Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 26
26 Föstudagur 5. mars 1982 Jietgarpósfurinru Máttur dáleiðslunnar Alltaf öðru hverju undanfarin tvö hundruð ár hafa kviknað umræður um það hvað dáleiðsla sé. En dáleiðsla hefur hagnýtt gildi við lækningar, rannsókn afbrota og við rannsóknir á endurholdg- unarkenningunni. Flestir telja enn dávalda heldur vafasama náunga og iðju þeirra skuggalega. Menn sjá fyrir sér fúlmennið Svengali úr skáldsögu George du Mauriers, ,,Trilby". Svengali beitti dáleiðsluhæf ileikum sínum á söngkonuna Trilby með þeim árangri að hún varð heimsf ræg söngkona þótt eiginleg söngrödd hennar væri hræðileg. Skemmti- kraftar, sem f ást við dáleiðslu, minna í engu á Svengali. Þeir eru vel til fara, með lipran talanda og tilburði sjónhverf ingamannsins. Skemmtiatriði þeirra eru í föstum skorðum. Óskað er eftir sjálf- boðaliðum. Dávaldurinn talar við þá líkt og móðir sem svæfir börn sin. Þeim, sem bregðast rétt við, er haldið eftir, hinir eru sendir til sæta sinna. Dávaldurinn segir þeim, sem eftir eru, að þeim sé kalt eða heitt, séu þyrstir eða drukknir og hegðun þeirra verður samkvæmt því —kjánaleg. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á eðli dáleiðslu. Venjulega er hún skilgreind sem trans, stigbreyting meðvitundar. Það er undir hverjum og einum komið hve djúpur transinn verður. Sumir muna allt sem gerðist meðan þeir voru dáleiddir, aðrir muna ekkert. „Tilraunadýrin” hafa sem sé losað nokkuð um þá sjálfstjórn sem þau hafa annars tamið sér. Dávaldurinn einn hefur vald yfir hinum dáleidda. Aðrir hafa ekk- ert yfir honum að segja, ne?na dávaldurinn skipi svo fyrir. F'imur dávaldur getur gefið hinum dáleidda fyrirmæli sem hann hlýðir fyrst þegar hann er kominn úr transinum og sestur i sæti sitt frammi i sal. Það er t.d. vinsælt þegar fórnarlambið stendur upp þegar ákveðið lag er leikið og hrópar „húrra!” Við dáleiðslu virðist tekin úr sambandi sú stöð heilans sem stjórnar hegðun Atriði úr kvikmyndinni Svengali sem gerð var árið 1954 eftir skáld- sögu Gcorge du Maurier, Trilby. Donald Wolfit lék hinn djöfullega dávald Svengali og Hildegarde Neff fórnarlamb hans, kabarettsöng- konuna Trilby. Óvandir skemmtidávaldar geta komið óorði á stéttina. A sýningu þessa franska dá- valds svipti stúlka, sem átti að vera undir dáieiðsluáhrifum, sig einhverjum klæðum. Sama stúlkan kom upp á sviðið á hverju kvöldi! manna við ákveðnar kringumstæður, þannig að menn bregðast hugsunarlaust við ákveðinni áreitni. Þegar menn verða þannig að viðundri, öðrum til ólýsanlegrar skemmtunar, mætti ætla að sýningin staöfesti hæfileika dávaldsins. Þvert á móti er hér um að ræða hæfileika hins dáleidda. Þessir hæfi- leikar eru miklu meiri og dýrmætari en almennt er vitað. Dáleiösla i einhverri mynd hefur þekkst frá örófi alda. Skottulæknar frumstæðra þjóða og prestar Forn-Grikkja færðu sér hana i nyt. En dáleiðsla eins og við þekkj- um hana á upphaf sitt hjá Franz Mesmer og lærisveinum hans. Fvrir tvö hundruð árum komust þeir að þvi að unnt var að láta dáleitt fólk gera næstum hvað sem er. Það eru einkum tvær uppgötvanir Mesmers sem hafa enn mikið gildi. í fyrsta lagi komust þeir að því aö unnt var að dáleiða fólk þannig að það fann ekki til sársauka. A þennan hátt mátti framkvæma sársaukalausar skurðað- gerðir fyrir daga svæfinga. Þetta töldu læknar hinn mesta þvætting. Frægum læknum var boðið að horfa á er fótur var tekinn af dáleiddum manni. Þeir fullyrtu að sjúklingurinn hefði aðeins þóst finna ekki til sársauka! Dáleiðsla væri bara gagnslaust kukl. Hin uppgötvunin var sú að stundum kom i ljós að menn, sem voru undir dáleiðsluáhrifum, bjuggu yfir hæfileikum sem fóru leynt allajafna. Einn gat teiknað listavel dáleiddur og annar sungið (að þvi leytinu þarf sagan um Svengali ekki að vera ósönn). Sumir bjuggu yfir skyggni- gáfu og gátu lýst stöðum sem þeir höfðu aldrei komið til. Þessu var lika hafnað sem kukli. Og enn fer visst óorð af dáleiðslu. Samt þykja tilgátur mesmeristanna nú fullsannaöar. Ef dáleiddur maður stingur fingri i kertaloga og honum er sagt að hann finni ekki fyrir þvi, þá finnur hann ekki fyrir þvi. Enn furöulegra er að ef honum er sagt að hann fái ekki bruna- blöðru, fær hann ekki blöðru. Og öfugt: Ef dáleiddum manni er sagt að hann muni brenna sig á glóandi teini, rekur hann upp skaðræðisóp þótt teinninn sé kaldur. Og hann fær brunablöðru af köldum teininum. Sönnun endurholdgunar? Það er alkunna að dáleiddur maður getur lýst i smáatriðum atburðarás ákveðins dags fyrir mörgum áratugum, dags sem er annars löngu gleymdur. Lög- reglan i Bandarikjunum fær stundum vitni að glæpum eða slysum til að láta dáleiða sig. A þennan hátt getur fólk t.d. stundum rifjað upp númer stoiins bils, sem það taldi sig ekki leggja á minnið, þegar eitthvert tiltekið atvik gerðist. Fyrir um hundrað árum kom i ljós að dáieitt fólk gat rifjað upp atvik sem höfðu Franski dávaldurinn Oudet dregur tönn úr konu sem er I transi. Þetta gerðist 14. nóvem- ber 1836. Dáieiðsla til deyfinga átti sér lengi fáa formælendur en varð allútbreidd áður en yfir lauk. gerst mörgum öldum áður. Nýlega var aftur tekið til við rannsóknir i þessum dpr. Enn er eftir að sanna hvort hinir dáleiddu eru að lýsa atburðum úr fyrra lifieða „kveikja á myndsegulbandi undir- meðvitundarinnar” ef svo mætti að orði komast, en samt þykir vist að menn eru ekki að endursegja það sem þeir hafa annaöhvort lesið eða heyrt einhvers staðar. Það hlýtur stundum að koma sér vel að geta dáleitt sjálfan sig. En hvi er sjálfs- dáleiðsla ekki algengari en raun ber vitni? Svarið er ótti, ótti við að dáleiðsla sé kukl en ekki vfsindagrein og ótti við aö verða fórnarlamb einhvers i likingu við Svengali. A siðari árum hafa æ fleiri lært sjálfs- dáleiðslu. Þannig má ná valdi yfir ýmiss konar likamsstarfsemi, svo sem hjart- slættinum, blóðþrýstingi, meltingu o.s.frv. Það kvað vera mjög auðvelt að lækna vörtur og annan húðkvilla með dáleiðslu. A þennan hátt geta menn einnig læknast af ofnæmi og hætt að reykja (sem gerist þó ekki nema menn vilji i rauninni hætta að reykja). Dáleiðsla getur gert ólæknandi krabba- meinssjúklingum gott. Hún dregur ekki aðeins úr kvölum heldur fá sjúklingarnir kærkomnara umhugsunarefni en hinn óumflýjanlega dauða. Dáleiðsla við lækningar hefur þá kosti að menn geta lært að beita henni á sjálfum sér. Þannig geta migrenu- sjúklingar lært að halda höfuðverknum i skefjum, jafnvel komist algerlega hjá þvi að fá hann. Og dáleiðslan kostar ekkert nema örlitla þolinmæði meðan hún er að lærast. En það er viðar en i læknisfræöinni sem dáleiðsla getur orðið að gagni, t.d. á sviði iþrótta. 1 golfi hefur ekki litið að segja að vera sterkur á taugum og góður dávaldur getur orðið taugaslöppum kylfingi að ómetanlegu liði. Hvert sem eðli dáleiðslu er, má fullvist telja að hún geti læknað sjúkdóma bæði á likama og sál. Dáleiðslulæknir á átjándu öld. A þessum timum var taliö að lækningamáttur væri fólginn i segtflafli handanna. Franz Mes- mer og áhangendur hans töldu sig hafa fundið nýjan lækningamátt sem nefndist lifsegulafl. Kenningar þeirra félaga þóttu algert æði i Evrópu á sinum tíma.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.