Alþýðublaðið - 21.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1939, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 21. ÁG. 1939 HGAMLA BÍÖS Segðn sann- | leikann lcole! Bráðskemmtileg og smellin amerísk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika hin fjömga franska leikkona. Danielle Darrieux, sem kölluð hefir veriö „feg- ursta leikkona Evrópu“, Douglas Fairbanks jr. og Mischa Auer. I. O. G. T. ST. FRAMTÍÐIN nr. 173. Fundur í kvöld kl. 8V2 uppi. ST. VÍKINGUR. Fundur í kvöld. Inntaka nýrra félaga. Nefndar- störf 0. fl. Hagnefndaratriði annast Jón Guðnason. ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur annað kvöld kl. 8. I. Inntaka nýrra félaga. II. Hr. Ásgeir Magnússon: Frumsamið. III. Hr. Elías Mar: Frumsamið. IV. Nokkur orð (Þ. J. S.). Vélstjóri óskar eftir tveggja herbergja íbúð 1. okt. Sími 4704. Ýmlslegt Speglar frá 0,50—3,00 Greiður — 0,50—1,25 HöfuÖkombar — 0,75—2,50 Hárkambar — 0,75—1,65 Skæri — 0,50—2,75 Vasahnífnr — 0,50—4,50 Nælur — 0,40—2,75 Armbönd — 2,00—7,50 Hálsfestar — 1,00—4,50 Peningabuddur — 0,35—3,85 Dömutöskur — 4,00-18,00 Spennur — 0,25—1,65 Tölur — 0,05—0,60 Handsápur — 0,40—0,75 Manchethnappar — 0,75—1,00 H. EinarsGM & BjSrassoa FLUGSÝNINGIN Frh. af 1. síðu. Grund í Eyjafirði. Flugið tókst ekki svo vel sem 'skyldi, vegna þess að töluverður stormur var. Áhorfendur voru á 7. hundrað. Var sýnt listflug, startsflug og svifflug. BIL STOLIÐ Frh. af 1. síðu. og gerði lögreglunni aðvart. Sá, sem stal bílnum, er átján ára piltur. Hafði hann tekið bíl- inn rétt fyrir kl. 2 um nóttina og var allmikið drukkínn.. Þegar hann var kominn aust- ur að Steinslæk, varð bíllinn benzínlaus. Svaf þá pilturinn í bílnum stundarkorn, fór því næst með mjólkurbíl út að Ölf- usá, en þaðan gekk hann ofan á Litla-Hraun og sagði frá ferða- lagi sínu. Beið hann þar, þangað til lög- reglan sótti hann. Sjómannakveðja, FB. sunnudag. Farnir til Þýzkalands. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Helga- felli. BLAÐAMENNIRNIR Frh. af 1. síðu. skin var á Skagafirði og víð- I sýni mikið. Frá Sauðárkróki | var farið á bílum að Reynistað í Skagafirði og borðað þar, en síðan var farið beina leið til Reykholts með viðkomu á Reykjum í Hrútafirði. Allir þátttakendur höfðu heitið á helgar vættir um bjart veður á Kaldal. í gærmorgun leit út fyrir sæmilegt veður, en fór stöðugt versnandi því hærra sem kom á fjöllin og því nær sem dró Þingvöllum. Þar tók Pálmi Hannesson rektor á móti blaðamönnunum. Var fyrst borðað, síðan farið að Öxarár- fossi og svo á Lögberg. Þar flutti Pálmi Hannesson afburðasnjallt erindi um Þingvöll jarðfræði- lega og sögulega. Lauk hann orðum sínum á þá leið, að hann vonaði að blöðin, eitt af sterk- ustu öflunum í heiminum, flyttu hið frjálsa orð af mætti og skiln- ingi, svo að þróunin héldi á- fram til fullkomins lýðræðis, og þeir straumar, sem nú ógnuðu frelsi þjóðanna, yrðu að víkja fyrir mætti þess. K. Bögholm, forstjóri frétta- stofu íhaldsmanna i Danmörku, þakkaði Pálma erindið með glæsilegri ræðu um sögu ís- lands, fortíð þess, nútíð og framtíð. Lauk hann ræðu sinni mð því að óska, að íslendingum auðnaðist sú gæfa, að geta fund- ið brúna milli fortíðar sinnar og nútíðar, og tengja það bezta úr fortíð sinni við baráttu sína fyr- ir fegurra og auðugra íslandi. Eftir að ísland varð frjálst og sjálfstætt ríki, hefir framþróun- in verið öflugri en nokkru sinni áður. í gærkveldi klukkan 8Y2 komu blaðamennirnir að Þrasta- lundi, þar tók Tómas Jónsson á móti þeim í umboði borgar- stjóra. Snemma í morgun fóru þeir að Ljósafossi og skoðuðu Sogs- stöðina undir leiðsögn Stein- gríms Jónssonar rafmagns- stjóra. Um hádegi í dag fóru þeir austur að Gullfossi og Geysi og eru væntanlegir til Reykjavík- ur í kvöld. DANZIGMÁLIN Frh. af 1. síðu. Ferðalög og dvalarstaður Czaky greifa, ungverska utanrík- ismálaráðherrans, er allt jafn dularfullt og áður. Nú er því neitað, sem sagt var í gær um dvöl hans í Graz, og samkvæmt seinustu fregnum fór hann til Monte Catini náleegt Florenz. Þá er sagt, að Czaky greifi muni ræ'ða frekara við Ciano greifa' í dag. Signor Gayda, ítalski ritstjór- inn víðkunni, segir í blaði sínu í gær, að sú stund nálgist, að leiða verði til lykta deilur Pólverja og Þjóðverja; — spenningurinn sé orðinn svo míkill, að það verði að gera út um þetta, hvernig svo sem það verði gert, innan nokk- urra daga. Áflteininnur milli Hitlers ofl iussolinis? LONDON í gærkveldi. FÚ. Fregnir hafa borizt um það, að orðrómur gangi um það bæði í Rómaborg og Berlín, að all- mikill skoðanamunur sé kom- inn í ljós milli þýzku og ítölsku stjórnarinnar, sennilega varð- andi það, hversu róttækra að- gerða skuli gripið til í Danzig- málinu. í London og París er litið svo á, að þessi orðrómur hafi við eitthvað að styðjast, vegna um- mæla ítalskra blaða. I DA6 Aðalfundnr Síld- arntveqsnefndar AÐALFUNDUR Síldarút- vegsnefndar fyrir reikn- ingsárið 1938 til 1939 var hald- inn í Barnaskólanum á Siglu- firði á laugardag og hófst kl. 14,30. Formaður nefndarinnar, Finnur Jónsson, setti fundinn, en fundarstjóri var Jakob Frí- mannsson, framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga á Akur- eyri, og til vara Sigurður Krist- jánsson konsúll á Siglufirði. Fundarritarar voru Baldvin Þ. Kristjánsson gjaldkeri og Júlíus Þórðarson útgerðarmaður á Akranesi. Þetta gerðist markverðast á fundinum: Finnur Jónsson flutti aðal- efni úr skýrslu skrifstofustjóra nefndarinnar, Erlendar Þor- steinssonar, um starfsemi nefnd- arinnar á reikningsárinu, en sú skýrsla hafði áður verið fjölrit- uð og afhent matjessíldareig- endum nokkru áður en fundur- inn hófst. Finnur Jónsson las einnig upp reikninga nefndar- innar fyrir reikningsárið. Höfðu þeir verið samþykktir af end- urskoðendum og voru sam- þykktir í einu hljóði af fundin- um. Sveinn Benediktsson flutti tillögu þess efnis, að Síldarút- vegsnefnd beitti sér fyrir því, að tekin verði upp nú þegar sama aðferð um sölu á fersksíld til söltunar hér á landi eins og tíðkast á Skotlandi og Hollandi. Yrði síldin daglega boðin upp á sérstökum markaðsstað og seld hæstbjóðanda, sem upp- fyllti þau skilyrði, sem venju- leg eru á slíkum mörkuðum. Jón Fannberg flutti breyting- artillögu við þessa tillögu Sveins Benediktssonar. Báðar tillögurnar voru felldar. Svohljóðandi tillaga kom fram og var samþykkt með samhljóða atkvæðum: Fundurinn samþykkir að fela Síldarútvegsnefnd að athuga, á hvern hátt mögulegt verði að hækka síldarverðið 1 samræmi við núverandi síldarskort. Felur fundurinn nefndinni að gera nú þegar þær ráðstafanir, sem hún telur færar til hækkunar á síld- arverði í samráði við síldarsalt- endur og útgerðarmenn. Óskar Halldórsson bar fram svohljóðandi tillögu: Fundurinn samþykkir, að matjesíldarsalan verði dregin úr höndum Síldarútvegsnefndar næsta ár og gefin frjáls á svip- uðum grundvelli og saltsíldar- og kryddsíldarsalan er nú. Sami maður bar einnig fram varatillögu svipaðs efnis um fyrirfram-samninga um matjes- síldarsölu. Tillögumar voru báðar felldar. Guðmundur Pétursson bar fram svohljóðandi tillögu: Vegna fjárhagsvandræða, sem síldarútvegsmenn hljóta að verða í eftir aflaleysið í sumar, skorar fundurinn á Síldarút- vegsnefnd að vinna að því við ríkisstjórnina, að hún á ein- hvern hátt styrki útvegsmenn, svo að þeir þurfi eigi að selja skipin til greiðslu á sjómanna- kaupi og öðrum kostnaði. Frá sama manni kom einnig fram tillaga á þess leið: Fundurinn skorar á Alþingi að samþykkja lagafrumvarp það um hlutajöfnunarsjóð, sem flutt var á seinasta þingi. Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Hverfisgötu 46, sími 3272. Næturvörður er í Reykjavík- ur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,00 Síldveiðiskýrsla Fiskifé- lagsins. 19,45 Fréttir. 20,20 Hljómplötur: Göngulög. 20,30 Sumarþættir (Árni Jóns- son alþingism.). 20,50 Hljómplötur: a) Kvart- ett í a-moll, eftir Schu- bert. b) 21,20 íslenzk lög. c) 21.35 Þjóðlög frá ýmsum löndum. Eimskip. Gullfoss er væntanlegur til Vestmannaeyja um hádegið á fmorgun, Goðafoss er í Hamborg, Brúarfoss fer til Austfjarða og útlanda kl. 8 í kvöld, Dettifoss er á Siglufirði og kemur til Ak- (ureyrar í kvöld, Lagarfoss er á Akureyri og Selfoss fer frá Aber- ideen í dag áleiðis til Rotterdam. Drottningin fer kl. 6 í kvöld. Súðin var á ísafiröi í morgun. Knattspyrnufélagið „Fram“. Meistaraflokkui og fyrsti flokk- ur! Æfing í kvíold kl. 8 á íþrótta- vellinum. Fjölmennið! Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. minnir á, að skrifstofa félags- ins er í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu, 6. hæð, og er opin frá kl. 5,15 til 7,15 alla virka daga nema laugardaga. Sérstaklega eru hverfisstjórarnir beðnir að setja sig í samband við skrifstof- una og helzt að koma þangað. Sími skrifstofunnar er 5020. Trúlofun. Síðastliðinn laugardag opin- beruðu trúlofun sina ungfrú Að- alhei.ður Guðmundsdóttir, Baugs- vegi 29, og stud. polyt. Sveinn S. Einarsson, Njarðargötu 33. Jakobína Pétursdóttir að Litlu-Strönd í Mývatns- sveit anda'ðist í gærmorgun nærri 89 ára að aldri. Jakobína var ein hinna alþekktu Reykjahliðarsyst- kina, sem nú eru flest látin. Hún var gift Þorgilsi gjallanda, og bjuggu þau mestan sinn búskap aö Litlu-Strönd- Hefir Jakobína einnig dvalið þar síðan hann andaðist, eða alls um 50 ár. — Jakobína var mikil myndarkona og margvíslegum hæfileikum bú- in. FÚ. Sölvi Blöndal hefir skrifað grein, sem birt- ist í „Dagens nyheter" í Stokk- hólmi fyrir skömmu, um sam- bandsmálið, eins og það nú horf- ir við, og gerir grein fyrir skoð- unum þeirra, sem vilja viðhalda sambandinu, með þeim breyt- ingum á utanríkisþjónustunni, sem álíta verður nauðsynlega, svo sem að ísland hafi sína eigin ræðismenn 0. fl. (FB.) Leiðrétting. Á íþróttasíðu blaðsins á föstu- daginn var sagt, að fimmti mað- ur í 1500 metra hlaupi hefði verið Elías Sigurliðason, en átti að vera Elías Sigurjónsson. Dráttarbraut Jóhanns Hanssonar á Seyðis- firði var tekin í notkun þann 18. þessa mánaðar. Reyndist hún ■vel, og má taka á land' á henni allt að 150 smálesta skip. FÚ. Tillögurnar voru báðar sam- þykktar í einu hljóði. Fundinum var slitið kl. 23,30 í fyrrakvöld. (FÚ.) 30 aura kg. Gulrófur, 30 aura kg. Rabarbari, 35 aura kg. BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. ■a nýja Bi<ð sa Frjálslynd æska Hrífandi fögur og skemmti leg amerísk kvikmynd frá Columbia Film um glaða og frjálslynda æsku. Aðal- hlutverkin leika: Gary Grant, Katharine Hepburn, Doris Nolan, Lew Ayres. Útbreiðið Alþýðublaðið! Jarðarför móður okkar og tengdamóður, Sigríðar Metúsalemsdóttur, sem andaðist 15. þ. m., fer fram þriðjud. 22. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hennar, Bergstaðastræti 76, kl. 1.30 e. h. Þórhildur og Theódór B. Líndal. Tækif ærisgj af ir Keramik og Kristall. Skinandi úrval. ttspláss, hentugt til iðnaðar (um 100 ferm. gólfflöt- ur) til leigu í Ingólfsstræti 9. Félagsbékbandið. Sími 3036. Félagsbékbandið er flaiff (úr Félagsprentsmiðjunni) fi lngólfsstrætl 9 (Amtmannshúsið.) Fátt i berjaförinni vegna rigningarinnar. Veðrið í gær varð mörgum Reykvíkingum, bæði ungum og gömlum, til mikilla vonbrigða. Mörg fjölskyldan hafði hugsað gott til berjasöfnunar, því að fátt ier betra í grauta en berjasaft, og veit enginn betur en húsmóðirin sjálf, hversu mikil búbót er að berjunum. Mikill fjöldi manna var búinn að tilkynna Alþýðuflokksfélaginu þátttöku sína í berjaför félag- anna að Tröllafossi og Skálafelli í gær; en þegar það sá, hversu veðrið var slæmt strax í gær- morgun, var ekki nema eðlilegt, að það hætti við að fara, því að það er lítil skemmtun í því að tína ber í rigningu. Þó voru það um 30 manns, s«m buðu öllu veðri og rigningu byrginn og fóru upp að Trölla- fossi. Var þar efra lítil rigning, og var tínt óslitið allan daginn. Var ákaflega mikið af berjum þarna, bæði bláberjum og kræki- berjum, og sá sem mest tíndi fékk um 10 pund af berjum. Var látið hið bezta yfir förinni, og þó að veðrið væri ekki sem allra bezt, voru allir hinir ánægðustu. Iaobrot i fyrrinótt. T FYRRINÓTT var framið •*• innbrot í Aðalstræti 6 í klæðskeravinnustofunni þar. Hafa þar saumastofu Guð- mundur Bjarnason & Fjeldsted. Var farið inn um glugga að húsabaki, sem var illa krókað- ur, og stolið þar nokkrum bux- um. Þjófurinn er ófundinn ennþá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.