Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 19.10.1979, Blaðsíða 11
—hgÍgarpásturinrL- Föstudagúr 19. október 1979 11 ,,É:g hef skömm á málaralist — hún er yfirstéttarlist. Þa6 er hinsvegar þjóhlegt aö vefa”. óskar Magnússon i stofu sinni að Garöstungu, innan- um nokkur verk þeirra hjóna, sem prýöa hfbýlin. reisti ég dálitinn skúr, en byggöi siöan viö, og ég var sifellt að taka húsinu tak, utan og innan. Undir þaö siöasta voru formin oröin ágæt, þótt húsiö væri lélegt. Viö ræktuöum heilmikinn garö kringum húsiö, meö heilum skógi af trjám og stórum kálgarði. Hann var partur af myndinni. Nú trónir mynd af húsinu á Þjóö- -Reykjavik er ágæt fyrir Krist og englana hans, en fyrr færi ég til helvltis en þangað, segir Óskar ákveöinn. Ég lasta ekki rafmagniö I verksmiöjum. Þar getur þaö veriö gott. En þaö hefur ekkert inná heimili aö gera. Þessi ópersónulegu rafmagnstæki gera oröiö alltfyrir fólk, og þaö er hætt aö hafa samneyti hvert viö annaö, Blómey viö stóra vefstólinn i Vefstofunni, þar sem þau halda til og stunda vefnaö megin part vetrar. minjasafninu og út um allan heim. — Hversvegna fluttiö þiö ykkur hingaö inn á heiöi? - Ég er aö gefa gott fordæmi. Þaö er ekkert annaö aö gera en flýja og nema land aö nýju, segir Óskar. Viö vissum, aö viö yröum aö vlkja úr „dýröinni” I Reykja- vik, og ég sem er alinn upp á f jós- lofti, haföi enga löngun til aö lenda I hinni „löglegu dýrö”. -Mér leist vel á þennan staö hérna og byggöi þetta hús án þess aö spyrja nokkurn um leyfi heldur Óskar áfram. Húsiö sást ekki frá gamla veginum, en þegar nýi vegurinn var lagöur kom þaö I ljós. Þá komst ég aö raun um, aö tólf bændur I Arnessýslu eiga þetta land, og ég sótti um leyfi fyrir húsinu' Mér til undrunar fékk ég þaö. „Ætli þú fáir ekki aö vera á meðan enginn sækir um lóöir hérna”, sagöi oddvitinn þeirra. Húsiö byggöi hann einn og án allra nútlma hjálpartækja. Bar allt byggingarefni, sem hann þurfti, á sjálfum sér neöan frá veginpm. Hluta af timbrinu I hús- grindina fékk hann úr gömlum, norskum sklöastökkpalli, sem lá á hvolfi skammt frá. Þaö er ekki aö tala um rafmagn þarna langt frá mannabyggöum og vatn veröur aö sækja i brunn spölkorn frá húsinu. -Viö vorum hérna á sumrin I fimm ár. Eftir þaö stóð húsiö autt I tvö ár vegna þess aö þeir voru I svo miklu harki hjá Vegagerðinni hérna fyrir neöan. Það var ólift vegna mengunar af steinryki. Núna höfum við búiö hér I fimm ár samfleytt. „Lasta ekki rafmagnið" —Saknið þiö ekki rafmagnsins og annarra þæginda, sem þiö heföuö i Reykjavik? segir Óskar og lltur út um gluggann þar sem hrimaöir móarnir á Hellisheiöinni blasa viö. En ég er myrkhræddur út I kjarnorkuna bætir hann viö hugsi. -Þaö þarf enginn aö vorkenna okkur aö búa hérna, ég er alinn upp á fjóslofti. Og heiöin er falleg, sérstaklega á veturna, þegar snjórinn er yfir öllu. A sumrin rignir of mikiö. -En ekki hefur þú dregiö þig alveg til baka frá menningunni. Þú vinnur stundum i Reykjavik. —Já, ég hef lögheimili I Reykjavik til þess aö geta unniö þar. Ég hef alltaf unniö á sumrin á eyrinni, ýmist hjá Rlkisskip eöa Togaraútgeröinni. Ég sé enga ástæöu til þess aö draga mig alveg I hlé. Þaö er ótryggt meö sölumennskuna á því sem viö vefum, en á eyrinni veit maöur hvaö dagurinn gefur af sér. Mér finnst heldur engin ástæöa til aö nota ekki þá möguleika sem bjóöast til aö vinna. „Hef dálæti á Sölva" Það er kominn tlmi til aö halda i bæinn, og þau ætla að fá að fljóta meö. Ætlunin er aö lita á sýning- una I Listmunahúsinu hjá honum Knúti Bruun þar sem teppm þeirra hanga viö hliöina á myndum Sölva Helgasonar og Isleifs Konráössonar. - Ég hef alltaf haft dálæti á Sölva, enda hef ég alltaf haft til- hneigingu til aö hafa samúð meö þeim, sem eru haföir fyrir rang- indum, segir Óskar þegar viö spyrjum hvort hann finni til ein- hvers andlegs skyldleika meö þeim ágæta manni, sem hann nú er I félagi meö á sýningu. — Ætli viö séum nokkuö andlega skyldir, bætir hann viö. Hann var flækingur, en þaö var ég aö minnstakosti ekki. Ég er hinsvegar sami einstaklings- hyggjumaöurinn og Sölvi. Þaö sést kannski best á þvi, aö þótt ég yröi snemma marxisti gekk ég aldrei I neinn flokk. Ég hef alla tíö veriö tortrygginn á alla flokka. — Hvaö hefur haft mest áhrif á þig I listinni? — Ég tel mig hafa oröið fyrir áhrifum af sveitinni. Lands- laginu. Ég var alla tlö frjáls og gat gefiö hlutunum gaum og legið i bókum. Þaö skapaöi hjá mér allskonar hugmyndir, sem ég ræktaöi meö mér. Þaö getur haft sina galla og kosti aö fá aö ala sig upp sjálfur, eins og ég fékk aö gera, segir þessi aldraöi lista- maöur, sem ekki hefur látiö nútlmann kúga sig. Hefur alla tlö gengið slnar eigin leiöir, án þess nokkru sinni aö láta beygja sig fyrir nútima samfélagi og byggöi sinn eigin heiöarbæ á seinni hluta tuttugustu aldar. Ferðast á puttanum Þau eru létt I spori bæöi hjónin þegar viö göngum i áttina aö bllnum, þrátt fyrir háan aldur. Hann 85 ára, hún ári yngri. Og þegar viö brunum I áttina til Reykjavikur finnst mér næsta ótrúlegt, aö þessi gamli maöur skuli fara daglega til vinnu sinnar á eyrinni alla þessa leiö. — Blessaöur vertu, ég geri bara svona, segir Óskar og réttir upp vísifingur hægri handar. Þaö er alltaf einhver sem stoppar og tekur mig upp. Fólk er yfirleitt afskaplega alúölegt. Nú er hann farinn aö hugsa til þess að hæta aö vinna aö sinni. Þaö er komin sláturtlö, og tlma- bært fyrir þau að fara aö draga aö sér vistir til vetrarins. Eldiviö þurfa þau llka aö flytja heim, og þaö er erfiöast. Áöur fyrr skrapp hann á hjólinu sinu niöur aö Kolviöarhóli og fékk þar I eldinn. Nú þurfa þau aö skrapa eldi- viönum saman hingaö og þangað. En þau eru hvergi bangin, og innan skamms hefst veturinn hjá þeim, með innisetum og vefnaöi frá morgni til kvölds. Enginn félagsskapur nema kettirnir niu, og tvær geitur I kofa bakviö hús. En þau vilja hafa þetta svona, og þaö þarf enginn aö vorkenna þeim. „Ég ber fyllstu viröingu fyrir heimilinu. Þaö er miö- punktur alls, og þar eiga allir aö fá aö vera I friöi. En þau þurfa ekki aö vera neinir herkastalar. Og I listinni er ekki hægt annað en vera einstaklingshyggjumaöur. 1 flestum öörum verkum vinna menn saman I hópum. Ekki listinni”, segir Óskar Magnússon, bóndi og listamaöur aö Garös- tungu á Hellisheiöi. eftir Þorgrim Gestsson myndir: Friðþjófur Ræktaðu garðinn þinn, leiðbeiningar um trjárækt eftir Hákon Bjarnason fyrrum skóg- ræktarstjóra. Hér segir reyndasti skóg- ræktarmaður landsins í skýru máli frá ræktun og hirðingu trjágróðurs ( görðum og lýsir mörgum tugum trjá- tegunda. Næsta ár verður ár trésins. Nú er rétti tíminn fyrir ræktunarmenn að hyggja að vorinu. Leióbeiningar um plöntusöfnun eftir Ágúst H. Bjarnason menntaskóla- kennara. Leiðarvfsir handa þeim sem vilja kynna sér plönturíkið. Hvernig er best að safna plöntum? Og hvernig á að búa um safnið? Nú er tlmi til að ganga frá plöntum sumarsins. Ómissandi handbók fyrir alla sem vilja fást við slíka tómstundaiðju. Dagvistarheimili, geymsla eða uppeldisstaður eftir sænska barnasálfræðinginn Gunillu Ladberg. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi þýddi. Bókin er byggð á rannsókn á starfsemi dagvistarheimila og samstarfi eða samstarfsleysi for- eldra og starfsfólks. Þessi bók á erindi til allra foreldra sem börn eiga á dag- vistarheimilum. Við erum saman, um ungt fólk og kynlif. Nýstárleg bók, tekin saman af sjö norskum læknanemum og þýdd af Guðsteini Þengilssyni lækni. Hispurs- laus umfjöllun um ýmsar hliðar kynlffs og kynhegðunar, prýdd mörgum mynd- um. Tilvalin jafnt til skólanota og sem almennt lestrarefni og umræðugrund- völlur. Inngangur að námstækni fyrir unglinga og fullorðna. ■ Bók eftir norskan kennara og uppeldis- fræðing, Per Dalin, þýdd af Jörundi Hiimarssyni. Handhægt leiðbeiningar- rit fyrir nemendur eldri og yngri, f skól- um, á námskeiðum, við sjálfsnám og f bréfaskólum. Hjálpartil að læra betur, hraðar og af meira öryggi. Nýjung á fslenskum bókamarkaði. Hugmyndin að félagsvisindum eftir breska heimspekikennarann Peter Winch. Jónas Ólafsson þýddi. Bókin fjallar um stöðu félagsvísinda gagn- vart heimspeki og náttúruvfsindum. Mjög umrætt og umdeilt rit meðal fræðimanna. Fyrsta bókin f nýjum flokki heimspekirita. Þroskahömlun barna, ellefu erindi, samin af jafnmörgum sér- fræðingum. Bókin er gefin út á barna- ári að tilhlutan Landssamtakanna Þroskahjálpar. Margrét Margeirsdóttir annaðist útgáfuna. Nauðsynleg bók fyrir alla sem á einhvern hátt sinna málefnum þroskaheftra eða vilja vita deili á þeim. Um iestrar- og skriftarörðugleika eftir Kristinu Björk Gunnarsdóttur. Kennslufræðileg ritgerð, gefin út I flokki smárita Kennaraháskóla íslands og Iðunnar. Nljög fróðleg athugun og nauðsynleg öllum lestrarkennurum. Að lokum minnum við á Stjórnskipun íslands eftir Ólaf Jóhannesson. Önnur útgáfa endurskoðuö f umsjá Gunnars G. Schram. Sjálfsögð bók á borðum allra sem vinna að stjórnsýslu. Nýiar bækur frá Iðunni

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.