Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 01.10.1982, Blaðsíða 21
21 Sendum í póstkröfu VJAPIS hf - A-/e/ • irinn Föstudagur 1. október 1982 Borgarráð samþykkti á fundi f'l sínum fyrir skömmu samning y sem starfsmenn borgarinnar höfðu gert við Konráð Adolphsson skólastjóra Stjórnunarskólans. Samkvæmt samningi þessum fær Konráð gefins tvær einbýlishúsa- lóðir til frjálsrar ráðstöfunar, og lóð undir húsnæði skólans við Sog- aveg, gegn því að hann falli frá byggingarrétti á lóð sem honum hafði áður verið úthlutað við Tung- uveg. Forsaga þessa samnings er æði löng, hún teygir sig aftur til 8. apríl 1975 þegar Stjórnunarskólinn fær úthlutað 1.032 m2 lóð að Tunguvegi 19A. Þar má hann byggja 1.806 m3 húsnæði fyrir starfsemi skólans. Konráð lætur hins vegar teikna 2.750 m3 hús en þeirri teikningu er hafnað af skipulagsnefnd haustið 1977. Aðalástæðan er sú að húsið sé of stórt og nýtingarhlutfall of hátt. Ári síðar er skipulagsstjóra falið að „kanna aðra möguleika á lóð fyrir Stjórnunarskólann". En í apríl 1980 eru komnar nýjar teikningar af húsi fyrir Stjórnunar- skólann við Tunguveg og nú eru þær samþykktar í byggingarnefnd og skipulagsnefnd. En það sem er athyglisvert við þessa samþykkt er að nýja teikningin gerir ráð fyrir stærra húsi en það fyrra var. Nú er húsið orðið 3.430 m3 og nýtingar- hlutfallið 0.96 en samkvæmt skipu- lagi má það ekki vera nema 0.5. Með þessari samþykkt hefur lóð- in líka verið stækkuð örlítið en sú stækkun átti eftir að draga dilk á eftir sér. Hún gerði það að verkum að eigandi hússins Skógargerði 1 var sviptur stíg nokkrum sem hann hafði haft til að geta ekið heim að húsi sínu. Þegar Konráð hóf fram- kvæmdir á lóðinni í sumar lokaði hann þessum stíg en við það vildi eigandi Skógargerðis 1 ekki una og sendi borgarráði bréf þar sem hann kvartaði yfir þessu. Þegar borgarráði barst þetta bréf og reyndar fleiri bréf frá öðrum í búum hverfisins er rokið upp og gerður áðurnefndur samningur við Konráð. Sá síðarnefndi fær eins og áður segir til frjálsrar ráðstöfunar tvær einbýlishúsalóðir á umræddri lóð sem nú hefur verið minnkuð sem nemur stígnum að Skógar- gerði 1. Konráð þarf ekki að greiða gatnagerðargjöld af þessum lóðum og heldur ekki af lóðinni sem hann fær undir skólabyggingu við Soga- veg móts við gatnamót Breiða- gerðis. Ástæðan fyrir þessum samningi borgarinnar og Konráðs er vafa- laust sú að borgin er að bjarga mál- inu fyrir horn. Ef mómæli íbúanna hefðu verið hunsuð hefðu þeir get- að kært til félagsmálaráðuneytisins og unnið það mál því með úthlut- uninni var borgin orðin brotleg við skipulagslög vegna of hás nýtingar- hlutfalls auk þess sem í skipulagi er gert ráð fyrir hreinni íbúðarhúsa- byggð á þessu svæði. Að frátalinni einni frásögn í DV hefur ríkt alger þögn um þetta mál í fjölmiðlum. Flokksblöðin hafa ekki séð ástæðu til að hampa því eða gera sér mat úr því. Ástæðuna fyrir því má vafalaust rekja til eftir- farandi málsgreinar sem er að finna í greinargerð Hjörleifs Kvaran um þetta mál: „Allar samþykktir og bókanir skipulagsnefndar og bygg- ingarnefndar eru gerðar sam- hljóða.“ Semsé: allir eru ábyrgir og hafa hagsmuni af að þessi furðu- legu mistök fari ekki hátt.... . Hvort sem það er merki um ' harðnandi samkeppni eða ekki, þá er vídeóið einnig að ryðja sér inná fasteignaviðskiptin. Fasteignasalan Eignaval er ein- hvern þessa dagana að fara í gang með þá þjónustu að bjóða kúnnum að skoða íbúðirnar á skrifstofunni - í vídeói. Fasteignasalarnir taka því með sér upptökutækin og mynda íbúðir í bak og fyrir, þegar þær eru settar á sölu, og svo geta hugsanlegir kaupendur rennt yfir úrvalið í einni svipan, í stað þess að þeysast bæjarhluta á milli eins og nú tíðkast..... efni verður í morgunútvarpinu, heldur fyrst og fremst það sem kall- að er „human interest", eða mann- líf í víðum skilningi. rj** yog r\st í hc S CVi stefán Jón Hafstein er um fþessar mundir að breyta svefnvenjum sínum verulega: í stað þess að drolla frameftir nótt- um við næturútvarp, fer hann nú að vakna fyrir allar aldir í morgunút- varpið. Á mánudag hefst hið nýja morgunútvarp hans, en það verður byggt upp að jöfnu með töluðu máli og músík. Ekkert fréttatengt eð stórvirkum vinnuvélum __ og nútimatækni hefur maðurinn sem kunnugt er öðlast nokkuö vald yfir náttúrunni — að minnsta kosti nóg til að búa til landslag á stöku stað. Viö Skúla- götuna i Reykjavik, rétt við ben- sinstöðina á Klöpp, hefur t.d. myndast dálitið nes á undanförn- um mánuðum. Það er úr mold og grjóti sem ekið hefur verið úr gryfjunni miklu, sem Seölabank- inn á að risa uppúr i fyllingu tim- ans. Það er þvi e.t.v. ekki undar- legt að nesið skuli almennt kallað Jóhannes... 1 Reykjaneskjördæmi munu f / Sjálfstæöismenn á Suður- ‘ nesjum leggja meiri áherslu en nokkru sinni fyrr á það að fá „öruggan” mann á lista flokksins, enda finnst þeim að lógu langt sé liöiðið siðan Sjálf stæðismaður frá Suðurnesjum sat á þingi. Vandamál Suðurnesja- manna mun hins vegar fyrst og fremst vera það að þeir eiga erfitt með að koma sér saman um „kandidat” sem allir Suöurnesja- menn geta sætt sig við. Heyrst hefur að Tómas Tómasson i Keflavik sé liklegastur, en hann hafi hins vegar ekki mikinn áhuga á að fara i prófkjör... Lausn á síöustu krossgátu Ö N JJ\ 6 R E B 1 ’fl R 6 fí l 1 £ 1 N 1 N G R 5 r u ‘fí F fí /V G f\ R N £ / r fí R fl £ fí K 'o R /9 K fí fí P fí R /V J R 5 J G /- fl N u N A/ <3 L- fí m P fí V J r fí r fl r? L- Jfl U 5 r fl ö L. R (£ J F JY> fí R P fí T> £ R <S J £ £ 6 A7 £ N N 'O L jyi F a N ó J N N fl N fí N fí Ú A- G / 6 L- 'o fí H R J N fí N 6 /V o N £ U U B ‘O fí P /Z R fí F r fí N fí R J P R £ / Ð H J 0 J / J? R fl /< T Jfl 5 R O 5 K fí r? fí /< fí 5 r z. j P U J? 'O <3 N fl 5 ö fí P f) R fl /< B r r u R u /? -Ð fí R R U rp /4 r fí 2> !< fí R fí 6 R fí /77 5 fí ■ fí R V / Technics’83 Ævintýralegt kynningarveró... frá Technics. krT7.750.-stsr Magnari: SU-25 2x30 sínuswött við 8 ohm. Bjögun 0,005%. Útvarp: SU-Z25L 3 bylgjur FM steríó, mið- og langbylgja . Fínstilling og næmnismælar. Kassettutæki: RSM-216 Með snertitökkum. Dolby, fluorsentmælar, metal og margt fleira. Plötuspilari: SL-B-21 DC mótor, hálfsjállvirkur, vökvalyfta, allt stjórnborð lyrir utan lok. Hátalarar: SB-31 10 55 wött, 8 ohm. Skápur á hjólum með glerhurð og toppi (Reyklitað) Ótrúlcgt verðen samtsatt. Állthækkar í veröi nema Z-25 samstæöan. Hún hækkar í gæöum en lækkar í veröi. VeriÖ velkomin, „Z“ bíður eftir ykkur. SérhæfÓ hljómtækja og video verslun. BRAUTARHOLTI 2, SÍMI 27133. HAFNARGOTU 38, KEFLAVIK SÍMI 3883.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.