Helgarpósturinn - 09.11.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 09.11.1979, Blaðsíða 14
MH-mynd: Friöþjófur Föstudagur 9. nóvember 1979 HtVCL tíufusoðin smálúðu' flök með Helgarréttinn fengum viö aö þessu sinni hjá Gunnari Gunnarssyni matreiöslumanni i Leikhúskjallaranum. Eins og kemur fram annarsstaöar hér i Borgarpöstinum er matur ekki framreiddur i Leikhús- kjallaranum nema um helgar. Eftirfarandi lostæti er þvi ekki aö fá á hverjum degi. 800 gr. fiök 2 dl hvitvin 2 stk laukur 100 gr smjör 1 dl rjómi 200 gr rækjur 1 biti steinselja 1 stk sitróna 1 stk salathöfuö 1 stk ný paprika Flökin eru roörifin og þerruö, krydduö meö salti og pipar, og siöan er þeim rúllaö upp. Djúp panna er smurö meö smjöri, fiskrúllunum raöaö á hana, vini hellt yfir og lokiö sett á. Soöiö viö vægan hita 1 tfu minútur. A meöan er sósan undirbúin. Sósa: Finsaxiö laukinn og paprfk- una, bræöiö smjöriö. Laukurinn og paprikan eru sett útí. Látiö krauma án þess aö brúnast, jafniö út I meö hveiti. Soöiö af fiskinum er sett útf og soöiö í tfu minútur. Ef sósan er of þykk má bæta lltiisháttar vatni úti. Blandiö rækjunum samanviö og sjóöiö i smá stund. Nú er rjómanum bætt úti og kryddaö til. Fiskinum er raöaö upp á fat, sósan látin yfir, skreytt meö sitrónum, steinselju og salat- blööum. Meö réttinum er gott aö hafa hrátt salat og smjörsteikt- ar kartöflur. Leikhúskjallarinn: ORÐINN VIRKILEGUR „LEIKHÚSKJALLARI’ ’ Leikhúskjaliarinn er jafn gamall Þjóöleikhúsinu. Hann var opnaöur I fyrsta sinn 20. april 1950, en fyrst i staö var einungis kaffiveitingar aö fá þar. En um haustiö kom Þorvaldur Guömundsson veitingamaöur, oft kenndur viö Sfld&fisk, viö sögu þarna eins og viöar i bransanum. Hann rak „Kjallarann” alit til ársins 1973, þegar Þjóöleikhúsiö sjáift tók viö rekstrinum aö nýju. Þetta er þaö timabil í sögu Leikhúskjallarans, sem hvaö flestir þekkja, og frá þvi eiga ýmsir eflaust margs aö minnast. Eins og önnur veitingahús borgarinnar hafa vinsældir staöarins og sam- setning þess hóps, sem hefur sótt hann, gengiö nokkuö f öld- um. En lengst af hefur fariö af honum þaö orö, sem liklega veröur best lýst meö ummælum Heigarpóstsins i „Leiöarvísi helgarinnar”: „Menningar- og broddborgarar ræöa málin og lyfta glösum”. Aöal breytingin, sem varö á rekstri Leikhúskjallarans, þegar leikhúsiö tók viö rekstrinum, var sú,aö fariö var aö hafa þar leiksýningar I miöri viku. Fyrsta verkiö, sem var sýnt þar, var „Ertu nú ánægö kelling?”, í janúar 1974. Og eins og flestum mun sjálfsagt kunnugt er barinn opinn fyrir sýningar, i hléum og eftir sýningar, til kl. 23.30. Um helgar er svo opið eins og á venjulegum veitingastööum, og aö þvi er Þorfinnur Gutt- ormsson þjónn upplýsir er tölu- vert algengt, aö fólk boröi þar fyrir leiksýningar, og einnig aö þangaökomi hópar, til dæmis af smærri vinnustööum til aö boröa, og skemmta sér sföan „af kvöldiö”. Gunnar Gunnarsson matreiöslumaöur hugar aö pottunum I eldhúsi Leikhúskjaliarans. Frá Nausti Opið föstudag til kl. 01, laugardag til 02. Tríó Naust leikur fyrir dansi. Fjölbreyttur matseð- . Borðapantanir í síma 17759. Snyrtilegur klæðnaður kemur fólki í hátíðarskap. Verið velkomin Guttormur Einarsson stjórnar starfsliöi sinu viö aö setja bjórefni á dósir. Frá gervibeitu í öl- og víngerð íslensk iðngrein undirstaða blómstrandi vheimilisiðnaðarM Kyrir rúmum áratug fékkst fyrirtækiö Hafpiast viö tilraunir meö gervibeitu. Skömmu eftir 1970 lét fyrirtækiö til sin taka á öörum vettvangi. Þaö var inn- flutningur á efni tii ölgerðar, sem siöan þróaöist yfir í iönaö i smáum stil — en stuölaöi jafn- framt aö blómstrandi fslenskum heimilisiönaöi. — Viö stunduöum rannsóknir á gervibeitu á árunum 1967-1969, og vorum komnir meö iausnina I hendurnar. En þá brugöust opin- berir aöilar og þeir styrkir sem viö höföum von um. Hinsvegar fékk ég tilmæli um aö afhenda niöurstööurnar Hafrannsóknar- stofnuninni.semég geröi aðsjálf- sögöu ekki. 1 staöinn pakkaöi ég saman og hætti öllu, segir Gutt- ormur Einarsson eigandi Haf- plasts i samtali viö HP. Sföan geröist þaö i árslok 1972, aö erlent fyrirtæki sendi honum fyrir hreina tilviljun sýnishorn af ölgeröarefni. Guttormur gekk milli verslunareigenda I Reykja- vik og bauö vöruna, meö til- heyrandi aövörun, til kaups. Þeir sáu ekkert þvi til fyrirstööu aö selja þetta, og þar meö hófst sala á efnum til öl- og vingeröar fyrir alvöru á Islandi. Aöur höföu siik efni veriö seld örlitiö „I póst- kröfupukri” eins og Guttormur oröar þaö. Hann tók fljótlega aö pakka saman efnum, sem hann fékk úr ýmsum áttum, og selja i nafni Hafplasts. Siöar fór hann aö blanda efninsjálfur viö frumstæð skilyröi og selja iplastpokum, til- búin til notkunar. Um tima haföi Guttormur sérverslun meö efiium og áhöidum til öl- og vingeröar aö Hraunbæ 102 — undir nafninu Hafplast, og olli þaö mörgum viö- skiptavinum hans heilabrotum, þegar þeir reyndu aö koma heim og saman söluvörunni og nafni verlunarinnar. — Ég fór aö hugsa til framtiö- arinnar og byggja upp fyrirtækiö i góöri trú, þar sem ekkert var taliö athugavert viö þetta. Eg pantaöi fyrsta áfanga á vélasam- stæöu til aö blanda efnin í dósir og setti hana upp i ársbyrjun 1977 i húsinuaö Armúla 21. Meö þessari véi framleiöi ég öl sem er sér- hannaö fyrir fslenskar aöstæöur, segir Guttormur. — Þaö liggur fyrst og fremst i þvi, aö viö blöndum steinsöltum i ölgeröarefniö til aö skapa rétta mótstööu gegn sýrumyndun. Þetta er nauösynlegt því islenskt vatn vantar kalkefni. Auk þess seyöum viö efniö i sólarhring og blöndum i þaö efnum sem flýtir fyrir þroska ölsins. Til viöbótar þess framleiöum viö vingeröar- efiii úr frönskum vinþrúgusafa, en eftir eigin uppskriftum. En uppbygging fyrirtadcisins gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Ariö 1974 varö sprenging á Alþingi, þegar einn þingmann- anna kraföist þess, aö innfutning- ur þessara efna yröi bannaöur. Þvi lyktaöi meö lögreglurann- sókn, sem leiddi f ljós , aö hér er ekki um ólöglegan innflutning né sölu aöræöa. Þaö er fyrst hægt aö tala um lögbrot, þegar viöskipta- vinurinn setur meiri sykur út i lögunina en gefiö er upp i leiöar- vfcinum. Aörar hættur steöja aö þessum „islenska heimilisiönaöi”, meöal annars kröfur um bann á inn- flutningi á geri. Sá innflutningur var hinsvegar gefinn frjáls á sin- um tima vegna þrýstings frá Kvenfélagasambandi tslands, til aö gera fólki kleift aö baka al- mennilegt brauö I heimahúsum. En á meöan ekkert gerist sem hindrar verslun meö þessa hluti rekur Guttormur smásöluverslun undir nafninu Aman. Nafngift sem er heldur auöveldara aö setja isamband viö söluvöruna en nafniö Hafplast, sem stendur þó áfram sem nafn á liklega einu „öl- og vingeröarverksmiöju” á landinu, sem stendur nokkurn- veginn undir nafni. — ÞG VILMUNDUR VILL BJARGA TORFUNNI NU viröist vera aö rofa til í Torfumálinu svonefnda. Vil- mundur Gylfason menntamála- ráöherra hefur haft samband viö forystumenn Torfusamtak- anna og óskaö eftir samstarfi viö aö ákveöa framtiö húsanna á Bernhöftstorfunni. Eins og kunnugt er standa þau auö og ónotuö, og iiggja undir skemmdum. — Þetta mái er komiö i gang af fullum krafti, ogmér er engin launung i þvl, aö ég er hlynntur málefnum Torfusamtaka og óska eftir aö fundin veröi lausn sem viö veröur unaö, segir Vil- mundur Gylfason viö HP. En máliö er erfitt viöureign- ar. Húsin á Bernhöftstorfúnni heyra undir hvorki meira né minna en þrjú ráöuneyti: Fja’r- málaráöuneytiö, forsætisráöu- neytiö og menntamálaráöu- neytiö. Milli þessara ráöuneyta hefur löngum veriö óeining i þessu máli, sem kunnugt er, og i tiö siöustu rikisstjórnar mót- mælti fjármálaráöherra þeirri ákvöröun Ragnars Arnalds Tekst Vilmundi aö bjarga Torf- unni fyrir næstu stjórnarskipti? menntamálaráöherra aö friöa Torfuna. Og flestum mun kunn-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.