Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 13

Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 13
173 Engin stöfunarkver vovu höfð; börnin voru látin þekkja stafina í einhverri bók og síðan stafa og kveða að orðu m í ein- hverri grein í bókinni og látin gera það aftur og aftur, þangað til þau kunnu greinina utan að. Þá var byrjað á næst.u grein og svo koll af kolli. Og þau gátu orðið fluglæs með þessum hætti á tveimur vetrum. I’au voru látin byrja 5—6 ára og voru orðin læs 7—8 ára. Undirbúningstíminn undir ferming- una var venjulega 2—4 ár, en stundum alt að 7 ár. Það var skylda foreldranna fyrst og fremst að kenna lestur og kristin fræði, eða húsbænda eða hreppstjóra, en prestur var síðan í ráðum með og stundum bjó hann börnin einn undir ferming- una, ef foreldrar æsktu þess. Spurningakverið var kallað „Ponti“, samið af Pontoppidan biskupi og þýtt á íslenzku. Gerði það fyrst Halldór biskup Brynjólfsson, en þýðing hans var röng og kölluð „rangi Ponti“. Það hét öðru nafni: „Sannleikur guðhræðslunnar" (prentað 1742). Ilögni prófastur Sigurðsson lagaði þýðingu biskups og kom þýðing hans út 1746. Var það síðan haft til nndirbún- ings undir fermingu, þangað til Einar prestur Guðmundsson þýddi kver Balles biskups að tilhlutun Landsuppfræðingarfé- lagsins. Konungur skipaði (1795) að láta það koma i st.aðinn fyrir „Ponta“, og lét félagið prenta þýðinguna árið eftir (1796). Ekkert, heilvita barn mátti byrja seinna að læra fræðin og kverið en 10 ára eða vera búið seinna en er það væri 14 ára. Ekki lærðu öll börnin alt kverið. Sum lærðu ekki annað í Ponta en það, sem ekki var „hjástrikað" eða hið „óyfirdregna" eða „óstrikaða", og þegar Balles kver kemur til sögunnar, þá læra sum „stóra stýlinn"; að eins þau, sem færust voru, lærðu bæði „strykað“ og. „óstrykað“, „stóran stýl og smáan", en færri vor þau að jafnaði en hin. Sömu eða lik orðtök eru höfð um kunnáttu barna í lestri eins og nú tíðkast: „Þekkir nokkra stafi“, „kann að stafa“, „stafar vel“, „kveður að“ eða „er atkvœðafcer“, „tekur saman atkvœðin“, „kveður að orðum“ eða „tekur saman orð“, „lítt staut- andi“, „stautandi", „læs“, „vel læs“ o. s. frv.

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.