Fram


Fram - 16.09.1922, Qupperneq 2

Fram - 16.09.1922, Qupperneq 2
134 „F R A M“ kemur íit á hverjum laugardegi og auka- hlöð þegar þörf krefur. Argangurinti kostar 5 krónur. O j a I d d a g i b I a ð s i n s v a r 1 . j ú 1 í. Afgreiðsla og íunheimta blaðsins fyrir Siglufjarðarkaupstað og Hvanneyrar- hrepp er hjá kaupm. Stefáni B. Kristjánssyni, en út uni land ú skrifstofu blaðsins, utanáskrift: „ F r a m “ S i g 1 u f i r ð i. Þorst. kaupm. Pétursson á Sigluf. er inn- heirntumaður á andvirði blaðsins út um iand. N ý j i r ú t s ö 1 u m e íi n óskast þar sem engir eru áður: Kaupiðblaðið. Borgiðblaðið. breiða enskar fregnir af ófriðnum t öðrum löndum og enskan skiln- ing á öllutn málum er þar að lutu. Northcliffe átti oft í hörðum senn- um við frægustu stjórnmálamenn Englands, t, d. Kitchener lávarð, Churchill, Asquit og Lloyd Oeorge og talið er, að hann hafi átt mik- inn þátt í því að Asquit varð að víkja fyrir Lloyd George. í írlandsmálum var hann írum vinveittur og í friðarsamningunum vildi hann vægja Pjóðverjum meira en gjört var, og veittist hann all- mikið að Veisalafundinum útaf því. Northcliffe var eljutnaðður hinn mesti. — Fór hann oftast á fætur kl. 6 á hverjum morgni og ritaði mikið sjálfur í blöð sín. Þótti hann ágætlega ritfær, en sérstaklega er því viðbrugðið hve vel liann stjórn- aði hinni umfangsmikiu blaða útgáfu sinni. Hann var orðinn veilauðugur og gaf hann þó óspart til ýmsra nytsemdarfyrirtækja og góðverka- stofnana, - t. d. styrktu, hann og kona hans, hjúkrunaríélagið Rauða krossinn afarmikið á stríðsárunm. Northcliffe var jarðaður að West- minster Abbey, þar sem margir helstu menn Englands hvíla. Vantraustsyf i rlýsi ng. Símablaðið ílytur í ágústheftinu harðorða vantraustsyfirlýsingu frá Félagi íslenskra símamanna, á land- símastjórann O. Forberg, útaf skip- un Eggerts Steíánssonar í stöðvar- stjórastöðuna á Borðeyri og öðru misrétti í embættaveitingu við sím- anu. Þetta hefir vaktð gremju mikla, einnig utan félagsins, og hafa sum Reykjavíkurblöðin tekið í strenginn með símablaðinu. Vikan. Tíðitl. Alla vikuna hefir verið hin niesta ótíð, Hefir skiftst á úrhellisregn og hríðarél rtieð kulda og stðari hluta vik- untiar ógangur og brim til sjáfarins. í dag er þó þurt og kyrt veður en kuldi, og hríðardinima á fjöllum. Hvítt ernúafsnjó niðitr til sjóar hér í kaupstaðnum. Heyskapurinn hefir gengið hörmu- lega. Framan af bagaði grasbrestur og nú .1 síðkastið ótíðin. Töður liggja hérátún- unum að meira og minna leiti og eru FRAM Nr. 36 ■ • ■ i \ Verslunin „DRANGEY“ fékk nú með ,,Sirius“: Gummístígvél á fullorðna og börn, Skóhlífar, Skófatnað, Karlmannspeysur hneptar, Nærföt, Kvennsilkisokka svarta, Axlabönd, Skósvertu (Shinola) og margt fleira. orðnar lítt nýtar. Mun heyjafengur um aft norðurland, vera með minnsta og iéleg- asta móti og er því útlitið mjög ískyggi- legt með landbúnaðinn, þegar þess er gætt, að sökum tollhækkuninnar á kjötinu er lágt verð á því fyrirsjáanlegt. Síldveiðin. Nú mun hún vera búin eða því sem næsi. Þó var talsverð síld á Skagaf. í þessari viku en lítið veiddist sökittn ótíðar. Nokkur skip fengu þó síld, þar á tneðal kom m.s. »Isleifur« frá Isa- firði með um 400 tn. frá Máhney á Mið- vikudagskvöld. Nokkur reknetaskip halda áfram veið- um enn Alls er saltað hér á Siglufirði í sum- ar 161.500 tn. Þorskafli er góður þegar gefur á sjó. en lítið um beitu. Skipaferðir. Síldveiðaskipin eru nú flest öll farín og hafa þau undantekning- arlaust gertjjgóða vertíð. Mörg skíp erl. hafa tekið hér síld þessa viku. Þessi vitutti vér um: E.s. Nanna, E.s. Sylvia, E.s. Turicum E.s, Sölve, E.s. Nymann, E.s. Stat og svo E.'s. Sirius sem var hér í gær með flutn- ing og farþega og tók hér síld. Ferðafólk hefir verið hér margt, má þar nefna: Oísli Olafsson símastj. frú hans Láru Bjainadóttir Seyðisfirði, Beinteinn Bjarnason og Ásgeir Bjarnason verkfræð- ing með frú sinni seiu öll liafa verið t heimsókn hjá vandafóiki sínu á Hvann- eyri. Fjöldi farþega var með Sirius, þar á nieðal: Knud Zimsen borgarstjóri í Rvík, O. O. Eyjólfsson heildsali, Metúsalem Stefánsson ráðunautur. P. Olafsson,konsúll á leið til Suður-Aineríku i fiskimarkaðs- leit, Árni læknir í Orenivík og margir fl. Utlendu síldarkaupmennirnir hafa flestir farið með Siriusi og erlendu skipunum sern fóru héðar, í vikunni. SI y s. Maður féll út af fiskiskipinu »Björgvin« frá Rvík á sunnudagsn. og druknaði. Það var imglings piltur, Þorgeir slefánsson að nafni, úrReykjavík. K i r k j a n. Messað á morgun kl. 2 síð- degis; ferming og altarisganga. Hitt og þetta. Olítiverðið. Nú er sólaro!ía«, sem notuð er í »Dieselvélare seld í Kaupmanna- liöfn á rúma 4 au. pundið, eða 85 kr. smálestin.— 1920 kostaði þessi sama olíutegund 670 kr. smálestin í Kaupmannahöfn, sqgir »Vísir«. Hvað skyldi »einokunin« selja þessa olíutegund þegar hún fer að hafa hana á boðstólum? Dr. John G. Wolley, bindindismaðurinn ameríski sem liér var á ferð í sumar í tilefni af Spánarsamningunum, er nýlega lát- inn suður á Spáni. Hann var heimskunnnr bindind- isfrömuður og hafði starfað f þarf- ir bindindismálsins yfir 30 ár, mest að fyrirlestrum og þótti hinn mesti ræðuskörungur en var hættur því þar til hann tók sig upp aftur í vor, þá kominn á áttræðis aldur. Er tal- ið að skarð það í hóp bindindis- sinna, sem varð við fráíall hans, muni verða vandfylt. Endurminningar Lloyd Georges. Lloyd George hefir nýlega selt enskum manni útgáfuréttinn á enska tungu að endurminningum sínum fyrir 90 þús. sterlingspunda. Flugvélar úr stáli, eða grindurnar í þær eru Bretar nýlega farnir aó smíða, en áður voru þær gjörðar úr tré og alumiri- ium. Fyrirkomulaginu er haldið leyndu, en talið er að þær hafi marga kosti fratn yfir hinar. „Titan“ einhver, skrifar »Vísi« héðan af Siglufirði og ber sig hörmulega undan leppmensktt hér, en þó enn þá ver yfir því, að hér hafi ekki sést dropi af Spánarvíni í sumar og hann og aðrir hafi orðið að sætta sig við brennivín og koníak á 20 til 30 kr. flöskuna og hafi þó verið sagt að tvö skip erlend, hafi verslað með sterka drykki hér utan við iandhelgina. »Fram« er þetta ókunuugt en benda mætti »Titan< á það að »Koges«, sem hér er talað að liafi verið tippáhaldsdrykkurí höfuðstaðn- ttm, áður en spönsku vínin komu, var seldur hér í alt sumar með sanngjörnu verði. Gamalmennahæli er verió að koma upp í Reykja- vík fyrir forgöngu Sra Sigurbj. A. Gíslasonar og fleiri góðra manna. Er búið að kaupa hús til þess og allstóra lóð. Hælið tekur til starfa strax í haust og er ráðgert að það geti tekið 15—20 gamalmenni, en áformað er að byggja þarna stærra hús síðar. Fé til þessa er safnað með frjálsum samskotum og hefir þegar safnast á sjöunda þús. kr. Endurminningar Matthíasar skálds Jochumssonar' eru nýlega komnar út, prentaðar á Akureyri en á kostnað Rorsteins Gíslasonar. „Verkamaðurinn“ var búinn að týna jónasi frá Flat ey 5. þ. m. en »íslendingur« fann manninn suður í Reykjavík 3 dög- um síðar. Pótti íslendingi takast leitin giftisamlega og er talið víst að þetta verði til þess að saman dragi með honum og »Verkamann- inum« sem bar sig attniiega útaf hvarfi Jónasar. Gislar bolsjevikka. Bolsjevikkastjórnin rússneska hef- ir dæmt til dauða í Moskva þá 14 gagnbiltingaforingja sem hún hefir haft í haldi urtdanfarin ár, og sem teknir höfðu verið höndtttn fyrir mótstöðu gegn bolsjevikkum. Áskoranir hafa komið frá mönn- Eina krónu kostar V2 kg. af Ljónsmargarine hjá Sophusi Árnasyni. 1 til 2 herbergi með eldliúsi til leigu. R. v. á. Fundist hefir pakki merktur frk. ingibj. Frímannsdóttir Passagergods; Siglitfjörður. Vitjist til Sophusar Árnasonar gegn greiðslu þessarar augl. um í mörgum löndum, — þar á meðal frá: Maxim Gorki, Auotole France, Próf. Einstein; Bernh. Shaw og fleirum um, að sleppa þessum mönnum, en allar hafa orðið árang- nrslausar. í’ó er taliö að stjórnin ætli sér ekki að fullnægja dauða- dóminum, að svo stöddu, heldur halda mönnunum sem gislurn svo skoðanabræður þeirra hafihægtum sig, og svo ef til vill að lífláta þá síðar þegar hún telur sig fá hent- uga átillu til þess, Alþýðublaðið kennir heimsku kvennfólksins um ófarir A-listans við landskjörið. Áður hefir Alþýðufl. talið sig eiga talsverð ítök í hugutit kvennjijóðar- innar; — þau hafa eftir því verið í heiniskari eða heimskasta hluta hennar. Vestfirskum konttm ber sama blað á brýn þá ókurteisi, að þær hafi fussað og sveiað að Ingi- björgu H. Bjarnason vegna þess að hún er systir Lárusar, Lárus átti í málum við Skúla og Skúli var sýslumaður Ísfírðinga fyrir 2 0 árum síðan. Pær eru ekki gleymnar þar vestra! Vonandi verða þær þá heldur ekki búnar að gleyina hugulsemi Alþýðublaðsins þegar næsta lands- kjör fer fram, Haustvísa. Kólnar vindur, kulna strá klakar lind og rinda. Él ttm tind og hnjúka há hvítan bindur linda. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jóhannesson. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.