Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 12.03.1987, Blaðsíða 24
SKAK „Villir hann, stillir hann“ Oft hef ég hugsað um það, og alltaf með meiri og meiri undrun, hve ótrúlegri fjölbreytni skákin býr yfir. Þessi örsmái her trémanna sem hreyfa sig eftir einföldum reglum á sínu takmarkaða leiksviði, einn eða tveir í senn — hvers vegna er ekki fyrir löngu búið að tæma alla möguleika og varpa þessu spili fyrir borð? En það er nú öðru nær. Skákin hefur fylgt mannkyninu í meira en þúsund ár, og þótt oft hafi verið kafað djúpt, fer því fjarri að menn séu komnir til botns. Fyrir svo sem þremur aldar- fjórðungum töldu sumir að nú væri skákin að verða tæmd, lög- mál góðrar taflmennsku orðin kunn og hennar biði ekki annað en jafnteflisdauðinn. En einmitt þá var nýr skákstíll á leiðinni, við- horf manna breyttust og jafnteflis- dauðinn var ekki lengur jafn hættulega nærri. Skákmenn eru að vísu misdjarfir, ekki eru allir jafn báráttufúsir, en þegar tekst að ná saman nokkrum snjöllum og vígfúsum taflmeisturum, eins og nú á Reykjavíkurmótinu, sést hve jafnteflisdauðinn er fjarri. Sá sem teflir „ríður með björg- um fram“, eins og Ólafur Liljurós, og fyrr en varir er hann kominn inn á ókunnar lendur þar sem allt getur gerst. Lítum á eitt dæmi frá mótinu um óvæntar sveiflur. Það er Jón Loftur sem hefur hvítt gegn Jan Timman. Jón lenti tvívegis í örðugum flækj- um og mikilli tímaþröng: Gegn Timman þar sem tíminn hrökk ekki til og gegn Kortsnoj þar sem Jón átti unnið tafl þegar tímahrak- inu lauk. 01 e4 e5 03 Bb5 afi 05 0-0 b5 07 Hel Bc5 09 d4 Bb6 11 Rh4 Re7 13 h3 0-0-0! 02 Rf3 Rc6 04 Ba4 Rf6 06 Bb3 Bb7 08 c3 d6 10 a4 h6 12 Dd3 Dd7 Svona leiki verður víst að flokka undir sálfræðilegan hernað, það virðist glannalegt að hróka inn á jafn losaralega peðaborg og hér. Sú sókn sem hvítur kann að hafa vonast eftir á kóngsvæng er nú úr sögunni og hefði líklega verið hyggilegast að koma riddaranum aftur í leikinn með 14 Rf3. En Jón þiggur það sem að honum er rétt. 14 ab5 ab5 15 Bxf7 Hhf8 16 Bb3 d5! Svartur hefur undirtökin á mið- borðinu. Hvítur er í vanda hvort peðið sem hann tekur. 17 ed5 e4 18 De2 Hde8 Nú er ljóst að Rh4 á ekki aftur- kvæmt. Jón lætur hann lönd og leið, en stofnar til sóknar af mikilli bragðvísi. 19 c4! bc4 20 Bxc4 g5 21 Ba6 Bxa6 22 Dxa6+ Kd8 23 Da8+ Dc8 24 d6! cd6 25 Da3 Dc6 26 Be3 gh4 eftir GuSmund Arnlaugsson 27 Hcl Dd7 29 Rc3 Rd7 31 Ra7! Re7 28 Db3 Db7 30 Rb5 Rf5 32 d5 Rc5 40 Dxb7 Bgl+ 42 Kh2 Bg3 mát. 39 De6! Hf7 41 Khl Bf2+ Ekki vantar spennu í taflstöð- una. Hér vildu sumir áhorfendur láta hvít höggva á hnútinn með 33 Hxc5, en svartur virðist líka geta varist því (33 - dc5 34 Bxc5 Hf6 35 d6 Hxd6! eða 34 d6 Rd5 35 Bxc5 Hxf2!) 33 Bxc5 dc5 34 Hxc5 Hxf2! Það er ekki þægilegt að fá svona leik á sig í tímahraki! Hér hefði 35 Rc6+ Kd7 líklega nægt til jafntefl- is (36 Ha7 Dxa7 37 Rxa7 Bxc5 38 Db7+ Kd8) 35 Khl Hef8 36d6Hfl + 37 Hxfl Hxfl+ 38 Kh2 Db8 Tímahrakið er farið að taka sinn toll af báðum, svartur gat tekið hrókinn: Bxc5 39 de7+ Ke8 Hér gat Jón unnið á fallegan hátt: 40 Hc8+! og nú 40 - Rxc8 41 Rc6 mát, eða 40 - Dxc8 41 de7+ og vinnur. 40Hf5 Þessi leikur er líka laglega hugs- aður þótt hann sé ekki eins öflug- ur og mátleiðin beina (Hxf5 41 Dxe7 mát eða Rxf5 41 Rc6 mát). Svartur er nú með tapað tafl, en þá skiptast afleikirnir á. 40 ... Bc5 41 Hxf7 (Hxc5!) Dxd6+ 42 Dxd6 Bxd6+ 43 Khl e3 44 Kgl (Hxe7!) Bc5 og hér fór Jón yfir tímamörkin, hann þurfti að ná 45 leikjum á 2 '/2 klukkustund. GÁTAN Hvað er eins og grænn storm- sveipur, fer en kemur æ sjaldn- ar? Svar: • • -je>)>|o uusjjanQ^Jspæsjcy SPILAÞRAUT Eftir þrjú pöss vekur suður á 1-grandi (14—16) sem norður hækkar í þrjú. Utspil vestur er spaða-3, fjórða besta: ♦ ÁIO tp D93 O DG109 + D1054 ♦ K97 OÁK86 O 854 + Á83 Austur leggur gosa á tíuna og sagnhafi gefur. Austur heldur áfram með spaða-2 á ás. Til að eiga möguleika á 9 slögum er best að sækja tígulinn. Austur vinnur strax á ásinn og heldur áfram spaðasókninni. Vestur lætur drottningu detta undir kónginn. Þú átt að fleygja út blindum og mátt missa. . . ? Sagnhafi sækir tígulinn, vestur lætur lauf-7 og austur gefur. Tígull aftur og austur fer nú upp með kóng, Iauf-6 frá vestur. Austur skiptir nú í hjarta-7, eftir að hafa hirt slag á spaða-8. Hvernig ráðgerir þú framhald- ið? Hvað veistu um skiptingu og punkta AV? Lausn á bls. 10. LAUSN A MYNDGATU Lausnin á verðlaunamyndgátunni sem birtist á þessum stað í blaðinu fyrir tveimur vikum er: Sinfónían leikur níundu í mai næstkom- andi. Margir bíða þess. Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Vinningshafinn heitir Jenný Johansen Skaliagríms- götu 3 í Borgarnesi. Hún fær senda bókina Nútímafólk eftir sál- fræðingana Álfheiði Steinþórsdótt- ur og Guðfinnu Eydal, til síns heima. Frestur til að skila inn lausn myndgátunnar hér að neðan er til annars mánudags frá útkomu þessa tölublaðs. Verðlaunin að þessu sinni eru nýjasta bók Jóns Óskars rithöf- undar, Konur fyrir rétti, sem AB gaf út nýlega. HP minnir þá, sem senda inn lausnir myndgátunnar, á að merkja bréf sín „myndgáta" og sömuleiðis þá sem taka þátt í að leysa krossgátuna hálfsmánaðarlega á móts við mynd- gátuna „krossgáta". Og þá er bara að rýna í gátu vikunnar. Góða skemmtan. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.