Alþýðublaðið - 23.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.08.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23. ágúsi 1939 ALÞYÐUBLAÐIO OegHnm pólska hliðlð. Kort af pólska hliðinu og Danzig. Dökka svæðið er landið, sem fylgir borginni og myndar fríríkið Danzig. Ofarlega á myndinni sést Gdynia, hin nýja hafnarborg Póllands úti við Eystrasalt. HVERNIG lítur út í pólska hliðinu og í Danzig, sem augu heimsins hafa nú svo lengi starað á? Hvernig er al- menningsálitið þar, og hvaða þýðingu hefir það fyrir borg- ina að sameinast Þýzkalandi? Ungur danskur hagfræðing- ur, Helge Andersen, sem hefir farið um þetta umdeilda landssvæði, svarar þessum spurningum í eftirfarandi grein, þar sem hann lýsir því, hvað hann heyrði þar og sá. <*------------------------♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIDSLA: A L Þ ÝS U H Ú SIN U (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4960: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefén Pétursson (heima). ' ALÞÝBUPRENTSMIÐJAN •.....................-... Sevét-Rússland. ARÁÚÐÁ torginu í Moskva, rétt noróan við Kreml- múrinn, sem skilur Stalin og sov- étstjórn hans frá þegnum sovét- ríkisins og umheiminum, hvíiir Lenin, hinn mikli foringi rúss- nesku verkamanna- og bænda- byltingarinnar fyrir rúmum tutt- ugu árum, í eilífri ró. Hann veit ekkert af því, þótt balsamerað lík hans og grafhýs- ið, sem byggt hefir verið yfir það, hafi árum saman verið mis- brúkað til þess að blekkja þús- undir öreiga viðsvegar að úr heiminum til blinds fylgis við stjórn, sem með ári hverju hefir leitt þá lengra Oig lengra burt frá hugsjónum verkalýðshreyfing- afinnár og sósíaiismans áleiðis yfir í herbúðir einræðísins og fasismans. Hann veit heldur ekkert af því, þótt á stalli grafhýsisins standi í dag í staö hinna afvegáleiddu öreiga, einn argasti stríðsæsinga- maður auðvaldisins, von Ribben- trop utanrikisráðherra Hitlers, svo sem til merkis um það, að auð- valdið og nazisminn standi nú loksins, eftir samkomulag Hitlers og Stalins, yfir hans höfuðsvörð- um. Mætti hann heyra fótatak nazistaforingjans yfir höfði sínu, rayndi hann áreiðanlega snúa sér \uð i gröf sinni og hylja ásjónu sina fyrir slíkri heimsókn. I lif- ánda lífi hefir hann vissulega ajdrei órað fyrir þvi, að sovét- stjórnin, sem hann setti á stofn til þess að vera sverð og skjöld- ur sósíalismans og verkalýðshreyf- ingarinnar í heiminum, gæti sokk- ið svo djúpt, að taka höndum saman við þýzka hervaldið og auðvaldið, einmitt þegar það er að búa sig undir það að ganga milli bols og höfuðs á öllu frelsi, lýðræði og allri verkalýðshreyf- ingu í EvrópU. En nú fer margt að skýrast, sem mörgum hefir á undanförn- um árum virzt óskiljanlegt i at- höfnum sovétstjórnarinnar. Nú skilja menn, hvers vegna Stalin hefir lagt svo mikið kapp á þáð, að koma lærisveinum og sam- verkamönnum Lenins, Bukharin, Rykov, Pjatakov, Sinovjev, Kam- enjev og hvað þeir nú allir hétu, hverjum á eftir öðrum undir. græna torfu. Honum mun ekki hafa þótt liklegt, að hægt yrði um vik að svíkja stefnu verka- mannabyltingarinnar heinia fyrir og taka höndum saman við naz- ismann með slika menn við lilið sér. Hitt ónáðaði ekki samvizku harðstjórans, þótt þeir væru all- ir skotnir fyrir sakir — samsæri við þýzka nazismans — sem þeim vissulega hefir aldrei dottið í hug að gera, en hann sjálfur var að undirbúa! Nú er það samsæri með hlut- leysissamningi Hitlers og Staíins orðið að ægilegri staðreynd og sovétstjórnin þar með búin' að svíkja siðustu Joforðin, sem hún '17IÐ VILJUM fá Danzig og ** V opna leið gegnum pólska hliÖið!“ — Þannig hljóðaði krafa Hitlers í svarræðu hans til Roose- velts. Hvaða þýðingu það hefir fyrir Pólland og Þýzkaland er erfitt að gera sér í hugarlund fyrir þá, sem aldrei hafa verið í Danzig og Gdynia og séð þann mikla skipastól, sem kemur með vörur til Póllands og flytur af- urðir þess út um allan heim. Ég kom til Danzig með lest frá Þýzkalandi og fékk ágætt tækifæri til þess að kynnast sam- gönguskilyrðum Þýzkalands við Austur-Prússland. Við lögðum af stað seint um nótt með hraðlestinni frá Berlín. Það var troðfullt í lestinni af einkennisklæddum mönnum. Á öðru farrými voru '-/3 hlutar far- þeganna þýzkir libsforingjar og starfsmenn nazistafélaga, en hinir óbreytiu liðsmenn urðu allir að láta sér nægja að sitja á hinum hörðu trébekkjum þriðja far- rýmis. ¥flr pólsku landamærln. Eftir því sem betur birtir af degi eigum við hzegara með að sjá landið, sem við ferðumst um. Það er ekkert sérstaklega eftir- tektarvert við það. Það er mjög flatlent eins og mestur hluti Norður-Þýzkalands, aðeins við og við sjáum við fátækleg bænda býli, ákaflega eymdarleg að sjá . með sín gráu hálmklæddú húsa- þök. Við og við sjáum við þó smáþorp, en það er ekki oft. Við nálgumst landamærin, en útlit landslagsins breytist ekki við það. Það eru ekki nein sér- stök, vamarvirki sjáanleg, en nú fer einn liðsforingjanna að segja frá því, að hann hafi gegnt her- þjónustu í þessum hémðum og að þama örskammt frá landa- mæírunum sé flugvöllur við flug- völl. Lestin. nemur staðar rétt áð- ur en við erum komnir að landa- mæiunum, því áð ríkislögreglan á að fylgja okkur yfir pólskt land, til tryggingar því, að enginn verði þar eftir. Engin tollskoðun fer fram, það er ekki einu sinni lit- ið á vegabréfin, því aÖviðeigum að fara yfir þýzkt land aftur. Lestin rennur af staÖ, og eftir nokkrar mínútur fömm við yfir landamærin, sem eru merkt með máluðum straumm, eins og víð- ast hvar er við Iandamæri. hefir lifað á í hugum milljóna verkamanna úti um allan heim, loforðin um það að verja frelsið, lýöræðið og verkalýðshreyfing- una gegn fasismanum á stund hættunnar. Nú er gríman fallin fyrir fullt og allt. Þegar standa varð við stóru orðin lét Stalin Hitler vita það, að hann gæti hirt Danzig og Pólland, farið í stríð við England og Frakkland og troðið niður lýðfrelsið og verkalýðshreyfinguna um alla Evrópu, án þess að óttast það að verða ónáðaður frá Moskva. Hitl- er mun áreiðanlega ekki láta segja sér slíkt tvisvar. Sovétstjórnin er komin langt frá þeim hugsjónum, sem hún var horin fram af í upphafi, þiegar. verkamenn og bændur risu upp undi'r forystu Lenins til þess að vélta af sér oki keisaravaldsins og auðvaldsins árið 1917. Undir herópi Karls Marx: Öreigar i öll- urn löndum sameinist! var hún ’stofnuð. I dag, tuttugu og tveim- ur árum seinna, sameinast í Moskva Stalin og von Ribben- trop til þess að svikja öreigana f öllum löndum í hendur Hitlers. Pólska hliðið er alveg éins að sjá og það land, sem við vor- um að hverfa frá, nema ef vera kynni, aÖ það væri ennþá slétt- ara. Það eina, sem er sérstaklegá eftirtektarvert, ér ef til vill, hvað það eru maigar járnbrautarlestir við allar stöðvar og skiptíspor, sem við förum frm hjá. Lestin nemur nefnilega alls ekki staðar á pólsku landi, heldur fer við- komulaust til Marienburjg í Aust- ur-Prússlandi. Nú fer ég ekki lengra, því að þarna er skiptistöð fyrir lestina til Danzig. Aíram til Danzig. Eftir klukkustundar bið — kl. er þá um 7 — er járnbrautarlest- in til Danzig ferðbúin, en lestin sem ég kom með frá Berlín ti! Marienburg heldur áfram með hermannasveitir og liðsforingja í austur. Til Danzig fara aftur á móti aðallega fátækir bændur. Nærri því allir lestarvagnarnir eru ylirfullir af smábændum og umferðasölum, og eru allir með alls konar Landbúnaðarafurðir, seim þeir ætla að selja í Danzig. Einnig í ókkar klefa eru flestir með eggjakörfur og annað þess háttar. Um allt milli himins og jarðar er skrafað, en þó held ég, að enginn hafi minnzt á Hitler. Aðallega er talað um hveiti, egg og yfirleitt iandbúnaðarafurðir, en þó mest um verðið á þeim. Að- eins þegar eftirlitsmaðurinn kem- ur, þá heyrist þetta venjulega „Heil Hitler“, sem er sagt svo fljótt og þvöglulega, að það likist miklu fremur því að sagt væri „Drei Liter“, eins og illgjarnar raddir segja, að flestir segi í flýtinum. Lestin fer nú til baka sömu leiö og ég var kominn og yfir hina miklu brú á Weichsel, sem nú er orðin ákaflega breið. Strax og við erum komnir yf- ir fljótið, erum við komnir að mjórri landræmu, sem tilheyrir fríríkinu Danzig og liggur með- fram fljótsbakka Weichsel, en til þess að komast alla leið til Danz- igborgar Aærðum við ennþá einu sinni að fara yfir gólskt land. I Tczew liggja saman allar helztu jámbrautarlínur pólska hliðsins. Lestinni er ekið inn á sérstaka stöö, og umhverfis hana er 3—4 metra há járngirÖing, sem á að hindra það, að farþegarnir geti sloppið frá lestinni. Aðeins eitt lítið hlið er á miðri girðing- unni með talningaáhaldi, og þetta hlið liggur út að aðaljárn- brautarstöðinni. Þarna standa nokkrir pólskir varðmenn vopn- aðir byssum og byssustingjum. Þeir eru trygging fyrir því, að enginn reyni að sleppa. Lestin rennur nú af stað aftur, og lengi vel ökum við á milli gaddavírs- girðinga. Það er ekki fyrr en lest- in er komin á fulla ferð, svo að enginn geti stokkið af, er girð- ingunni lýkur. Danzig er einkennileg borg. Hún ber ennþá merki hins gamla Hansatímabils, svo sém aðrar borgir á Norður-Þýzkalandi, eins og Hamborg og Lybeck. Fram með hinum þröngu skurðum er fjöldi geymsluhúsa með skökkum göfl- um. Það er ekki nauösynlegt ab vera lengi í Danzig til þess að komast að því, að höfnin eraðal- lífæð hennar. Nærri því allar ár hins stóra Póllands, sem er um 400 þúsund ferkílómetrar renna í . Weichsel. Sífelldur straumurbáta sem hlaðnir eru kolum, trjávið, korni og öðrum pólskum vörum rennur niður fljótið til Danzig, þar sem vörunum er skipið upp og lítið fljótaskip dregur alla upp eftir fljótinu. Danzig er hin nauðsynlega vöruskemma, því að skurðirnir eru í raun og veru angar út úr fljótinu. I 30 km fjarlægð er Gdynia, sem er bein mótsetning Danzig- borgar. Þar er stærsta og mesta nýtízku höfn við Eystrasalt- Neð almenoingsvagn- innm til Odpia. Þegar ég hafði fen^Ið pólskt vegabréf, fór ég með almennings- vagninum til Gdynia. Á leiðinni nam bifreiðin staðar á landamær- umfrfrikisins og Póllands. Pólsklur Jögregluþjónn rannsakar vagninn, og skoðar öll vegabréf. Þarna er ekkert tolleftirlit, því að Pól- land og Danzig hafa sameiginlegt tollsvæði. Um leið og Pólland var gert að sjálfstæðu ríki varð mönnum Ijóst, að Danzig myndi vera of lítil, og Pólverjamir óskuðueinn- ig eftir því að vera óháðir Þjóð- verjunum í Danzig. Gagnstætt ráöleggingum margra verkfræð- inga var byrjað að byggja höfn við litla fiskiþorpið við Gdynia. Alþjóðlegt verkfræðingafélag undir forystu danska félagsins Höjgaard & Schultz hefir á fáum ámm breytt hinni eyðilegu, sendnu strönd í nútíma risahöfn og iagt grundvöllin að nýrri stór- borg. Árið 1920 voru þar aðeins 100 íbúar, en nú eru þar 150 þúsund- ir. Sé höfnin aðallífæð Danzig- borgar, þá er höfnin það ekki (síður í Gdynia, þar sein nærri því hver einasti maður á afkonru sína undir henni, eða járnbraut inni. Þar er nóg landrými til nýbygginga, því að aðeins önnur eða þriðja hver lóð er byggð, en aftur á móti eru húsin stór, eða 4—5 hæðir. Pólverjar eru mjög hreyknir af Gdynia, og þeir gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að auka veldi hennar. En Pólverjar vilja einnig koma sér upp verzl- unarflota. Upprunalega keyptu þeir þrjú stór gufuskip, en nú er það ekki lengur vörufiutninga- skip, sem þeir kæra sjg um, eftir að útlendingamir hafa byggt sér fjölda farþegaskipa til fólksflutn- inga á Atlantshafinu. Barátta Danzlgbúa fyrlr ltfinu. Verzlun Pólverja er nægilega mikil bæði fyrir Danzig og Gdy- nia, en samt sem áður finna Danzigbúar, að þeir hafa fengið keppinaut, sem þeim geti orðið ofjarl. Þegar Pólverjar byrjuðu að byggja sina eigin höfn, lof- uðu þeir að láta Danzigbúa hafa nóg að gera, og þeir hafa staðið við loforð sitt. Annríkið í Danzig og efnahagur bæjarbúa er meiri og betri en hann var undir stjórn Þjóðverja fyrir heimsstyrjöldina. Verzlun Pólverja hefir stöðugt farið í vöxt, og þess vegna hefir vöxtur Gdynia ekki orðið til þess að verzlun fríríkisins minnkaði. samt er það svo, að velferð Dan- zigbúa hangir á bláþræði, síðan Þjóðverjar hafa gert þá kröfu að fá aftur borgina. Þetta er aðalatriðið í annarri kröfu Hitlers: að innlima Danzig í þýzka ríkið. Það er ómögulegt að taka neina ákveðna afstöðu í þessu erfiða vandamáli. Danzig- búar em Þjóðverjar. Það játa all- ir, en Pólverjar haída því fram, að borgin sé ekki heldur undir pólskri stjórn, heldur sé það sjálf- stætt ríki, sem sé undir vernd Þjóðabandalagsins- Auk þess bera þeir fram sem sönnun fyrir því, að Danzig eigi að vera frfriki, Hitlers eigin orð, þegar þeir segja, að Danzig sé „Hfsrými Pól* verja". Það er einkennilegt að ræða um vandræði Danzigborgar við íbúa borgarinnar. Þar eru margir nazistar og þeir krefjast þess allt af, að boi'gin verði aftur fengin Þýzkalandi í hendur, en samt sem áður verður maður þess var, að undir niðri kvíða þeir frarn- tíðinni, og séu þeir spurðlr að því, á hverju Danzigbúar ætli að lifa, þegar sambandi þeirra við Pólverja er slitið, þá hliðra þeir sér hjá að svara því. Farþegar með m.s. Donning Alexand- rine til útl. í fyrrad. voru m. a.: Hjalti Jónsson, frú Regína Þórðardóttir, Greta Petersen, Atli Már Árnason, Gerlach gen- eralkonsúll, Þorbjörg Björns- dóttir, Erla Geirsdóttir, Jófríð- ur Zoega, Ásmundur Jónsson, Stella Gunnarsson, Anna Stein- dórsd. Gunnarsson, Höskuldur Steindórsson Gunnarssonar, frú Margrét Jónsdóttir, frk. Stella Jóhannesdóttir, Sveinn M. Sveinsson og frú, Elín Jóhann- esdóttir Lynge, Guðrún Johan- sen, Sigurður Vigfússon, Her- steinn Pálsson blaðam., Sigurð- ur Halldórsson og frú, 14 knatt- spyrnumenn úr K.R., C. Juul, Rokstad, frú Kristín M. Jóns- dóttir, Guðrún Tuliníus, frk. Anna D. Storr, frú Kristín Thor- arensen, Grímur Þorkelsson, Ólafur Sigurðsson, frú Gíslason, Ásgeir Ásgeirsson, Jón Gunn- arsson, Árni B. Björnsson, Guðm. Guðnason, L. H. Múller, frú Orl.kapt. Dam, Viggo Mik- kelsen, frú Fríða Schauman, frk. Arndís Bjarnad., Halldóra Ólafsdóttir, Anna Vigfúsdóttir, Rebekka Gestsdóttir, frú Hulda Mortensen, Þórdís Jóhannsdótt- ir, frú Sigþrúður Christensen, Guðrún Olsen, Samúel Ketils- son, frú Jóhanna Mikkelsen, Nanna Jónsson, Guðm. Jónas- son. Póstferðir 24. ágúst. Frá Reykjavík: Mosfeilssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvell- ir, Þrastalundur, Hafnarfjiörður, Þykkvabæjarpóstur, Akraness-, Borgarness-, Norðanpóstar. Lyra til Færeyja og Bergen. — Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss- og Flóapóstar, Þingvell- ir, Laugarvatn, Þrastalundur, Hafnarfjörður, Austanpóstur, Borgarness-, Akraness-, Norðan- póstar, Barðastrandarpóstur, Snæfellsnesspóstur, Stykkishólms póstur. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Hinar vinsæln hraðferðir Steindórs Cfl Akureyrar um Akranes erm Frá Reykjavik: Alla mánudaga miðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga laugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Siaf- reiðastöð Oddeyrar, M.s. Fagranes annast sjéleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. AHar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Steindúr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.