Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 14
'■ .’•■': ■ ■'■■■■■ ■' ■■ ■■ ■ Þorleifur Kristmundsson, starfsmaöur Rafmagnsveitu Reykjavikur: „Það var eins og að ganga ... eða keyra ... á lok- aðar dyr að sækja um starf áður en ég fór í starfsþjálfunarskóla fatlaðra." Nám í starfsþjálfunarskóla fatlaöra hefur gjörbreytt lífi margra, sem bœklast hafa í slysum ÞAÐ TOGAR Í MANN AÐ SJÁ SKIPIN Það hlýtur að vera gífurlegt áfall fyrir unga og hrausta menn, sem kusu sér sjómennskuna að ævistarfi, að lam- ast og vera síðan bundnir hjólastól það sem eftir er ævinnar. Lífið umturnast á einu augnabliki og framtíðar- áformin verða að engu. Tveir fyrrum sjómenn, sem urðu fyrir slíkri lífsreynslu, segja hér frá því hvernig þeir brugðust við áfallinu og löguðu sig að gjörbreyttum aðstæðum. EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYNDIR JIM SMART „Ég sat í drápssætinu og bíllinn valt.“ Það var Porleifur Kristmunds- son, starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem þannig komst að orði, þegar blaðamaður Helgar- póstsins leit inn hjá honum í vik- unni. Hann talaði um þetta eins og hversdagslegan atburð, þó upprifj- un þessarar dýrkeyptu bílveltu hljóti oft að hafa valdið honum sál- arkvölum. Nú eru hins vegar liðin tíu ár frá atvikinu og Þorleifur virð- ist lifandi sönnun þess, að tíminn læknar öll sár. Líkamleg meiðsl mannsins í drápssætinu verða þó aldrei aftur tekin. Hann er og verð- ur lamaður og bundinn hjólastól. Þorleifur segir sjóinn alltaf hafa „kallað", þó hann hafi líka hjálpað frænda sínum í bakarii á sumrin. Það var sjómennskan, sem átti hug hans allan, þar til hann lenti í fyrr- nefndu bíislysi á Snæfjallaströnd við Djúp árið 1977. Veröldin kúventist 14 HELGARPÓSTURINN skyndilega, í tvennum skilningi. Bílnum hvolfdi og Þorleifur hékk inni í flakinu, farinn úr hálsliðnum. Kunningjarnir tveir, sem voru með honum í bifreiðinni, æddu um í losti fyrir utan bílhræið og vissu ekki hvað þeir áttu að gera. Slasaði maðurinn var að mestu með meðvitund og óskaplega kval- inn, á meðan beðið var eftir sjúkra- flugvél frá ísafirdi. Sagðist Þorleifur muna vel eftir því að hafa heimtað hverja sígarettuna á fætur annarri. Þeim var stungið upp í hann og þar löfðu þær, þar sem hann gat ekki einu sinni hreyft hendurnar — hvað þá meira. Þorleifur Kristmundsson dvaldi í tæpa tvo mánuði i Borgarspítalan- um í Reykjavik og var síðan i ár i endurhæfingu á Grensásdeildinni. Fyrst um sinn var búist við að hann næði aldrei svo langt að geta setið í hjólastól og yrði því rúmliggjandi það sem eftir væri ævinnar. ,,Ég frétti fyrst um þessa spá frá hinum strákunum á deildinni og það var ógurlegt sjokk að fá þetta þannig framan í sig. En ég ákvað strax að berjast. . . takast á við vandann af fullum krafti. Ég hamaðist svo á fyrsta hjólastólnum, sem ég var sett- ur í, að það blæddi úr fingrunum á mér, en þá get ég ekki hreyft. Síðan fékk ég hentugri útbúnað á stólinn og lærði að snúa hjólunum með lóf- unum. Þeir voru fleiri, ungu mennirnir sem skyndilega þurftu að læra að ferðast um í hjólastól. Árið 1977 var að sögn Þorleifs sérlega mikið slysa- ár, a.m.k. hvað varðar mænu- skemmdir. „Við vorum átta eða níu stykki þarna inni. Það sköpuðust lika töluvert sterk bönd á milli okk- ar, sem leiddu seinna til stofnunar samtaka. Þau nefndust Samtök end- urhœföra mœnuskaddadra, eða SEM, og að þeim stóð kjarninn úr ’77-hópnum.“ Samtökin stóðu fyrir fundum, opnuðu skrifstofu og fleira. Mikilvægasti afraksturinn er þó ef- laust starfsþjálfunarskóli fatlaðra, sem á rætur sínar að rekja til þessar- ar starfsemi. Þeir eru nefnilega margir, sem eiga skólanum lífsfyll- ingu sína að þakka. Einn þeirra er Víðir Þorsteinsson, sem var tæplega 19 ára, stundaði sjóinn og hafði aldrei tölvu augum litið, þegar hann lamaðist eftir bílslys í Eyjafirði. Nú

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.