Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 4

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 4
36 þannig löguð fræðsla hefir marga og niikia kosti fram yflr hina venjulegu byrjunarfræðslu, sem hefir þungamiðju sína í utanbókarlærdómi og yfirheyrslu. En eigi má gleyma þvi, að hún gerir allstrangar kröfar til kennarans. Pað er að miklu leyti undir honum komið, hvort athuganir barnanna og samræðurnar við þau koma þeim að verulegu haldi eða eigi. Fyrir kennara, sem ekki getur sett sig inn í hugsunarhátt barnanna eða talað á þeirra máli, er þýðingarlítið að ætla sér að viðhafa þessa aðferð. Hann verður bæði að hafa lag á að fá börnin til að tala og líka á að leiðrétta þau, án þess að þau finni verulega til fáfræði sinnar. En takist honum þetta, og takist honum að gera náfnið svo skemtilegt, að börnin fái áhuga á því, þá er óhætt að fullyrða, að engin kensla er skeratiiegri fyrir kennarann sjálfan. —— Hlþ^ðumeníun a líorðurlöndunþ 2. Noregur. Áður en skýrt er frá skólum og fræðslu í Noregi nú á dögurn skal farið fám orðum um það, hvernig alþýðufræðslu þar hefir þokað í það horf, sem hún er nú komin i. í kirkjuordinantíu Kristjáns hins 3. og noi sku lögum Ki'ist- jáns 5. er svo fyrir mælt, að auk latínuskóianna skuli í kaup- stöðum vera skriftar- og reikningsskóla-r. í þeim skólum skyldi kendur lestur, kristindómur, skrift og reikningur. Að því er sveitirnar snertir er það reglugjörðin fiá 23 janúar 1739, sem skipar fyrir að allir djáknai' skuli halda skóla, og að í sóknum þar sem engir séu djáknaskólai', þar skuli skólar bygðir og skóiahaldarar skipaðir, eða að komið sé á umgangsskólum. Stuðlaði tilskipun þessi að því að skólum fjöígaði og umgangs- kensla efldist. Nú líða svo því nær níu tugir ára, að engar stórbreytingar verða á alþýðuskólaskipun Norðmanna, og á þeirn árum slitnar samband þeirra við Dani. Fram að skilnaði rikjanna (1814)

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.