvíbökur, Kringlur og Ö1 á 50 au. lítirinn. sigiufirði 10. jú™ '22 Ostar, Spegepylsur, Rúllu- pylsur og reykt Svínslæri er ódýrast og best að kaupa í versl. Sophusar Árnasonar. Herta og vel verkaða Sundmaga kaupir Sophus Árnason. A. Schiöth. Fiskilínur, Ö n g 1 a Nr. 7 e. e. I. T a u m a langa og góða selur enginn ódýrar en Sophus A, Blöndal. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jóhannesson. Siglufjarðarprentsmiðja. 140 hún oían að honum og kysti hann á ennið. »H e n n a r vegna hvíslaði hún. »Guð blessi yður, barnið gott!« sagði hann. í sömu svlp- an kom Mornington inn og bað afsökunar á því, hvað hann kaemi seint. Borðhaldið fór prýðilega fram og hafði Morningíon sjaldan tekist betur að gera hvorttveggja í senn: að veita gestum sín- um og halda uppi boróræðum, enda var ekkert hlé á þeim. Fegar borð voru upp tekin, reis upp söngmær ein stórfræg og söng eitt lag. Hlustuðu allir á hana hrifnir mjög og klöppuðu henni óspart lof í lófa, en eini maðurinn, sem dró sig heldur í hlé, var Vicars. Bæði var söngmærin honum ókunn og rödd hennar fanst hontim fullhljómsterk, næstum gargsleg og óþýð. fVí næst stmgu nokkrir viðvaningar. Skorti þar tilfinn- anlega hljómstyrkinn, en ósamræmi vantaði ekki. Seinna um kvöld- ið, þegar helztu gestirnir voru farnir, gekk imgfrú Mornington að hljóðfærinu og ætlaði að syngja fyrir þrábeiðni frú Stowell; þá vildi svo illa til, aö ungfrú Langton, sem vön var að spila undir fyrir Evu, var ekki við stödd sökuni lasleika. Eva spurði hvort enginn annar vildi gefa sig fram, Enginn varó „til andsvara og leit helzt út fyrir, að menn mundu fara á mis við þessa skemttin. Pá gaf Vicars sig fram og bauð aðstoð sína. Eva varð hissa, en rétti honuni samt nóturn- ar. það var ítalskur söngur og undirspilið torvelt mjög, en hann lék það lýtalaust. Viljið þér nú syngja eitt lag fyrir mig?« spuröi hann lágt, þegar hinum söngnum var iokið. Eva fékk honum fleiri nótur. -Pér megið sjálfur velja úr,« sagði hún. Hann blaðaði í nótunum, en fann ekkert, sem honum líkaði fyr en hann var næstum búinn að fletta þeim á enda. Syngið þér þetta,- sagði hann og byrjaði undirspilið. Fað 141 var einfaldur ntansöngur þýzkur, mjög fallegur, en ákaflega þung- lyndislegur. Löngu áður en söngurinn var á enda, olli hann Evu svo mikilli geðshræringu, að hún átti bátt með að koma orðunum upp o^ hún þorði ekki að líta framan í Vicars fyr en komið var að síðasta versinu. Sá hún þá, að tárin stóðu í augum hans og varir hans titruðu. Varð henni þá svo mikið um, að hún endaði sönginn í skyndi, sneri sér frá hljóðfærinu og baðst af- sökunar, fleygði sér á legubekk og setti að henni krampagrát. F*að var strax kallað á þernu hennar og fór Mornington að stumra yfir henni, og varð ærið þungur á brúu, en enginn tók eftir því, að Vicars hvarf burt úr herberginu meðan á þessu stóð. Þegar Eva raknaði við, voru gestirnir að fara. XXI. Fyrsta áfallið. Pað voru nú liðin tvö ár frá skyndikomu Vicars til Englands. Maður sá, sem stöðugt bar nafn Haralds Mornington, sat einn í hinni skrautlegu bókastofu sinni og var að lesa kvöldblöðin. Daginn áður höfðu mikilsvarðandi utanríkismál verið til umræðu á þinginu og þar verið borin upp vantraustyfirlýsing til stjórnar- innar og samþykt, þvert á móti þvi, sem búist var við. Stjórnin hafði svo beðist lausnar og þótti það engum vafa bundið, að hún mundi verða veitt. Mornington hafði tekið mikinn þátt í umræð- unum og sá nú í hendi sér, að nú var hans tími kominn. F*ó var enga sigurgleði að sjá ásviphans — andiitsdrættirnir voru skarpari en nokkru sinni áður og ennið hrukkóttara. F’að

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.