Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 8

Kennarablaðið - 01.05.1900, Blaðsíða 8
120 gerðar. Það er og aðgætandi við þetta atriði, að fáir svoita- kennarar hafa heimilisstjórn á hendi, og eiga þeir því miklu fremur heimangengt en t. d. þingmenn. En þótt öllu þessu só slept, getur samt enginn ætlast til þess, að þeir sæki fundi hingað „hópum saman“. Aftur á móti getum vér ekki fallist á það, að ómögulegt væri að koma á fót undirdeildum víða út um landið, ef menn vildu og hefðu sannan áhuga á þvi. Það er satt, að atvinna sveitakennaranna er mjög völt; þeir hafa, margir hverjir, engan varanlegan samastað, og skal ósagt látið, hvort það er ein- göngu sóknarnefndum og prestum að kenna, eða meðfram kennurunum sjálfum. Yæri það eigi nema vorkunnarmál, þótt kennarana langaði við og við til að skifta um staði og reyna fyrir sér annarsstaðar, því að sjaldnast er miklu góðu slept. Petta er að vísu tlt, en þó eigi svo ilt, að ekki mætti takast að halda uppi kennarafélagsdeildum fyrir því. í fjöidamörgum prestaköllum hefir umferðakensla stöðugt farið fram í mörg ár, sumstaðar alt af eða oftast með sama kennara, sumstaðar hefir oft verið skift um kennara. En þótt skift væri um á hverju ári, ætti deildin að geta haidist við eigi að síður; kenn- arinn, sem frá fer, flytur yflr í aðra deild, eða hættir að vera meðlimur félagsins, ef hann hættir kenslustörfum og gefur sig að öðru; nýi kennarinn kemur í hans stað. í mörgum sýsl- um eru fastir skólar, og eru kennararnir við þá venjulega dá- lítið fastari í sessi; gætu þeir verið aðal-máttarstólpar deild- anna. Spurningum þeim, er höf. greinarinnar leggur fram til íhugunar, skulum vór láta ósvarað að sinni. Því er líkt farið með þær og með útbreiðslu Kennarafélagsins; það er auðveld- ara að leggja þær fram en að fá heppilega úrlausn þeirra. En það dylst oss eigi, að hefðu kennararnir öflugan félagsskap sín á meðal, þá mundu þeir geta starfað meira en nú að því að fá kjör sín bætt og kenslufyrirkomulaginu öllu komið í viðunan- legra horf. En á meðan kraftarnir eru allir sundraðir, getum vér næsta litlu til leiðar komið; vór verðum oftast nær að láta oss lynda það, sem að oss er rétt.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.