Helgarpósturinn - 06.04.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 06.04.1979, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 6. apríl 1979 helgarpásturinn_ NAFN: Björn Guðmundsson. FÆDDUR: 16. júní 1926. ATVINNA: Flugstjóri. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur, þriggja barna faðir. HEIMILI: Karfavogi 20. BIFREIÐ: Scout II, árg. 1974. ÁHUGAMÁL: Hestamennska, fjallgöngur, skytteri, badminton, félagsmál, starfið. „Ef við hefðum ekki þessa sterku stöðu, hefðum við ekki þessi háu laun” Flugmannadeilan er nú á hvers manns vörum. Fara flugmenn innan Félags Isl. atvinnuflug- manna i verkfall? Einangrast tsland frá umheiminum af þeim sökum iangtfmum saman, og heilu landshlutarnir viö höfuöborgarsvæöiö. Sú deila sem nú stendur sem hæst, er um margt flókin, þvi aö aöiiar aö henni eru ekki aöeins tveir eins og oftast er, þ.e. launþegar og vinnuvcitendur þvl aö I þessu tilfelli eru launþegar klofnir, þar sem annars vegar eru Loftleiöaflugmenn en hins vegar FIA, sem í eru fiugmenn Flugfélags tslands og aörir atvinnuflugmenn aö Loftleiöamönnum und- anskyldum. Yfirheyrslan I dag fjallar um flugmenn, ekki þó flugmannadeiluna sem sllka heldur um þaö hvers vegna flugmenn séu svo vel og riflega launaöir og raun ber vitni og hvaö réttlæti þaö aö þeir séu meöal tekjuhæstu launþega þessa lands. Þaö var Björn Guömundsson, formaöur Félags Isl. atvinnuflugmanna, sem tekinn var til yfir- heyrslu: Hvaö réttlætir hin háu laun flugmanna? „Það er vafalaust sitt af hverju? Þaö eru gerðar mjög strangar heilsufarskröfur and- lega og llkamlega til flug- manna. Starfsaldurinn er stutt- ur. Hámarksaldur flugmanna eryfirleitt 55-63 ára. Hér á landi er hann 63 ára.” Hvaö tekur viö hjá flugmönn- um þegar þeir hætta störfum vegna aldurs? ,,Þá tekur ekkert við. Þá tek- ur bara viö dauðinn. Þú mátt hafa það eftir mér, að I Svlþjóö hefur enginn flugmaður, sem hefur hætt störfum fyrir aldurs- sakir náö 67 ára aldri og aö meöaltali deyja flugmenn tveimur árum eftir að þeir hætta störfum. I Bandarikjun- um er meöalaldur flugmanna, sem hafa hætt störfum af ofan- greindum orsökum, ekki hærri en 62 ár. Það hefur veriö gerö tölfræðileg könnun á þessu, svo þetta eru iskaldar staðreyndir. Læknavisindin hafa ekki hug- mynd um hvernig á þessu stendur.” Hvernig standa islenskir flug- •menn aö vfgi I þessu strlöi viö dauöann? „Það hefur enn enginn flug- maöur hætt störfum vegna ald- urs, svo ég get ekki svarað þvl. Hins vegar er engin ástæöa til aö ætla aö annaö veröi uppi á teningnum hér en I Skandi- naviu.” En hvernig er búiö fjárhags- lega aö fiugmönnum eftir aö þeir hætta störfum? „Nokkuövel ogkemurþaöaf þvi aö lífeyrissjóöur okkar er allsterkur. Viö greiðum hjá lif- eyrissjóösgjöld af launum okk- ar. 11% af launum okkar fara i þá sjóði og önnur 11% koma frá atvinnurekendum. Það er sem sagt lifeyrissjóöurinn, sem tek- ur viö okkur þegar viö hættum.” Hvaö eru laun flugmanna há I dag? „Þau eru frá liðlega 300 þús- undum upp i rúmlega 1100 þús- und, þá eftir 28 ára starf. Hvergi annars staöar eru flugmenn jafn illa launaöir og hér. Flug- leiðir hafa tvimælalaust ódýr- ustu flugmenn i heimi.” Þaö er þó ljóst, aö þessi laun flugmanna eru almennt mun hærri en gengur og gerist úti á hinum almenna vinnumarkaöi hérlendis. Heldur þú aö þessi at- riöi sem þú nefndir áöan réttlæti þessi háu laun? „Þaö er rétt við erum hátt Iaunaöir miðaö viö annaö launa- fólk á Islandi og ég veit ekki hvort okkar rök réttlæti þab. Veit ekki hvaö skal segja um það. Þaö er auðvitað alltaf matsatriöi hvaö á að greiða fólki i laun.” Fáiö þiö þessi háu laun vegna ykkar sterku stööu sem þrýsti- hóps? „Þaö er meira en líklegt. Þaö er alveg ljóst aö ef við hefðum ekki þessa sterku stööu, þá heföum við ekki þessi háu laun. Ég skal alveg fúslega viöur- kenna þaö.” Og þiö nýtiö ykkur þessa sterku stööu? „Gera ekki allir launþegar þaö yfirleitt? En ég vil enn itreka það að miðaö viö önnur lönd, þá erum viö flugmenn afar illa settir launalega.” Er raunhæft aö miöa viö út- lönd I þessu sambandi? Eru þjóöfélögin ekki misjafnlega I stakk búin? „Þaö er kannski erfitt að gera þaö nema þá aö taka miö af þjóöfélagsástandi hverju sinni á hverjum staö. En þaöer jú erfitt i framkvæmd.” Hvaöa bóklega menntun þurfa flugmenn aö hafa til aö fá vinnu? „Hér áöur fyrr var krafist gagnfræöaprófs, en nú skilst mér, aö stúdentspróf i ákveön- um raungreinum sé skilyrði, enda þótt ég þori ekki aö fara með þaö sem staðreynd. Þá hef- ur þetta tekið breytingum meö tilkomu flugnámsins I Keflavik, innan veggja fjölbrautarskólans þar.” Þaö má þvl segja aö bókleg grunnmenntun flugmanna rétt- læti ekki iaun ykkar? „Nei, þaö er rétt.” Hafa flugmenn samúö al- mennings, t.d. I þessari kjara- deilu sem þeir eiga nú i? „Já, þaö held ég. Ég byggi þaö á þeim viðtökum sem mað- ur fær hvar sem maöur kemur. Þetta er i fyrsta skipti i þessari launadeilu sem ég hef oröiö var viö að flugmenn hafi snefil af samúö meðal almennings. Ég hef aldrei oröið var viö þaö fyrr en núna.” Af hverju endilega núna? „Ég held aö þaö sé fyrst og fremst vegna þess að kröfur okkar eru réttlátar. Þaö aö fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Það er engin sanngirni i þvi aö borga mishá laun hjá sama vinnuveitandanum fyrir sams konar vinnu, þótt á mismunandi þotum sé flogiö.” Þú talar um jafnlaunastefnu. Er þaö jafnlaunastefna hjá flug- mönnum aö fá og krefjast mun hærri launa en gengur og gerist hjá almennum launþegum? „Viö fylgjum ekki jafnlauna- stefnu á þeim vettvangi. Við erum ekki orönir þaö þróaöir i sósialismanum. Ég skal benda þér á þaö að i Rússlandi eru flugmenn t.d. mjög vel launaöir og þeirra störf mikils metin.” Þiö flugmenn setjiö ykkur sem sagt i bás meö þeim sem hæst eiga aö hafa launin? „Við setjum okkur ekki á bás meö neinum. Við erum einir á okkar bás. Helst viljum viö miöa okkur viö starfsbræöur er- lendis. En viö setjum okkur ekki á bás meö neinum öörum Is- lenskum launastéttum. Og viö metum þaö hverju sinni hvort okkurfinnst viö hafa næg laun.” Hefur islenskur flugmaöur meö 1 milljón I mánaöarlaun ekki nóg? „Þvi fer viös fjarri aö það sé nóg, ef mibaö er enn einu sinni viö það, sem er i nágrannalönd- um okkar.” En miöað viö islenskar launa- stéttir? „Já, þá held ég að milljón sé nóg. Þaö er þó alltaf matsatriöi hvaö er nóg og hvab ekki. Viö skulum einnig gá að þvi hvaö er eftiraf milljóninni, þegar skatt- urinn hefur fariö höndum um hana.” Nú er rikisstjórnin aö fella niöur eöa fresta kauphækkun- um, sem koma áttu á laun ým- issa starfshópa, sem eru meö mun lægri laun en þiö flugmenn. Slöan eru greiddar nokkrar krónur I láglaunabætur til þeirra, sem hafa lægri en 210 þús. krónur á mánuöi. A meöan krefjist þiö 6-16% kauphækkun- ar. Er þetta réttlátt? „Þú ert kominn út i pólitiskar vangaveltur. Ég ætla ekki aö setja mig i neinn dómarastól og dæma um þaö hvaö sé rétt og hvaö rangt i þessu sambandi. Égheld t.d. að láglaunafólk hér á tslandi hafi allt of lág laun. Ég er þeirrar skoöunar, að verka- mannalaun hér á íslandi séu ekki aö tröllriða þessu þjóöfé- lagi. Þaö er alls konar svindl og svinari sem viögengst i þessu þjóðfélagi, sem er að þvi.” En eru þaö ekki hálaunamenn á borö viö flugmenn sem orsaka þessi lágu laun verkafólks? „Nei, þvert á móti ég held að einmitt slikir hópar eins og viö togi almennHaun upp á viö.” Hvaöan á aö taka þessa pen- inga til aö hækka laun viö alla, ef þeir eiga ekki aö koma úr vasa hálaunamanna? „Framleiðsluatvinnugrein- arnar eiga að geta séö fyrir þeim peningum.” Er FÍA pólitiskt litaö ein- hverjum ákveönum flokkslit- um? „Nei, alls ekki. Ætli sé ekki óhætt að segja aö við i FÍA séum pólitisk viðrini. Þar er aö finna allt og ekkert út frá flokkspóli- tisku sjónarhorni.” Er erfiöara fyrir flugmenn aö eiga viö eina ríkisstjórnina fremur en aöra? „Það er jafn djöfullegt aö eiga viö þær allar.” Aö lokum Björn , hvaö takiö þiö flugmenn til bragös ef á ykk- ur veröur sett verkfallsbann? „Viö förum að sjálfsögbu aö lögum. En hvaö viö gerum, þaö gef ég ekki upp.” Hvaöa möguleika hafiö þiö á aögeröum? „Ég get svaraö þessu þannig, aö ef við færum eftir reglugerö- um út i ystu æsar, þá held ég aö ekki verði komist hjá talsverö- um töfum á flugsamgöngum.” Svona utan dagskrár Björn. Ef ég færi til útlanda i dag og þyrfti aö komast heim á mánu- dag, stæöist sú áætlun? „Þú kæmist einhvern tima heim, en alls ekki þori ég að gulltryggja aö þú komist heim á réttum tima.” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.