Fram


Fram - 12.09.1922, Blaðsíða 2

Fram - 12.09.1922, Blaðsíða 2
130 t. d. verkamanna- og bændakon- urnar sem hafa uin stóran barna- fíokk að hu.gsa, sem iðka mikið al- menn brot við daglegu störfin eoa lesa völuspá þegar þær eru háttað- ar þreyttar eftir erfitt dagsverk? Handavinnu eða heguróarkensl- una í skólunum þarf að auka og bæta. Ojöra hana svo fjölbreytta að misjaínar hneigðir barnanrja, — hvers einsíaklings - geti notið sín sem best, annaðhvort í þjón- ustu nytjastarfanna eða listarinnar og það yrði auðvitað að leggja að- aláherslnna á fyrra atriðið, því það kemur maigfalt fleirum að gagni. Af nytjastörfum sem þar ættu að vera kend, má benda á: hið al- gengasta sem að trésmíði lítur, — hin algengustu undirstöðuatriði í beykisiðn, bókband og síðast en eigi sfst skósmíði, sem hvert pilt- barn ætti að læra fyr en kverið, því kverlaus getur maðurinn velt síld- artunnu eða siegið spilduna sina, en ekki skólaus. f’eim börnum sem listfengari væru inæíti kerina þarna dráttlist, útsög- un, tréskurð — þessa fögru og þjóð- legu list sein nú er að mestu út- dauð hjá alþýðu, — vefnað, mál- aralist og margt fleira, Pó þessi kensla stæði í sambandi við skóiana, þá þyrfti hún þó í baijunutn að liafa það fram yfir þá, að vera rekin aft árið, -- líka yfir sumar.ið. -- Ein-niitt að sumrinu er bæjarbömununi mest þörfin á þess- ari kenslu, íneír en að vetrinum, — og að sumriiiu ættu þau að fá kaup, hvert eftir því sem það inni til, og sem færi hækkandi eftir því sem þau þroskuðust, en kaupið greiddist aftur af því sem fengist inn fyrir það sem þau smíðuðu eða framleiddti. Þetta er alls ekki gjörhugsuð inynd af því íyrirkomulagi sem verða mætti til að bæta úr liætt- unni sem æskulýðnum er búinn af iðjuleysinu, en hún mætti standa til bóta, ef menn með þekkingu og góðum vilja tækju hana til meðferð- ar. Meiningin var fyrst og fiemst að vekja athygli á hættunni, og fá menn til að hugsa um málið. Ef það tækist, þá er tilganginum með línum þessum náð. Símfregnir. Rvik 9. sept. Fulltrúar Belga semja við þýsku stjórnina um tryggingar fyrir 6 mán. vfxhmum til greiðslu á hernaðar- skaðabótum þeirn, sem falla til greiðslu þeíta ár, og ganga þeir samningar greiðlega. Ameríkumenn tilkynna að þeir muni bráðlega taka þátt í umræð- umim um endurreisn Evrópu. Hinn þýski hluti Efri-Schlesiu hefir samþykt með 400 þús. atkv, mciri hluta, að innlimast Prússlandi. Ungvei jaland hefir beiðst inntöku FRAM í Alþjóðabandalagið. Pýsku jafnaðarmannaflokkarnir eru að sameinast tii fuiis og blöð þeirra að renna saman, svo sem Vorwarts, Freiheit o. fl. Grikkir hafa beðið stórkostlegan ósigur í Litluasíu og eru hraktir margar dagleiðir og herinn tvístr- aður. Tyrkir brytja hann niður. Stjórn Grikkja hefir beðið Breta hjálpar og hafa fuiltrúar Banda- manna í Kcnstantinopel fengið skip- anir um að vinna að friðarsamning- um milli Grikkja og Tyrkja. Gríski yfirhershöfðinginn er settur af em- bætti og grískt fólk flýr umvörpun frá Litlu-asíu. Fulltrúaþing Alþjóðasambandsins kemur saman í Gefn á mánudag. Klemens ráðherra hefir verið sæmdur stórkrossi hollensku Óra- níu orðunnar. Jörgen Lövland, ríkisráð í Nor- egi er nýiega látinn. Hann er kunn- ur sem sá, er ásamt Chr. Mikkel- sen átti mestan og bestan þátt í því, að ráða skilnaði Noregs frá Svíþjóð til lykta á friðsamlagan hátt. Hvað líður íshúsmálinu? Pannig hafa margir spurt nú á síðkastið og þannig spyr einnig »Fram«. Pað hefir verið hljótt um það mál síðan í sumar, og er það raun- ar eðlilegt, því síldveiðatíminn krefur þess að eiga huga manna'þeirra sem við síldina eru riðnir, allan og óskiftan, þann tímann sem hún stendur yfir, og það eru sára fáir hér, sem ekki eru á einn eða ann- an hátt við síldina riðnir. En þetta má nú ekki lengur svo til ganga. Nú er síidin þá og þeg- ar að halda krossmessuna, og ein- mitt það, að síldin er á förum, minnir oss betur en flest annað á það, hve brýn þörfin er á skjótum og hagkvæmum framkvæmdum í þessu máli. Pað er hlaðfiski hér nú um tíma þegar hægt er að róa, en til þess að ná því, þarf beitu. Hanaerauð- velt að fá meðan síldarskipin koma hlaðin inn á öllum tímum sólar- hringsins, en ef stormur er tvo daga í einu svo að eigi veiðist síld, þá e r fyrsti s j ó v e ð u r s d a g- urinn á eftir tapaður, vegna þess að beitu vant- ar. Pað virðist í fljótu bragði ekki svo ýkja mikið tap fyrir hvern ein- stakling, að missa af einum róðri, en vér skulum nú athuga hvað það kostar útgerðina í heild sinni þeg- ar allir bátarnir hér tapa róðri í einu vegna beituleysis. Héðan ganga nú á Hnuveiðar 18 bátar og mun ekki ofreiknaó að gjöra ráð fyrir 1500 kg. meðalafla á hvern þeirra til jafnaðar, það verða 27.000 kg. samtals. Reikni maður hvert kg. á 22 au., þá er aflatapið á einum degi rétt um 6 þús. kr., en í raun og veru er það mikið meira því bæði er fiskurinn raunverulega meira virði, — þeir sem kaupa hann þurfa að h gnast á honum — og svo er þarna ótalin öll lifur, trosfiskur og fjeira svo óhætt er að gjöra tapið 6500 kr. Petta er nú tapið sem einn ein- asti landlegudagur vegna beituskorts orsakar, og nú, þegar líður að hausti, þá eru þessi tilfelli svo tíð að þessi tala er fljót að margfaldast, en það er ekki eiugöngu svo að dagur og dagur falli úr þegar fram á haustið dregur, heldur tekur þa við, þegar síldin er farin, algerður beituskort- ur; — stundum varla hægt að fara á sjó tímunum saman vegna beitu- leysis og oftar þó hitt, þó á sjó sé farið, að aflinn er rýr vegna slæmrar beitu. Eða þá að beitu verður að fá af íshúsunum á Ak- ureyri með margföldum kostnaði. Og þó að það borgi sig vel þegar vel aflast, þá er það þó altaf kostn- aður, sem sparaður væri að mestu ef íshús væri hér á staðnum. Tjón- ið, og peningatapið sem af þessu leiðir, bæði beint og óbeint, verð- ur ekki ineð tölnm talið. Útgerðarmenn og sjómenn! Pið æltuð að athuga þessa hlið máls- ins vel og rækilega og við |þá at- hugun munuð þið komast að þeirri niðurstöðu að með því að leggja fé í íshúsið, þá leggið þið í trygg- ingarsjóð fyrir sjálfa ykkur, — bein- línis tryggið atvinnu ykkar, — og það fé sem þið látið að mörkum til þess, gefur ykkur óbeinlínis margfalda vexti með auknurn afla, auk þess sem það líka á aó geta gefið ykkur góða og áreiðanlega vexti beinlínis, því íshúsið hlýtur að verða gróðavænlegt fyrirtæki. Ef sjómennirnir legðu til jafnað- ar 25 kr. hver í íshúsið, og útgerð- armenn 200 kr. hver, þá safnaðist þar fljótt álitleg upphæð, og þetta er ails ekki ofætlun því atvinnan má kallast að hafa verið góð í sumar. Pað er sjómannastéttin hér, sem á að ríða á vaðið með tillögin til íshússins. Hún á að hafa heið- urinn að byrja, því þar knýr nauð- synin sterkast á, en fleiri eiga að koma á eftir, því engin von er til þess að sjómenn og útgerðarmenn e i n i r geti lagt fram alt það fé sem þarf til fyrirtækisins. Pað hefði verið fróðlegt, ef kaupmenn hér hefðu haldið reikning yfir verðfall og skemdir á kjöti því sem ekki hefir selst hjá þeim í sumar. Vér erurn þess fullvissir, aó sú upphæð hefði oróið laglegur skerfur til ís- hússins, og það má hið sama segja um það fé sem kaupmenn leggja til þess, og um tillög sjómannanna, að það er tryggingarsjóðs tillag, — það tryggir þá gegn tjóni á atvinnu þeirra, því ef íshús er hér, þá er áhættan með skemdir á kjöti alveg úr sögunni og áhætt- an með verðfall að mestu horfin. Kaupmenn eiga því að verða næstir í röðinni, og þeirra tillög eiga að Nr. 35 Þökk. »f*ess skal getið sem gjört er.« Matt- hías Hallgrímsson framkvæmdarstj. hér, hefir á undanförnum árum auðsýnt mér margháttaðn velvild og hjálpað mér á margan hátt bæði í fjárhagsvandræðum minum og veikindttm, og nú síðast í suin- ar keypti hann handa mér fiskibát og léði mér hann til afnota án nokkurs endur- gjalds. Fyrir þetta vil eg tjá honuni mín- ar bestu hjartans þakkir og biðja guð að launa honum fyrir mig gamlan hrumann. Sightfirði 7. sept. 1922 Bessi Þorleifsson. verða þeim mun rífari, sem fjár- hagur þeirra flestra mun vera rýmri,. eða þeir a. m. k. munu hafa meira handá á milli en sjómennirnir. En svo eigum vér, hinir smærri að koma á eftir og leggja okkar skerf fram, hver eftir getu sinni, hún er að vonum misjöfn, en ef ekki skortir góðan vilja, þá getur það líka orðið laglegur skildingur, — og hér má viljan ekki skorta. Pað væri meira en meðal hneysa bænum, að láta þetta nauðsynjamál kafna nú, þegar búið er að hrinda því af stað og menn fengnir til að gangast íyrir því. Slíkt má eigi verða. íshúsið v e r ð ti r að komast upp; öflugt og svarandi kröfurn bæjarins, og oss er alls ekki of- vaxið að koma því upp; til þess þarf góðan vilja og samtök, þá er það leikur einn, því hér eins og allstaðar í lífinu, vinna margar höndur létt verk. íshúsið þarf að komast upp i vetur, svo það geti tekið til starfa næsta sumar og núna, þegar ann- irnar eru að minka, þá er einmitt hentugur tími til að safna hluta- fénu og undirbúa málið á ýmsan hátt. Vér vitum að ekki mun standa á nefnd þeirri sem til þess var val- in, að taka á móti hlutafénu og »Fram« viil hérmeð skora á alla góða borgara Siglufjarðar, og aðra þá er málið vildu styrkja, að gefa sig fram við nefndina hið fyrsta. Málið má ekki lognast út af. Pað á skilið fulla athygli og »Fram« mun gjöra sitt til að halda því vakandi og safna hugum manna um þad. Móðurminning. Sól er að ægi sígin, syrtir að inóða dökk. — Er sem mig dauflega dreymi, döpur er sál og klökk. Hljótt er í hyggju ranni, Horfin er æska mér. Mamma! Hvar ertu, mamma! mér leiðist ettir þér. Ekkert mig áður gladdi sem ást og blíða þín. Nú ertu frá mér farin, forlög voru það mín. Pér vil eg þakkir gjalda, þú hefir lífskjör mín

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.