Alþýðublaðið - 26.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1939, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUK 26. ágúst 1939 rBGAMLA BiÖOH Rrentzer- sónatan Áhrifamikil mynd tekin eftir skáldsögu Leos Tolstoi. Aðalhlutverkin leika: Lil Dagover, PerPet- ersen og Albrecht Schoenhals, Dansskemmtun verður í Rauðhóium annað kvöld kl. 8. VerÖur dansað á palli, og verður tjaldað yfir hann, ef purfa þykir; en í skálanum verða 'alls konar veitingar. Ferðir hefj- ast kl. 7 e. h. frá Lækjartorgi. rvr oxgp:r:o «.s. „Esja“ fer frá Danmörk kringum 15. september n.k. beint til Vestmannaeyja og Reykja- víkur. Tekur farþega og flutning eftir því sem rúm leyfir. í Danmörk fást nánari upplýsingar hjá: Samb. ísl. samvinnufélaga, Khöfn, og Johs. Utzon, Aalborg. Steingrímnr Arason sextngnr í dag. SEXTUGUR er I dag Stein- grímur Arason kennari við kennaraskólann. Steingrímur er einn af merk- ustu mönnum íslenzkrar kennara- stéttar og hefir unnið mikið og þjóðnýtt starf. Hann hefir aflað sér mikillar menntunar og kynnt sér nýjungar í starfi sínu og gerzt brautryðjandi peirra hér á landi. Þessar nýjungar eru fólgn- ar í margvíslegum bættum að- ferðum í starfi barnaskólanna. Og hlutverk Steingríms hefir náð lengra en til barnaskólanna. Hann hefir einnig sem formaður barnavinafélagsins Sumargjafar komið mjög miklu til leiðar til bættra uppeldisskilyrða fyrir yngstu börnin. Til viðurkenningar fyrir petta mikla starf var hann kjörinn heiðursfélagi Sambands íslenzkra barnakennara á 50 ára afmæli kennarasamtakanna á sið- ast liðnu vori. Steingrímur er hinn hugljúfasti maður hverjum peim, er honum kynnist, og munu hinir fjölmörgu vinir hans senda honum í dag líinar hlýjustu kveðjur. JAPANIR OG BRETAR Frh. af 1. síðu. neska ekki-árásarsanQninginum. Þá neitaði hann því einnig, að Japönum hafi verið boðið að taka þátt í hernaðarbandalagi gegn Bretum. Útbreiðið Alþýðublaðið! fiflðlang Aronsdéttir 73 ára á ntorgnn. EKKJAN Guðlaug Arons- dóttir, Ránargötu 7, er 73 ára gömul á morgun. Hún flutt- ist fyrir allmörgum árum hing- að til bæjarins frá Eyrarbakka, en þar hafði hún búið ásamt manni sínum lengi og aflað sér mikilla vinsælda. Guðlaug Aronsdóttir er prýði- lega gáfuð kona og fylgist af lif- andi áhuga með öllu því, sem gerist í opinberum málum. Frá fyrstu tíð hefir Guðlaug haft mikinn áhuga fyrir málefnum verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðuflokksins og hefir aldrei legið á liði sínu til að veita þeim málum fullan stuðning. Alþýðublaðið óskar Guðlaugu til hamingju með afmælið. Falsararnlr tala um falsanir. ÞJÖÐVILJINN heldur, að hann geti borið eitthvað í bæti- fláka fyrir svik Stalins og vin- áttu hans við Hitler með pví að sýna fram á, að ekki hafi verið farið rétt með orðalag einnar greinar samningsi.ns í Ríkisút- varpinu og síðar Alpýðublaðinu og Morgunblaðinu. Þjóðviljanum skal svarað pví, að orðalag samningsins er algert aukaatriði, að pví er snertir viðkomandi grein. Og pó að samningurinn TMlmann láí- innlans. KALUNDB. í gærkv. FÚ. IFREGN frá Þýzkalandi segir, að Thálmann, fyrrum aðalleiðtogi komm- únista í Þýzkalandi, hafi verið látinn laus, en hann hefir setið í fangelsi síðan nazistar komust til valda. Aths. Alþbl.: Þessi ráð- stöfun mun af Stalin og Hitler vera hugsuð sern sárabætur fyrir kommún- ista úti um heim fyrir svik Sovét-Rússlands við frið- inn og lýðræðisríkin. En ekki er ólíklegt, að Thál- mann komi einkennilega fyrir sjónir sá heimur, sem opnast honum nú, eftir að Hitler og Stalin hafa tekið höndum saman, og verður sennilega erfitt fyrir hann að skilja, til hvers hann hefir áður barizt og setið sex ár í fangelsi. Þýzku jafnaðarmennirn- ir hafa ekki verið látnir lausir úr fangabúðum Hit- lers. nefni sig „ekki árásar samning", pá er hann raunverulega ekkert annað en samningur um pað, að Þýzkaland skuli hafa samþykki og hlutleysi Rússlands til þess að ráðast á Pólland og hefja nýja Evrópustyrjöld, enda skuld- bindur Rússland sig í einni grein samningsins til pess aö taka ekki ipátt í neinni ríkjasamsteypu, sem beint sé gegn Þýzkalandi. Greini- legar er ekki hægt að orða svik Sovét-Rússlands við málstað frið- arins. Þjóðviljinn, sem laug pví upp á miðvikudaginn, að samningur- inn hefði inni að halda grein pess efnis, að hann félli úr gildi, ef Þýzkaland gerði árás á eitthvert priðja ríki, ætti að fara hægt í pað að bera öðrum falsanir á brýn. Meistaramótið. Keppendur í meistaramótinu, starfsmenn og stjórnir ípróttafé- laganna eru beðin að mæta hjá K, R.-húsinu á morgun kl. 1,30 síðdegis. I Háliö fyröttamanna hefst á morgnn Kl. 1,30 safnast íþróttamenn, öldungar og stjórnir íþróttafélaganna saman við K.R.-húsið. Kl. 1,45 leikur Lúðrasveit Reykjavikur á Austurvelii. Kl. 1,55 ganga íþróttamenn fyiktu liði til Alþingishússins. Kl. 2 ílytur Jakob Möller fjármálaráðherra ávarp. Kl. 2,15 verður gengið suður á íþróttavöll með Lúðrasveit Reykja- víkur í fararbroddi. Kl. 2,30 setur forseti Í.S.Í, mótið og síðan hefjast íþróttir. Fyrst lceppa stjórnir 6 iþróttafélaga í Rvík og Mnarfirði í boðhlaupi 5x80 metra. Nœst keppa ðidtmgar úr K. R., !. R. og Ármanai í boðhlaupi 5x80 metra. Þá hefst Meistaraanét f.Sí.f. i fr|álsipréttnm og verður keppt í 100 m. hiaapi — kiiiuvai’pi — stangarstöklsi og 1500 m. Maupi Kl. S um kvöldið heldur svo Meistaramótið áfram og verður þá keppt í 1000 m. boðhlaupi — sleggjukasti — og 10000 m. lilaupi. Aldroi Iiefir skemmtilegri íþróttakeppni verið hér á boðstólum Allir út á vðli á morgun. bosmijnda I DAG Næturlæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavík- ur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,30 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregn- ir. 20,20 Hljómplötur: Norskir kórar. 20,30 Upplestur. Ferða- söguþættir af Vestfjörðum (ung- frú Ágústa Björnsdóttir). 20,55 Útvarpstríóið leikur. 21,15 Hljómplötur: a) Ravicz og Lan- dauer leika á píanó. b) 21,30 Gamlir dansar. 21,50 Fréttaá- grip. 21,55 Danslög. 24 Dag- skrárlok. Á MORGUN: Næturlæknir er Karl S. Jón- asson, Sóleyjargötu 13, sími 3925. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apóteki. ÚTVARPIÐ: 11,40 Veðurfregnir. 11,50 Há- degisútvarp. 18,40 Útvarp til útlanda (24,52 m.). 19,30 Hljóm- plötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Lög eftir Hándel. 20,35 Gamanþáttur. 20,55 Út- varpshljómsveitin leikur. (Ein- söngur). 21,30 Kvæði kvölds- ins. 21,35 Danslög. 21,50 Frétta- ágrip. 24 Dagskrárlok, MESSUR Á MORGUN: í fríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sigurðsson. Engin messa verður í Laug- arnesskóla á morgun. IÞRÓTTAKEPPNIN Frh. af 1. síðu. Þar setur Ben. G. Waage meist- aramótið með ræðu. Að henni lokinni fara fram tvö boðhlaup, sem áreiðanlega verða afar skemmtileg. Er annað milli öld- unga, allra yfir 40 ára að aldri, en hitt milli stjórna íþróttafé- laganna. Eftir það hefst svo meistar amótið. ÁSKORUN ROOSEVELTS Frh. af 1. síðu. mannslífa verði bjargað og mik- illi eymd og hörmungum afstýrt, ef ekki verði beitt valdi. Það er nú staðfest, að Þjóð- verjar hafa um 20 herfylki við landamæri Pðllands. Einnig hefir lið verið sent til landamæra Belgíu og Luxemburg. Þýzkir hermenn vinna að því af miklu kappi, að koma upp nýjum vig- girðingum í Rínarbyggðum. Þýzka beitiskipið „Sleswig- Holstein" kom til Danzig í gær- morgun. Stjórn Danzigborgar hefir fyrirskipað að taka í notk- un handa heimavamarliöinu allar bifreiðar og flutningatæki, og vagnaumferð er nú engin í Dan- zig, nema á vegum hersins. FRANSKIR OG ENSKIR VERKAMENN Ffh. af 1. síðu. það, að milli brezks og fransks verkalýðs sé alger eining ríkj- andi. Kommúnistablöð í Frakklandi hafa verið gerð upptæk. Komm- únistar í Frakklandi verja samn- ingsgerð Rússa við ÞjóÖverja, en kommúnistaflokkurinn franski hefir heitið stjórninni stuðningi, ef til styrjaldar kemur. Knattspyrnufélagið Fram. Meístaraflokkur og fyrsti flokk- Ur. Æfing í dag kl. 5 á Iprótta- vallinum. BMATORSCILB {EMEDÍAKFl Fyrsti dansleikur „Laugardagsklúbbsins“ verður Í kvöld í Iðnó. Hljómsveit Hótel íslands spilar undir dansinum. Bílþjófurinn, Hjörtur Ágústsson, sem dmkk- inn hafði tekið bíl hér í bænum um síðustu helgi og ekið honum austur að Þjórsá, hefir verið sektaður um 100 krónur fyrir að aka próflaus og dmkkinn og 67 króna skaðabætur handa bíieig- andanum. NYIA BIÖ H8 Frjálslynd æska Hrífandi fögur og skemmti leg amerísk kvikmynd frá Columbia Film um glaða og frjálslynda æsku. Aðal- hlutverkin leika: Gary Grant, Katharine Hepburn, Doris Noian, Lew Ayres. Isfisksala. Reykjaborgin seldi í Cuxhaven I gær 128 smál. og 440 kg. fyrir 20509 ríkismörk. Rauðhólar. Dansskemmti verður í Rauðhólum annað kvöld — sunnudaginn 27. ágúst — hefst kl. 8. Dansað verður úti á yfirtjölduðum palli ef þurfa þykir, ellegar í skálanum. Ferðir frá Lækjartorgi með strætisvögnum eftir kl. 7 síðdegis. ÁGÆT HARMONÍKU - MÚSÍK. L APGABPACSKLðBBPRlNN t Fyrsti dansleiknr klúbbsins er í Iðnó í kvöid. Hljómsveit Hótel íslands. Aðgöngumiðar í Iðnó frá klukkan 5 í dag. — Sími 3191. PansklúbburlHn Cinderella: Dansleikur DanskMbburinn Cinderella beldnr dansleik í OddfelIow-héslMss í kvðld kl. 10 e. h. flljómsveit BJarna BSðvarssooar leikui* fyrir dansinnm. AðgSngnmiðar seldir frá kl. O e. h. fi Odd~ fellow~húsinu. SOLO HÚSGAGNAGLJÁI, hreinsar 311 éiirein~ indi ilr trénu, ver pni sprun|gum og gljáir dvððja?nanieg% fallega Eimskip. Gullfoss er í ólafsvík, Goða- foss er á leið til Hull frá Ham- borg, Brúarfoss er á leið til Grimsby, Dettifoss er hér, Lagar- foss var á leið til Hólmavíkur kl. 10 í moigun, Selfoss er í Antwörpan. Trúlofun sína opinberuðu í gær ungfrú Sveiney Þormóðsdóttir, Lauga- vegi 27 B, og Hilniar Ludvigs- son bakari, Grundarstíg 2A. gflfti* v«r á Hús«vík stbdegts í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.