Helgarpósturinn - 16.07.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 16.07.1987, Blaðsíða 18
Á GÚMMÍBÁTUM NIÐUR HVÍTÁ Í ÁRNESSÝSLU Nýi ferðaklúbburinn er ferðafélag er sérhæfir sig í siglingu gúmmíbáta niður vatnsföll, fjallgönguferðum og fjallgöngunámskeiðum. Hvitá í Árnessýslu þykir ákjósanleg, berg- grunnur gamall, grjót núið og því litlar líkur á að skemma bátana. Vatnsmagn mátulegt og siglingin hættulaus þó að vissulega gefi stundum mátulega á bátana til að auka skemmtun ferðarinnar. Frá Gullfossi má sigla niður fyrir Selfoss án þess að taka bátinn nokkurn tím- ann úr ánni, því allar fiúðir neðan Gullfoss má sigla á þessum stór- skemmtilegu bátum. Nýi ferðaklúbburinn hefur á að skipa besta mögulega útbúnaði, s.s. bátum, hjálmum, björgunarvestum og síðast en ekki síst fólki sem gjör- þekkir siglingar á ám og þá sér t lagi Hvítá því þar eru boðnar ferðir. Þetta er þriðja árið sem Nýi ferða- klúbburinn stendur fyrir siglingum niður Hvítá. Hingað til hefur aðal- lega erlent ferðafóik nýtt sér þessa þjónustu en svo virðist sem íslend- ingar hræðist siglingar á jökulvötn- um. Nýi ferðaklúbburinn bauð félög- um úr íþróttafélagi fatlaðra í Reykja- vík í siglingu niður Hvítá helgina 4. og 5. júlí síðastliðinn. Tilgangurinn var tvíþættur, í fyrsta lagi að skemmta fötluðum sem sjaldan eiga tækifæri á að komast í slíkar ævin- týraferðir og til að styrkja starfsemi þeirra en Í.F.R. byggir nú íþróttahús. Var ferðin notuð sem fjáröflunarleið með söfnun áheita og auglýsinga. í öðru lagi er þetta höfðinglega boð þáttur í þeirri starfsemi að kynna Is- lendingum að siglingar á jökulvötn- um eru með öllu hættulausar undir stjórn fólks með reynslu af slíkum siglingum. I.F.R. hefur hafið byggingu á íþróttahúsi við Hátún 12 í Reykjavík qg hefur grunnurinn verið steyptur. íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni var stofnað fyrir 13 árum og telur nú yfir 500 félaga. Innan íþróttafélagsins eru stundaðar nokkrar íþróttagreinar, þar á meðal frjálsar íþróttir, sund, borðtennis, boccia, hjólastólaakstur, bogfimi og lyftingar. Félagar hafa keppt bæði hér heima og erlendis og jafnan staðið sig vel og m.a. hlotið olymp- íugull. Nú eru Olympíuleikar fatl- aðra framundan og stefnir félagið að því að senda þátttakendur þang- að. Félagar æfa á fjórum stöðum, hingað og þangað um borgina og gerir sú aðstaða félagsstarfið mjög erfitt. Draumurinn er því að íþrótta- húsið verði sem fyrst að veruleika. Þátttaka fatlaðra í íþróttum er ann- að og meira en einungis sport því þetta er alhliða endurhæfing til upp- byggingar á sál og líkama. Þeim er styrkja vilja þessa byggingu er hér bent á gíróreikning númer 32000-5. Laugardagurinn 4. júlí rann upp, blíðskaparveður, og spenningur í fólki. Ferðin hófst skammt undan við Bláfell á Kili. Þar beið einn 12 manna gúmmíbátur en eigi þykir ráðlegt að hafa fleiri en 8 manns í bátunum þegar meirihluti er óvant fólk og fatlað. Þaðan var siglt í tæpar þrjár klukkustundir niður að Gull- fossi. Á leiðinni eru nokkrar skemmtilegar flúðir og skemmtu ferðalangar sér hið besta. Um kíló- metra ofan við Gullfoss var stað- næmst og báturinn tekinn á land. Athygli vakti að skipstjórar bátanna gátu stoppað þá hvar sem var og hvenær sem var með því að stjórna róðri áhafnarinnar. Stoppað var við Gullfoss í um tvo klukkutíma og var þar margt um manninn. Næsti kafli leiðarinnar er sá skemmtilegasti fyrir ævintýrafólk. Báturinn var lát- inn síga niður í Gullfossgljúfur rétt neðan fossins og sömuleiðis áhöfn- in, þar með talið tveir fatlaðir menn er bundnir eru við hjólastóla. Vatnsmagn í Hvítá var rétt við meðallag og gekk því ferðin vel nið- ur gljúfrið. Svokölluð 600 Htra beygja er í gljúfrinu, nafnið þannig til komið að þar koma yfirleitt um 600 lítrar jökulvatns í bátinn. Nokk- uð vel þótti til takast í þetta skiptið og ekki komu nema um 300 lítrar í bátinn í beygjunni. Tvisvar þurfti þó að taka land til að tæma bátinn áður en gljúfrinu lauk. Þar bættist annar bátur í för og héldu þeir áfram niður að Nautavík í landi Jaðars. Þar var áð og bættist þriðji báturinn í för. Þaðan fór hersingin áfram um Brú- arhlöð sem þykir fegursti hluti leið- arinnar. Allt gekk vel og skemmtu allir sér vel, jafnt stjórnendur, félag- ar úr Í.F.R., blaðamenn og frétta- tökumenn Stöðvar 2 er náðu ævin- týralegum myndum. Næsti áfangastaður var Drumb- oddsstaðir í Biskupstungum, þaðan var síðan haldið niður að Laugarási þar sem grillveisla var um kvöldið. Á sunnudegi var síðan haldið niður að Selfossi. Blaðamaður Helgarpóstsins þakkar kærlega fyrir sig og getur fullvissað lesendur um að þrátt fyrir mörg ferðalög á undanförnum ára- tug en þetta eitthvert það sérstak- asta og skemmtilegasta. Til að kom- ast í slíka ævintýraferð er hægt að hafa samband við Nýja ferðaklúbb- inn og fara þeir í ferðir þegar næg þátttaka fæst. Upplýsingar fást á ferðaskrifstofum og í síma 91-19828. -B.H. Eftirtaldir adilar veittu fjárstyrk til íþróttahúsbyggingarinnar vegna þessarar farar: Nýi ferdaklúbburinn, Jóhann Ólafs- son, Dósageröinni, Ásgeir Sigurös- son, Bjarni í Braudbœ, B.M. Vallá, ÍSAL, Mjólkursamsalan, Sólning hf., Hjólbarbahöllin, Olíufélagiö hf., Hagkaup, Íslensk-ameríska, Gamla kompaníiö, Ingvar og Gylfi, IKEA, Fasteignahöllin, Tómstundahúsiö, J. Hinriksson, Niöursuöuverksmiöj- an hf., Pensillinn hf., og fleiri fyrir- tœki ásamt fjölda einstaklinga. FERÐASKRIFSTOFA HÚSAVÍKUR Á Húsavík tók nýlega til starfa Ferðaskrifstofa Húsavíkur. Fímm aðilar standa að þessari skrifstofu og markmið þeirra er, fyrir utan að selja og skipuleggja hópferðir er- lendis sem innanlands, að vekja at- hygli á Húsavík sem ferðamanna- bæ. Húsavík er í hjarta Þingeyjar- sýslna, útgerðar-, þjónustu- og iðn- aðarbær með tæplega 2500 íbúum. Húsavík er þekkt fyrir mjög líflega höfn með fjölda smábáta. Höfnin er neðan við háan bakka, þannig að allt sem lýtur að fiski og fiskverkun er aðskilið frá bænum. Veldur þetta því að bærinn er mun snyrtilegri en margir útgerðarbæir. Húsavík er veðursæl og gróðursæl og mikill trjágróður setur nú svip á bæinn. Húsavík er tilvalinn dvalarstaður fyrir þá er skoða vilja Þingeyjarsýsl- ur með sínum fjölmörgu náttúru- undrum. Kaupstaðurinn sjálfur hef- ur upp á margt að bjóða, þar á með- al hvers konar þjónustu sem ferða- maðurinn þarfnast. Má þar nefna gott hótel, tjaldstæði, sundlaug, gufubað, golfvöll, veitingastaði, verkstæði, verslanir, bílaleigu, heil- brigðisþjónustu og margt, margt fleira. Ferðaskrifstofa Húsavíkur skipu- leggur m.a. skemmtiferðir á bátum um Skjálfandaflóa, út að Lundey, Flatey og Náttfaravíkum. Einnig eru skipulagðar ferðir í sambandi við B-18 HELGARPÓSTURINN sjóstangaveiði. Reglulegar ferðir eru inn á hálendið í Kverkfjöll og daglegar áætlunarferðir i Mývatns- sveit og á Akureyri. Reglulegar áætlunarferðir austur um í Ásbyrgi, Kópasker, Raufarhöfn, Þórshöfn og Vopnafjörð. Einnig eru daglegar áætlunarferðir með Flugleiðum til Reykjavíkur. Á Húsavík var nýlega opnaður glæsilegur veitingastaður á Garð- arsbraut 20, Veitingastaðurinn Bakkinn. Margir nefna húsið bleika húsið við aðalgötuna en þar komast nær 60 gestir í mat. Glæsilegur mat- seðill, fiskréttir, kjúklingar, pítur, hamborgarar, samlokur og kaffi- hlaðborð alla daga. Bakkinn er op- inn 9—23.30 aila daga yfir sumarið en 9—22 á vetrum. Húsnæðið uppfyllir öll skilyrði varðandi vínveitingaleyfi og hefur verið tekið út af Hollustuvernd ríkis- ins. Fyrirhugað er að bjóða upp á einkasamkvæmi og hvers kyns veislur fyrir smærri og stærri hópa, fyrir allt að 80 manns. Um helgar verður sérstakur matseðill og vín- veitingar í nýja salnum, samhliða óbreyttum rekstri í gamla salnum, en byrjað var á viðbyggingu 4. maí og salurinn opnaður 3. júlí. Takmark veitingahússins Bakk- ans er góður matur og góð þjónusta í notalegu umhverfi. VELKOMIN TIL HÚSAVÍKUR -B.H.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.