Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 24.07.1986, Blaðsíða 31
FRÉTTAPÓSTUR Kvennaathvarfið á hausnum Kvennaathvarfið á við mikla fjárhagserfiðleika að stríða, en tillögu minnihlutans í borgarstjórn um tafarlausa greiðslu á seinni helmingi þeirra 625 þúsund króna sem at- hvarfið fékk úthlutað á fjárhagsáætlun borgarinnar, var vísað frá á borgarráðsfundi á þriðjudag. Fjárhagsstaða Kvennaathvarfsins er svo bág að ekki hefur reynst unnt að borga starfsmönnum tilskilin laun og ekki reynst unnt að hefja lagfæringar á annars hálfónýtu húsi athvarfsins. En þótt opinberir fjárveitingamenn séu tregir á athvarfið sér hauk í horni sem er Bubbi Morthens en hann mun gangast fyrir tónleikum til styrktar athvarfinu. Kvennathvarfið fékk um 2 milljónir á fjárlögum rikisins til ráðstöfunar en gróflega áætlað vantar eina milljón uppá svo unnt reynist að starfrækja athvarfið fram að áramótum. Arnarflug stendur í ströngu Arnarflug hefur ákveðið að segja upp starfsmönnum vegna fyrirhugaðrar endurskipulagningar fyrirtækisins. írska flugáhafnaleigan Perc Ltd. hefur hótað að fara fram á gjaldþrotaskipti Arnarflugs vegna vangreiddrar 26 milljóna króna skuldar flugfélagsins en samningaviðræður fyrir- tækjanna um greiðslu skuldarinnar standa nú yfir og eru Arnarflugsmenn bjartsýnir um að samkomulag takist. Útgerðin skilar bullandi hagnaði Utgerðin í landinu býr við eitt mesta góðæri íslandssög- unnar því að sögn Þjóðhagsstofnunar er meðal hagnaður af bolfiskveiðibátum 9,4% í ár. Hagnaður af loðnubátum og frystiskipum mun vera enn meiri þótt ekki sé vitað ná- kvæmlega hve mikill hann er. Olíulækkun, gott tíðarfar og mikill afli munu hér valda mestu. N‘ART hátíðin sett N‘ART ’86 sem er hugsuð sem norræn afmæliskveðja til Reykjavikurborgar vegna 200 ára afmælisins var sett með pompi og pragt á laugardag. Kulturprojekt Island 86 stend- ur að þessari 10 daga hátið sem samanstendur m.a. af fjölda leiksýninga, myndlistarsýninga, tónleika o.fl., með inn- lendum en þó aðallega skandinavískum listamönnum. Nýtt loðnuverð ákveðið Nýtt loðnuverð, 19 þúsund krónur á tonnið, var ákveðið á þriðjudag, á fundi yfirnefndar Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins, með atkvæðum oddamanns og seljenda gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda sem segjast vera algerlega mótfallnir þessari verðákvörðun við núverandi markaðsaðstæður. Mokveiði er á loðnumiðum. Breyting á vali vinsældalista rásar 2 Nokkur óvissa var um það hvort vinsældalisti rásar 2 til- heyrði sögunni eða ekki í kjölfar deilna umsjónarmanna listans við hljómsveitina Skriðjökla á Akureyri, en umsjón- armennirnir grunuðu þá um að hafa staðið fyrir skipulögð- um hringingum við val vinsældalistans, sem síðan var lýst- ur ómerkur. Listinn mun hins vegar ekki verða lagður nið- ur en héðan í frá verður fólk beðið um ýmsar persónulegar upplýsingar, s.s. nafn, nafnnúmer, heimilisfang og síma- númer til að koma í veg fyrir frekari leiðindi í framtiðinni. • Aðalkjarasamningur Bandalags kennarafélaga og Kenn- arasambands íslands við fulltrúa fjármálaráðuneytisins voru undirritaðir á þriðjudag. Samingurinn er samhljóða aðalkjarasamningi ríkisstarfsmanna í BHM nema lagaður sérstaklega að kröfum kennara en viðræður um sérkjara-. samninga kennarafélaganna hefjast í næsta mánuði. • Fargjöld i innanlandsflugi hafa hækkað um 6% og hefur flugfargjald milli Akureyrar og Reykjavíkur þannig hækk- að í 2314 krónur. Fulltrúar flugfélaganna segja að kostnað- arhækkanir hafi knúið á um hækkunina. • Greiðslubyrði skattaeftirstöðva þessa árs verða mun meiri en hækkun skattavisitölunnar gerði ráð fyrir því laun milli áranna 1984-5 hækka meira en gert var ráð fyrir eða um 40%, en að auki var fyrirframgreiðsla skatta nokkuð lægri en áður. • Landssamband lögreglumanna ákvað að seinka allsherj- aratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um nýgerðan sérkjarasamning við fjármálaráðuneytið. Munu lögreglu- menn helst vera óánægðir með sk/viðmiðunarreglu þar sem gengið er út frá launum hópa í BSRB, BHMR og Kennara- samböndunum. • Hugmyndin um haustkosningar mun enn ekki dauð og hafa m.a. þingmennirnir Guðmundur Bjarnason og Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafa lýst fylgi sinu við hana. • Vísitala byggingarkostnaðar hefur verið reiknuð fyrir júlimánuð og er 272,72 stig sem er 1,8% hækkun frá siðasta mánuði. • Samvinnubanki íslands, Samvinnusjóður íslands og franski fjölþjóðabankinn Banque Indosuez stofnuðu á þriðjudag fjármögnunarfyrirtækið Lind hf. Fyrirtækinu er ætlað að gegna hlutverki fjármögnunarleigu og kaupleigu en síðar mun ráðgert að hefja lánaviðskipti, bæði áhættu- og fjárfestingarlán auk ábyrgða og almennrar fjármálaþjón- ustu. íslensku fyrirtækin eiga samtals 60% í hinu nýja fyr- irtæki og Þórður Ingvi Guðmundsson hefur verið ráðinn bráðabirgðaframkvæmdastjóri. • Áhugi ASÍ, BSRB og SÍS á sameiginlegum útvarps- og sjón- varpsrekstri er slokknaður. Ákvörðun SÍS um rekstur fjöl- miðlafyrirtækis og tilboö þess til ýmissa aðila um viðræður án samráðs við fyrrgreinda aðila mun ekki hafa liðkað fyrir frekari samvinnu þessara aðila. LADY OF PARIS laugavegi 84 (2. hoeö) - Sími 1 28 58 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.