Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 14
T4 Föstudagur 11. september 1W1 hol^rpA^f, ,rir,r, Lapdhelgisgæslan og nafn Péturs Sig- urössonar hafa veriö tengd drjúfandi böndum f hugum fólks allt frá upphafi Gæslunnar, þegar Skipaútgerö rfkisins hætti dtgerö varöskipanna og stofnunin Landheligsgæslan varö til. Eina mennt- aöa sjóliösforingja iandsins var falin for- ysta þessarar njju stofnunar. Þaö er þvi ekki undarlegt, aö Pétur hefur oft veriö nefndur „Pétur flotaforingi” manna á meöal. Og nú hefur Pe'tur flotaforingi látiö af störfum fyrir aldurssakir. Er oröinn „Pétur Sigurösson fyrrverandi”, eins og hann segir stundum sjálfur. Þaö lá beint viö aö ætla, aö auövelt væri aö gripa hann f viötal, en þvi var ekki aö heilsa. „Ég hef svo mikiö aögera viö aö hætta. Ndna er ég iþviaö standa fyrir máli mfnu hjá stjórnskipaöri nefnd, sem á aö gera tillögur um framtiöartilhögun hjá Land- helgisgæslunni”,sagöi Pétur.þegar óskin um viötalvar fyrstborin upp viö hann. En hann neitaöi alls ekki aö tala viö Helgar- póstinn, og fstööunni var þaö ekkert und- arlegt, aö loksins, þegar tókst aö ná sam- bandi viö hann aftur til aö ákveöa staö og stund, var hann staddur inni á skrifstofu hjá Baldri Möller ráöuneytisstjóra I dómsmálaráöuneytinu. „Eigum viö ekki aö hittast f skemm- unni, gamla farsóttarhúsinu klukkan tiu í fyrramáliö?” sagöi hann, og þegar viö Jim komum þangaö sat hann I „messa” gæslunnar, sem þar er til húsa, drakk kaffi og bauö okkur sopa. „Þaö var dálitiö sögulegt þegar við keyptum þetta hús, árið 1955. Viö ætluðum fyrstog fremstaö kaupalóðina, húsiö dtti aö fara. Þama var hugmyndin aö geyma ýmsa stærri hluti viökomandi Gæslunni, nætur,baujur og slikt.En þegar viö létum bæjarverkfræöinginn punkta niöur lóöina kom I ljós, aö hún var ekki bara rétt i kringum húsið innan giröingarsem þarna var, eins og viö héldum. Gæslan reyndist eiga alla lóöina milli gatnanna, Seljaveg- ar og Ananausta. Þetta er reyndar mest- allt notaö undir biiastæöi núna. Ég efast um að viö mættum rifa húsiö núna. Þaö er oröiö svo gamalt, aö þaö hlýtur aö vera friöaö”, segir Pétur, og Gæslan þarf ekki aö skammast sin fyrir þetta gamla hús, sem eitt sinn var notað sem sóttkvi fyrir erlendar skipshafnir, sem grunur lék á aö væru haldnar smit- andi sjúkdómum. Þaö viröist vera aö mestu I upphaflegu horfi, þótt hlutverk þess sé annaö nú”. Gamlír hlulír og meon „Hér geymum viö allskonar hluti Ur varöskipunum. Við reynum aö gera allt upp sem hægt er ef þyrftiaö gripa til þess seinna. Og hingað set ég lika gömlu mainina, sem hætta á skipunum. Hér eru semsébæöi gamlir hlutir og menn, og ætli ég lendi ekki hérna sjálfur”, segir flotaforinginn fyrrverandi og hlær glaö- lega. Eins og venjulega gripur ljósmyndar- inn inn i rás viöburöa. Þaö er erfitt aö mynda I farsóttarhúsinu, gluggar eru bæöi móti austri og vestri i þessari kaffi- stofu og fundasal starfsmanna. Pétur er þvi beöinn aö flytja sig i skuggsælt horn þar sem eruhægindastólar og borö. Hann sest undir stóra ljósmynd af gömlu Katalinu Gæslunnar þar sem hUn sveimar yfirbreskum siöutogara. Myndin er frá 12 mílna striöinuog söguleg Imeira lagi, þar sem hvorki Katalina né siðutogarar sjást lengur nema helst sem safngripir. „Eftir Katalinurnar kom stóra fjögurra hreyfia Skymastervélin, og þegar Flug- félagið keyptiFokkerana frá Japan ákvaö ég, meðal annars vegna ummæla Ingi- mars flugstjóra hjá Flugfélaginu, aö kaupa einn Fokker fyrir Gæsluna. En þessir Fokkerar hafa litiö flugþol, aöeins fjóra tfma, og þótt geröar væru endurbæt- ur á TF-SÝN haföi hUn aldrei sama flug- þoi og fæst ef vélarnar eru sérsmiöaöar. Þaö var ein ástæöa þess, aö vélin var seld eftir aö nýi Fokkerirm kom um siöustu áramót, en hann var sérsmiðaður fyrir okkar þarfir. Annars fer ég ekki dult meö þá skoöun mina, aöþaö þarf aö hafa tvær flugvélar. Orsökin er einfaldlega sU, aö sama hve góö vélin er þá þarf aö stööva, hana af og til vegna viðgerða og viöhalds, og ef eitthvaö kemur fyrir þá — já, hvaö bá?” — Áöur en viö höldum áfram meö meö tíæsluna, Pétur. Gamlir dagar, Svo- litiö um þá. „Gamlir dagar, já. Þeir veröa allir svo fallegir! Ef þú spyrö hvaöan ég sé segi ég eins og séra Bjarni: „þarna”, og hann bendir Ut um vesturgluggann, vestur á Selt jarnarnes, handan Selsvararinnar þar sem eitt sinn bjó Pétur Hoffmann, en nU er bara grjót, „ástarbraut” og nýstár- legar blokkir. „Ég er fæddur og uppalinn I Pálsbæ, hér á noröanveröu nesinu.Þaöan er móö- urættin, en fööurættin er frá Hrólfsskála, sem er gamall útgeröarstaöur hinumegin á nesinu. — Var mikii sjósókn á Seltjarnarnesi i þá daga? „Menn stunduöu þá aöallega sjósókn, búskapur var bara til heimilisnota, þótt viö heföum reyndar um tima tiu kýr. En þaö var miklu meiri sjósókn þar áöur fyrr, afi minn var til dæmis nokkuö stór útgeröarbóndi. Þetta var orðið miklu minna þegar ég man eftir mér, enda hafn- leysur, og útgeröin haföi flust til Reykja- víkur. Yngri kynslóöin fluttist þangaö meö henni. Ég geröi þaö lika, varö sjó- maöur eins og aörir, en fór aldrei á sjó sem fiskimaöur, nema á smábáta viö og viö. Þegar ég fór i fyrsta sinn raunveru- lega á sjó var ég fyrstskráöur á Óöin. Þaö var I ágUst 1927. Þá fékk ég allra lægstu stööu til sjós, var óvaningur, eins og þaö var kallaö. En þaö veröa allir aö gera, þetta er gangurinn á sjónum. Þaö er þess vegna sem sjórinn hefur upp á ýmislegt aö bjóöa fyrir unglinga. Þar er krafist margs af þeim sem aldrei er gert heima”. Byrjaðí sem óvaninyur — ÞU byrjaöir semsagt á botninum á varöskipunum og endar á toppnum I Landhelgisgæslunni. Varstu alla tiö siöan i Landhelgisgæslunni? „Ég var í skóla á veturna, og það sem eftir var ársins á sjó,. En á varöskipunum var ég aöeins I tvö ár og fór siöan I milli- landasiglingar. Það er draumur okkar allra, og viö megum ekki gleyma, að slik pláss voru eftirsóttur staöur. Ég var á Gullfossi, fyrst sem óvaning- ur, sföan háseti, allan þann tima sem ég var ekki I skóla, allt til ársins 1931. Þá fór ég utan sem háseti,fór af f Kaupmanna- höfn og komst á danska sjóðliösforingja- skólann. Þar var ég til 1938. Þá var striös- undirbúningurinn kominn I gang, og mér bauðst að vera áfram. Ég var i vafa um þaö hvort ég færi aftur til Islands — þegar maður hefur veriö svona lengi burtu er maöur ekkert sérstaklega bundinn. En mér bauöst ýmislegt hér heima. Hér voru að veröa ýmsar breytingar, meðal annars stóö til, að Friðrik Ólafsson, sem haföi staöið fyrir sjómælingum jafnhliöa rekstri varöskipanna, yröi skólastjóri Stýrimannaskólans. Mér var boöiö að taka viö starfi hans, sem var aöallega fólgiö i mælingum á sumrin. Ég var þá á varöskipunum, en sat iiini á skrifstou i Vitamálahúsinu á veturna og vann úr mælingunum. A þeim árum var ég meö mörgum góö- um mönnum, meöal annars skipherrun- um Þórarni Björnssyni og Eiriki Krist- óferssyni.Striöiö varaö skellaá, þegar ég kom heim, og við sigldum öll striösárin. Sjómælingarnar voru framkvæmdar, þegar timi var frá ööru. Viö höföum lika talsvertaö gera viö aö skjóta tundurdufl og gera þau óvirk, þau flutu hundruöum saman viö landiö, aöallega fyrir austan. Oft geröist þaö þannig, aö hrópaö var: „Þarna er tundurdufl”, og siöan var skot- iö á þaö. En viö geröum mörg þeirra óvirk, ég haföi meö höndum aö kenna varöskipsmönnum þaö verk, hélt i hönd- ina á þeim svona til aö byrja meö. Ég haföi lært þaö á sjóöliösforingjaskólan- um ” Datl úr flugvei — Já, sjóliösforingjaskólinn, Pétur. Hvernig stendur á þvi, aö Islenskur piltur fer i slikt nám? „Ég fór þangaö beinlinis meö þaö fyrir augum aö fara til landhelgisgæslunnar. Þóttekki værienn bUiö aö stofna lýöveldiö var fariö aö hugsa til þess aö flytja ýmsa þjónustu til íslands, sem Danir höföu séö um öldum saman. Þar á meöal voru sjó- mælingar og kortagerö. Af þessari ástæöu voru alltaf opin pláss fyrir Islendinga á danska sjóliðsforingja- ákólanum. En þetta haföi lika þá forsögu, aö Leifur Guömundsson, sem var sex ár- um eldrienég, haföi gengiö sömu leiö, en fórst i flugslysi tveimur árum áöur en ég fór Ut. Fhigiö var þá á bernskuskeiöi, og nem- endur i eldri bdckjum var gefinn kostur á aö kynna sér flugiö mdi þvi aö fljUga, þegar pláss var, ef þeir kæröu sig um. En þaö var engin krafa. Þaövar svoeittsinn, aö einhver piltanna haföi gengiö Ur skaft- inu, og Leifur lét skrá sig. Þetta var opin flugvél, og henni hvolfdi viö österbro meö þeimafleiöingum, aö allir duttu Ut. Þetta leiddi þaö af sér, aö bannaö var aö fljUga yfir Kaupmannahöfn, en þegar ég fór I slikt flug sjálfur minnist ég þess ekki, að baö værinein krafa, aö viö spenntum okk- ur niður. Þetta vakti talsverðan óhug heima og veikti trú manna á flugvélum. Énég skrifaðialdreiheim um þessa flug- ferö mina, enda ætlaöi ég aldrei aö læra flug, haföi bara áhuga á aö kynnast þvi hvemig má nýta flugvélar til gæslu- starfa”. — Nú hlýtur aö hafa verið talsvert strangur agi á herskólanum. Hvemig féll þér viö hann? „Ég geri ráð fyrir þvi, aö aginn hafi veriö strangari þá en hann er nU. Tiöar- andinn var alltannar. A herskólum er lika alltaf strangur agi, þaöer enginn sem biö- ur menn aö vera þar, ef þeirþola ekki ag- ann geta þeir bara farið. En I eöli sinu held ég, aö heraginn sé ekkert strangari en tildæmis agiá velreknufiskiskipi. Þar rikir algjört einræöi. Mér er sem ég sæi þann skipstjóra, sem ekki er hlýtt um borb i skipi sínu! • Til aö byrja meö var þetta dálitið óþjált þarna á skólanum, en smám saman lifir maöur sig inn i þetta og venst þvi”. Ekki herneiiiiska — Þaö voru.striöstlmar I uppsiglingu. Datt þér ekki i hug að fara út I her- mennsku? „Hermennska kom aldrei tilgreina. Ég fékk mikla þjálfun i'landhelgisgæslu, en snar þáttur i danska flotanum er einmitt landhelgisgæsla, ekki bara við Dan- mörku, heldur allt frá Eystrasalti út i Noröursjó og við Færeyjar og Grænland, og áöur viö ísland. Danski flotinn hefur lika séö um sjómælingar frá upphafi og þaö féll ákaflega vel að þvi sem ég fékkst við hér heima. En auövitað var ég lika á tundurspillum og stórum herskipum og kynntist bæði flugvélum og kafbátum. En auövitaö langar unga menn að fara út i heim og sjá eitthvað nýtt. Þaö voru alltaf opin pláss viöa um heiminn, sér- staklega i Austurlöndum. Og eins og ég sagði, þá var veriö að flytja allskonar þjónustufrá Danmörkutii Islands. Þaö lá beint viö, aö ég kynnti m ér hluti e ins og aö mæla skip, en um það giltu þá nýjar regl- ur. Þaö var lfka veriö aö bæta nýjum greinum viö Stýrimannaskólann, þar á meöal skipagerö eöa „teoritisk sömand- skab”, og ég tók að mér þá kennslu. Raunar var svo mikil kennsla i þeim greinum i sjóliösforingjaskólanum, aö ég heföi getað orðið skipaverkfræöingur meö þvi aö bæta viö mig aöeins hálfu ööru ári”. — ÞU sigldir öllstriösárin. En hvaö tók viö ab striöinu loknu? „Þávarfariðað hugsa til ýmissa breyt- inga hér heima, m.a. að ganga betur frá kortagerðinni. Ég hafði flutt meö mér litla prentvél til aö prenta kort, sem voru notuð IHafna- og vitamálahUsinu þangaö til prentunin var flutt i Kassageröina. A þessum árum stóö ég fyrir þvi, aö litill bátur var keyptur til landsins til aö nota viö sjómælingarnar. Hann hét Týr, og til- koma hans varö til þess, aö þaö var farið aö hugsa til útfærslu Íandhelginnar Ur þremur I fjórar milur. Ég vann aö þvl verki meö Hans Andersen, og fyrstu fjór- ar milurnar voru dregnar 1951 fyrir norð- an. Þaö er þvi ekki alveg rétt, aö Utfærsl- an hafi veriö 1952. Viö byrjuðum meira aö segja aö praktisera fjögurra milna land- helgina ’5l! Þegar ákveöiö var að setja fjórar mil- umar fyrir noröanvar ég beöinn aö taka að mér daglega stjórn varöskipanna beint undirdómsmálaráöherra. Ég sat áfram á minum gamia staö i vitamálahúsinu og bókhald og rekstrarhaid voru áfram hjá Skipaútgerö rikisins. Svona var þaö öll árin meöan ég var forstjóri Landhelgis- gæslunnar — og er enn. Þetta er hag- kvæmnisatriöi, þaö er alls ekki sjálfsagt aö betra sé aöhafa alltá sama staö”. — Þú hefur þá litiö verið á sjó siðan? „Siöan 1952hef ég litiö veriö á sjó, já, ég hef veriö bundinn hér á skrifstofunni, nemahvaöég leystiskipherrann á Óöni af smá ti'ma”. — Og nU ert þU kominn i höfn. Hvaö tekur viö? , ,Ég hef lofaö konu minni þvi, aö ég sé tilkippilegur aö reyta arfa, en ekki vera i kartöflum! Ég hef ekki hugsaö mér neitt sérstakt, þótt ég hafi auðvitað áfram áhuga á þessu sem hefur verið ævistarf mitt. Gunnar Bergsteinsson getur auövit- að hvenær sem er heyrt mitt álit, en ég ætla ekki á neinn hátt aö vera inni i dag- legu starfi Gæslunnar. Enáhugi minn tengist allur Gæslunni. Hún spannar ákaflega vitt sviö og kemur vBa viö. Ég hef haft aöstööu til aö kynn- ast allri mögulegri tækni. Vandamálið er bara, aö þróunin er svo ör, aö maður hef- ur ekki fyrr séö eitthvaö nýtt i blööunum eða póstinum en þaö er oröiö úrelt. Þaö er samt ekki sist manniegi þáttur- inn i' gæslustarfinu sem gerir lifiö skemmtilegt. Gæslustarfsemi á ekki aö byggjast á þvi að klekkja á fólki, sekta og koma I tugthúsið. Meginatriöið er að leið- beina fólki til aö vera hæfilega löghlýönir borgarar. En þaö getur veriö erfitt á sjó eins og annarsstaöar. Lög og reglur eru orðin svo flókin, aö þaö er næstum útilok- aö aö komast hjá þvi aö brjóta þau. Þaö sjáum viö til dæmis i umferðinni. Þar brjóta menn af sér daglega og komast ekki hjá þvi”. iNíska eða nýlnl? — t gegnum tiöina hefur oftveriö talaö um, aö nýtni innan Gæslunnar stappi oft nærri nisku. Þvi til sönnunar er nefnt, aö þegar skip strandi hafi fulltrúar frá tryggingafélögunum oft ekki náö aö kom- ast um borö á undan varðskipsmönnum, sem hafi hreinsað allt fémætt úr skipun- um. Hvað segir þú um þetta? ,,Já, nýtnin hefur veriö mikil. Viö höf- um lagt allt okkar fé i ný tæki, skip, flug- vélar, þyrlur, og reynt að nýta allt eins og hægt er. 1 landi hefur aldrei veriö boriö mikiö I, og ég er hræddur um aö einhver heföi gert rafl vegna þessa aðbúnaöar, sem viö höfum búið viö i 30 ár. A skrifstof- unni hafa allatiö verið þrir starfsmenn og aðrir þri'r á stjórnstöðinni, stundum fleiri tima og tima, þegar á hefur þurft aö halda. Nýtingarhlutfalliö er langt um- fram þaö sem gerist annarsstaöar. Þaö má vel vera, að þetta sé niska, en viö viljum fá ný tæki, og það hefur tekist með þessu. En varðandi tækin úr togurun- um. Þannig stendur á þvi, að á sfnum tima gerðum við samkomulag viö trygg- ingarfélög togaranna frá Hull og Grimsby um, aö heyrðum við, að einhverjir þeirra væru i erfiöelikum færum viö strax á staðinn og geröum allt sem skynsamlegt væritil aö bjarga. Efekki væri hægt aö ná þeim á flot tækjum viö allt verömætt úr þeim, svosem radió, dýptarmæla, radara og slikt. Eftirá var svo samið um þóknun eöa björgunarlaun og oft tókum viö þessi verðmæti uppi. En ég man ekki eftir ööru en aö i minni tíð yröi samkomulag um þetta. Þaö uröu aldrei málaferli útaf einu einasta strandi”. Losaraieg úlhalspóliiíh — Ef við litum fram. Hvaöa vandamál blasa helst viö Landhelgisgæslunni? „Aöal ljónin á veginum eru hversu stutt geturliðiðá milli breytinga, tæknileg þró- un er geysilega ör, eins og ég drap á áöan. Annað er sjálf úthafspólitikin. Hún er ákaflega laus i reipunum, þótt komin séu þessi föstu mörk, 200 mllurnar. Loönugöngurnar á Jan Mayen svæöinu geta til dæmis færst inn á svæöi þar sem alls ekki eru ákveðin skil. Þá skiptir máli hvernig mörkin eru dregin milli Græn- lands og Islands. A aö draga þau á milli Kolbeinseyjar og Grænlands eins og viö gerum þaö eöa Gri'mseyjar og Grænlands eins og Danir vilja? Þetta þarf ekki aö skapa vandamál en getur gert þaö. Sama er milli tslands og Færeyja. Þar drögum viö mörkin milli Hvalbaks og Færeyja, en Færeyingar milli megin- landsins og Færeyja. Þar hafa þegar skapast árekstrar. Viö bara rákum þá út, og þeir fóru! Ég er dálitið herskár stund- um! Svo er Rockallið hans Eyjólfs Kon- ráös. Það er heldur ekki leyst. Viö veröum aö gera okkur grein fyrir þvi aö með 200 milna lögsögu höfum viö sameiginleg landamæri meö fjölda ann- arra þjóöa. Hingað tii höfum við getaö hagaö okkur eins og viö höfum viljaö, kastaö grjdti i allar áttir. Nú erum viö komin meö landamærieins og aörar þjóð- ir”,segir fyrrverandi flotaforingi Islands og stendur upp. Svo léttist á honum brún- in, hann lyftir upp handleggnum og bætir glaölega viö: „Þaö er ágætt aö vera frjáls”. Og viö göngum saman út i hádegissól- ina á bilastæöinu viö gamla farsóttarhús- ,iö. Leiðir skiljast, þegar viö setjumst upp I bflana okkar. Pétur Sigurðsson brunar burt á Wartburg. Trabant og Wartburg, þaö eru hans bllar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.