Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 06.03.1981, Blaðsíða 20
'20 Væntanlegar hljómplötur: Diabolus, Grettir, Bubbi, Viöar o. fl. tslensk hljómplötuútgáfa fer senn aö lifna viö eftir dvalann, sem hún hefur verið i siöan fyrir jól, og munu nokkrar plötur vera væntanlegar á næstu vikum eöa mánuðum. Fyrsta skal til nefna plötu Diabolus in Musica, Lifið i litum, sem veröur fáanleg i verslunuin innan skamms. Svavar Gests sagði i samtali við Helgarpóstinn, að næsta plata frá SG-hljómplötum yrði með lög- um úr söngleiknum Gretti, sem nú er sýndur i Austurbæjarbiói. Verða lögin flutt af leikurum og tónlistarmönnum, sem taka þátt i sýningunni. Sagði Svavar, að platan væri i skurði, en siðan yrði hún pressuð hér heima og ef allar áætlanir stæðust, ætti platan að geta komið út i kringum 10. mars. Næstu plötur frá SG verða siöan tvær safnplötur. Onnur verður með lögum, sem Ellý Vilhjálms hefur sungið inn á tveggja laga plötur og mun hún heita Heyr mina bæn. Hin safnplatan er með barnalögum, sem ómar Ragnarsson hefur sungið og ekki hafa verið fáanleg lengi. Verða þar lög eins og Ligga ligga lá og Ég er að baka. Þá sagði Svavar að Upplyfting væri farin að viða að sér efni i plötu, sem kæmi út á árinu. A miðjusumri mun svo enn ein safnplatan koma út. Það verður tvöföld plata með þeim vinsæla söngvara Alfreð Clausen. Svavar sagði, að hann hefði allt frá byrjun gefið út 19—14 plötur á ári, og yrðu þær varla færri en 14 á þessu ári. Bubbi Morthens og Utangarðs- menn senda frá sér plötu i næsta mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Steinari Berg i Steinum h.f. Verður það stór 45 snúninga plata með 4—5 lögum. Tvær aðrar 45 snúninga plötur eru einnig væntanlega i mars og eru þær frá Start og sjálfum Ladda. Steinar Berg sagði, að fleiri plötur kæmu á markað siðar á árinu. Hann sagði að áfram yrði haldið að leggja peninga og vinnu i listamenn, sem voru hjá honum á siðasta ári með það i huga að koma þeim á erlendan markað. Þará hann við Þig og mig, Bubba og Utangarðsmenn og Mezzo- forte, en þau munu öll senda frá sér stóra plötu siðar á árinu. Steinar sagði aðspurður, að það færi eftir ýmsu hversu margar plötur hann gæfi út á árinu, en hann væri með skuldbindingar upp á 6—7 stórar. Jón Ólafsson hjá Hljómplötu- útgáfunni sagði, að fljótlega eftir mánaðamótin kæmi út plata með Viðari Alfreðssyni hornaleikara, sem djassunnendum og sinfóniu- unnendum er að góðu kunnur, enda talinn spilari á heimsmæli- kvarða. Plata Viðars heitir einfaldlega Viðar Alfreðsson spilar og spilar. islensk hljómplötuútgáfa að lifna við eftir dágott jólafri. Eftir einn mánuð er væntanlegt á markaðinn tvöfalt albúm frá Fálkanum, þar sem þær Guðrún A. Simonar og Þuriður Pálsdóttir syngja saman. Er þarna um að ræða gamlar upptökur. Með þeim stöllum syngja þeir Guðmundur Jónsson og Magnús Jónsson. Þá er einnig væntanleg eftir nokkrar vikur plata með lögum Gylfa Þ. Gislasonar við ljóð Tómasar G u ð m u n d s s on a r . Meðal þeirra.sem syngja á þeirri plötu eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigurður Björnsson og Guðmund- ur Jónsson. Að sögn Björns Valdimars- sonar hjá Fálkanum, hafa þeir gefið út 7—10 plötur að jafnaði á ári hverju, og verður það sjálf- sagt svipað i ár. Rúnar Júliusson hjá Geimsteini sagði, að á næstunni yrði farið að vinna að annarri plötu með áhöfninni á Halastjörnunni, og annarri plötu með Upplyftingu, en ekki væri vitað enn hvenær þær kæmu út. Þá sagði Rúnar, að siðar á árinu væri að væntá fleiri platna, en hann gæfi venjulega út 3—4 plötur á hverju ári. — GB. Nie/s-Henning sem tónská/d Oft hefur verið erfiðleikum háð að ná i ýmsar evrópskar djassplötur hér á Islandi, (utanlenskar að sjálfsögðu) svo ekki sé minnst á þær norrænu. Nú hyggst Jazzvakning ráða bót á þvi og hefur undanfarið boðið uppá plötur frá dönsku fyrir- tækjunum Steeple Chase og með eigin hljómsveitum og svo einleiksplata sem ekki var seld á almennum markaði. Það er óþarfi að hafa mörg orð um bassaleikarann Niels- Henning. Hann er i hópi hinna fremstu er sagan greinir frá og hefur allt það til brunns að bera sem prýðir góðan djassleikara: 1 ‘-iirSk Jazz eftir Vernharð Linnet Jazzcraft, Hafnar Jazz félaginu færeyska og þvi þýska Enja. Ýmsir helstu meistarar djass- ins óameriskir, eru gefnir út af þessum fyrirtækjum ss. sá suðurafriski Dollar Brand, Katalóniumaðurinn Tete Montilu og Daninn Niels-Henn- ing örsted Pedersen. Si'ðasta Utgáfa Steeple Chase á Niels-Henning er Dancing on the table (SCS1125), en hún kom út á siðasta ári. Þrátt fyrir að Niels hafi leikið inná nær eitt þúsund hljómplötur eru hljóð- ritanir undií- eigin nafni ekki margar, 11 dúóplötur, 5 plötur frjóa sköpunargáfu, djúpa til- finningu fyrir sveiflu, tónnæmi og einstaka tækni. Tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Niels- Henning hefur afturámóti horfið I skugga bassaleikarans og stundum hefur undirrituðum amk. þóttnóg um. Alltof sjaldan heldur hann tónleika sjálfur og hefur þeim heldur farið fækk- andi en hitt. Ég minnist vetrarins 1973—4 er hann hélt reglulega tónleika i Jazzhus Montmartre í Store Regnegade: NHOP med bass og venner. Þá gerðist evrópskur djass ekki betri. Afturámóti hafa hljóðritanir hans undir eigin nafni orðið fleiri með árunum og sú nýjasta er fyrrnefnd Steeple Chaseplata (hjá sama fyrirtæki mun koma dúóplata með Niels og Archie Shepp I mars.) Hljómsveitar- skipunin er hið klassiska NHÖP trió, bassi hljómsveitarstjórans Billy Hart á trommur og gitar John Schofields (Philip Catherine gat ekki komið) auk blásara. Sá er ekki af verri endanum, saxafón- og flautu- leikarinn David Liebman sem ma-lék á meistaraverki Miles Davis: Get UP Whit It. Verkin eru öll eftir hljómsveitar- stjórann utan eitt: danskt þjóðlag. Upphafsverkið, Dancing on the Table, er inspírerað af suðurafriska meistaranum Dollar Brand og gömlum barnagælum. Ljúfur er einleikur Niels en rýþmaleikur- inn ævintýri, sérilagi er hann skiptir úr sömbunni og telur fjóra i taktinn og veltisveiflan fleytir einleikurunum yfir öll boðaföll (muniði Ole með Kenny og Crazy Rythm með Graphelly og Pass?). Liebman er mikill Coltrane á tenorinn og tvileikur hans og Billy Hart minnir á gamla daga þegar John og Elvin létu gamminn geysa á Village Vanguard. Hnig og ris Á dalbotni Músik Stravinskis við ballett- inn Pulcinella vakti á sinum tima, 1919, næstum jafnmikla furðu fyrir þægilegan einfald- leika og Eldfuglinn, Petrúsjka og Vorblót fyrir ómstriðni og þar blés ekki einu sinni hlýjum vindi. Hátt i hlíð Það finnst ekki betra meðal til að reka út ólund en Mozart, þótt ekki sé i honum gassagangur- inn. Siðasti pianókonsertinn hans KV 595 er saminn fyrir réttum 190árum, áriðsem hann dó 35 ára gamall. m Eyrna lyst ■Æm eftir Arna Björnsson óhemjuskap 6—9 árum fyrr. Sá maður kunni að koma á óvart. Hann sótti stefin i þetta aöallega til ttalans Pergolesi frá þvi snemma á 18 öld, klæddi þau i finlegan hljómsveitarbún- ing og leyfði jafnvel svolitlum djassáhrifum að fljóta með. Þetta hvarf til 18. aldarinnar var þó ekki tómur gárunga- skapur einsog margir héldu i fyrstu, heldur viss timamót i stil Stravinskis, sem nú tók að erja akur nýklassisismans meö sálmasinfóniuna 1930 sem hápunkt. En það er ekki vert að dvelja lengi við þetta efni, þvi að Sinfóniuhljómsveit islands spilaði verkið einfaldlega illa þann 26. febrúar svo að hugmóðs efni var. En mig brestur kunnáttu til að fullyrða hverju var um að kenna. Hún hafði lent i einhverri lægð, og Hann er ekki einn þeirra sem oftast eru leiknir og þykir kannski ekki nógu glitrandi við fyrstu heyrn, nema seinasti þátturinn. En reyndar eru allir bestu kostir Mozarts sameinað- ir i þessum konsert og ber þvi skiljanlega minna á hverjum einum. Anne Queffélec gerði þeim hinsvegar ágætustu skil, einmitt með þvi Iátleysi, sem sameinar léttleika yfirborðsins og hina ró- legu sátt við misgóða tilveru undir niöri. Hljómsveitin var lika komin hátt i hlið úr dal- skorningnum, enda þótt Jean- Pierre Jacquillat og Mozart virðist aldrei semja fullkom- lega. Og eru það undur um jafn- góða menn. Hefðar upp á tindi Þaö vantaði hinsvegar ekkert Niel Henning Stutt bassasóló er tileink- að ófæddu barni Niels, sem reyndist vera þriðja dóttirin og varð skirð Maria, Future Child. Siðan tekur þjóðlagið við: Jeg gik migud en sommerdag. Það er danskur djass og i stað fjalla- gjólunnar norsku sem Garbarek blæs leikur hlýr andvari beyki- skógarinsum þessatónlist.Sami blær leikur um Evening song en á lokaverki plötunnar Clouds, hefur Liebman tekið upp á kærleikann i ballettsvitu Ravels frá 1911 um Dafnis og Klói.Sagan um þau er einhver unaðslegasta ástarsaga sem til er og ætti hver maður aö gefa sinni unnustu, ekki sist þar sem hún er til á dýrlegri islensku Friðriks Þórðarsonar, sem út kom 1966 en ekki 1962 einsog stendur i prógrammi. Hljómsveitin komst þarna lik- lega upp á meiri hefðartind en nokkru sinni fyrr, og stafaði þaðan þó engum kulda, heldur bliðri golu eða jafnvel hnúka- þey. Ugglaust má þakka þetta stjórnanda hennar að mestu leyti. En mér er ekki grunlaust um að þáttur Hamrahlíðar- kórsins og Þorgerður Ingólfs- dótturhafi verið ósmár. Þaðan var svo smitandi sönggleði að heyra og sjá, að það hlaut að vera skyndaufur maður, sem ekki hreifst með. Og hljómsveit- in er langt frá þvi dauf, ef vel er farið að henni. Slika geislandisönggleði sá ég og heyrði siðast hjá Passiukórn- um frá Akureyri, sem flutti okk- ur Arstiðirnar eftir Haydn fyrir tæpum tveim árum. Sjálfur hef ég sungið i ágætum kór, en þar skortir þó oftast meðlifunina einsog Róbert blessaður kvart- aði svooft um. ,,Ég sé ekki nógu mörg augu”, sagði hann stund- um. Svipað er að segja um Póly- fónkórinn. Jafnvel klæðaburð- urinn gerir okkur þyngslaleg. Þótt verkin heiti sálumessur, þarf ekki að láta sem maður sé við sorglega jarðarför. Annars mun það skipta hvað mestu máli, að limirnir i „Hjálmar H. Ragnarsson verð- ur ætt sinni til engrar minnkun- ar”, segir Árni Björnsson um stjórn Hjálmars á Háskólakórn- um. Hamrahliðarkórnum eru skóla- systkin, sem þekkja hvert ann- að náið og eiga mikið félagslif innbyrðis. I okkar virðulegu kórum þekkist ekki helmingur- inn með nafni og naumast allir i sjón. Fólk kemur einsog viga- hnettir á æfingar og fer slöan einsog byssubrennt burt. Það er engan sérstakan að ásaka fyrir þetta og flestir vildu, að það væri öðruvisi, „doch die Ver- h'áltnisse sie sind nicht so.” Chorus Universitatis islandiae Þótt verið sé að amast við þyngslum i kórklæðum verkar það næstum truflandi, þegar öllu ægir saman einsog hjá Háskólakórnum á laugardag- inn. Sérstaklega fyrst það er i ætt við hinn misskilda alþýð- Ieika gallabuxnastilsins, sem vinnufataframleiðendum hefur heppnast að mata krókinn á um árabil. Hingvegar var söngskráin harla skemmtileg og Hjálmar sópraninn og fer á kostum. Hann er jafn frjáls og sjálf- stæður f þeim sóló og hann er bundinn Coltrane i þeim fyrsta. Dancing on the table má fá hjá Jazzvakningu — Pósthófli 31-129 Rvk. PS. Niels hefur undanfarið leikið með trióum tveggja pianista og góðkunningja landans, þeirra Oscar Peter- sons og Thomas Clausens, Trommari Oscars er Martin Drew en Aage Tangaard, sem hingað kom með Mirror, hjá Clausen Danskir gagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um leik trióanna I Montmartre, fundist einsog Peterson bryti af sér fjötra tónleikahallanná og gengi i endurnýjun lifdaganna og Boris Racinowitz skrifaði i Politiken: „i Niels-Henning fékk Peterson ekki aðeins hina fullkomnu tónheyrn heldur einnig hólmgönguáskorunina.” Clausen er ekki síður hrósað af löndum si'num en íslendingum og um leik Niels segir Kjeld Frandsen i MM að „hann sýni með sögufrægri tækni sinni hæfileikann til að lifa sig inni og gripa á lofti hverja hugmynd hljómsveitarstjórans. „Ætli þetta aðalsmerki hafi ekki gert hann að einum eftirsóttasta rýþmaleikara djasssögunnar, en samt er vonandi að hann gefi sér meiri tima i framtíðinni til að sinna eigin tónlist en ann- arra. H. Ragnarsson verður ætt sinni til engrar minnkunar sem stjórnandi. Hann leyfir sér tam. leikrænar tilraunir einsog i minningarlagi Atla HeimisiW. Blake um Benjamin Britten. A þessari rimlausu skeggöld eftir Jóns Asgeirsson/Jóhannes úr Kötlum og Flýjum! eftir Jónas Tómasson/Hannes Pétursson. Og kórnum tekst þetta furðuleg. Einna nærfærnast var hinsveg- ar lagið eftir sjálfan hann við Gamalt vers um Mariusoninn, sem Þóra Vigfúsdóttir hafði lært i bernsku. En það er heldur ekki slakað á neinum nákvæmniskröfum einsog sumir halda vist að sé byltingarkennt eða alþýðlegt. Það er haldið fullum trúnaði við hvort heldur Bellman eða þjóð- lagið eða hinar dáfögru drykkjuvisur þess góða manns séra Ölafs á Söndum, Inter Poculá. Þvi kom mér þetta i hug, að klukkustund fyrr hafði ég heyrt ungan mann fara með aðrar jafngöðar visur séra Ólafs. Gleður mig oft sá góði bjór, i ný- opnuðum vistlegum húsakynn- um Samtaka hersvöðvaand- stæðinga að Skólavörðustig 1. Látum nú vera, þótt sungið sé eitthvert tilbrigði við þjóðlagið. Slikt getur tekist vel eða illa. En að geta ekki farið rétt með góð- an texta og segja t.d. viskanfyr- ir drykkjan og föll fyrir sköll, það er merki um þann slapp- leika sem of mjög einkennir þá, sem endilega vilja kalla sig baráttumenn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.