Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 9
fremst verið að breyta skammtíma- skuldum o.fl. í löng lán. Búnaðar- bankinn er viðskiptabanki NT en Hákon Sigurgrímsson viðurkennir í samtali við HP að þeir hafi núna fengið lán í Landsbankanum þó það hafi ekki verið í slagtogi með öðr- um. Hvernig stóð á því? Því er ósvarað. Gudrún Gudmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Þjóðviljans segir HP að blaðið hafi nýlega fengið lán uppá fjórar milljónir í sínum við- skiptabanka, sem er Landsbankinn. Hvort Landsbankinn hafi endurselt lánið til Seðlabanka eða sá banki hafi með einhverjum hætti bak- tryggt þetta kvaðst hún ekki vita. Ekki gaf hún upp lánakjör en eftir öðrum leiðum höfum við fregnað að hér hafi verið um að ræða lán til 10 ára og á góðum kjörum. „Það eina sem ég veit um þetta er að við fengum þarna breytt skuld- um við Landsbankann upp á 4 millj- ónir, en hvort Seðlabankinn endur- keypti eitthvað af þessu veit ég bara ekkert. Það getur vel verið að hann hafi gert það en ég veit ekkert hvað hin blöðin fengu," segir Svavar Gestsson, form. Alþýðubandalags- ins sem er jafnframt formaður út- gáfustjórnar Þjóðviljans. Hann var spurður hvort samstarf hefði verið með blöðunum og kvað nei við því og sagðist ekki hafa heyrt fyrr að Morgunblaðið hefði fengið lán. „Ég vissi um NT,“ segir hann, „við erum saman í Blaðaprenti þannig að ég hafði frétt af þeim.“ Þegar fjárhagsvandi NT var sem mest til umræðu eftir verkfall var talað um það í blaðstjórninni, að taka þyrfti 10 milljón króna lán. Lán- ið, sem fékkst með aðstoð Seðla- bankans úr Landsbankanum, var í kringum 8—9 milljónir. Þannig nemur heildarlánið til NT og Þjóð- viljans 12—13 milljónum króna. Ekki er HP kunnugt um hversu hátt það lán er, sem Morgunblaðið frest- aði að taka eða hafnaði. Réttar uppáskriftir Umrætt lán kom aldrei til form-’ legrar umræðu í bankaráði Lands- bankans en einn af meðlimum þess segir HP að í byrjun desember hafi bankaráðsmenn velt alvarlega vöngum yfir því sem kallað var „krísa" blaðanna. Bankastjórar og háttsettir starfsmenn Landsbankans voru sem lokuð bók þegar HP leit- aði upplýsinga hjá þeim um málið og báru fyrir sig lögboðna þagnar- skyldu. Bankaráð Seðlabankans mun ekki heldur hafa fjallað um málið en einn þeirra er þar sitja kvaðst þó minnast þess að hafa heyrt um þetta mál milli jóla og ný- árs. Annar fyrrverandi bankaráðs- maður í seðlabankaráði kannaðist ekki við þetta en sagði að eðlilegt væri að bankaráði yrði gerð grein fyrir afgreiðslu seðlabankastjórnar- innar ef farið væri út fyrir troðnar slóðir s.s. við endurkaup á víxlum o.s.frv. Aðstoðarbankastjórar Seðlabank- ans, þeir Bjarni Bragi Jónsson og Björn Tryggvason, könnuðust ekk- ert við að Seðlabankinn hefði staðið að baki lánveitingum til einkaaðila enda væri það ekki innan venjulegs ramma bankans. „Þetta er útilok- að,“ sagði Björn Tryggvason um það hvort bankinn hefði baktryggt slík lán. Lán úr Seðlabankanum væru innan mjög þröngs ramma og þá helst til iðnþróunar o.s.frv. en alls ekki til dagblaðanna. Ólafur Örn Klemensson hjá lánadeild Seðla- bankans sagði að bankinn hefði aldrei lánað til prentverks eða iðn- aðar á því sviði nema varðandi prentun á tölvupappír. Hér gæti því ekki verið um lán að ræða til iðnað- ar, þ.e.a.s. blaðaprentsmiðju eða ein- hvers slíks. Eftir töluverða eftirgrennslan komst HP loks að því hjá áreiðan- legum heimildarmanni að umrætt lán hefði beinlínis verið veitt úr Seðlabankanum. Formlega séð hafi Landsbankinn veitt lánið eftir að forystumenn flokkanna höfðu haft samband við bankastjóra Seðla- bankans. Lausafjárstaða Lands- bankans er mjög slæm og tjáir reyndur bankaráðsmaður HP að nú sé svo komið að um fjórðungur af greiðslum Landsbankans komi frá Seðlabankanum. „Þetta lán fékkst ekki í Lands- bankanum, heldur í Seðiabankan- um, beinlínis þaðan," sagði traustur heimildarmaður HP. Þessi maður, eins og flestir aðrir sem HP hafði samband við, þekkti málið vegna pólitískra tengsla sinna. „Það var ákaflega einkennilega að þessu staðið," sagði annar heimildarmað- ur blaðsins. Báðir bentu þeir á Seðlabankann og báðir veltu þeir fyrir sér hvernig þessi heildarláns- fjárhæð til NT og Þjóðviljans væri flokkuð. Þar lægi hundurinn graf- inn. Þetta væri eins og leikverk, þar sem aðalatriðið væri að hvergi kæmi fram að Seðlabankinn hefði komið þarna nálægt. „En uppruni og uppspretta þess- ara lána er í Seðlabankanum," sagði heimildarmaður HP. í stuttu máli lítur leikritið svona út: Eftir að formenn flokkanna (við vitum ekki hver talaði við Seðla- bankann) hafa aflað sér tryggingar hjá seðlabankastjóra vegna lánsins er gengið frá skuldabréfi upp á lánin í Landsbankanum með réttum upp- áskriftum og veðsetningum. Síðan borgar Landsbankinn. En í fram- haldi af því fær svo Landsbankinn lánsfjárhæðina til baka frá Seðla- bankanum, lánið er endurselt, og skráð sem lán Seðlabankans til Landsbankans. I þessu samhengi er rétt að minna á, að um miðjan síðasta áratug varð uppvíst um lán sem Seðlabank- inn baktryggði til einstaklinga og var þáverandi utanríkisráðherra, Einar Ágústsson, helst nefndur. Háttsettur bankamaður segir HP, að hlutir sem þessir hafi orðið sjaldgæf- ari og öll seðlabankatengsl vegna lána minnkað. I bankaheiminum eru lán af þessu tagi nefnd afskriftarlán. Undir tönn tímans étast þau smátt og smátt upp þar til þau eru orðin að engu. Þarna er í sjálfu sér ekkert ólöglegt á ferðinni, enda hafa bankastjórar nokkuð frjálsar hendur til útlána ef Flokksmálgögnin og ríkisstyrkurinn: Fá 20 milljónir á ári Á fjárlögum yfirstandandi árs er 13 milljónum veitt til dagbladanna samkvœmt tillögu stjórnskipadrar nefndar. Par er um að rœda sömu krónutöluupphœd og var á síðasta ári. Þetta blaðastyrkjakerfi er um það bil 15 ára og hefur löngum verið umdeilt. Forsendur fyrir því að blað geti hlotið slíkan styrk eru skv. upplýsingum A rndísar Steinþórs- dóttur, fulltrúa í gjaldadeild fjármálaráðuneytisins, þœr, að um sé að rceða dagblað og í ofanálag að blaðið eigi fulltrúa á þingi. Skipting fjárins fer þannig fram að fyrir það fyrsta er keypt áskrift ! að 200 tölubiöðum hvers blaðs á hverjum degi til dreifingar í ríkis- stofnunum og ráðuneytum. Af- ganginum er svo skipt á tvennan hátt. Hluta fjárhæðarinnar er skipt jafnt milli þingflokkanna og afganginum eftir styrkleika þeirra á þingi, þ.e.a.s. eftir þingmanna- tölu hvers flokks. Sérstakur liður er svo á fjárlögum um fé til útgáfu- starfsemi þingflokkanna. Þá hafa þeir frjálsar hendur um ráðstöfun þess fjár. í ár nemur sú upphæð 7 milljónum króna þannig að í heild er um 20 milljónir að ræða sem hið opinbera veitir til pólitískrar útgáfustarfsemi og þar af fer meg- inhlutinn til flokksmálgagnanna Morgunblaðsins, NT, Þjóðviijans og Alþýðublaðsins en DV hefur löngum beðist undan því að fá þarna nokkuð í sinn hlut, skv. upp- lýsingum Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- flokksins, sem veitir „úthlutunar- nejndinni" forstöðu. í leiðurum DV hefur þetta styrkjakerfi verið gagnrýnt ótæpi- lega en engu að síður nýtur það þess með óbeinum hætti. Það eru nefnilega keypt 200 eintök af blað- inu til dreifingar innan opinbera kerfisins. Fjárhæðin er aðeins flokkuð undir öðrum fjárlagalið. Umrædd nefnd, sem gerir tillög- ur um upphæðir við gerð fjárlaga hvers árs, er skipuð í umboði þing- flokkanna og af fulltrúum þeirra. Sú regla gildir ævinlega, að sá flokkur sem hefur á að skipa fjár- málaráðherra rikjandi ríkisstjórn- ar á rétt til að skipa sinn mann í formannssæti nefndarinnar. Nú er það Kjartan Gunnarsson, eins og fyrr er nefnt, en auk hans sitja í nefndinni Kjartan Ólafsson fyrir Alþýðubandalagið, Geir Gunn- laugsson fyrir Alþýðuflokkinn, Ágúst Einarsson fyrir Bandalag jafnaðarmanna, Guðný Guð- mundsdóttir fyrir Kvennalista og Kristján Benediktsson fyrir Fram- sóknarflokkinn. Kvennalistinn og Bandalag jafn- aðarmanna hafa eðli málsins sam- kvæmt ekki notið þess fjár sem veitt er til málgagnanna, þar sem þá flokka skortir málgögn, en þeir fá að sjálfsögðu hluta þeirra 7 milljóna sem varið er til útgáfu- starfsemi þingflokkanna. BJ hefur því gert tillögu um að tilhöguninni verði breytt þannig, að öllu þessu fé, þ.e.a.s. 20 milljónum í ár, verði skipt milli þingflokkanna til út- gáfustarfsemi í samræmi við kjós- endahlutfall hvers og eins. Kjartan Gunnarsson, formaður nefndar- innar, sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn hefði, með örfáum undantekn- ingum hvað einstaka þingmenn varðaði, ævinlega staðið gegn af- greiðslu þessa þegar fjárlög væru afgreidd á þingi og hvað Morgun- blaðið varðaði þá stæði til að það bæðist undan þessum styrkjum á sama hátt og DV, þó það væri ekki endanlega ákveðið. Sú breyting væri fyrirhuguð hvað Morgun- blaðið varðar. Blöðin boða nú í auknum mæli frjálsa og óháða ritstjórnarstefnu. DV hefur sagt sig frjálst og óháð um árabil, NT telur sig ekki háð Framsóknarflokknum og Morgun- blaðið hefur í seinni tíð lagt áherslu á sjálfstæði sitt gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Engu að síð- ur eru flokkaáhrifin sterk. Fjár- veitingavaldið veitir blöðunum styrki ef þau eiga fulltrúa á þingi, svo sem sú regla er berlega orðuð. Forystumenn flokkanna eru til- búnir að taka höndum saman til að útvega þeim lánafyrirgreiðslu í ríkisbönkum þegar þröngt er í búi til blaðaútgáfu á markaðinum, eins og fram kemur í aðalgrein HP í dag. Ritstjárnarskrifstofur NT: Hákon Sigurgrímsson stjórnarfor- maður NT viðurkennir oð nú hofi lán verið tekið úr Landsbankanum þó Bún- aðarbankinn sé þeirra viðskiptabanki. veð er fyrir lánunum. Eins og fyrr er greint var bankastjórn Landsbank- ans treg til að lána blöðunum upp- haflega en greitt var fyrir afgreiðslu þegar áhrifamenn í stjórnmálum opnuðu „seðlabankaleiðina" fyrir málgögn sín. Fyrir því eru fleiri heimildir, bæði innan bankakerfis- ins sem utan. Það er auðvitað ekki hlutverk Seðlabankans að greiða fyrir slíku þar sem hann á að annast m.a. seðlaútgáfu, efla og varðveita gjald- eyrisvarasjóð sem nægi til þess að tryggja frjáls viðskipti við útlönd og fara með gengismál að öðru leyti, annast bankaviðskipti ríkissjóðs og vera þar til ráðuneytis, auk þess að vera banki annarra banka og pen- ingastofnana, án þess þó að hafa af- skipti af einstökum viðskiptum þeirra nema til eftirlits o.s.frv. Fyrir þessu almenna hlutverki Seðla- bankans er þó undantekning í seðla- bankalögunum þar sem segir í 17. grein að honum sé heimilt að reka önnur bankaviðskipti, sem sam- rýmanleg geta talist hlutverki hans sem Seðlabanka, en hann skuli þó yfirleitt hvorki skipta við almenning né keppa um viðskipti við aðrar lánastofnanir. Ekki endurkeypt lán „Við hjá Seðlabankanum höfum ekki endurkeypt nein lán,“ segir Jó- hannes Nordal, aðspurður um það efni. „Seðlabankinn veitir ekki lán til einkafyrirtækja,“ bætti hann við og sagði bankann ekki kaupa papp- íra af öðrum heldur. „Bara opinbera pappíra eða víxla bankanna." Hann sagði að Seðlabankinn endurkeypti í sambandi við afurðalán. „Við höf- um aldrei endurkeypt skuldabréf vegna einkafyrirtækja eða sem gef- in eru út af einkafyrirtækjum," sagði hann. Aðspurður um hvort hann kannisí við að Seðlabankinn hafi á einhvern hátt baktryggt lán Lands- bankans, sagði hann: „Við fylgjumst ekkert með útlánum Landsbankans. Hann skiptir við okkur sem banki og ákveður sín útlán sjálfur. Við höf- um ekki endurkeypt nein skulda- bréf blaðanna," voru lokaorð hans. „Blöðin gjalda þess að hafa ekki neinn stofnlánasjóð til að ganga í þegar illa árar,“ segir maður gjör- kunnugur blaðaútgáfu. „Þessum vesalings fyrirtækjum sem hafa orð- ið fyrir miklum skakkaföllum í verk- fallinu hefur aldrei verið hjálpað svo nokkru nemi og sú fyrirgreiðsla sem við fengum er ekkert öðruvísi en þau þúsund fyrirtækja í landinu njóta í sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði sem hafa fengið að breyta sínum lausaskuldum á undanförn- um 3—4 árum,“ segir Hákon Sigur- grímsson. Það getur vel verið eðlilegt að blöð njóti opinberrar fyrirgreiðslu en það verður þá að ganga jafnt yfir alla. Embættismenn eru bundnir þagnareiði um svona afgreiðslu og gáfu því lítið upp. Lítið fékkst einnig frá stjórnmálamönnum. Endanlega getur aðeins Alþingi svipt hulunni alfarið af þessu máli. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.