Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 25
25 —he/garpásturinn. Föstudag ur 30. nóvember 1979 ST/KLAÐ / JÓLABÓKAFLÓÐINU Komið að nýliðunum Ég hef þá minnzt þeirra þingmanna Framsóknarflokksins, sem einhvern þingmannsferil áttu að baki, þegar Al- þingi kom saman sumariö 1931. Það voru þeir, sem mótaö höfðu stefnu og störf flokksins að undanförnu. En svo voru það viö nýliðarnir fimm að tölu. Skal nú farið nokkrum orðum um þá. Vil ég þá fyrst nefna Björn kaupfélags- stjóra Kristjánsson á Kópaskeri, þing- mann Norður-Þingeyinga. Björn var þá rúmlega fimmtugur að aldri, hár maöur vexti, fremur feitlaginn, ljós yfirlitum. Andlitsdrættir báru mjög ættarmót Vik- ingavatnsættarinnar. Ráðamikil héraðshöfðingi Fyrirmennskusvipur var á Birni. Leyndi það sér ekki, aö þar fór maður, sem hafði mikil mannaforráö i héraði, enda var það svo, að Björn hafði þá um langt skeiö verið héraðshöfðingi. Miklar umbætur höfðu hin siðustu ár verið gerðar á félagssvæði Kaupfélags N.-Þingeyinga. Var Björn kaupfélagsstjóri frumkvööull þeirra. Hann mun hafa veriö nokkuð ráö- rikur, en fór alltaf vel með vald sitt. Björn var mjög geðrikur maður og alltaf eitt- hvað órólegt við hreyfingar hans og fram- komu. Ekki var Björn mikill ræðumaður, en talaði alltaf af hita og sannfæringar- krafti. Björn var einhver mesti heiðurs- maður sem ég hef kynnzt. Strangheiðar- legur til orös og æðis, var hann þvi meir virtur, sem menn kynntust honum nánar. Asnaspark Jónasar Benedikt Sveinsson hafði um langt skeið veriö þingmaöur N.-Þingeyinga og hin siðustu árin talizt til Framsóknarflokks- ins, þótt ekki væri hann stranglega flokks- bundinn. Jónas Jónsson heimtaði, að Benedikt yrði látinn vikja, og fékk Björn til þess að bjóða sig fram á móti frænda sinum, Benedikt bauð sig þvi einnig fram sem Framsóknarmaður en féll með til- tölulega litlum atkvæðamun. Þetta frum- hlaup Jónasar varð til þess að spyrna öllu fólki Benedikts frá Framsóknarflokkn- um, en áður voru synir hans mjög nærri okkar flokki. Ég tel að Jónas hafi þarna gert eitt sitt mesta asnaspark, þvi að sennilega hefði verið hægt að tryggja þá Benediktssyni, ef ekki hefði á þennan hátt verið sparkað i föður þeirra.Ég tel þvi að hér hafi verið framin stjórnmálaleg af- glöp, þótt það skuli viðurkennt, að Björn Kristjánsson var i alla staöi hinn prýði- legasti þingmaður, til sóma fyrir stétt sina og hérað. útvarpsstjórinn kom, sá og sigraöi Sá, er mér verður næst að nefna af hin- um nýju þingmönnum, er Jónas Þor- bergsson, þingmaður Dalamanna. Viö Jónas erum báðir Þingeyingar, annar al- inn upp i Mývatnssveit en hinn i Reykja- dal, og þekktumst þvi nokkuð. Jónas er nokkrum árum eldri en ég, var þá 46 ára. Jónas er fremur hár maður vexti, grann- vaxinn og svarar sér vel, holdskarpur alla ævi. Skollitaður á hár. Andlitsdrættir ó- reglulegir og lýsir sér nokkur skortur á festu. Jónas er fluggreindur, ágætlega rit- fær, en minni ræðumaöur, sem að nokkru stafar af þvi, að röddin er veik og hás og fellur því ekki vel að efni til máls. Jónas hafði i mörgu brotizt um dagana. Ólst upp i sárri fátækt og á hálfgeröum flækingi. Með dugnaði aflaði hann sér nokkurrar menntunar, fór siðan til Ameriku og var þar nokkur ár. Jónas kom heim um það bil, sem verið var að undirbúa stofnun Framsóknarflokksins. Hann gerðist rit- stjóri Dags 1917 og var það I 10 ár. Hann var án efa langritfærasti maöur, sem þá fékkst við blaðamennsku, og festi Dag svo i sessi, að hann býr aö þvi enn. Þegar Framsóknarflokksstjórnin var mynduð 1927 og Tryggvi Þórhallsson varð að láta af ritstjórn Timans, var Jónas ráöinn rit- stjóri að blaöinu. Það var nafni hans Jónsson, sem þvi réð. Þau ár var mjögdátt með þeim nöfn- um, stóðu þeir saman að hverju máli, og svo var það enn 1931 i þeim átökum, sem þá áttu sér stað. Arið 1930 var svo Jónas Þorbergsson skipaður útvarpsstjóri, þeg- ar Rikisútvarpið hóf starf. Þeirri ráðstöf- un var tekið afar illa af Sjálfstæðisflokkn- um, var Jónas affluttur og rógborinn sem mest mátti verða, en það spillti ekki fyrir honum hjá almenningi. Frami Jónasar Þorbergssonar hafði þvi verið skjótur, þar sem hann var kominn i eitt æösta em- bætti landsins. Þar við bættist svo, að i kosningunum 1931 vann hann Dalasýslu af Sjálfstæðisflokknum meö allverulegum atkvæðamun, en Sigurður Eggerz var þar i kjöri á móti. Jónas Þorbergsson, kom þvi þarna inn á þing með mjög sterka að- stöðu vegna þess, sem á undan var; gengið. Ég var góður kunningi Jónasar og hef á- vallt veriö, gladdist yfir frama hans og hugði gott til samstarfs viö hann. En ekki gat mér dulizt það, að á ýmsu gat oltið um gengi Jónasar. Hann skorti tilfinnanlega hæfileika til þess að greina á milli mála. Þess vegna gátu honum orðið á hinar ó- trúlegustu skyssur i opinberu lifi. Staupastór máivíkingur Bergur Jónsson sýslumaöur i Patreks- firði var kosinn þingmaður Barðstrend- inga árið 1931. Hákon bóndi Kristófersson i Haga haföi um langt skeið verið þing- maður þeirra, en nú fell hann með mestu ósköpum, svo að Bergur hafði tvöfalt atkvæðamagn á við Hákon. Bergur var ungur að aldri, aðeins 32 ára, hár maöur vexti, þrekinn og herðabreiöur, dökkur yfirlitum, friður, en þó mikill i andliti. Hinn glæsilegasti maður hvar sem á hann var litið. Bergur var prýðilega gefinn, ræðumaður góöur, rökfastur og talaði skipulega. En nokkuð bar á þvi þá þegar, að Bergur fengi sér heldur mikið i staup- inu, en það átti þó eftir, þvi miður að koma betur i ljós siðar. Vígöur og vopnf imur þingmaöur 1 Rangárvallasýslu var afarhörð kosn- ingabarátta 1931. Sjálfstæðismenn höfðu haft kjördæmið. Nú voru i kjöri af þeirra hálfu Jón ölafsson bankastióri, og Pétur Magnússon, en frá Framsóknarflokknum séra Sveinbjörn Högnason á Breiðaból- stað og Páll Zóphóniasson ráöunautur. Jón hélt fyrra sætinu, en séra Sveinbjörn kom i þingiö sem annar þingmaður Rangæinga. Séra Sveinbjörn Högnason var glæsilegur maður, hann var þá 33 ára, meðalmaður vexti, sva'raði sér vel, snöggur i hreyfingum, friður sýnum. skarpleitur og gcannholda. Skapmikill var séra Sveinbjörn, málafylgjumaður mikill, öruggur og harðskeyttur i sókn og vörn. Séra Sveinbjörn hafði mikla unun af þvi að ráðast á andstæðinga sina I orða- sennu og fylgdi þá ávallt fast eftir. Séra Sveinbjörn var skarpgáfaður og prýðilega menntaður. Voru þvi bundnar miklar vonir viö hann sem stjórnmálamann. Þrír góðir glasavinir Ég tel það ekki ofmælt, að Framsóknar- flokknum hafi bætzt góður liðsauki, þar sem voru hinir fimm nýju þingmenn á sumarþinginu 1931. Viö héldum allfast saman, vorum allir mjög á móti öllu makki við Sjálfstæðisflokkinn og Jónasi mjög fylgispakir, þótt ekki liöi á löngu áö- ur en ágreinings fór að verða vart einnig milli okkar og Jónasar. Sérstaklega vor- um við Bergur og Sveinbjörn oft saman og fengum okkur þá stundum i staupinu, þótti þeim það báöum gott — og helzt til um of. Ég þoldi vin mjög vel og drakk oft- ast þannig, að ég hafði fullt vald yfir mér. Máttarstólpar andstæöinganna Ég mun nú ekki gera annarra flokka þingmönnum sömu skil og þeim flokks- bræðrum minum. Þó vil ég nefna helztu þingmenn hinna flokkanna á þinginu 1931. Formaður Sjálfstæðisflokksins var Jón Þorláksson, harðgreindur maður og mún hafa viljað reka heiðarlega pólitik á sina visu. Hann stofnaði fhaldsflokkinn um 1924 og mun hafa ráðið nafninu. Arið 1929 skipti flokkurinn um nafn og nefndi sig þá Sjálfstæðisflokk. Jón mun hafa verið á móti þessari nafnbreytingu, þótt hann yrði i minni hluta. Ólafur Thors var þá að ná völdum i flokknum, og munu hafa ver- ið allmikil átök milli þeirra, þótt ekki væri fyrir opnum tjöldum. ólafur Thors er einhver sérkennilegasti stjórnmála- maður, sem upp hefur skotið meö þjóð- inni. Hann virðist vera ábyrgðarlaus glanni og hinn mesti gapuxi, en er þó klókur að vissu leyti og hefur sérstakt lag á að umgangast fólk persónulega. Þriðji aðalforingi Sjálfstæðismanna, Magnús Guðmundsson, samþingismaður minn, virtist að engu leyti nema meðal- maður, en var i raun starfsmaður mikill, svo að þeir, sem kynntust honum, hlutu að meta það mikils. Magnús var mikill samningamaður, og vildi ávallt vera til- lögugóður, en lenti alloft I alls konar makki, sem leiddi hann i hálfgeröar ó- göngur. Magnús Jónsson prófessor, sem oftast var nefndur dósent eöa „dósi”, hafði sig þá mikið í frammi. Talaöi geysi- mikið, en mál hans virtist oftast vera al- vörulaust eða alvörulitið glamur — rétt- nefnt kjaftæði. Magnús var fjölmenntaður maður og skemmtilegur i persónulegri viðkynningu. I deilum á Alþingi var hann hverjum manni illoröari I garð Fram- sóknarmanna. Þá komu þeir til þings nú Einar Arnórsson og Jakob Möller, rúm- lega fimmtugir að aldri, báðir höfðu veriö þingmenn áður, en hvorugur þó siðustu árin. Hæfileikamenn hvor á sina visu, en þó ólikir um margt. Bændadeild Sjálfstæöisflokksins var ekki stór þá. Pétur Ottesen þingmaður Borgfirðinga, var eini bóndinn i þeirra flokki, dugnaöarmaður, ihaldssamur um flest og þá orðinn þingvanur, þvi að hann haföi setið lengi á þingi. Þröngsýni og i- haldssemi Péturs hefur minnkað með aldrinum — öfugt viö það, sem flestum fer. — Sjálfstæðisflokksmenn höföu þá 14 þingmenn. Viöskotaillir Alþýðuf lokksmenn Alþýöuflokkurinn var ekki fjölmennur, fjórir þingmenn. Jón Baldvinsson var for- maður flokksins. Lágvaxinn, feitur, blið- ur og brosandi, greindur maður og klókur fyrir sinn flokk, ef um einhverja samn- inga þurfti að fjalla. Héðinn Valdimars- son þingmaður Reykvikinga, greindur og menntaöur vel, en óþjáll og staurslegur. Talið var að Héðinn vildi vikja Jóni Bald- vinssyni til hliðar og taka stjórn flokksins i sinar hendur. Haraldur Guðmundsson, frændi minn, var þá þingmaður Seyðfirð- inga, Harðgreindur maður og ávallt til- lögugóður, en oft með óþarflega miklar vangaveltur. Loks var svo Vilmundur Jónsson, landlæknir, sem þá náði kosn- ingu á Isafirði, greindur maður, en sérvit- ur um margt. — Um þessar mundir var illt milli Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins — og ekki um neina samvinnu að ræöa vegna þeirra atburða sem leitt höfðu til þingrofsins. úlfakreppan á þingf lokksfundum Frá þessu sumarþingi eru mér flokks- fundirnir sérstaklega minnisstæðir. Við, þessir 23 þingmenn Framsóknarflokks- ins, héldum okkar fundi uppi i Hlaðbúð i Alþingishúsinu. Tryggvi var formaður flokksins og stjórnaöi fundum. Þeir voru oft haldnir þrisvar til fjórum sinnum i viku, oftast á kvöldin eftir mat og stóðu oft i 3-4 klst. Það eru einhverjir leiöinleg- ustu fundir, sem ég hefi kynnzt. Verkefn- in, sem leysa þurfti, voru aöallega þessi: Tryggvi og Sigurður Kristinsson voru i stjórn, en yfirlýst, að það væri aöeins til bráðabirgöa. Andstöðuflokkar okkar höfðu samtök um að hindra setningu fjár- laga, til þess að knýja okkur til undanláts i kjördæmamálinu. Allt var þetta saman tvinnað og mikið vandamál. Tryggvi sagöi næraldrei neitt Þaö alvarlegasta var þó, aö flokkurinn var raunverulega klofinn. Fund eftir fund var rifizt fram og aftur. Tryggvi sagði hér um bil aldrei neitt, sat og þumbaðist. Jón- as hélt þrumandi skammaræður, Jón i Stóradal og Asgeir töluðu mest á móti. Jónas vildi þá ekki slá af i neinu, en gat þó ekki bent á nein ráð til að leysa þá hnúta, sem héldu öllu föstu. Jónas þóttist þá viss um, að andstæðingar sinir innan flokks hefðu af lævisi unnið að þvi, að hann færi úr stjórninni, meöan þingrofsuppþotið stóð yfir, og ætluðu sér svo að hindra það að hann kæmist aftur i rikisstjórnina. Þetta eitraði hug Jónasar æ meir. Okk- ur, hinum nýju þingmönnum leizt ekki á blikuna. Steingríms saga eftir Steingrim Steinþórsson Lá 25 ár í skúffum Búnadarfélagsins — Upphafið aö þessari útgáfu var eiginlega það, að Steingrlm- ur afhenti Búnaðarfélagi islands minningablöð sln á sjötugsafmæli sinu og ætlaöist til að það gæfi þau út. Þaö varð hinsvegar ekkert af þvl, og blöð- in láguhjá Búnaðarfélaginu I 15 ár. Þá afhenti Halldór Pálsson, eftirmaður Steingrims hjá Bún- aöarfélaginu fjölskyldu hans blöðin. Fjölskyldan samdi slöan viö örlyg Hálfdánarson um, aö hann tæki aö sér útgáfuna. Þannig segist Andrési Kristjánssyni frá tildrögum þess, að ráðist var I útgáfu ævi- minninga Steingrims Steinþórs- sonar, fyrrum forsætisráðherra og búnaöarmálastjóra, Stein- grímssögu. — örlygur baö mig að fara yfir handritið, sem var ekki full- komlega frá gengið frá hendi Steingrims, og það varð að ráöi eftir athugun mina, aö örlygur stæði að þessari útgáfu lika. Viö fórum siðan yfir handritið og samræmdum rithátt og felldum niður einstaka orð og setningar, en breyttum efnislega engu, segir Andrés. — Meðal þesssem við felldum niður eru lýsingar á ýmsu þvi, sem ekki skilst á sama hátt nú og þegar það var skrifað. Gerir kröfu til þess aö lesandinn sé vel heima I dægurmálum þess tima. Það sem út kemur á bók nú er aðeins helmingurinn af handriti Steingrims. Þeir Andrés og örlygur hafa þegar farið i gegn- Andrés Kristjánsson um öll minnisblööin, og i ráöi er aö gefa seinni helminginn út á næsta ári. Kafli sá sem birtist hér fjallar um sumarþingið áriö 1931, og er að mestu leyti lýsingar á alþing- ismönnum, mest flokksbræör- um Steingrims. -ÞG <x> Rafvélar og stýringar Ármúla 38 — Reykjavik — simi 38850. Tökum að okkur uppsetningu, viðhald og hönnum hverskonar stýrisása fyrir raf- vélar og vélasamstæður. Einnig setjum við upp dyrasima og önn- umst viðhald á þeim. Góð þjónusta. Vanir menn. Simi 38850.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.