Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 03.10.1980, Blaðsíða 11
-—he/garpOSturinrL. Föstudagur 3. október 1980. 11 ______________________________KVIKMYNDUN Myndasmiðir framtíðarinnar í Álftamýrarskóla er kvikmyndagerð meðal vinsælli áhugamála „Þetta eru afskaplega erfiðir nemendur. Það þarf að draga þá út úr skólanum á kvöldin,” sagði Marteinn Sigurgeirsson, bóka- vörður og kennari i kvikmyndun og ljósmyndun við Alftamýrar- skóla. Þessar greinar eru nú kenndar sem valgrein við skólann og hafa 15 nemendur valið þær i vetur. Auk þess er kvikmyndun stunduð i skólanum sem tómstundastarf á vegum Æskulýðsráðs og þar hefur verið starfandi kvikmynda- klúbbur siðustu 5 árin. Blaðamaður Helgarpóstsins heimsótti kvikmyndaklúbbinn á dögunum og hitti þá fyrir fjóra á- hugasama kvikmyndagerðar- menn, þau Pálma Sigurhjartar- son, Sigurð Sigurðsson, Sesselju Traustadóttur og Guðmar Þor- leifsson. Það voru m.a. þau, sem Marteinn hafði ofangreind orð um. Þau voru sammála um að við kvikmyndun væri allt skemmti- legt, allt frá handriti upp i hljóð- setningu. Ég fékk að sjá sýnis- horn af kvikmyndunum sem þau gerðu i fyrra. Það var leikin mynd, að öllu leyti unnin af nem- endunum. Meira aðsegja tónlist- ina sömdu þau sjálf og fluttu. Kvikmyndaklúbburinn aflar fjár til að standa undir kostnaði við filmur og tæki og er það gert með þvi að sýna kvikmyndir fyrir nemendur skólans. Þá eru fengnar myndir frá kvikmynda- leigum og Fjalakettinum. Mest hefur verið um teiknimyndir, enda eru yngstu krakkarnir fús- ust til að ganga i klúbbinn. 1 vetur á þó að reyna að laða eldri nemendurna að, með að fá ein- hverjar „krassandi” myndir. A sumum kvikmyndasýningun- um er hafður formáli, þar sem leikarar og ákveðnar gerðir mynda eru kynnt. Ætlunin er að koma upp eigin filmusafni i skól- anum og hafa þegar verið keypt- ar nokkrar filmur, þar á meðal afmælisútgáfan á Mikka mús i til- efni 50 ára afmælis hans. Kvikmyndagerð krakkanna i Alftamýrarskóla hefur verið með ýmsu móti. M.a. var i fyrra gerð mynd um 7 ára krakkana og komu þar mörg skemmtileg til- svör. Þá var gerð ljóðræn mynd um haustið, myndin Dimmur hlátur, þar sem efnið var sótt i Stein Steinarr, mynd um myndun og mótun Islands og mynd um flug. Myndun og mótun Islands fékk viðurkenningu á kvikmyndahátið SAK (Samtaka áhugamanna um kvikmyndagerð) i fyrra og Dimmur hlátur fékk bronsmerki á Norðurlandahátið i Sviþjóð. „Erfiðu nemendurnir” að störfum mar. Höfundur hennar heitir Benedikt Stefánsson. A hverju ári hefur kvikmynda- klúbburinn tekið upp skaup fyrir árshátiðina, þar sem gert er grin að kennurum og nemendum. Vinna við næsta skaup er að fara i gang núna og margar hugmyndir um kvikmyndir eru i mótun. Margt annað er i bigerð hjá kvikmyndaklúbbnum, sem hefur hlotið nafnið „Alftafilm”. Þar á meðal er fyrirhuguð stofnun Siguröur, Pálmi, Sesselja og Guð- „öldungadeildar”, sem yrði opin fyrrverandi nemendum skólans, en i fyrra útskrifaðist öflugur hópur kvikmyndagerðarmanna. Sumir þeirra fóru á námskeið fyrir leiðbeinendur hjá Æskulýðs- ráðiog hafa lýst sig reiðubúna til að segja fyrrum skólasystkinum sinum til. Það eru semsagt engar likur á að kvikmyndaáhugafólki Alfta- mýrarskóla leiðist i vetur og sennilega þarf áfram að henda þeim út úr skólanum á kvöldin. BÓKBAND Guðjón á talsvert magn bóka og þær bera það sfður en svo með sér að áhugamaður hafi séð um bókbandið. Bindur bækur sínar inn sjálfur Rætt við Guðjón Eiríksson, sem bjó sig í tíma undir eftirlaunaaldurinn „Ég hef sjálfur bundið inn næstum allar mfnar bækur” sagði Guðjón Eiríksson, einn þeirra sem lært hafa bókband sér til gagns og ánægju. Guðjón fór á námskeið I Handiðaskólanum fyrir 26 árum til að læra bókband. „Mér datt I hug að hafa eitthvað að gera, þeg- ar ég færiað eldast,” sagði hann. 1 dag telur hann sig hafa bundið inn allt að þúsund bækur Allar þær bækur, sem Guðjón hefur safnað að sér eru eftir íslenska höfunda og flestar voru þær keyptar óinnbundnar. Þó kveðst hann hafa gert nokkuð af þvi að taka bækur úr vélbandi og binda þær inn aftur. „Það er orðið erfitt að fá óinn- bundnar bækur,” sagði hann. .Þetta er allt orðið vélbundið. En vélbandið er lélegt. Ef maður missir bók i gólfið, þá er hún ónýt. Handbundnar bækur endast mun betur”. Auk þess að binda inn bækurnar sinar, hefur Guðjón gert nokkuð af þvi að safna tímaritum og binda þaú inn. Þar á meðal eru Náttúrufræðingurinn, Lesbók Timans, Heima er best og Úrval. Fyrst i stað batt Guðjón aðeins inn eigin bækur, en svo fóru kunn- ingjarnir að leita til hans og þá spurðist handbragð hans fljótt út. Hann hefur jafnvel fengið senda bókakassa frá Vesturheimi frá íslenskri konu, sem bað hann að binda inn fyrir sig. Guðjón sagði að þau tæki sem til þyrfti, væru ekki mjög dýr, enda væru þau öll handverkfæri. Sumar bókapressurnar sinar hefur hann meira að segja smiðað sjálfur og telur ekki mikið merki- legt. Bókband Guðjóns er sérstak- lega fallegt og verður ekki séð að þar hafi áhugamaður verið að verki. Það eina, sem hann hefur ekki gert mikið af sjálfur, er stafagyllingin. „Ég hef svolítið þreifað mig áfram með að gylla sjálfur, en hef ekkert getað lært í þvi. Gylling er aðeins kennd i Iðnskólanum og þá verður að taka alla iðngreinina. Ég vildi helst geta gert þetta sjálfur, þvi það kostar jafn mikið að gylla og að binda inn.” Það er svolitið sérstakt að menn búi sig undir eftirlaunaald- urinn á sama hátt og Guðjón og enn er hann alls óhræddur við að nema nýjar kunstir. Eftir að hann missti konu slna fyrir fjórum ár- um brá hann sér í húsmæðraskóla í tvo mánuði til að læra elda- mennsku og getur nú bæöi mat- reitt og bakað. „Mér leiðist aldrei,” sagði hann. „Bókbandið er þannig starf, að það má alltaf gripa i það og svo er þá hægt að lita i bækurn- ar.” —SJ Pétur Guðjónsson áferðalagií NEWYORK í New York gefur að líta alla heimsbyggðina í hnotskurn. Þar eru öll þjóöerni, öll trúarbrögð, öll form húsagerðarlistar, öll þjóðerni matargerðar, allt vöruúrval heimsins, mestur fjöldi skýjakljúfa, er gefur borginni þann stórkostleik, er fyrirfinnst aðeins í New York. Heimsókn á topp Empire State-byggingarinnar, R.C.A.-byggingarinnar eða World Trade Center, 110 hæöir, opinberar hvað bezt þennan einstæða stórkostleik. World Trade Center, með heilu verzlunarhverfi neðanjarö- ar, er syðst á Manhattan-eyjunni, langri og mjórri, liggjandi frá norðri til suöurs, en hjarta New York-borgar er á henni. Hiö fræga Wall Street, sem er líka samnafn fyrir stærsta fjármagns- markaö heimsins, er hér. Hér rísa risabankarnir í eigin skýjakljúfum, og hér er stærsta kauphöll heimsins, New York Stock Exchange. Þar gefur að líta, hvernig jafnvel smæsti fjármagnseigandi getur orðið eigandi og þátttakandi í stórfyrirtækjum Bandaríkjanna. Federal Hall er í Wall Street með minjagripum frá embættistöku George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Trinity Church, ein elzta kirkja í New York, er við enda Wall Street. China Town er nokkuð til austurs, kínverskt hverfi í miöri New York með austurlandamat og austurlenzkt vöruúrval. Nokkuð til norðurs er Wash- ington Square, aðaltorg í Greenwich Village, sem er listamannahverfi New York. Þúsundir skapandi listamanna eiga hér heimkynni, og hér eru haldnar stórar og litríkar útisýningar. Stórkostleg listasöfn eru í New York. Frægast er Metropolitan Museum of Art á 5. breiðgötu í Central Park. Önnur listasöfn, Frick Collection, Guggenheim, og Museum of Modern Art eru með stöðugar farandsýningar. Madison-breiðgatan ofan viö 60. götu býöur upp á fjölda lítilla sölusýninga (galleries). Central Park, Miðgaröur, er stór trjágarður á miöri Manhattan- eyju. Hann gefur aö deginum í góðu veðri tækifæri til skógargöngu í miöri stórborginni. í honum er dýragarður. Rétt frá suð-vesturhorni Miðgarös er Lincoln Center með Metropolltan-óperunni, leikhúsi og tónlistarhöll. Þar eru fluttar óperur og haldnir hljómleikar og þar fara fram sýningar á leikritum og listdansi samtímis. Nú skal haldiö á 5. breiögötu miöja og skoöuö St. Patricks-dómkirkjan, gotneskt listaverk í hæsta gæðaflokki. Við hlið hennar er hið fræga vöruhús Sack’s 5th Avenue. En andspænis henni er Rockefeller Center, samsafn stórbygginga byggðra um 1930, neðanjarðar verzlunarhverfi og skrifstof- ur Flugleiða. Þetta eru áhugaverðir stoppistaðir á leiö okkar til aöalbyggingar Sameinuöu þjóðanna, eins af fyrstu stórverkum hús- agerðarlistar úr málmi og gleri. Kynnisferðir eru farnar um að- setriö og upplýsingar gefnar um starfsemi SÞ. Ekkert jafnast á viö ameríska steik, það vita þeir, sem kynnzt hafa. Pen and Pencil og The Palm eru frægir steikarstaðir. í hádeg- ismat er skemmtilegt að fara á Sexurnar, 666, 5. breiðgötu, Rainbow Room í RCA-byggingunni og Windows of the World í World Trade Center (laugard. sunnud. og á kvöldin), allir staöirnir á efstu hæð skýjakljúfa með ógleymanlegu útsýni yfir borgina. Einnig í Tavern on the Green, (Crystal room) í Central Park. Snöggur lúxushamborgari á J.P. Clark á 3. breiðgötu. Á sunnudögum iöar ailt af lífi í verzlunargötunni Grant Street í gyðingahverfinu á Lower Eastside. Þar má gera reyfarakaup. Vöruhús eru Macy, Gimbles, og Alexanders. Hærri gæöaflokkar eru í Bloomingdales, B. Altman, Sacks 5th Avenue. Til hvíldar frá stórborginni eru bátsferðir til Liberty Island þar sem Frelsisstyttan er eöa hringferð með bát um Manhattan-eyjuna. Einnig ganga fljótaskip upp Hudson-fljótið. Við þaö stendur West Point Military Academy, sem er frægasti herfræðiháskóli Bandaríkjanna. Fraeg nöfn nemenda: Mac Arthur, Patton, Eisenhower. í minja- safninu er veldissproti Görings. Á austurbakka árinnar í Hyde Park eru heimili Roosevelts og Vanderbilts, sem eru áhugaverð söfn í dag. Ef fara á aðeins stutta ferð í frið og kyrrð þarf ekki út fyrir Manhattan-eyju að fara, því í Fort Tryon Park er The Cloisters, einstætt safn franskrar og spánskrar miðaldalistar. Þarna er safni uppruna- legra herbergja meö upprunalegum listaverkum komiö fyrir í byggingum sem minna á miðalda- klaustur. í sambandi við New York-ferð væri tilvalin 3ja daga ferö til Washington, einnar fegurstu og sérstæöustu borgar heimsins. Ef þú hyggur á ferð til NEWYORK geturðu klippt þessa auglýsingu út og haft hana með,það gæti komið sér vei. FLUGLEIDIR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.