Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 17.12.1982, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 17. desember _Helgai-- 1982 pðsturinn Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Vorganga í vind- hæringi eftir Bolla Gústavsson Bókin er ein af þrem verðlaunabók- um Almenna bókafélagsins í bók- menntasamkeppni þeirri sem forlagið efndi til á 25 ára afmæli sínu. Undirtitill bókarinnar er... á mótum ljóðs ogsögu, og hún segir frá mannlífi á Oddeyri við Eyjafjörð fyrir 30-40 árum. „Margar pcrsónur koma við sögu“, segir í káputexta bókarinnar, „og munu sennilega ýmsar þeirrjt koma kunnuglega fyrir sjónir þeim sem þarna þekktu til. En umfram allt er bókin merkilegt skáldverk scm bregður stór- um svip yfir dálítið hverfi, saga um fólk á ýmsum aldri, misjafnt í háttum og misjafnt að þroska...“ eins og segir í bókarkynningunni. Vorganga í vindhæringi er 150 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Hólum. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Riddarar Hring- stigans eftir Einar Má Guðmundsson Almenna bókafélagið hefur sent frá sér skáldsöguna RIDDARA HRING- STIGANS sem hlaut fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni þeirri sem for- lagið efndi til á 25 ára afmæli sínu. Höf- undurinn Einar Már Guðmundsson er áður þekktur fyrir Ijóðabækur sínar, 3 að tölu, en Riddarar hringstigans er fyrsta skáldsaga hans. Bókin er kynnt þannig á bókarkápu: „Nýstárleg skáldsaga eftir einn af okkar allra efnilegustu ungu rithöfundum. Kímin að framsetningu, alvöruþrungin og áhrifamikil að efni. Sagan gerist í Reykjavík fyrir 10-15 árum í hverfi sem er í byggingu. Aðalpersónurnar eru nokkrir ungir drengir og einn þeirra segir söguna. Þessi ungi sögumaður cr sannkallað barn í tiltektum sínum og viðhorfum og þó sýnist vitund hans rúma alla tíma og allan heiminn - einhvers konar stílgaldur. Heimur þessara drengja er vissulega annar og öðruvísi en það sem fyrri kynslóðir ís- lenskra barna hafa staðið andspænis. Og þó að hann sé oft broslegur er hann hvorki einfaldur né auðveldur og stund- um jafnvel skelfilegur. Enda hljóta drengirnir sína vígslu og hana ræki- lega“. Riddarar hringstigans er 228 bls. að stærð. Hún er unnin í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar. Maður dagsins skáldsaga eftir Andrés Ind- riðason Maður dagsins er Reykjavíkursaga sem gerist í nútímanum. Hún segir frá ungum manni, íþróttastjörnu, sem nær svo langt að hann slær hvert metið af öðru í íþrótt sinni og setur loks heims- met. En hefur hann sigrað þrátt fyrir það? Síður en svo. Allir þykjast eiga hann, stjórnmálamenn, kaupsýslu- menn, fjölmiðlar og telja sig mega nota hann eins og þeim sýnist. Hann á sem sagt eftir að sigra umhverfi sitt Hvernig skyldi það ganga? Sagan hefur svar við því. Maður dagsins er 192 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Árna Valdemars- sonar. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. ® Sambyggt tæki með toppgæði RE.11.505- SG2 A1ETAL ÍX1 DCXBY SYSTEM SG-2HB HUÐMBÆR !■■■■■«! HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 - 17244 Don Kíkóti frá Mancha eftir Cervantes Saavedra í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar Almenna bókafélagið hefur sent frá sér þriðja bindi Don Kíkóti eftir Cervantes í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Don Kíkóti er eins og kunnugt er einn af risum heimsbókmenntanna, og hefur fyrri bindum verksins um hann verið mjög vel tekið, enda allir á einu máli um hve mikill fengur er að eignast það á íslensku í snilldarþýðingu Guð- bergs Bergssonar. Don Kíkóti er eins og vera ber í bókaflokki AB Urvalsrit heimsbókmenntanna. Petta bindi er 212 bls. að stærð og verkið er unnið í Víkingsprenti. FORN FRÆGÐAR SETUR Forn frægðar- setur - ný bók eftir síra Ágúst Sig- urðsson Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hef- ur gefið út bókina „Forn frægðarsetur" eftir síra Ágúst Sigurðsson á Mælifelli í Skagafirði. Er bókin hin fjórða í röðinni sem síra Ágúst hefur skráð um forn frægðarsetur og segir sögu þriggja ólíkra staða á Suður- Vestur-. og Norðurlandi, þ.e. Kross í Landssveit, Borg á Mýrum og Þönglabakka í Fjörðum. f bókinni segir síra Ágúst harmsögu miðaldabændanna á Krossi er létu lífið heima á garðinum fyrir hendi aðvífandi óbótamanna. Greint er frá hinu ósvífna jarðabraski Ögmundar biskups er hann sölsaði Krosseignina undir sig og þeirri auðmýkingu sem staðarprestur á Krossi varð að þola, þegar jörðin var orðin bændaeign eftir hrun Skálholtsstóls. í þættinum um Borg á Mýrum segir síra Ágúst m.a. frá Einari skálaglamm sem hann segir að megi telja hinn raunveru- lega höfund Egils-sögu, frá því hvernig Snorri Sturluson komst yfir Borg og ýmsum búendum þar, stórauðugum eða blásnauðum. I þættinum um Pönglabakka segir frá óvenulega harðri lífsbaráttu Þönglabakkapresta, ein- manaleikanum, manndauðanum og snjóþyngslunum við ysta haf, uns hinar afskekktu sóknir í Fjörðum, Flateyjar- dal og loks í eynni lögðust með öllu í auðn. Síra Ágúst Sigurðsson lauk ritun bókannnar í Kaupmannahöfn á sl. vetri, en þar dvaldist hann um skeið í fræðimannsíbúðinni í Húsi Jóns Sig- urðssonar og vann að ritstörfum og rannsóknum í norrænni kirkjusögu. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og teikninga og hafa margar þeirra ckki birst áður á prenti. „Forn frægðarsetur" er sett, umbrot- in, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar, en bundin hjá Arn- arfelli hf. Kápuhönnun annaðist Ernst Bachmann. ÞUMALÍNA mjög fallegir gallar heilir og tvískiptir í mörgum gerðum, stærðum og litum. Loðhúfur til jólanna og vatteraðar húfur í mörgum gerðum, stærðum og litum á telpur og drengi. Jólakjólar, blussur, skyrtur, vesti, buxur, velúr - inni- og útifatnaður, nærföt og náttfatnaður auk sængurgjafa í þúsundatali. Kerrurog kerrupokar, vöggusett, vögguklæðningar, bleyjurog bleyjupokar, burðarrúm, burð- arpokar, baðborð og leikgrindur. Leifsgata 32 - Sími 12136 - 101 Reykjavík - lceland MatrÓSUkjÓlar — AdlTlÍralS Og MatrÓSUfÖt Ný sending: Matrósukjólar og matrósuföt. Sérlega falleg og vönduð. Litir: hvítt, rautt, blátt og tvílitt. Fakir - rúllan gegn fitukeppum og þreytu. Nóvafónninn - gegn gigt og þrautum. Weleda hárvatn gegn hárlosi og flösu. Weleda gigtar- og baðolíur, hárolíur, nætur- og dagkrem, hfeinsimjólk, fáið upplýsingarog upplýsingapésa. Póstsend- um. Sími: 12136. ÞUMALINA, LEIFSGOTU 32.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.