Alþýðublaðið - 04.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.08.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 4. ugúst 1939. ALÞYÐUBLA&IÐ -----—------------♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru han«: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐ J AN ♦ ——----------1——-----1-------♦ Gipa Norðariöod að sviða ð sér finprna fyrir aðra? AÐ er yfirlýst stefna allra Norðurlanda að vera strang- lega hlutlaus í deilum stórveld- anna og gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að firra þjóðír sínar þeirri óhamingju að verða flæktar í hörmungar nýrr- ar Evrópustyrjaldar. Öllum mönnum, sem hafa nokkurn snefil af ábyrgðartilfinn- íngu, ber saman um það, að fyrir smáþjóðirnar á NorðurlöndUm sé slíkt hlutleysi það eina, sem get- ur bjargað þeim frá því, að -verða voldugum nágrannaríkjum að bráð, ef til ófriðar kæmi. Pað hefir þegar einu sinni, í heims- styrjö.ldinni 1914—1918,, forðað þeirn frá því að sogast út í blóð- bað stórþjóðanna. Og það er engin ástæða til þess að ætla að óreyndu, að jafn ákveðið hlut- leysi og þá gæti ekki forðað peún frá slíkum hörmungum í annað sinn. Það er aðeins einn flokkur manna, sem í dag er svo ábyrgð- arlaus, að láta þá ósk í ljósi, að Norðurlönd vikju út af þess- ari braut. Það eru kommúnistar. Þeir tala digurbarkalega um Norðurlönd eins og stórveldi, sem geti haft það á vafdí sinu, hvort stríð brytist út eða ekki, óg draga enga dul á það, að I>eir vildu gjarnan ota þeim út í illdeilur við Þýzkaland undir yfirskini „stuðnings við lýðræði og friðinn í álfunni,“ eins og kommúnistablaðið hér komst að orði í Igær í einhverri þeirri fífls- legustu grein, sem sézt hefir á pfenti í því um hlutleysispólitík Norðurlanda, og er þá langt jafnað, því þar hefir margt ó- viturlega verið skrifað um hana áður. Skrumurunum og skýjaglópun- uiii, sem skrifa í ÞjöÖviljann, liggur það vitanlega í léttu rúmi* þótt frelsi og velferð Norður- landaþjóðanna færi forgörðum í vonlausri vörn gegn skriðdrek- um og sprengjuflugvélum Þýzka- lands. Og þeir vita |)að oiurvel, að hvorki England né Frakkland, hvað þá heldur Rússland, sem ekki einu sinni nokkur veit hvar verða myndi í ófriði, gæti varið Norðurlönd, ef á þau yrði ráðizt af Þýzkalandi. Það þarf þvi meira en meðalfífl til þess að gera þá kröfu fyrst og fremst til Nórðurlanda, að þau „leggi lóð sitt í vogarskálina" til þess að „ríða baggamuninn urn að tryggja friðinn og hræða nazista- ríkin frá styrjaldarævintýri sínu,“ eins og Þjóðviljinn gerir í Igær. Þessi blaðsnepill leyfir sér að drótta því að Norðurlöndum, að þau séu undir yfirvarpi hlutleys- isins að búa sig undir það að vera raunverulega Þýzkalands megin í ófriöi. Hann talar um „hina hættulegu hlutleysispólitík“ sænsku stjórnarinnar, ber það blákalt fram, að utanríkismála- ráðherra Finna hafi lýst því yfir, að „Finnland myndi beita vopna- valdi gegn þeim, sem ætlaði að hjálpa því“(l), og fullyrðir, að „eftir öryggissáttmála Danmerk- ur við Þýzkaland megi heita, að öll tvímæli séu tekin af um það, að Danmörk verði ekki raunveru- lega hlutlaus í uæsta stríði.“ Lesandanum verður á að spyrja: Vill Þjóðviljinn þar með segja, að Finnland hafi vikið út af braut hlutleysisins, þegar það gerði öryggissáttmála sinn við Rússland fyrir nokkrum árum? Það getur þó ekki frekar verið hlutleysisbrot að gera öryggis- sáttm|ila við Þýzkaland en ör- yggissáttmála við Rússland! Og hvað er yfirleitt í þessum örygg- issáttmálmn annað en það, að hvor aðili um sig lofar því, að taka ekki' þátt i neinni árás á j hinn? Og hvernig getur það þá verið skaösamiegt, þótt Dan'mörk fái þannig alveg sérstaklega staðfest hlutleysi sitt af Þýzka- landi, á sama hátt og Finnland af Rússlandi? Það er ekkert, sem enn bendir til þess, þó að vísu enginn viti, hvað fyrir kann að koma, að Þýzkaland Hafi í hyggju að leggja hendur á Dan- mörku. Og að minnsta kosti hefir það fram á þennan dag ekki gert neina kröfu til þess, að fá að „vernda“ Danmörku, eða réttara sagt gera hana að bækistöð fyrir sjg í stríði, eins og Rússland heimtar nú í samning- unum við England og Frakkland að fá að „vemda“ Finnland og senda þangað her, hvenær sem því sjálfu sýnist, í berhöggi við þann öryggissáttmála, sem það gerði fyrir nokkrum árum við það land. Þjóðviljinn telur að vísu, að Rússland háfi ekkert annað í huga en að „hjálpa“ Finnlandi. En England og Frakk- land virðast ekki vera eins viss um það, þvi að fram á þennan dag hafa þau ekki viljað veita samþykki sitt til slíkrar „hjálp- ar“, enda hefir því verið lýst yf- ir af Finnlandi, að það' myndi ekki skoða slíka „vemd" sem neina „hjálp", heldur sem árás, sem það yrðí að verja hendur sínar fyrir. Finnland og Norður- lönd öll myndu tvímælalaust svara því sama, ef slíkar kröfur yrðu gerðar til þeirra áf Þýzka- landi. En meðal annarra orða: Hvers vegna hefir Þjóðviljinn ekkert við það að athuga, að Rússland skuli ekki ennþá hafa tekið neina afstöðu gegn yfirgangi Þýzkalands, þrátt fyrir fimm mánaða tilraunir Englands og Frakklands til þess að fá það til að sýna lit? Lægi það ekki nær fyrir kommúnistablaðið, að gerá lesendum sínum einhverja skynsamlega skýringu á tvöfeldni sovétstjórnarinnar á þessurn al- varlegu tímum, heldur en að vera að núa smáþjóðunum á Norðurlöndum því um nasir, að þær skuli ekki ganga fram fyrir skjöldu í baráttunni gegn hættu- legasta og nálægasta herveldi álfunnar? Þjóðviljinn talar um það sem einhverja ósvinnu, ef hlutlaus lönd eins og Norður- lönd verzluðu með afurðir sínar á báða bóga í nýrri Evrópu- styrjöld, eins og þau gerðu í heimsstyrjöldinni 1914—1918. En hvar var vandlæting kommún- istablaðsins, þegar Rússland var að selja ítalíu og Þýzkalandi olíu á sprengjuflugvélarnar, sem sendar voru til Abessiníu og Spánar? Og hvaða tryggingu gét- ur það gefið fyrir því, að sprengjuflugvélarnar,. sem myndu heimsækja verkamannabústaöina í Kaupmannahöfn, Osló og Stokk hólmi, eftir að Norðurlönd væru komin í strið við Þýzkaland, myndu ekki ganga fyrir rúss- Hinn prejrtti feilstjérl. tí IN alþjóðlega vinnu- ■*■ málaráðstefna, sem haldin var í Genf í júní, gerði samþykkt um umferð á þjóð- vegum, sem aðallega hafði inni að halda ákvæði um lög- festingu á takmörkun vinnu- tjma atvinnubílstjóra. Skýrustu ljósi yfir nauð- syn þessarar kröfu varpar fyrirlestur, sem formaður umferðanefndarinnar í Oslo, Pauli Jensen, flutti nýlega á umferða-öryggisráðstefnu Norðurlanda í Stokkhólmi, og er eftirfarandi grein út- dráttur úr ræðunni. Þreyttur við stýrishjóiið Pauli Jensen sagði: Mörg umferðaslys stafa af því, að ek- illinn er þreyttur. Að vissu leyti er þetta miklu meira vandamál en drykkjuskapur við akstur, því að slys, sem orsakast af þreytu, eru miklu tíðari en hin, og í öðru lagi ér erfitt að sanna, að þreyta sé orsök slyssins, og í þriðja lagi er erfiðara að fyrir- byggja, að ekill aki þreyttur, en að hann aki undir áhrifum víns. Áhrif þau, sem þreyta hefir á ekilinn, minna að mörgu leyti á þau áhrif, sem áfengið hefir á ekilinn. Þeir eru óvissir að ákveða fjarlægðir og hraða. Seinir að átta sig. Eru utan við sig, verða sljóir. og sofna að lokum. Önuglyndir og haga sér öðru- vísi en í normölu ástandi. Það er hægt að sanna með tölum að miklu leyti, hvaða or- sakir liggja til umferðaslysa. En þegar um er að ræða um- ferðaslys,, sem orsakast af þreytu, höfum við engar tölur. Þreytan er orsök, sem maður finnur aðeins af tilviljun. En allir, sem fást við vandamál umferðarinnar, vita að þreytan hefir mikil áhrif. Fyrst skulum við þá ræða um hina líkamlegu þreytu, sem líffræðilega má útskýra með því, að mjólkursýra safnast fyr- ir í líkamanum og verkar á taugakerfið. Þessi þreyta getur haft mikil áhrif. Sá maður, sem sést við stýri eftir mikið líkams. erfiði, er jafnlítið hæfur til aksturs og til þess að fram- kvæma vandasamt verk. En líkamlega þreytan er þó ekki jafnstórt aítriði og hinn andlegi sljóleiki, sem verkar á ekilinn að sumu leyti sem þreyta eftir andlegt erfiði, og að sumu leyti sem skortur á svefni. Sem betur fer, vita menn nú almennt um hættu þá, sem getur stafað af ölvun við akstur. En sama er ekki hægt að segja um hættu þá, sem staf- ar af þreytu við akstur. Þreytan er því hættulegri, sem ökumanninum gengur verr að átta sig á því, að skynjunar- næmleiki hans hefir sljóvgazt, og hann ákveður því ekki að aka með meiri varúð en ella. Honum er því hætt við að lenda neskri olíu á sama hátt og ítölsku og þýzku sprengjuflugvél- arnar [>ar syðra á undanförnum árum? Það hefir alltaf reynzt létt fydr Rússland og agenta þess úti um heim að rífa kjaft. En það hefir ekki gengiÖ eins greið- lega fyrir því að taka afstöðu sjálft og standa við öll stóru orðin. Þá hafa orð Stalins alltaf verið við hendina, að Rússland ætlaði sér ekki að „svíða á sér fingurna fyrir aðra“. í klípu, sem hann annars gæti losnað úr, en þreytan gerir nú að verkum, að hann er ekki vaxinn. Og það má gera ráð fyr- ir því, að þessi hætta aukist, því betri sem vegirnir verða Á bugðóttum vegum gefst öku- manninum oft tækifæri til að halda sér vakandi. Það er við- urkennt, að mestu hættusvæð- in eru þar, sem lítil tilbreyt- ing er við aksturinn. Til þess að umferðaöryggi fá- ist, verður að krefjast þess, að ökumenn séu óþreyttir. En samt sem áður mun reynast erfitt að koma þessu í kring. Það mun ekki þýða neitt að setja ákvæði um það, að menn aki ekki þreyttir. Það sakar máske ekki mikið, þótt ekill sé ofurlítið þreyttur, en það er erfitt fyrir ökumanninn að ákveða það, hvenær hann er orðinn of þreyttur. Það væri mjög æskilegt, ef hægt væri að mæla þreytuna, eins og hægt er að mæla áfeng- ismagn í mannslíkama. Ef það væri hægt, mætti setja ákvæði um það, að ekki mætti aka eftir að vissu þreytustigi væri náð. En aðalerfiðleikarnir liggja í því, að ekki hefir ennþá fundizt nein aðferð til þess að maðla þreytuna. Styttri viBentimi. Fyrirlesarinn' fór nokkrum orðum um kröfuna um styttri vinnutíma, og sagði: Hér vill svo vel til, að bæði umferðaöryggið og ökumennirn- ir krefjast hins sama: að stytta vinnutímann, eins og gert hefir verið í öðrum vinnusamningum. Er hægt að gera ráð fyrir því, að hægt sé að ná góðum’ ár- angri með þessari aðferð, eða verður hið opinbera að skerast 1 leikinn? Það ætti að vera sjálfsagt, að hið opinbera vildi styðja að því, að ofþreyttir ökumenn væru ekki neyddir til þess að aka. Bezt er að koma þessp á meðal atvinnubílstjóra á þann hátt, að koma skipulagi á vinnutímann. Þær samhljóma kvartanir um ökuslys vegna ofþreytu öku. manns, gefa bendingu um, — að hægt sé að fara þessa leið með góðum árangri. Hér í Reybjavik. Þó að segja megi, að bif- reiðarstjórum hafi upp á síð- kastið tekizt að fá samninga um ákveðinn vinnutíma við akstur hér í Reykjavík, þá má þó fullyrða, að vinnutíminn sé of langur, bæði er, að starf bif- reiðarstjóra er hér í bænum mjög bundið við árstíðir, sum- armánuðina eru bílstjórarnir hlaðnir önnum, og suma daga eru gestir svo margir, að lítill vegur er til þess að anna eftirspurninni, og auk þess er fjöldi bifreiðarstjóra, sem eiga bíla sína sjálfir. Öllum er kunnugt um það, að erlendir menn, sem þetta land gista, bera mikið lof á ís- lenzka bifreiðarstjóra, álíta þá vera eina beztu bifreiðarstjóra í heimi. Þó er það ekki vegna þess, að þeir njóti svo mikillar hvíldar. Þetta þarf mikilla umbóta við — og eru upplýsingar þær, sem birtar eru hér að framan, mjög athyglisverðar í því sam- bandi. NaðnriDD, sem ætlar að flytja ðt isleazka aáttira. -----4---- Viðtal við iistmálaraim Jón Engilberts. ¥ ÓN ENGILBERTS listmálari er nýkominn heim o.g ætiar að dvelja hér í einn eða tvo mánuði. Hann er eins og kunnugt er búsetllur í Danmcrku og starf- ar þar. Alþýðublaðið hitti Jón Engil- berts að máli á Þingvöllum síð- astliðinn sunnuda.g. Það er orðið langt síðan þú hefir komið heim. „Já, ég var hér síðast fyrir 5 árum. Mig var farið að langa heim.og svo dró þráin mig hing- að, þráin eftir að mála íslenzka náttúru, hún er hluti af okkur sjálfum, öllum íslendingum auð- vitað, en ekki sízt okkur ís- lenzku málurunum. Ég veit ekki, hve lengi ég verð hér nú, það er undir veðrinu komið, ef það verður eins dásamlegt o,g það hefir verið, þá verð ég nokkurn tima. Konan mín kemur ef til vill hingað með næstu ferð“. Þú ert nýkominn úr ferðalagi til Holllands? „Já, ég varð svo heppinn að mér var veittur van Goghstyrk- urinn á jressu ári. Ég er annar málarinn, sem hlýtur þennan styrk, og þessi heiður kom mér á óvart. Upphæðin er ekki stór, en það er litið á þennan styrk sérstaklega senr mikla viðurkenningu. Fyrir nokkrum árum var haldin í Kaup mannahöfn sýning á málverkum van Goghs og aðsóknin var geysi- leg. Sá maður sent sá um sýn- inguna ákvað að mynda sjóð af Jón Engilberts. ágóðanum og styrkja með þessu J’é efnilega málara. Það skilyrði fylgir styrkveitingunni, að sá, sem hiýtur styrkinn ferðist tii ein- hvers af þeim þrenrur löndum, sem van Gogh starfaði aðallega í Frakklandi, Belgíu óg Hollandi. Ég fór tii Hollands, og konung- lega hollenzka flugfélagið bauð mér ókeypis ferðir báðar leiðir. Ég fór beina leið hingað, þegar ég kom úr þessu ferðalagi". Þú ert í félagsskap tneð „Kam* meraterne". „Já, og ég uni mér vel i þeim félagsskap. Við höfum sameigjn- léga sýningu á haustin. En auk þeirra sýninga hefi ég tekið þátt i ýmsum öðrum sýningum, og ég hefi selt vel“. Hvað hefurðu aðallega málað á undanförnum ámm"? „Það em aðallega hugmyndlr mínar .composisjómr1 fjá íslenzku atvinnu- og alþýðulifi. Auk þess hefi ég málað mikið af myndum frá dönskum fiskiþorpum, lífið í þeim svipar mjög til lífsins í íslenzum þorpurn, þá hefi ég fuhgert margar myndir af íslenzkri nátt- úru, sem ég hafði áður lagt drög- in að, og loks hefi ég málað andlitsmyndir. Ég hefi auk þessa. lagt sérstaka stund á svartlist undanfarið og sýnt svartlistar- verk mín erlendis. Dvölin hér hefir mikil áhrif á mig, og 'ég fer aftur til Danmerkur ríkur af hugmyndum. Ég ætla að taka is- lenzka náttúm með mér bæði á lénefti og í höfðinu. Mér hefir aldrei fundizt Island eins fallegt og nú, það er líkast til af því, að það er svo langur tími, sem ég hefi verið að heiman, og ég hefi aldrei skilið það eins vel og nú, hve eðlilegt það er, þegar er- lendir menn em' að dásama feg- urð landsins. Hún er frábmgðin fegurð allra annarra landa, sem ég hefi augum litið". Norðmena fð að selja til Spánar fyrir 16 niilljónir kréna OSLO í morgun. FB. SAMKVÆMT tilkynningu norska utanríkismálaráðu- neytisins um norsk-spánska verzlunarsamninginn geta Norðmenn flutt til Spánar salt- fisk fyrir 150 000 sterlingspund, miðað við cif. verð, hrogn fyrir 35 000, óhreinsað þorskalýsi fyrir 17 000, cellulose fyrir 80- 000, gervisilki-cellulose fyrir 65 000, kalksaltpétur fyrir 185- 000, zink í stöngum fyrir 30 000, umbúðir um aldini og tómata fyrir 8000, óhreinsað hvallýsi fyrir 10 000 og ýmsar aðrar af- urðir fyrir 15 000 — samtals fyrir 595 000 stpd., eða um 16 millj. íslenzkra króna. Frá Spáni er gert ráð fyrir, að innflutt verði til Noregs: app- elsínur og citronur fyrir 175 000 stpd. miðað við fob. verð, drúfur fyrir 50 000, fíkjur fyrir 9000, rúsínur fyrir 7000, möndlur fyr- ir 40 000, heslihnetur fyrir 15- 000, lauk fyrir 4000, létt og sterk vín fyrir 44 000, olífuolía fyrir 100 000, zinkmálm fyrir 125 000 o. fl. Synt yfir Dýrafjörð. /| HÁDEGI á sunnudaginn var synti 19 ára gamall piltur, Ölafur Gunnarss. á Þingeyri, yfir Dýrafjörð frá Gemlufalli að Þing eyri á 1 klukkustund og 1 mín- útu. Vegalengdin er talin vera 2080 metrar. Ólafur var smuröur, áður en hann Iagði af stað. Synti hann bringusund alíá leiðina og varð' ekkert eftir sig að sundinu loknu. Báruskvaldur var og straumur nokkur og hvort tveggja torvelda’ði sundið, en veður var hlýtt, 13 stig í sjó og 16 stig í lofti. Sund hefir ólafur aðeins lært í Núpsskóla og fylgdist kenn ari hans, Viggó Nathanaels, með honum í báti. Ólafur er sonur Gunnars Jónssonar skipasmíða- meistara á Akureyri. Þetta er fyrsta sund yfir Dýra- fjörð svo menn viti. F.Ú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.