Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 13.08.1987, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Qupperneq 17
Kæra dagbók. Þú myndir aldrei í lífinu trúa þvi hvað er búið að koma fyrir. Maður er sko bara í rúst. Það eru nú heldur ekki oft tvö dauðsföll (af hverju ætli þetta sé annars kallað ,,fall“??) í fjöl- skyldunni á tveimur dögum! Þetta er nefnilega algjör aluöru tragedía, eins og í Dynasty. Váá, maður. Ann- ars er annað af þessu ekki beint venjulegt dauðsfall. Eða þannig... Fyrsta fórnarlambið var nýi kall- inn hennar ömmu á Einimelnum og þó manni finnist það kannski svolít- ið fyndið innst inni, þá þorir auðvit- að enginn að hlæja upphátt. Ég veit að það er ljótt að grínast með þetta, því amma greyið er alveg eins og eftir heimsstyrjöld. Henni hefur ör- ugglega ekkert verið sama um hann, fyrst hún fór að giftast honum að gamni sínu svona á grafarbakk- anum. (Guð, nú sannaðist það svo DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU sannarlega, þetta með grafarbakk- ann!) Það er ljóst, að guðirnir hafa ekki elskað hann Guðjón hennar ömmu mjög mikið, því þeir leyfðu honum að verða alveg eldgömlum án þess að taka hann til sín. Það var líka lítið varið í hann, ef ég á að segja eins og er, nema hvað bíllinn hans er svaka flottur. (Kannski á að segja að bíllinn hans hafi verid flottur, af því kallinn er dáinn? En bíllinn er ennþá niðri á Einimel, alveg jafnflottur og áður en Guðjón dó! Ég veit svei mér ekki... Maður er svo óvanur þessu ástandi.) Það fyndna við þetta alvarlega mál er hins vegar, að þau voru í bles aðri brúðkaupsferðinni á íbiza. Meira að segja nýkomin þangað, al- sæl og happí. Pabbi og mamma voru að tala um að svonalagað væri bara of mikið álag fyrir fólk á þess- um aldri, hasarinn í kringum brúð- kaupið, undirbúningurinn undir ferðina og hitabylgjan þarna suður- frá og svoleiðis. Þau voru nú næst- um því farin að hlæja, þegar pabbi bætti brjóstaberu stelpunum á íbiza við upptalninguna, en hættu við það þegar þau sáu mig. Amma ræfillinn hringdi alveg miður sín í okkur morguninn sem Guðjón vaknaði ekki í rúminu við hliðina á henni, en pabbi gat lítið gert fyrir hana svona langt í burtu. Hún kemur heim á morgun (hann líka, eða þannig sko...) og er farin að róast svolítið, því það var íslenskur læknir í ferðinni. Hann gaf henni eitthvert „ekkjudóp", eins og Stebba systir kallaði það. Én auðvitað er hún rosa leið. Þetta var nú einu sinni kallinn hennar, þó hann hafi ekki verið það lengi. Hinn dauðinn í fjölskyldunni er eiginlega meira morð en dauðsfall. Svo er þetta heldur ekki alveg búið að ske. Guð, er þetta svolítið rugl- ingslegt hjá mér? Sko, mamma fékk upphringingu frá „kjallara-lækn- inum sínum út af þessari prufu, sem hún fór í um daginn. Það var eitt- hvað að legvatninu í henni af því að hún er orðin svo gömul og þess vegna þarf að taka barnið, segir læknirinn. Hann hringdi rétt eftir að amma hringdi út af Guðjóni, svo þetta fór allt í hringavitleysu og mamma sagðist bara ætla að eiga barnið, hvað sem hver segði. Hún á pantaðan tíma í föstureyðingu eftir helgi, pabbi vill að hún fari, en ég veit ekki hvað verður... Það er svo mikið uppnám á öllum. Ég er heldur ekki viss um hvað mér finnst sjálfri um þetta. Bless í bili. Dúlla. NAFN lhinSs .aivdvo (or Hver, í guðs nafni. kemst SEAN ...---S- CONNERy . upp með morð? f.murrav >;>, abraham Islenskúr lextí thSCH BÆJARINS BESTA LIRVAL AF BARNAEFNI VIDEOHOLLIN ___LÁGMÚLA 7 S. 685333 OPID ALLA DAGA 10-23.30_ SJÁUMST HRESS EKKERT STRESS BLESS HELGARPÓSTUR1NN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.