Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 02.07.1982, Blaðsíða 9
LJ I ' 3 1-1 \ -pfistúrinn. * V i i f , ■ * i • | * i(í j .f • ,J Föstudagur 2. júlí 1982 9 Namm, namm...engisprettur! Sitt litið af hverju • Hlutfall sykurs í móðurmjólk- inni er mismunandi á meðal spendýra, og fer það eftir þyngd heilans i viðkomandi tegund. Maðurinn hefur hlutfallslega þyngstan heila allra spendýra, og þess vegna er sykurhlutfallið hæst hjá honum. Glúkósi, sem kemur úr mjólkursykrinum, er venjulega eina eldsneytið, sem heilinn notar. • Visindamenn áætla, að minni mannskepnunnar geti geymt 100 milljarða af upplýsingaeiningum, sem þýðir, að minni venjulegs manns býr yíir upplýsingum, sem eru 500 sinnum fleiri en öll bindin i Britannica alfræðibókinni. • Nokkrir iðkendur tibetskrar i- hugunar, sem þekkt er undir nafninu ■ Tum-mo jóga, geta hækkað yfirborðshita likamans um meira en 8 gráður á selsius, að þvi er fram kemur i rannsókn- um lækna frá Harvard læknaskól- anum. Hitinn var mældur á fingr- um, tám og öðrum stöðum á likamanum. Visindamennirnir ætla að hitaaukningin stafi af út- vikkun æðakerfisins, og segja þeir, að þessi hitamismunur sé mun meiri en áður hefur mælst. Það kemur einnig fram, að ihugararnir gera þetta ekki vilj- andi. Vesturlandabúar eru ekki allt of hrifnir af skordýrum sem eru I kringum þá, ogsiðastaf öllu dytti þeim i hug að leggja þau sér til munns. tbúar þriðja heimsins eru aftur á mrtti ekki jafn fordóma- fullir og við, enda skorkvikindi víða talin herramannsmatur. Lit- um á nokkur dæini: 1 Kalahari eyðimörkinni i Af- riku lifa búskmenn, sem borða kakkalakka mjög reglulega. Ferðalangar um Bógota, höfuð- borg Colombiu i S-Ameriku, geta keypt „franska maura” á hverju götuhorni. Ibúar Bali borða létt- steikt fiðrildi og mölflugur, og þykir óskaplega gott. Þeir, sem búa á bökkum Viktoriuvatns i Oganda, veiða sér til matar sér- staka vatnaflugu. Þegar hún hefur verið stöppuð litur hún út og bragðast eins og kaviar, að þvi sagt er. Malasiubúar eru mjög hrifnir af djúpsteiktum engisprettum og ibúar Nýju Gineu steikja átta fóta könguló, sem bragðast ekki ósvipað og hnetusmjör. Islenskir sælkerar hafa litt rannskað skordýralif landsins i þessum göfuga tilgangi, en þeir ættu aðgera það, þvi þaðer aldrei að vita af hverju þeir missa.Við skulum enda þennan pistil með litilli uppskrift með engisprett- um, sem þvi miður fást ekki hér: 2 bollar sykur 2/3 bolli rjómi I teskeið vanilla 1/2 bolli þurrsteiktar og niður- sneiddar engisprettur 1/8 teskeið salt 1 matskeið smjör 60 gr. dökkt súkkulaði. Setjið sykurinn, rjómann, súkkulaðið og saltið i pott og hitið við meðalhita. Hrærið stöðugt i þangað til súkkulaðið er bráðnað og sykurinn bræddur. Hitið áfram og hrærið af og til i, þar til dropi af blöndunni verður að kúlu ef hann er settur i iskalt vatn. Takið af hitanum og bætið smjörinu i og kælið i 50 gráður. Bætið vanill- unni út i og hrærið vel i 7—10 min- útur. Hrærið skordýrunum i og látið kólna i smurðu formi. Þegar það er orðið stinnt skal skera i litla ferninga og borða. Verði ykkur að góðu. Spádómsgildi auglýsinga Myndin, sem fylgir meö þessari frétt, er hluti af auglýsingu, sem birtist I dagblaöinu The New Yorker þann 22. nóvember 1941. Auglýsing þessi var fyrir teninga- spil, sem heitir The Deadly Double.en öllum var ráölagt aö eignast slikt spil, ef þeir ættu nú eftir aö dvelja langdvölum I loft- varnarbyrgjum. En auglýsing þessi er ekki öll þar sem hún er séð, eða svo er aö minnsta kostiálit sumra. Þeir eru nefnilega til, sem segja, aö hún spái fyrir um árás Japana á Pearl j WARNINC j Qfctfr ! See Adveriisement Page 70 e MONARCH PUBIISHING CO. N.w YorV Dularfulla auglýsingin, sem segir til um árásina á Pearl Har- bour, og það nokkru áður en árás- in varð. Harbour, að hún sé i rauninni skilaboö frá japönsku leyniþjón- ustunni til sinna manna i Ameriku. Talan 12 stendur fyrir mánuð- inn og 7 stendur fyrir dagsetn- inguna. Staðurinn, sem ráðast skal á, er gefinn til kynna með tölunni 24, sem táknar breiddina. XX, 5 og 0 standa fyrir lengdina. Þar sem X er bæði margföldunar- merki og rómverska táknið fyrir Hvað er það? Ætli viö tslendingar yröum ekki súrir, ef einhver stórþjóö úti I heimi héldi þvi fram, aö island væri ekki annaö en borg eða hluti af öðru landi? Þetta hafa vinir okkar, Danir, fengið að reyna, þegar bandariskt hljómplötufyr- irtæki auglýsti stolt Danmcrkur, rokkarann Kim Larsen, sem sænskan söngvara. Þegar Danir fóru að grennslast fyrir um ástæðurnar, var þeim sagt, að i Ameriku kannaðist eng- inn við Danmörku, menn héldu i mesta lagi, að hún væri borg i Sviþjóð. Þess vegna væri Larsen auglýstur sem Svii... Ég segi nú bara: aumingja Danirnir! 10, má túlka XX sem 10 sinnum 10, eða 100. 5 og 0 eru svo gerð að 50. Útkoman 150 gráöur vest- lægrar lengdar táknar þá Pearl Harbour, sem er næsta byggða ból við þá lengdargráðu. Sannleikurinn um þessa aug- lýsingu mun þó aldrei koma I ljós, þar sem maöurinn, sem setti hana i blaðiö, Roger Paul Craig, lést 26. maí 1946, aðeins 36 ára að aldri. Danmörk? A lóðarí til höfuðstaðarins Calle Morten er sjö ára. Hann er gfraffi og býr I dýragaröinum I óöinsvéum I Danmörku. Calle Morten fór i nokkuö óvenjulegt feröalag I vikunni, þegar tekiö er tillit til þess, aö hann er ekki af tegundinni Homo sapiens. Hann var nefnilega sendur á kvennafar til Kaupmannahafnar. Ástæðan fyrir þvi er sú, að Calle Morten er óvenjulega stór, 4.5 metrar á hæð, og kynbróðir hans i Kaupmannahöfn er of litill fyrir sinar kvinnur. En allt er þetta svolitið kúnst- ugt, þvi fyrir nokkrum árum var Calle Morten seldur frá Kaup- mannahöfn, þar sem höfuðborg- armennirnir töldu hann ekki nógu karlmannlegan og flottan til að vera að barna giröffur i höfuð- staðnum. Við skulum þó ekki halda, að ferðalag Calle Morten hafi verið neitt skemmtiferðalag (sic), þvi hann þarf að sinna 3-4 kvinnum i Kaupinhafn og auk þess fór hann frá ólettri vinkonu i sinu plássi. Ferðin var lika nokkur höfuð- verkur fyrir yfirvöld, þvi velja þurfti leiðina með tiliiti til raf- magnslina, brúa og annarra hluta.semofteruyfir vegum, þó i nokkurri hæð sé. Hjá þvi varð þó ekki komist, að Calle Morten þurfti að lúta höfði einum fimm eða sex sinnum á leiðinni. Ekki vitum við hér hve niu mánuðirnir hjá giröffum eru margir, en við biðum spennt. Ilér sjúuiii vift i biikhliitaiui ú kvciinagiillinii ('alle Morten, seni nvlega frtr ú kvennalar i Kaup- iiiannaliöfn. SPYRNA OG SPARNEYTNI í SAMA BÍL. $ VÉLADEILD Ármúla3 S.38900 Yerið velkomin i nýju veiðivörudeildinQ okkar Athugið: Veiðileyfi fást hjá okkur, Gislholtsvatn.Kleifarvatn, Djúpavatn. Darwa MITCHELL cS&véeqaeaAe Si Verslið hjá fagmanni GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290 Opið á laugardögum kl. 9—12.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.