Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson.Friðrik Þór Guðmundsson, Helgi Már Arthursson, Jóhanna Sveins- dóttir, Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471). Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsla: Berglind Nanna Burknadóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sfmi 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Vatnaskil f pólitíkinni Ekki verður betur séð en, að í uppsiglingu séu vatnaskil í íslenskum stjórnmálum. Hing- að til hefur Sjálfstæðisflokkurinn trónað yfir öðrum stjórnmálaflokkum og aldrei þurft að óttast verulegt fylgistap til annarra flokka. Að auki hafa hinir flokkarnir frá miðju og til vinstri við hana haft gott lag á því að lúskra hverjir á öðrum, sjálfum sér og öllum öðrum en Sjálf- stæðisflokknum til skaða. Skoðanakönnun sú, sem Helgarpósturinn birtir í dag er önnur í röð HP-kannana, sem bendir til þess, að hérlendis sé að verða til pólitískt afl í mynd stjórnmálaflokks, sem kynni hugsanlega að laða til sín vinstri sinnað fólk, alls kynsfélagshyggjufólkog borgaralega velferðarkrata undir sömu regnhlíf. I október-könnun HP kom Alþýðuflokkur- inn út með meira fylgi en Alþýðubandalagið. Sama saga endurtók sig í könnun Félagsvís- indastofnunar í byrjun nóvember og nú er Alþýðuflokkurinn ekki bara næststærsti stjórnmálaflokkurinn, heldur er hann orðinn meira en helmingi stærri en Alþýðubandalag- ið. Samkvæmt þessu þrefaldar flokkurinn þingmannatölu sína og fari fram sem horfir og úrslit kosninga í vor verða nálægt þessum niðurstöðum virðast kratar eiga stutt í það að geta hrósað sínum stærsta sigri, stærra sigri en í kosningunum 1978, sem oftast er miðað við. Því sem pólitískir athugunarmenn velta helst fyrir sér núna er hvort Jón Baldvin hafi tekist það, sem krata hefur lengi dreymt um, nefnilega að byggja upp stóran flokk jafnað- armanna eins og þessir flokkar eru á Norður- löndum og víðar í Vestur-Evrópu. Spurningar- merkið, sem sett er við þetta er sú sögulega staðreynd, að krötum hefur alltaf haldist illa á fylgi sínu. Oft hafa sveiflurnar hjá krötum ver- ið kenndar við „pólitíska flóttamenn", óánægða kjósendur, sem velja krata í þetta og þetta sinnið vegna lélegra valkosta. Staðan í pólitíkinni virðist ekki vera hin sama og svo oft áður. Vissulega eru þeir margir sjálfstæðismennirnir, sem munu fara yfir á kratana núna, vegna óánægju með eig- in flokk. Hins vegar er það almennt viður- kennt, að Jóni Baldvin hefur tekist að leggja pólitískar snörur sínar víða með góðum leikj- um, sem eigi eftir að endast Alþýðuflokknum lengi. Lykilatriði þar eru 1) að fá þingmenn Bandalag s jafnaðarmanna til liðs við sig og 2) að fá Jón Sigurðsson forstjóra Þjóðhags- stofnunar til þess að skipa efsta sætið í Reykjavík (og sennilega að erfa formennsk- una síðar). Þannig nær Alþýðuflokkurinn til frjálslyndra krata og kerfisumbótasinna (BJ) og þannig nær hann til ráðsettra krata og ekki síður til svokallaðra hægri krata, sem hingað til hafa rokkað á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks (= Jón Sigurðsson). En Jón Baldvin Hannibalsson virðist þó eiga talsvert verk fyrir höndum, sem kann að reynast honum hvað erfiðast. Það er að sann- færa vinstri kratana (mjúka Alþýðubandalags- menn), að þeir eigi eitthvert erindi ( það sem Jón Baldvin vill kalla „þreiða fylkingu jafnað- armanna" vegna stefnu Alþýðuflokksins í varnarmálum, bæði hvað varðar varnarliðið, NATO og jafn sjálfsagðar yfirlýsingar og yfir- lýsingar um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, sem allir kratar á Norðurlöndum eru sammála um nema hinir íslensku. í Ijósi skoðanakönnunar HP í dag verður forvitnilegt að fylgjast með pólitísku fram- vindunni hérlendis næstu mánuði og ár, ef blaðran springur ekki. Því ef hún springur ekki, má telja fullvíst, að í uppsiglingu sé vísir að tveggja flokka kerfi á Islandi. BREF TIL RITSTJORNAR HÓTUNARBRÉF — frá Tryggingastofnun ríkisins i R.A.F. Ofíiaer rccivod 87o,ooo.oo. Joe BLLIOT reciovod 0,000.00. And loot it bcccuac hc broko tho cliain. liilo in tlio Philippincop GENO WOI.CH lont hia wifo nix day& aftar, ccicvcing thc lottcr. HÖ fnild«l to circulato tho lottor,howcvor, cfor hor doath hc rocivcd'i 87,735.oo. . ’laecc ocnd 2o copicn of tho lottor anil noo what happcnn in four dayn. ho chain comcn froin Vcnnauala, and vnn writtcn by Snul Anthony Po/'rboh, nio3Ínonary l'roin South Amcrica, Slnce tlio copy nuot tako a tour of ho world;vounmuet. nako r.npin nnri r?nd t.h.ofn to your frinde ond :nociats around tho world. And aftor a fow dayó you will'got a URPRISE. Thio io truo ,cvcn if you aro not ouporotition. o noto t)io follo.wing,Conotantinc Diao rocivcd thc chain in 1953* ír"^iked hio occrotary to ir.ako 2o copió of tho lcttcr and ocnd thiin out. ''"'Ý.o latcr h4 v/on a lottery of tvio million dalloró.Arln Ladditt Vy*45ployao rccived the lctter arid forgot it had tó lerrvo hin N<>6 houro.He loot hio Joþ-.latcr ho fond tho lottcr^andacáiii to people he thot noeded holp, and afow dayó later Darian Fairchild rocivved the lcttar ho did not Y• tiinc dayó latcr ho diad, .. .REMEMBER SEUD t!0 M( ‘M^J'TICn . . . . TT WORKS.... Keðjubréfið og umslagið með póststimpli Tryggingarmálastofnunar. Ein af furdulegri afurdum mann- skepnunnar er kedjubréfafaraldur- inn, sem sprettur upp med reglulegu miltibili. Oftar en ekki er um hrein- rœktud hótunarbréf ad rœda: Þú færö bréf og þér er sagt ad ef þú sendir tiltekinn fjölda afrita frá þér munir þú fá peninga eda annars konar lukku. Ef þú gerir það hins vegar ekki þá átt þú á hœttu að glata lífi og limum. Eitt slíkt bréf barst okkur á Helg- arpóstinn frá konu einni á höfuð- borgarsvæðinu. Bréfið er í svæsnara lagi og er þá ekki mikið sagt. Lítum nánar á bréfið: í því er sagt að keðj- an hafi byrjað í Venezuela og farið 9 sinnum umhverfis jörðina. Viðtak- anda er skipað að senda 20 afrit frá sér innan 96 klukkustunda og tiltek- in dæmi af fólki sem hafi óvænt fengið svimandi upphæðir inn á borð hjá sér. Svo og dæmi af fólki sem dó, missti maka sinn eða at- vinnu vegna þess að það rauf keðj- una. Bréf þetta er ritað á aldeilis afleitri ensku og í lok þess stendur „Iceland 30/8 1986". Keðjubréf eru engin nýlunda hér á Iandi fremur en annars staðar, en þetta bréf er nokkuð sérstakt — því það er opinbert! Af póststimplinum utan á bréfinu má nefnilega ráða að það er sent af einhverjum starfs- manni Tryggingastofnunar Islands og þá væntanlega 19 bréf önnur — á kostnað skattborgara landsins.1 Margt smátt gerir eitt stójt og kannski von að útgjöld þessarar stofnunar nemi nær fjórðungi af út- gjöldum ríkisins. -FÞG Athugasemd Blaðinu hefur borist eftirfarandi: í 48. tbl. HP útg. 27.11. 1986 er á bls. 27 greinarkorn þar sem undir- ritaður er sagður hafa ... „marg- sinnis gefið út yfirlýsingar um hversu mörgum leyfum nefndin hyggst úthluta til þeirra er vilja setja upp jarðstöðvar til að ná gervi- hnattasjónvarpi". .. í greinarkorn- inu er síðan iagt út af framan- greindri fullyrðingu. Hér er af hálfu blaðsins á ferðinni mikill misskiln- ingur eða vísvitandi ósannindi. Ég hef mér vitanlega eðlilega aldrei gefið neinar yfirlýsingar um leyfis- veitingar útvarpsréttarnefndar vegna rekstrar jarðstöðva. I þeim til- vikum sem slík leyfi þarf þá úthlutar samgönguráðuneytið leyfinu. Sé hins vegar ætlunin að dreifa slíku efni til almennings þarf viðkomandi að fá útvarpsleyfi hjá útvarpsréttar- nefnd. Virðingarfyllst, Kjartan Gunnarsson. LAUSN Á SPILAÞRAUT Ef við svínum laufi, þá erum við lent í hálgerðri sjálfsblekkingu. í rauninni er ekkert á þessu að græða, þótt svínan takist. Við töp- um einu hjarta, svo að samningur- inn fer algjörlega eftir því, hvort spaða svínan tekst. Takist hún, þá þurfum við ekki á laufa-svínunni að halda, því laufa dömunni köst- um við í fjórða spaðann. Við vinn- um spilið ef austur á spaða kóng- inn. Það er sagt að smærri óskirnar fái maður frekar uppfylltar en þær stóru og því látum við laufa ásinn fyrst og spilum upp á að þetta sé lega spilanna: S 10-9-3 H G-10-5 T K-10-8-4-2 LÁ-D SK-7 H D-9-4-3 T 7-3 L K-G-9-7-6 S Á-D-G-2 HÁ-6 T Á-D-G-6 L 10-4-2 Eftir að hafa tekið trompin, lát- um við spaða tíuna rúlla í gegn og svínum áfram þangað til kóngur- inn kemur. Laufa drottningin hverfur í fjórða spaðann og við gefum að- eins einn hjarta slag. S 8-6-5-4 H K-8-7-2 T 9-5 L 8-5-3 • • OL- OG VINEFNI Lagið ykkar eigið öl og vín Tómstundaiðjan sem borgar með sér — verð per ölflösku 0,33 l aðeins frá kr. 9.00 — verð per vínflösku 0,7 l aðeins frá kr. 40.00 Magnafsláttur — Tilboð á byrjendasettum <D Ármúla 40 — Sími 35320 A44RKID BÖRN í BÍLUM ÞURFA VÖRN / „/ - sama hve gömul eru. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.