Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 11

Kennarablaðið - 01.04.1900, Blaðsíða 11
107 fara á þennan stað, og þyrfti því lögreglan að banna smábörn- um stranglega að leika sér á götunum. Yrði þannig löguðu fyrirkomulagi á komið, — og hví skyldi það ekki vera mögulegt? — þá er enginn efi á því, að börnunum væri mun betur borgið en nú. Og vér eruim sann- færðir um, að margir foreidrar mundu vilja leggja eitthvað í sölurnar til þess að þessu eða svipuðu fyrii'tæki yrði komið til framkvæmdar. Margir andvarpa sárt yfir því, að börnin þeirra séu alt af á götunni og læri þar margt miður sæmilegt. Margir eru líka þeir foreldrar, sem erfitt eiga með að fara að heiman, þótt nauðsyn beri til, vegna þess, að þá verður að skilja börnin eftir umsjónarlaus eða að minsta. kosti umsjónarlítil, einmitt á þeim aldrinum, þegar þeim er hvað mest hætta búin. Öllum þessum hlyti að koma það \el, að mega vita af börnum sín- um á óhultum stað, þar sem vakandi auga er haft með þeim, og þar sem engin hætta er á, að þau iæri neitt ljótt. Þetta atiiði viljum vér fela lesendum vorum hér í bænum til alvarlegrar yfirvegunar. ]?að er að vorri hyggju vel þess vert, að því só gaumur gefinn. Ástandið, eins og það er nú, er með öllu ófært. fað vita. allir, sem kunnugir eru. Og þess vegna leyfum vór oss að bera fram þessa uppástungu; því það blandast oss eigi hugur um, að grundvöllinn til betra siðferðisástands verður að leggja hjá börnunum, og það þegar frá byrjun. Annars mun lítilla framfara von í því efni. Pengj- ust menn tii að íhuga þetta mál og bera opinberlega fram skoðanir sínar, sem að vísu kunna að vera nokkuð skiftar, að því er til umbótatilraunanna kemur, þá er tilgangi vorum náð. * * * Eftir að grein þessi var rituð, hefir mál þetta, um leik- svæði handa börnum, komið til umræðu á bæjarstjórnarfundi. fað er einkurn austurhluti bæjarins, sem er mjög iila settur að þessu leyti, vegna þess, að þar eru þrengslin mest og holtin fyrir ofan bæinn svo stórgrýtt, að börn geta eigi leikið sér þar. Bæjarstjórnin fól veganefndinni málið til íhugunar, og er vonandi, að hún geri það, sem i hennar valdi stendur, til að koma því í viðunanlegt horf. En til þess að það geti orðið,

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.