Fram


Fram - 04.11.1922, Side 2

Fram - 04.11.1922, Side 2
160 FRAM um þjóðarinnar rriá hafa blett á skyldi sínum, Heimspekis- hugleiðingar. Pað var hörkufrostog hríðarveður. Eg hafði legið upp í rúmi mest- allan daginn því mér var hálf kait. Gunna mín hafði nauðað á mér svona að öðru hvoru að fara á stað og sækja kol, en bæði var það nú, að kol fást ekki nema íyrir annað hvort krít eða krónur, og eg var af hvorugu birgur, og svo held eg miklu meira upp á það, að liggja og »filosófera« þegar slæmt veður er, heldur en að þvæl- ast úti, og nú fanst mér einmitt veðrið vera hentugt til heimspeki- legra hugleiðinga. Eg »spissaði« því Gunnu af með því, að kol væru engin til fyr en nýr farmur kæmi til Þormóðs, en hún þyrfti svo sem ekki að óttast kolaleysi í vetur, því bæjarstjórnin hefði »neglt þórmóð fastan« með samningnum, til þess að sjá bæði henni og öðrum fyrir nægilegum kolum í alian vetur. Jú, hún hélt það yrði, eða httt þó heldur; Sigga »kvikka« hefði sagt sér að Þórmóður fengi engin kol fyr en í vor, en hann fengi einhvern slatta af koksi eða boxi eða poxi eða hver fjandinn það nú héti, sem ekki væri nú nokkrum kristnum manni bjóðandi til að hita við kaffi hvað þá meira. »Æi, taktu nú sönsum góða«, sagði eg. »Ef þetta bregst þá send- ir bæjarstjórnin »Sandfoss« ti! Spits- bergen og fær farm í hann í kaup- bæti, af kolununi sem Kings Bey félagið á þar.« Gunnu sagðist við þetta, og eg féil aftur í heimspekishugleiðingar, Eg fór að hugsa um rottuinar. Mikið megum við Siglfirðingar vera forsjóninni þakklátir fyrir það, hvað menningin er komin á hátt stig hjá okkur. — Roíturnar, þessir vesal- ingar sem alstaðar éru illa liðnar og ofsóktar, þær eiga hér friðland og öruggan griðastað. Bæjarstjórn lagði svo sem ekki fé til höfuðs þeim núna á íjárlögum sínum* — Árangurinn sýnir sig líka. Rotturnar eru orðnar svo gæfar og mantivan- ar, að nærri má láta greyin eta úr lófa manns og vel gæti eg trúað því, að ekki liði á löngu áður en þær færu að sækja bæjarstjórnar- fundi betur en kjósendurnir. Og þó er hér ekkert dýravernd- unarfélag, — ekki eintt sinni síma- lagningamanna, eins og á Akur- eyri til að kenna okkur vorkunsemi með hestúuum, — og margir skera hér skepnur sínar enn upp á gamla móðinn. *) Þetta er ekki allskostar rétt hjá höf Það líggur fyrir ónotað ,fé frá f. ári tsl rottueyðiugar, og svo er heldur ekki geng- ið frá fjárhagsáætlun bæjariní enn, ogmeiri líkur til að bætt verði á þessu ári við það fé sem í fyrra var veitt í þessu augnamiði. Nr. 43 Björn Guðniundsson (hvarf aðfaranótt 16. okt. s. I.) Við vorum víst fáir sem hjálpandi hönd á hættunnar stund honum réttum. Og fleytan var lítil en förin er vönd, frá fóstrunnar knjátn, að grafarströnd og j^ar brýtur á boðum og klettum. Hann sigldi það e i n n, og það sóttist ei vel því sífelt var báran á móti. — Hann mæddist að berjast við bárur og él á borðlágri fleytunni, er gínandi Hel blasti í boðanna róti. Og holskeflur dundu. — Það fylti oft fley og fársjóar hröktu ’ann og börðu. Að leita til hafnar, það Ieist honum ei, og að láta sig reka, — það gengur í þey en ver í hretunum hörðu. Hvort lendingin hinsta varð honum vönd, það veit ekki nokkur af sveinum. Við vonum að þar hafi verið á strönd vinir, til staðar, að rétta ’onum hönd og létta ’onum lendingu — einum. Gunna kom með kaffið. — »Mér gekk svo déskoti illa að hita kaffið« sagði hún um leið og hún rétti mér spiikomuna. »Béaður »Frímusinn« vildi ekki brenna Rú ættir nú gói minn að vera vænn og fara með hann til hans Guðmund- ar mótors og fá ’ann til að gera við ’aqn. Kattarhlands-olíu skömm- in gjörir hann líka ómögulegan.« »Frfmusinn eða Guðmnnd?« sagði eg. »Að heyra í þér! —- Áuðvitað Frímusinn. Annars ættirðu nú að gefa mér nýjan haus á hann,« »já«, sagði eg og sötraði kaffið. Gunna settist á stokkinn. Henni hafði hlýnað af kaffinn sjóðheitu og var nú rjóð í kinnum og sveita- sprottin á enni. Gunna var býsna myndarleg, — þegar henni var lilýtt en ef henni var kalt, þá bar of- mikið á þessum blárauða iit í kinn- unum. Hún strauk hendinni um andlitið, og skildi eftir svarta rák alla leið frá nefinu og út og ofan á kinnbein. »Um hvað ertu að hugsa góði?« sagói Gunna og hallaði sér yfir mig og ætlaði að strjúka hendinni um vanga mér, því hún hefir til að vera »kelin« jaínvei að deg- im5m til. Eg veik höfðinu til hliðar. Mig fýsti ekki að fá einkennið á vang- ann. »Um mínu«, sagði eg. »A! Um Mínu! Hvaða b............. Mínu? Er það nú kannske einhver sem er nýflutt í bæinn?« og eldur brann úr augum Gunnu sem ann- ars geta litið svo ofur blítt til mín. Hún er sem sé ekki frí við að vera hrædd um mig. »Já, hún er nýlega flutt hingað« sagði eg, til að »kynda« hana upp. »Er það kannské þessi, sem er í fjósinu hjá Sveini,« sagði Gunna^ og stóð upp. »Fjósinu? — Ertu frá þér! Kýr greyin líða nú líklega nóg við Grammafónsgargið hjá Guðrúnu þó þær séu ekki settar f sambýli við minu,« »0—o, það eru nú líklega ekki kýrnar sem þér er svona ant utn, heldur þessi Mína. — Hvernig lít- ur hún út?« »Hún er hnöttótt*. »Átti eg ekki á von. Pá er hún þér ekki hættulaus.« »Nei, hún — hún getur sprung-, ið«, sagði eg með hægð, Nú var Gunnu nóg boðið, Aug- un stóðu í höfði hennar af skelf- ingu og bræði. »Sprungið! Hvað meinarðu? Rú ert þó aldrei búinn að ---------eða ertu kannske að gera grín að mér?« »Nei!« sagði eg. »Eg meina mín- una sem hann Skalti fanri.« »Sprengidufl!« sagði Gunna og rauk út, en ekki vissi eg hvort hún neíndr mig svo. Nú var eg ánægður. Eg vildi losast við Gunnu og hafði nú tek- ist það, og eg fór að hugsa um sprengiduflið. Eg gat ekki aó því gert, mér fanst Skafti vera órétti beiltur í því máli. Hann hafði tekið þetta dufl eins og hvejn annan tíndan hlut, upp af götu sinni, og þar með bjargað mörgum frá voða, og nú hafði hann, sem annars er allra ungra manna lausastur við alt »dufl« á landi (á sjónnm er hann ekki frí við þau) verið svo að segja tjóðraður við þetta béað dufl svo vikum skifti, og ekki gengið af honum skammir hjá hærri sem lægri fyrir það, að hann með þessu til- tæki hefði sett bæinn í stórháska- legan voða og brotið hlutleysi landsins með því að leggja mínu á sjó, innan endimarka íslenskrar landhelgi, og þar að auki orsakað aliíkinu þann kostnað, að senda flotann hingað og iáta danska þegna krafla um þennan skratta, snjóug- an og freðinn, með stórhættu fyrir líf þeirra og heilsu, bæði af spreng- ingu og kulda. Og svo þegar þar við bættist að »Fálkarnir« fengu átölulaust að saga sundur bátinn fyrir honum og höfóu jafnvel haft við orð að skjóta hann í kaf------. Eg braut heilann um þetta. Já líklega var það nú iétt, að enginn hefði Ieyfi til að leggja hér svona mínur. Rað er annað með hinsegin Mínur og Línur — á landi, því ef vanir menn fara með þær, þá eru þær ekkert sprengihættar. Sprenging. —- Það gat nú verið full ástæða fyrir dátagreyin að vera hrædda. Ekki væri það nú neitt spaug fyrir okkur Gunnu t. d. að vakna einhvern morguninn í tætl- um upp á Hólshyrnu. En hitt var verra með handakuldann því síðan hætt var að inestu að setja fólk í steininn fyrir yfirsjónir þess, hefir ríkið tkki ráð á láta tæta vetlinga, - Mér datt ráð í hug, og skil eg ekkert í að Tryggvi og Jónas skyldu ekki vera búnir að hreyfa því í Taða til sölu í Mósvík. Hannes Jónasson. »Tímanum«, aðrir eins búmenn og þeir eru, það er: að láta Guðm. Eggerz fá nokkuð af ull Samband- ins til umráða, og gætu þá hann og þeir starfsmenn áfengisverslun- arinnar tætt og prjónað úr þvívetl- inga í hjáverkum sínum. En Skafti fanst mér eiga skilin verðlaun úr hetjusjóði Carnegies, því, í alvöru talað: gat ekki eitt- hvert skip eða bátur lent á mín- unni ef hún hefði verið látinn teka og þvælast og fleiri mannslíf farist? en þarna hafði hann með snarræði og kjarki forðað því, og það ein- mitt með því að leggja líf sitt og manna sinná í stórhættu. Mínuna hefði eg talið heppileg- ast að fara með upp á Siglufjarðar- skarð og sprengja niður skarðið með henni eins og Jón ráðlagði forðum svo bílarnir gætu farið að þjóta eftir skyrinu í Fjótin. Rað stóðst á endum, þegar eg var komin að þessari niðurstöðu, þá kom Gunna með miðdagsmatinn,— spikfeitt Fljótakét og kartöflur frá kvennfélaginu. »Hana, borðaðu nú góði minn og farðu so og náðu í kolin, því eg þarf að geta ylað upp snemma í fyrramálið, það á sem sé að spregja mínuna kl. 8 og það verð eg að sjá.« »Hvaða mínu?« sagði eg. »Nú auðvitað mínuna hans Skafta, Hvaða svo sem aðra?« sagði Gunna, »en flýttu þér nú eftir kolunum,— þér ætti að vera vorkunarlaust að snúa þau út núna þegar bæjarstjórn- arkosningarnar standa bráðum fyrir dyrum.« S t j á n i,

x

Fram

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.